Lögrétta


Lögrétta - 14.10.1931, Síða 4

Lögrétta - 14.10.1931, Síða 4
4 LÖGRJETTA Kaupbætir Lögrjettu 1931 / Kaupendur Lögrjettu fá í ár eina bók úr 1. flokki, eða tvær bækur, aðra úr 2. flokki, hina úr 3. flokki. Þeir sem borga tvö ár fá eina bók úr hverjum flokki, eftir eigin vali. 1. flokkur: Einsöngslög, eftir Árna Thorsteinsson, Andvörp (skáldsögur), eftir Björn Austræna, Stafrof söngfræðinnar (innb.), eftir Björn Kristjánsson, Vargur í vjeum, eftir Gunnar Gunnars- son, Farmannsljóð, eftir Jón Bergmann, Ógróin jörð (skáldsögur), eftir Jón Björnsson, Dægurflugur,eftir Þorst. Gíslason, íslensk þjóð- fræði, eftir Vilhj. Þ. Gíslason, Heimhugi (kvæði), eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. 2. f 1 o k k u r: Tíu sönglög, eftir Árna Thorsteinsson. Syndir annara, eftir Einar H. Kvaran, Drengurinn, eftir Gunnar Gunn- arsson, Dóttir Faraós, eftir Jón Trausta, Mannasiðir, eftir Jón Jacobson, Alþýðleg veðurfræði, eftir Sigurð Þórólfsson, Út yfir gröf og dauða, eftir Tvedale (þýtt af Sig. Kr. Pjeturssyni, Myrk- ur, eftir Tryggva Sveinbjörnsson, Segðu mjer að sunnan, eftir Huldu. 3. flokkur: Búarímur, eftir Grím Thomsen, Nokkur kvæði, eftir Þorstein Gíslason, Riss, eftir Þorst. Gíslason, Jónas Hall- grímsson, eftir Þorst. Gíslason, Næstu harðindi og Mannskaðar, eft- ir Guðmund Björnsson, Æfintýri Zambra (lögreglusögur), eftir H. Hills, Um þjóðarbúskap Þjóðverja, eftir Funk. áburðurinn notaðist illa mun mest vera til orðinn áður og um það leyti sem fyrri sjáttur stóð yfir. Áður en sjeð varð hvernig háar- spretta yrði og verkanir áburðar- ins á hana. Mergurinn málsins, og það sem þeir bændur þurfa að at- huga, sem notuðu tilbúinn áburð, er þetta: hefði sprettan og út- koman ekki orðið ennþá verri, ef þeir hefðu ekki notað tilbúna áburðinn. Ætli það sje ekki sanni næst að það hafi verið tilbúni áburðurinn sem bjargaði svo ekki varð algerður grasbrestur á ný- ræktartúnunum víða um land ? Gamalræktuð tún, sem standa á gömlum merg, ef svo má segja, geta altaf sprottið þótt þau fái engan áburð eitt ár. En nýju tún- in þola ekki slíkt áfall. 1 sumar gat ekkert bjargað þeim nema til- búni áburðurinn og lagaráburður. Venjulegur búfjáráburður kom ekki að liði. Mjer virðist að vorið og sumar- ið nýliðna gefi mörg íhugunar- efni viðvíkjandi jarðræktinni. Hvernig eru túnin, sem brugðust verst? og hvernig eru túnin, sem voru kafloðin? jarðvegur, lega og ræktunarástand ? Stóðu gömlu túnin sig yfirleitt nokuð betur en vel gerðar sáðsljettur, sem fengu nægilegan tilbúinn áburð hæfilega snemma o. s. frv. Jeg orðlengi þetta ekki frekar, en vil biðja sem flesta bændur, sem hafa áhuga fyrir umbótum í túnræktinni, og notuðu tilbúinn áburð s. 1. sumar, að senda mjer fáeinar línur og segja mjer reynslu sína og álit. Hver veit nema það geti spunnist eitthvað gott út af því? Reykjavík, 8. október 1931. Árni G. Eylands. ■ ■ e Landsímann átti 25 ára afmæli 29. f. m. þegar hann var opnaður 29. sept. 1906, var haldin hjer fjölmenn fagnaðarveitsla, og á 20 ára afmæli hans var einnig hald- ið fjölment samsæti til minningar um opnun hans. En þegar hann var opnaður, var samkomulagið hjer svoleiðis, að helstu foringjar stjórnarandstöðuflokksins vildu ekki koma þar nærri. ísfisksala í september. 