Lögrétta - 30.12.1931, Side 3
LÖGRJETTA
3
Þrjú kvæðí eftir Fröding.
Úr vísum frúarinnar.
Um eikumar dansar yngisfólk
og út í skóginn mig bar.
Mig þyrsti í söngva og samúð. —
En sorgin var einnig þar.
Jeg leitaði, við að vefa,
í vinnunnar meðalhóf.
En sorgin var þar á sveimi
og sorgir í vefinn óf.
Jeg reikaði út á engi
í einveru þagnarfró.
En sorgin kom hljóðlát í humátt
og hug minn til sín dró.
Áin hún niðar úti
áfram sinn vanastig.
Spyr ekki um, hvað jeg iðja
og ekki heldur um þig.
Hún speglar alt, sem hún eygir,
í eyðiþagnar ró.
Líður svo fram og líður
— líður á hvarf í sjó.
Jeg mætti stúlku, sem
barn sitt bar
með blygðun er seint mun jeg
gleyma.
f tötra klædd hún á vegi var,
þar sem vonin á hvergi heima.
Þó átti hún nokkuð, þau
áttu það tvö,
þá ást, sem jeg kann ekki’ að
túlka.
— Jeg vildi að barnið væri
mitt barn
og jeg væri sjálf þessi stúlka.
Fimbulvetur.
Sem norðanvindur napur
næðir um merg og bein
barátta allra við alla.
Við ís hverfist hjarta’ 1 stein.
Fyr þar, sem laufgræna lýsti
í ljóma af hlýrri sól,
bráðum er bær 1 eyði
í breða við norðurpól.
Enn lifa ástúðar kendir
innibyrgðar í þeli.
Enn geig að þeim setur og sorgir
í sjerhverju hríðarjeli.
Stundum herða þær hugi
og hrista klaka fjötra;
vilja’ út — enn hrökkva’ inn
í húsin
og í hjamsúg vonlausar nötra. —
Bitur baráttusúgur
bleikir hið hlýja þel.
Lífið er alt of, alt of kalt
þeim, sem á ekki klakans skel.
Frost gerast lengri og lengri;
ljósgeislar stöðugt færri.
Æ myrkara verður myrkrið;
æ mælist dagurinn smærri.
Um norðurpólsbreða næðir
norðanvindurinn kaldi,
uns allar ástúðar kendir
eru á dauðans valdi.
Ef einhvern af ofviðri hrekur
og ósjó norður í höf,
hann finnur þar ekkert eftir
annað en hljóða gröf.
Inga litla.
Inga litla, Inga, lát óma sönginn þinn.
Svo einmana er sál mín, svo dapur hugur minn;
svo auðnarþung og erfið er sorgin.
Inga litla, Inga, er óð þinn til mín ber
um auðnir minnar sálar sem vorblær rödd þín fer.
Af ástúð fyllist eyðileg borgin.
Inga litla, Inga, lát óma lagið þitt.
Jeg ætla að gefa í staðinn hálft konungsríkið mitt
og silfur alt og gill, er geymir borgin.
Mitt hálfa konungsríki er hálf mín þunga sorg;
mín hlýúð alt það silfur og gull er finst í borg.
Seg, Inga litla, hvort hún ægir þjer sorgin?
S. Fr.
Fisksalan.
Eins og kunnugt er og Lög-
rjetta hefur áður rakið, hefur
undanfarið gengið mjög treglega
salan á íslenzkum fiski erlendis
og hefur svo að segja tekið fyrir
hana sumstaðar. Isfiskur seldist
þó allvel í Engandi aftur í síð-
ustu ferðum togaranna. í Þýska-
landi fjekst aftur á móti sama
og ekkert fyrir fiskinn og auk
þess voru hömlur lagðar á ráð-
stöfun fjár þess, sem fyrir hann
fjekst. Út úr þessum vandræðum
var ákveðið af rikisstjórn og ut-
anríkismálanefnd að senda Jóhann
Þ. Jósefsson alþm. og þýskan
konsúl í Vestmannaeyjum til
Þýskalands til þess að reyna að
semja um þessi mál við Þjóðverja
og hefur hann verið í þeirri
samningaför nú undanfarið. Um
jólin tókst honum að semja á
þennan hátt, að því er segir í til-
I kynningu frá ráðuneyti forsætis- I
! ráðherra:
Islensk fiskiskip fá til marts-
loka leyfi til þess að selja afla
sinn á uppboðum í Wesermiinde,
Bremenhafen, Cuxhafen, Altona
og Hamborg, en andvirði aflans
á að verja til greiðslu á þýskum
vörum, er flytjast til íslands.
