Lögrétta


Lögrétta - 26.08.1931, Blaðsíða 4

Lögrétta - 26.08.1931, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Ólafsdóttir, búandí hjón í Frakka- nesi. Sá, sem þessar línur ritar, man það frá unglingsárum sínum, að hann heyrði Bjarna sál. ávalt nefndan sem sjerstakan ágætis- mann, einn af þeim mönnum, sem sagt er um, að þeir vilji ekki vamm sitt vita. Þessa kosti erfði dóttirin í ríkum mæli. Hún var góð og trúuð kona og gat engum heyrt hallmælt svo að hún tæki ekki málsstað hans. Þrátt fyrir mjög glaða lund kom það jafnan í ljós, að á bak við var hjá henni djúp alvara. Hún var fríðleiks- kona, með mikið og fagurt Ijóst hár og svipurinn var allur hinn höfðinglegasti. Anna heitin var gift Jóni skáldi Mýrdal, sem dáinn er fyrir mörg- um árum. Þeim varð ekki barna auðið, en son eignaðist hún áður en hún giftist, sem Stefán heitir Stefánsson og er bóndi í Bjarn- eyjum. Þar naut hún sonarlegrar umhyggju eftir að hún varð ekkja og fjekk þá ósk sína uppfylta, að eyða síðustu æfistundunum hjá syni sínum. — Jeg var önnu sál. samtíða í 8 ár og get gefið henni þann vitnisburð, að hún var ein af þeim grandvörustu kon- um, sem jeg hef þekt og að það var eins og henni væri það með- skapað, að varpa birtu á braut samferðamanna sinna. Gamall vinur. Þjóðdansar. Alþjóða samkoma fyrir þjóðdansa hófst í Kaup- mannahöfn 25. f. m. Voru þar sýndir þjóðdansar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Fær- eyjum og Grænlandi og enskur flokkur sýndi einnig enska dansa o. s. frv. Það er í ráði að koma á annari og meiri slíkri alþjóða- samkomu fyrir þjóðdansa í Lond- on árið 1936. Máske einhverjir, sem áhuga hafa á þessum efnurn hjer vildu gera ráðstafanir til þess að Islendingar tækju þátt í þeim fundi og æfðu flokk til þess? Lodewyck heitir hláskólakenn- ari frá Melbourne í Ástraiíu, sem hjer hefur dvalið í sumar og er nýlega farinn heimleiðis. Hann kom hingað til þess að læra ís- lensku og talaði hana fullum fet- um þegar hann fór. Hann hafði ferðast kringum alt land, á hest- um, bílum eða sjóveg og Ijet á- gætlega af ferð sinni. Hann dvaldi lengst hjer í Reykjavík og í Fellsmúla. Hann hefur víða farið um heiminn, en taldi þó að íslandsferðin yrði eitthvert ó- gleymanlegasta æfintýri sitt. Hann varð hjer vinsæll og hjeldu nokkrir kunningjar hans honum samsæti að Borg áður en hann fór. Þór tók nýlega enskan togara, Itonion, í landhelgi á Skjálfanda- flóa, en þurfti að skjóta 18 að- vörunarskotum áður en togarinn stansaði. Hann hafði nær f ull- fermi af ýsu og kola. Síldin. Síldarbræðslan hafði 22. þ. m. tekið við 92 þúsund málum. Um líkt leyti höfðu verið salt- aðar um 107 þúsund tunnur, nærri 42 þúsund tunnur grófsalt- aðar, 27 þúsund fínsaltaðar, 8 þúsund sykursaltaðar, og 29 þúsund kryddsaltaðar. Dáinn er 14. þ. m. Gestur Sig- urðsson á Fossi í Hofsókn, tengdafaðir Stefáns heitins Ei- ríkssonar trjeskurðarmeistara. Lán? Páll E. Ólason banka- stjóri og Björgólfur Ólafsson læknir eru nýlega farnir áleiðis til Hollands, að sögn til þess að leita þar fyrir sjer um lán handa Búnaðarbankanum. Flugfjelagið. Walter fyrrum flugstjóri hjer er nýkominn hing- að. Það er að sögn í ráði, að ríkið taki við rekstri flugfjelags- ins og reki það í sambandi við skipaútgerðina og mun koma Walters flugstjóra standa í sam- bandi við samninga um þau mál. Áfengiseitrun. Nýlega andaðist maður á Seyðisfirði af áfengis- eitrun, er álitið að hann hafi drukkið eitraðan áttavitaspíritus. Dáin