20 ferðir hafa togarar hjeðan farið út með ísfisk í september, 18 til Englands og 2 til Þýskalands. Afli allra seldist fyrir 15222 sterlingspund, eða 761 pund að meðaltali á skip, en í fyrra var meðaltalið 881 pund sterl. Fiskbirgðir 1. þ. m. voru taldar 233,406 skippund, 50 þús. skipp. hærri en á sama tíma í fyrra. Vilhj. Finsen ritstjóri flutti ný- lega útvarpserindi í Osló um notk- un jarðhita á Islandi, og sýndi fram á, að hægt væri að nota hann til framleiðslu á jarðeplum og kálmeti, sem nægðu Norð- mönnum að fullu, og vakti þetta mikla athygli og umtal. Atlantshafsflugið. Transcon- tinental Airlines Corporation, fje- lagið í Bandaríkjunum, sem koma vill á flugferðum norðurleiðina yf- ir Atlantshaf til Evrópu, um Grænland og ísland, hefur nú fengið leyfi dönsku stjórnarinnar til þess að hafa í Grænlandi tvær viðkomustöðvar í föstum flugferð- um þessa leið. Umboðsmaður fje- lagsins er P. Freuchen, alkunnur danskur Grænlandsfari, og er gert ráð fyrir að flugvjelar verði send- ar að vestan í reynsluflug nú þeg- ar í haust. Sjera Bjarni Þorsteinsson pró- fessor á Siglufirði á sjötugsaf- mæli í dag. Prentsm. Acta. Jónasar Hallgrímssonar, og eiginlega finst hon- um hann ekki nefnandi nema sem skólakennari og fyrir málið, en minnist ekkert á Scripta historica, sem enda þótt þær sje þýðingar voru þó epokugerandi og hafa verið grundvöllur til þekkingar á literaturum meðal allra hinna eldri útl. fornfræðinga. Það er maðurinn,en ekki mál- ið, sem ræður því hvað reiknast skal til einnar Literatur. Hvar á annars að telja SaxoGramma- tucus? Allir Danir telja hann með danskri Li- teratur, og það þykir mj er hart ef Englar ekki telja t. a. m. Beda með enskri Literatur, eða ef hvert land ekki telur sína annála með sinni Li- teratur, þó þeir sje á latínu. Æfisaga Bjarna eft- ir Einar Hjörleifsson er einnig Makværk, tómt Repositorium fyrir Einars Ætshetik og At- s heisme; meðal annars hrósar hann uppyfir alt metrikinni á „Sveinar íslenskir sitjum hjer“ (sem mjer finst ekkert betra en margt annað) ! og segir að Bjarni hafi eftirskilið Jónasi Hall-| grímssyni listina að ríma, eins og enginn hafi getað rímað fyr en Jónas! Af öðrum eins setn- ingum úa og grúa product þessara manna, sem hafðir eru upp yfir skýin.fyrir þessar ritgerð- ir eins og þær sje einhver sjerleg og háfleyg speki, og þegar jeg nú á ómögulegt með að gera mig að þeim lygara sem consentrerar með þessum Consent, þá er jeg hvergi hæfur nje kirkjugæfur, og einmitt þessi mín — þó mest negativa — Opposition á móti smekk- leysunni hefur valdið því, að jeg má hvergi vera með (mig langar raunar alls ekki til þess) — ut unum exemplum referam: ekki var jeg kvaddur til eða inviteraður til að taka þátt í veitslunni sem haldin var fyrir þjer hjerna um árið, enda þótt jeg væri sjálfkjörinn til þess að vera með, enn síður mjer falið á hend- ur að yrkja fyrir minni þínu; en að bjóða mig fram eða biðja um að lofa mjer að vera með, það geri jeg aldrei. Þessi æra eða þess konar er veitt Steingrími og Matthíasi (meðan hans naut), af því þeir passa. að setja sig ekki í Opposition við þessa mediocritatem, sem er einkenni hinnar uppvaxandi Generationar. Það| er eins og alt sje að nivellerast, mörg rjettí lag'eg kvæði, laglegur stíll et cetera, en ekkert excellent eða einkennilegt. Trú mjer til, Good- templarar og bindindismenn eru mikið góðir, en þeir gera ekkert, sem neitt kveður aö; þeirra eina afreksverk er að vera ófuJlir, en þeir afreka aldrei það, sem þeir fullu afrekuðu. Goodtemplarafjelagið er eitt af teiknum tím- ans, alt berst yfir í negationarinnar stagner- andi tjörn! Ennfremur er það altítt að telja ekki sálma 'með Poesi — eins og öll Theologian, jafnvel prjedikanir, ekki grípi inn í skáldskap — hvað eru Davíðssámlar ? hvað er Esajas? Margir sálmar eru hin tignarlegasta Poesi, eða var ekki Hallgrímur