Lögrétta


Lögrétta - 04.11.1931, Síða 3

Lögrétta - 04.11.1931, Síða 3
LÖGRJETTA 3 Gegn um hraun og grjót jeg eygi grundina undir, sem á teigi gras og blóm und gisnu heyi. Fjallið opnast, og mjer birtist öll sú tign og valda-máttur, sem í hofsins höfðingsdráttum hvarvetna er að sjá; en innar goðin sjálf í sætum, pöllum, sviftileik, og tignarstöllum, vandatafli, vizkuræðum, vonarljóðum, sigurkvæðum. •— Þó er sjónin síst ið eina, sem jeg fæ að reyna og greina. Saga hofsins helgu vætta^ hugar skráð er innan gætta. (— — Dropa af Mímis dýrðar-brunni dreypt jeg hef með þyrstum munni! Huginn goðhrafn mjer svo mælti, — mig í hugarfestu stælti. —). II. Lengi dvaldi í ljósu valdi (iýður man þær fríðu tíðir) stigin hraust úr ytstu austri Ása þjóð á Svía slóðu. — Hnigin steig þó hærra tigin höfðings ætt að veldi og mætti: vörður garða varð og jarða Vóðins andi í hróður-landi! En er kristin kenning gisti Koðan’s víði norðar lýði Óðinn stundi (í stálum dundi); stökk við röðuls kveðju í söðul. Yfir fjöll og vogar völlu var hann fljótur á átta fótum. Hjá Sóllands strönd hann stýrði að söndum, — stirndi röðull hinst um söðul! Leið er troðin. Leggja goðin langan veg og himinstrangan. Mæta Háva að svölum sjávar; síðan gengið fagurengi (skreyta mána myndir ána!) musteris að hæstum bustum. Stíga í hofið húmblátt, ofið himin-rósadansi ljósa. Síðan dvelja díar fríðir í dularsölum allar tíðir; hátt úr átt af hölda leiðum: hraunvallar að breiðum skeiðum. Skapa þjóðar sköp, og óðar; skreyta völlu; hrinda tröllum; stýra landi, — stilla grandi, stefna lífi í sigurefni. Víst er það: í voru landi varð oss margt að grandi og strandi. Títt var ófar sent að sandi sunnan yfir Haf, og vandi. Þjóðar snerrur snöggt um verra snerust þá, er frændur ógust, — frægðar-sið og fargað niður fyrir nýjabrum og lygi. Búin sneyddust, bændur neyddust, bygðir eyddust,, — goðin reiddust, — skattar greiddust, skatnar meiddust, skaðar seiddust að — og leiddust: frelsi er látið fyrir helsi, fornhelg trú af nýrri rúin, aftur sú af kóngi kúguð (kramin þjóð til frægðar grami)! En síst beið þjóðar sífelt myrkur. Sólarblik og hetjustyrkur runnu í öldum eftir landi, — eins er þyngstur leið að vandi. Sigurgengi gáfu mengi goðin oft, er skeið var hroðin. Síðast liðu að ljósar tíðir: láð gaf sáð, en forbirgð víðir. Sólár fyrsta í Sólarlöndum sækir Hár að Austurströndum hetjulið á hundrað skeiðum; hafnast skyldi Fróns að heiðum. Hjer var frjálst um fagur-hálsa; fóstrast hreysti í Islands gjósti. öldin fyrsta fram að kvöldi er faldin goðlífs B a 1 d u r s - roða. Síðan títt, er þjáðist þjóðin, þróttinn veitti mildur Ó ð i n n (þrátt fyrir svik við seggja drottinn). Sýndi og þetta máttar-vottinn: hvergi náði á lýða láði linara valdi kirkja og haldi; beittu og bröndum heitt í höndum hennar menn, þótt játtu þrenning. Djarfa tíðum drengi af hendi í darra og stríð hann lýðum sendi, — eða fríða friðarherra að fella stál, er ægði snerra: forgangsmenn í þyngstu þrautum þjóð að leiða á hættu brautum; gaf þeim afl í ofurtafli, óð um nótt, og móð fyrir ótta. Hróðurglóð og óðarelda efldi í þjóð, er tók að kvelda: fagursýnir hugarhaga, hetjubrýning fyrri daga; djúprún anda, dýrsnild handa dróttum veitti, — þróttinn beitti. Brandasnerru brestur kerra; beint er önd að sálarlöndum. Þrumuguð á tírartíðum tíðum reið í móði stríðum yfir