Lögrétta


Lögrétta - 04.11.1931, Síða 4

Lögrétta - 04.11.1931, Síða 4
4 LÖGRJETTA • haldnir dýr á jarðar faldi neldur en láðs við æskuelda áður en hófust lög og sögur. (í þreytuleitun þjóðarkvelda þykir mörgum lausung fögur!) F r e y j a er gyðja mjúkra meyja. Mjög jeg efast til, að gefist fríðari sprund í lýða lundum en lofnirnar af vorum stofni. Hvít er mundin, mild er lundin, mest þó skartið: tryggð í hjarta. En hvest gat undan höfuðdúki; hret fer lítt af björtum hnúki! Líkt og skuggum leggur röðull, líkt og kóngi fylgir böðull, þannig sóttu vondar vættir á veginn sama og goðamættir. Undan krossi úr öldnum lundum ótt þeir flóu, og hatri spjóu. Á íslands heiðar hófu reiðar; hjeldust þar við leyndar-elda. Ollu spilling, táli, trylling; trú ins góða rýrðu og tróðu; fergðu hugi, drápu dugi, — drengi sviku um alda-viku. Seiddu að helsi, sviftu frelsi; sólu fólu í kvíða-njólu. Slitu bönd af slægð og kriti. Slógu sóttum land, og ótta. — óðinn situr enn í jökli undir fannaveldis hökli; verndar land, og vamar grandi; viti beitir, eyðir kriti. — Goðahirðin hans að boðum heldur vörðu, fer um jörðu; hleður ættum illra vætta, eflir s-álir, stillir málum. — Fríðum býður ’ann að sjer öndum alla tíð úr heimsins löndum. Snillimenn af láði líða liðnir inn til guðatíða. Mímis-öl þar magnast hölum; margs er völ í dýrðarsölum. — Síðst þeir skilja sólna vilja; senda boð til lífsins enda. Guðin sjálf að sunnu-mætti sjerhvern dag með nýjum hætti stækka, fríkka, stríkka, hækka; strengir fyrndir smækka og fækka. Stafar af þeim leifturljómi, líkt og gæfa af helgum dómi; sálir þeirra sólarbjarmi, svalbeitt stál í máli og armi. Þannig una alla daga, eins og fagurdregin saga; eða söngur ægiþrunginn, óðum snildar-móði slunginn; eður fárleiks-foss, í veldi fram er brýtst á elda-kveldi; himinturn hjá heiðum tjörnum; heilagt segulskin af stjörnum. Þó er logn ei ávalt. Yfir anda-sogni tignu lifir: ofursláttur undrastrauma, ógnarmáttur firnadrauma. Rennur, brennur reiði í eiði, rís og gýs við æði í hæðir; fossa blossar feiknum leiknir; — ferlegt er það guðaveður! Mildin er þó meiri en hildin. Menn á sennu fá að kenna miður en á fríðum friði: —■ fagur bragur guðalaga! Hitt er annað: enginn manna enn hjer fann ið rjetta og sanna. Dár og vit ei saman situr, — sólar blær og foldar litur. Guðir þurfa ei meðkend manna, mönnum síst þótt vami ins sanna, Síðast heimskan verður vitur: vorpinn sólblæ foldar litur! III. Finst mjer ísland og íslendingar samstilling Óðins aldar; líkt og mótist land af anda jöfursins mikla í jökli. Svalur sannleikur svífur um dali; heiðsýn dirfð yfir hnúkum. Fornaldar fegurð í fjarsýn stendur á jökuls jötun-tind. Líkt og Þór fór í þrumu-dunum, ógnaði mönnum og mögnum: Þannig stormar stríðir æða jafnt yfir sveitir og sögu. Vit og snilli var í heimi færrum hærra fengið, heldur en ungum Islendingum, — bráðgjörri barna-þjóð. Lífseigur forðum var Laufeyjar son, huldist í svika húmi. Laus er hann enn, og lengi gengið hefur um láð vort og lýð. Baldúr er látinn, af Helju huldur: fórnar-andi foldar! Vaknar hann aftur? Eða dvelur horfinn um aldur heims? Úlfur gljúfra gleypir tíðum gesti, er heiðar gista. Valkyrjur veðra í voða troða freðna þjóð undir fótum. Miðgarðsormur utar ströndum sviftir fleyum að söndum. Fjöldi firða á feigðar kvöldum hverfa í hafsvætta gin. Illar nomir af alda morgni reyndu vort loft að rökkva. Tókst það oft; en tíðum stríðum Ijetu þær undan í leik. Einherjar berjast um aldur langan jafnt á fold sem í jöklum. Hættir barátta bráðra vætta hinst um æfilok heims. Hvað eru guðir ? Greiptir kraftar í tilveru-fjallsins feiknum. Lúta vættir lítt við mönnum. Mæni menn til þeirra! Getur orðið guð að manni, stiginn af stjörnu þrepi, — sendur andi af æðra landi o’n í mannheims urð? Er ei heldur hitt, að maður stefni að stjörnu tróni? Eða er alt að síðstu sama: maður, — máttur, — goð? IV. En síðan día