er 14. þ. m. á Sauðár- króki frú Hildur Sveinsdóttir frá Geitaskarði. Grænlandsdeilan. Það er talið sennilegt, að Harald Seavenius, danski sendiherrann í Haag, og Steglich-Petersen hæstarjettar- málaflutningsmaður flytji mál Dana fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, en málið kemur sennilega fyrir dómstólinn í október næsta ár (1932). Samt er nú þegar far- ið að semja málsókn Dana og er það skjal samið af Dr. Georg Cohn, en hann er ráðunautur utanríkisstjórnarinnar og af Gustav Rasmussen, sem var sendisveitarritari í Bern 1924 iþegar gerður var Grænlands- samningurinn við Noreg. Þegar málið kemur fyrir Haagdómstól- inn ætla Danir að hafa þar sjer- fræðinganefnd málflutningsmönn- um sínum til aðstoðar og m. a. verður í henni Daugaard Jensen forstjóri grænlensku stjórnarinn- ar. Aljechin skákmeistari er nú kominn suður í Jugoslaviu og teflir þar í Blet, sumarbústað konungsins við 14 úrvals tafl- menn. Þar heldur hann einnig áfram kappskákunum, sem hjer voru óútkljáðar og eru leikirnir sendir símleiðis milli Reykjavíkur og Blet. Sjötugur varð 24. þ. m. Matthí- as Matthíasson í Holti, alkunnur og góðkunnur Reykvíkingur, sem hjer hefur starfað í 58 ár. Bæjarbruni. Aðfaranótt 23. þ. m. brann til kaldra kola bærinn Nykhóll í Pjetursey eða íbúðar- húsið þar. Landskjálfta varð vart á ýms- um stöðum á Suðurlandi 23. þ, m. og voru þeir allsnarpir víða. Reykjavík stækkar. Síðasta þingdaginn var samþykt frum- varpið um stækkun lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, sem verið hefur á döfinni í mörg ár. Eru þá Þormóðsstaðir og Skildingar nes sameinað Reýkjavíkurbæ. Kjördæmaskipunin. I milli- þinganefndina, sem fjalla á um það mál hefur Sjálfstæðisflokk- urinn tilnefnt Jón Þorláksson og Pjetur Magnússon. Framsóknar- flokkurinn þá Tryggva Þórhalls- son og Berg Jónsson, en Alþýðu- flokkurinn Jón Baldvinsson. Þjóðminjavörðurinn Matthías Þórðarson er nýkominn úr rann- sóknarför um Vesturland. Var hann aðallega að rannsaka ýmsa sögustaði úr Eyrbyggju. Sundkappi Islands varð á Is- lendingasundinu, sem háð var 23. þ. m. hjer í bænum, Jónas Halldórsson. Hann synti vega- lengdina, 500 stikur, á 8 mínút- um 4,8 sek. og er það nýtt met. Fyrra metið var 9 mín 1 sek. og átti Jón Guðmundsson það. Sund- kappinn er aðeins 17 ára. Prentsm. Acta, Brjef merkra manna. Bókavérslun þorsteins Gíslasonar hefur fengið útgáfurjett að óprentuðum ritum Benedikts Grön- dals skálds, og þar á meðal er margt af sendi- brjefum frá lionum, sem eru bæði skemmtileg og fróðleg, og einnig nokkur brjef til hans frá öðrum merkum mönnum. Ýmislegt af þessu verður prent- að hjer í blaðinu. 1. Benedikt Gröndal til Jóns Guðmundssonar, síðar ritstjóra Þjóðólfs, skrifað (1851) litlu eftir þjóðfundinn. J. G. er þá í Kaupmanna- höfn, en B. G. í Reykjavík. Elskulegi Jón Guðmundsson! Með glymjandi hanagali heilsa jeg yður, án, þess jeg gefi nokkum hlut eftir hananum sál- uga, sem gólaði fyrir Sankti Pjetur, þegar klukkan var eitt kortjer til fjögur, og Kristur beið eftir honum. Billenberg hefur hjer ó- grynni af hönum, sem allir eru að reyna að herma eftir gamla hananum og góla á kál- garðinum milli Gunnlaugsens húss og Billen- bergs húss, og minna þessir hanar mig þrá- faldlega á þetta vere: Pjetur þar sat í sal, o. s. frv. Þunnir þykir mjer þeir vera, norðlingarnir, því í vetur var sagt, að bænarskrá gengi' um kring sem grenjandi león, og ætluðu menn að biðja um