Pjetursson skáld? Eða má ekki telja „Alt eins og blómstrið eina“ með skáldskap? Sama er að segja um rímurnar; þær eru ekki einungis ekki skoðaðar með Poesi, lieldur og rifnar niður og úthúðaðar eins og illgresi, sem ætti að upprætast — það er mest síðan Jónas Hallgr. ritaði á móti þeim, svo apa allir eftir honum; en það eru ekki rímurnar sjálfar, eða rímnakveðskapurinn, heldur rímna- skáldin, sem eru vítaverð; ef við værum con- sequent, þá ætti að fordæma alla Poesi, af því hún er violeruð af einhverjum leirskáldum. Rímur eru ekkert annað en episk kvæði, og þær gætu verið eins góðar eins og hver önnum Poesi, ef þær væru vel gerðar; item hefur ver- ið haft á móti rímnalögunum, ja, það er satt að oft er illa kveðið, en ef fara ætti út í allar okkar musikölsku prestationer — inclusive söngkenslunni sem nú er, þar sem engin hug- mynd er um „Foredrag“, fegurð &c — þá mætti margt segja. Af öllu þessu sjerðu, hvað mín meining er um þetta, og hversu vingjarnlegum augum jeg lít á tírnann — það hefur ekkert hjálpað þó margir góðir menn hafi komið fram, altaf er fult af allra handa óþjóðalíð og gaurum, sem ekkert hafa til síns ágætis nema sjálfbyrgings- skapinn, háar hugmyndir um sjálfa sig — jeg skil t. a. m. ekkert í Jóni Ólafssyni, sem er smekkmaður og hefur svo víðan horizont, að hann skuli vera að taka í Þjóðólf þessi þunn- ildiskvæði eftir Sæmund Eyjólfsson (Páll fyrirj Agrippu t. d.). Yfir höfuð er jeg ekki mikið hrifinn af framförunum hjer upp á vissan máta; mjer finst t. a. m. engin proportion í versluninni; það er lifnuð töluverð Trafik við Englendinga, en úr okkar flokki þýtur upp hver svikarinn og fallentinn eftir annan, vit- lausir spekulantar og loftkastalabyggj endur; þessir fátæku aumingjar eru svo stórhuga að þeir slá plötur til beggja ihanda og óttast ekkl þó þeir velti sjer inn í mörg þúsund króna um- setningu, en hafa hvorki vit á verslun nje pen- ingum heldur en hundar — nú er hjer einn enskur kaupmaður kominn með skipinu Þor- láks til að rukka Finn (kaupmann, sem var utanveltustrákur hjá Jóni Guðnasyni og aldrei hefur átt neitt) að sögn um 30,000 kr.! Og þetta eru ekki eins dæmi. íslendingar eru engir búmenn, þeir hafa ekkert vit á peningum, en eru óhófsmenn og eyðsluseggir, og þar af kem- ur mikið af okkar eymd; þegar þeir komast í nokkra veltu, þá láta þeir eins og þeir sjeu vitlausir, svo alt fer á höfuðið — maður sjer þetta í fleiru en peningunum: Þegar skólapilt- ar, bæði hjer og á Möðruvöllum, koma úr bað- stofum og kumböldum og eiga að vera í stærri og betur bygðum húsum, þá brjóta þeir alt og bramla; á gufuskipunum heldur almúgafólk að það megi vaða um alt og sóðast í öllu, og þegar það er bannað, þá hljóma skammirnar um skip- stjórann fjöllunum hærra — í staðinn fyrir að maður skyldi halda, að Civilisationin gæfi því dálitla Respect, en því er ekki að fagna. Allur okkar búskapur er tómt helvítis Roderi, það sýnir þingið líka í fjárveitingunum, jeg hef nefnt það við þig áður á hinum blöðunum. Það sem blöðin hafa best getað kent fólkinu, það er þetta sífelda Hyl um peningaleysi, að öf- unda alla, sem hafa laun, et cetera, og hef jeg aldrei sjeð það í neinum blöðum nema ís- lenskum. — Nú held jeg nóg sje komið, það fer að ganga á blaðið, það líður á tímann, jeg verða að ná í konuna þína til þess að setja ,upp á hana brjefið, og svo verð jeg að mæla fram með mjer við þig þannig, að jeg sje helvíti mikill Pessimisti. Jeg þurfti raunar að segja enn meira við þig! Þinn Ben. Gröndal.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.