jeg sá í anda sumarkvöld við tinda standa, finst mjer: heilagt frón und iljum fagurdals hjá efstum giljum, æðsta jarðar himinhöllin hjeðan gnæfi um bygðar fjöllin, — þaðan helgur þróttur streymi, þrek og móður öllum heimi. Aldýrst skáld á óðar-láði eru þrjú, er frægðin dáði; áttu bygð um Borgarfjörðinn; beinin lengi geymir jörðin. En andagiftar ljómur líða í leifturgliti um heiminn víða. — Það eru blik af Óðins anda, er enn til hárra niðja standa! Fjallahöllin full af snilli fellir lit að sólarvöllum; býður lýðum landsins öllum að leita heitrar guðahylli, hátt í sólar átt að eygja, eigi lund að grundum sveigja. Óðinn vill, að Islands þjóðin allra hæðstu snilli-stalla kanni, og verði mestir manna: móðar-funda, — óðarlunda. Hreta vetur hetjur geta. Hríð um síð þó kveður lýði. Þá mun ljóma lengst og óma ljóshafs mál af Sóllands álum. V. Hæstir andar allra landa, er í helgum stóðu vanda, hófu fót að himin-fjöllum, — hurfu sýn af lýða völlum; fengu þrótt úr fanna hörgum, frumkraftinn úr jökulbjörgum. Mátt úr sólarbrendum báknum báru svo til múgs í táknum; þjóða sinna beindu börnum brattveg lífs um tinda að stjörnum. Þórsteinn úr Bæ. ----o---- Bannlagabrot á hótelum Eins og kunnugt er, hefur Hó- j tel Borg verið eina veitingahúsið i hjer í bænum, sem haft hefur vínveitingaleyfi síðan það var bygt, en áður hafði Hótel Island það leyfi. Nú í haust var leyf- inu breytt, vínveitingatíminn að kvöldinu lengdur, en styttur for- miðdagstíminn. Þetta' vakti mót- mæli frá Templurum og fleirum og út af því spanst umtal um, að vín mundi veitt ólöglega á hó- telinu. Fjórir menn, sem áður höfðu verið þar veitingaþjónar, sendu kæru yfir húsbændum hó- 1 telsins, Jóhannesi Jósefssyni og frú Karólínu konu hans, fyrir ó- löglega vínsölu bæði á hótelinu og út frá því. Fór svo fram rann- sókn, sem leiddi til þess, að dóm- ur var kveðinn upp 3. þ. m. og Ratin og Ratinin, ásamt greinileg- um notkunarreglum. Fæst hjá Ratins Salgskontor, Köbenhavn. Nánari upplýsingar gefur Ágúst Jósefsson heilbrigðisfulltrúi. Reykjavík. Jóhannes dæmdur í 5000 kr.. sekt eða einfalt fangelsi í 4 mánuði, ef hún yrði ekki greidd innan 30 daga. Einnig var hann sviftur gistihúss- og veitinga-leyfi í 6 mánuði frá birtingu dómsins. Frú Karólína Jósefsson var dæmd í 1500 kr. sekt, eða 50 daga ein- falt fangelsi. Þjónarnir, sem við veitingarnar voru riðnir, fengu smásektir. Það er sagt, að dómnum verði ekki áfrýjað. Hótel Borg er nú sem stendur lokað. Annað kærumál var höfðað gegn Hótel Skjaldbreið, sem nú um hríð hefur verið rekið af dönskum manni, E. B. A. Olsen. Var hann dæmdur í 2000 kr. sekt, eða 65 daga einfalt fang- elsi. Einnig var hann sviftur gistihúss- og veitingaleyfi í 4 mánuði. ----o—— Sjera Þorsteinn Briem á Akra- nesi hefur verið skipaður prófast- ur í Borgarfjarðarhjeraði. Verkamannabústaðirnir hjer vestan við bæinn eru nú komnir vel á veg. Það er stór sambygg- ing kringum opið svæði móti suðri. Ibúðirnar verða þó ekki i fullgerðar fyr en á komandi vori. Sauðnaut. Bandaríkjastjórn hefur nýlega keypt 34 sauðnaut í Noregi, en þangað voru þau flutt frá Austur-Grænlandi. — Sauðnautin voru um seinustu mánaðamót flutt til Alaska og er ætlunin að koma þar upp sauð- nautabúi og gera menn sjer vonir um það, að sauðnautunum muni fjölga þarna mikið. Hrein- dýrarækt hefur tekist þarna mjög vel. Dánarfregn. 1. þ. m. andaðist á heimili sínu hjer í bænum sjera Stefán Jónsson prófastur frá Staðarhrauni, liðlega sjötugur að aldri, fæddur 21. nóv. 1860. Sjötugsafmæli á sjera Magnús Bl. Jónsson frá Vallanesi á morg- un. Isfiskssala. Ver hefur nýlega selt farm sinn íÞýskalandi fyrir 14 þús. mörk og Baldur fyrir 15 þús. Ensku kosningarnar. Lokaúr- slit þeirra eru nú kunn. Stuðn- i ingsmenn þjóðstjórnarinnar eru ' 556, en stjórnarandstæðingar 59. Á þinginu eiga sæti 15 konur. Prentamiðjan Acta 1981

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.