þjóðfundarframhald að sumri, en alt er orðið ryðgað, og maskínan gengur ekki. Prentsmiðjumálið þeirra er mjer ókunnugt, en jeg held að það sje fjörlítið eins og ann- að, en þó mun jeg segja yður nokkuð, sem kom upp hjer í vetur. Það var nefnilega í | sumar, sama dag og þjóðfundinum var upp sagt, að maður fyrir austan lagðist að sofa um morgunstundu, og dreymdi, að Jón Guð- mundsson kæmi að sjer, og mælti: íslands Djöfull Trampar torg, traðkar rjettum málum, hrópar stríð með heiptar org, heggur alt með Pálum, og vaknaði síðæn, þótti mönnum draumurinn undarlegur, en maðurinn sór sig um, að sig hefði dreymt vísuna, en hann eigi gert hana. Litteratúren hjer er ekki óblómleg, því Þjóðólfur og M. Grímsson slíta nú týpum prentsmiðjunnar eins og skaflajárnaðir grað- folar slíta ís, og held jeg að Grímsson riti yður um það betur, án þess jeg þó viti það. Annars álít jeg nú Nýju Tíðindin betri en Þjóðólf, því hvorttveggi er ópólitískt, og til- gangur beggja nokkuð encyclopæðiskur, en Tíðindin eru betri samt. Jeg held að jeg fari að reyna að koma út kvæðum nokkrum eftir mig, það er núi eitt af mínum litlu plönum. Þegar jeg frjetti fyrst um bænarskrá rxorð- lendinga, þá varð jeg feginn mjöig, og fór mjer að detta í hug, að menn ættu að reyna að koma upp líkri bænarskrá hjer syðra, en þegar nú ekkert varð af hinni, þá álít jeg ekki til neins, að stríða við það, því það lýsir éngum samtökum eða sönnum hug, þegar slík bæn ekki kemur frá flestum stöðum landsins. Nú ætlar Christianson að sigla með konu sína og sakna margir hans hjer, sem von er á, og jeg er einn af þeim, því hann var mjer ætíð manna bestur, þó jeg ekki ætti neitt gott af honum skilið. Mjer þykir þeir vera heldur heróiskir í Bókmentafjelagi voru þar ytra, og vildi jeg heldur að menn legðust á minna og sann- gjarnara, en sumt það, sem upp var borið. Jeg man nú ekki fleira að rita, elskulegi Jón Guðmundsson, en ætlið þjer ekki að koma í vor? eða hvað? Þjer skrifuðuð mjer ekkert um það í yðar ágæta brjefi, sem jeg nú fyrst þakka yður fyrir. En núna er jeg svo hæðst prosaískur í huga og hálf fjörlaus, að mjer occúrrera engar heróiskar setningar, einkan- lega þegar jeg ekki hef fyrir glyrnum mjer Bjarna Rector, sem er svo sterkur, að jeg get ómögulega öðru trúað, en að það sje Atlas, og hafi fenjgið frí í nokkur ár frá því að bera himininn á sínum voldugu herðum. Bón hef jeg til yðar, og hún er sú, að þjer gjörðuð svo vel, og keyptuð fyrir mig falleg- an hríng með nokkrum steinum í, en hann á að vera handa kvenmanni, sit venia verbo et cogitatione, og má hann vera stór, (s. s. víð- ur); en það vildi jeg, að þjer hefðuð konuna yðar, og frændkonuna mína, í ráðum, því hún er smekkkona og gáfuð. Gjörið þetta fyrir mig, jeg skal borga það í vor, ef þjer komið, eða með ferð, ef þjer ekki komið. Nú held jeg að jeg endi brjefið, sem frem- ur er orðið bullpistill, og það illa skrifaður, heldur en brjef, o-g bið jeg yður að fyrirgefa það, um leið og jeg bið að heilsa konunni yð- ar, og Stínu, ef jeg má vera svo djarfur, og hafa þá æru, að biðja að heilsa jómfrúnni. En sjálfan yður kveð jeg með þeirri ósk, að yður megi alt til gæfu snúast, þó nú sje ekki hliðvindur, og að þjer öðlist alla þá vegsemd og lukku, sem hver og einn íslendingur kann- ast við, að þjer eigið skilið, og óskar, áð þjer hljótiö. Þess óskar líka af alhuga yðar ein- ltegur, elskandi vinur B. Gröndal.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.