slóð, og eggja hríðum óðum hlóð að þjóðar lýðum; hamri varp, — en hrundu garpar, hetjur að sjer jörðin fletur, — heiftar flóð út hellt í blóði hreysti á flótta leyst og ótta! Nú er lægra lands á grundum lostið brandi að hölda fundum; móðarglóð þótt lifi í lundum, og leiti raskra taka á stundum. Hugar-málmi og orða-álmi er nú beitt við snerrur þreyttar; ramur hamar hefst ei framar hátt og ótt á sátta nóttum. Forðum reið með frið í mundum fríðum eftir landsins grundum Freyr, og bætti bú í lundum; bragnar kættust að hans fundum. — En fagur skógur, fyrrum nógur, fyrir gleymsku lýðs og heimsku lostinn var með ljótu fári; L o k a ráði hlaut að þoka! F r i g g var trygg við Árlands ættir. Aldrei voru — að hennar valdi — hjúskaparins heillaþættir þessir talandi vottar um norrænt afl og suð- ræna speki, þessir sigurkrýndu Finnar, þessir beljandi brennivínsriddarar eru þeir menn sem jeg elska mest af öllum, og þeirra heiður vaxi og blómgist um aldur og æfi! Hjer sjer mað- ur sjaldan fulla menn, og það er leiðinlegt. — Jeg er orðinn hreint forfallinn til að reykja, svo púðurmökkurinn stendur ekki einungis út um kjaftinn á mjer, heldur út um augu og eyru og nasir, og skýin verða stundum svo þykk, að það koma í þeim þrumur og eldingar, eins og í electriskum himinmökkvum; þá sjer mig enginn, heldur tala jeg út um skýjamúr- inn eins og hinn háþrumandi Seifur. Hjer var um daginn það heróiskasta gildi sem jeg hef sjeð, hundrað og fjörutíu klerkar, fjórir greifar, tveir biskupar og svo jeg sjálf- ur, og níu rauðklæddir cónar í hvítum sokkum og stuttbuxum ruddu í skrokkana á mönnum mat og musli, og vínið rann í straumum eins og áin Nið; þar urðu sumir mállausir, því Þjóðverjar drekka stint, en jeg stóð mig glimrandi. Ekki vantar mann hjer musik eða söng, og Piano eru um alt, þar sit jeg agndofa, því sumir spila ágætlega. Hjer leikur einn maður svo vel Menuetten af Don Juan (Goða það líkast unun er) að jeg er hreint hissa, og glápi á tangentana eins og hundur á stóra og ilmandi rúllupylsu, sem hann þorir ekki að. Nú kemur ný grein, því jeg hef verfð að jeta og drekka, perur, steikur, svínslæri, apri- cosur, vínþrúgur, melónur og vín og ýmislegt fleira, því maður jetur hjer undur mikið, svo það þjáir mig í sálu minni. Hjer við borðið var klerkur, sem spilaði fjarskalega rullu, hann var Týpus af ruddalegum og fjörugum íslensk- um bónda, og þagði aldrei með þeirri jargans- legustu þjösnarödd, að það var öldungis eins og jeg ímynda mjer að Magnús sálarháski mundi hafa verið að skamma Babílon; annað kjaftvikið á honum var eins og lengst út á Neptúnus, en hitt eins og ánamaðkur austur í Kína, þar rann slefa út um og allskonar rusl. Kóngurinn af Preussen kom hjer um daginn gangandi, og voru fallbyssur látnar hjer upp á vindhanana á kirkjuturnunum og skotið með skarpt á móti kónginum, honum til heiðurs, en hann henti kúlurnar á lofti, því hann er heljarmenni og hittinn mjög, og sendi aftur með tvöfaldri ferð, og er hjer síðan ekki heil rúða í nokkrum glugga. Kóngurinn kom að piparkökubúð, þar sat stúlka falleg og myndar- leg; kóngurinn skók broddstafinn eins og Þor- steinn bæjarmagn pjakkaði forðum, svo pipar- kökurnar hrundu niður „eins og væri ofan feldar allar stjörnur himnaranns“; stúlkan reiddist og skipaði honum að taka upp kökurn- , ar og borga áttskilding, því tvö korn hefðu dott- ið út úr einni, en síróp er hjer jafnvægi gulls eins og í Astrakan. Fólk er hjer þægilegt | og beint áfram, og mjög lítið um ósiði; kven - fólkið hefur hjer engin brjóst, sem ekki heldur þarf, því hjer fæðast engin börn, heldur kvikna j börnin eins og maðkur í moldu; karlmenn ganga allsberir á veturna, nema með kýl, en í loðfeldum, ljónshúðum og pardusskinnum á sumrin, og hafa kylfu í hendi, sem er vsgtt í brennivíni á toppinum. Hjer er aldrei neinn miðvikudagur, heldur hleypur tíminn yfir þann clag, svo þá er ekkert, klukkan er hjer aldrei tólf, heldur altaf eitt. Hjer kyssir maður alt kvenfólk við hvern púnkt í ræðunni, þegar maður talar við það; klappar þeim á hægri kinnina við hvern semikolon, og faðmar þær við hverja kommu; þegar exclamations- I teiknin koma fyrir, þá má maður gera við þær hvað sem maður vill. Hjer er dagurinn svart- j ur á kviðnum, en grænn á bakinu; á sumrin er snjóaður himin á nóttunni, en alstirnd jörð- j in; alt vín rennur hjer upp á móti svo glösin eru altaf á hvolfi. Peningar allir eru hjer úr tígulsteini, og stjórnin öll lík því sem j var í Spörtu. Blöðin í öllum bókum hjer eru alin á þykt. Grasið, sem slegið er handa nautpeningi, er álíka stórt og kókospálmar; I kornið, sem malað er, er einstakt, því hvert grjón er fullkomin klif á hest; hestarnir eru : hjer álíka stórir og maurar, en flærnar viðlíka og fílar. Þegar mennirnir fara í kirkju, þá ligg- ! ur leiðin altjend í gegnum Hamborg, hvar sem kirkjan er; orgel eru hjer leikin með höfðinu, en ekki með fingrunum. Þegar maður fer yfir til Köln, þá verður maður að vaða Rín í klof; en á böllum er manni ekið á hjólskipum yfir salargólfið. Láti maður gull í ána Rín, þá verður það alt að Brynhildarkviðum, en ávext- irnir á eplatrjánum eru hjer tómir biblíukjarn- ar. Kvenfólk tekur hjer alt í nefið, en karl- mennirnir upp í sig. Magnús Grímsson er hjer aldrei nefndur, en alt fólk grætur yfir honum klukkan hálfsjö á morgnana. I húsinu þar sem jeg bý, búa ýmsir menn, lærðir og leikir, og jeta allir við sama borð; húsið er svo stórt, að hestur stendur fyrir utan hverjar dyr, söðl- aður og beislaður og þegir aldrei; svo ríður maður ofan alla stiga og gegnum alla ganga og eru það stífar tvær dagleiðir, þangað til kom- ið er í borðsalinn; hafa menn því fyrir aftan sig malpoka með múrsteinum, sjer til hressingar. í taglinu á hestinum hangir brennivínsflaska, og hringlar við þegar hesturinn skeiðar, þá skröltir í báðum himinskautunum og andskot- inn flettir upp Nukleus og Boden á víxl til að vita hvað þetta sje, því hann hefur aldrei haft ráð á að kaupa sjer neitt Conversationslexicon. Nú er nóg komið af lygum um sinn, og skal jeg nú reyna að segja satt það, sem eftir ei*. Hvernig gengur það poetiska líf síðan jeg fór ? Sjaldan mun Islendinga vanta menn til að yrkja; blessaður vandaðu þig á því sem þú lætur rjúka um hnífilinn og píndu sálina til að fljúga. Þó að menn eiginlega ekki geti ort vel nema öll hreyfing hugmyndanna sje í rjettu og fögru jafnvægi, þá verða menn stundum að taka sig upp með nokkurskonar andlegri áreynslu; þegar það er búið, þá flýgur niaður oftastnær vel; líka þarf maður að lesa mikið cg reyna mikið, ef maður á að vera fyrir ofan aðra menn. Geti maður það án þess að svima, þá er maður góður. Þinn. Ben. Gröndal. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.