Heildarupphæð þessara viðskifta
getur af hálfu hvers ríkis náð
700 þúsund mörkum, eða um
einni miljón kr. á samningstíma-
bilinu. Þótt þessir samningar J.
Þ. J. nái aðeins til framtíðarvið-
skifta, er talið líklegt, að sam-
; komulag náist einnig um það, að
| lausar verði látnar innistæður ís- j
lendinga í Þýzkalandi.
Um svipað leyti og frjettir
I berast af þessum málalokum í i
i Þýskalandi, koma nýjar frjettir j
! frá Spáni um ráðstafanir til !
; takmörkunar á fiskinnflutningi. !
i Ríkisstjórnin hefur sem sje feng-
ið heimild til þess að takmarka
Aiheimsmálið
Esperanto.
innflutning á allskonar fiski,
timbri og glervarningi. Segir svo
um þetta í fregn frá Madrid, að
tilgangurinn sje sá, að draga úr
innflutningi frá þeim löndum,
sem að áliti Spánverja fari lengra
en hóflegt sje í því að hamla
innflutningi spænskra vara. Er
þessu því aðallega beint gegn
Frakklandi og Bandaríkjunum, en
getur að því er fiskinn snertir,
einnig komið hart niður á Is-
lendingum, en miklar eða of mikl-
ar íslenskar fiskbirgðir eru nú
þegar fyrirliggjandi á Spáni og
sala lítil sem engin.
Komið hefur til tals að senda
fulltrúa til Spánar til þess að
reyna að fá því til vegar komið,
að innflutningsbannsheimildinni
verði ekki beitt harðlega við ís-
lenskan fisk. Er á því mikil nauð-
syn, að alt sje nú reynt til þess
að greiða fyrir íslenskri fisksölu.
——o-----
Spænska.
Áhugi á námi erlendra tungu-
mála og þekking á þeim, hefur
vaxið mikið hjer á landi á sein-
ustu árum og áratugum. Sjer-
staklega hefur enskuþekking og
síðar þýskuþekking farið mjög í
vöxt, þótt norðurlandamálin sjeu
einlægt þau, sem mest eru lesin
og lærð. Önnur erlend mál hafa
verið hjer miklu minna lesin og
lærð, síðan klassisku málin voru
minnkuð í lærða skó^num. Ýmsir
menntamenn hafa þó að sjálf-
sögðu lært vel ýms fleiri mál en
þau, ei' nefnd voru, einkum
frönsku. Frönskunám hefur líka
aukist hjer talsvert á seinustu
árum og yfirleitt hinna rómönsku
mála, s. s. spænsku og ítölsku.
Einkum hefur borið á því að
áhugi hefur vaknað á spænsku-
námi, enda eiga íslenzkir kaup-
sýslumenn margt saman við
Spánverja að sælda. Ekki mun
spænska þó vera kennd hjer nema
í einum skóla, Verslunarskólanum.
Við spænskukensluna hefur
hjer langmest verið notuð hin
danska kenslubók Nyrops, því að
íslensk bók hefur ekki verið til
fyr en nú um jólin, að út kom
ný „Kenslubók í Spænsku“ eftir
Þórhall Þorgilsson. Það er allstór
bók, um 200 bls. og vel og snyrti-
lega frá lienni gengið. Fyrst í
bókinni er hljóðfræði og beyging-
arfræði og 23 sjerstakar mál-
fræðiæfingar, en þá taka við tal-
æfingar og leskaflar og verslunar-
brjef, en síðan er spænsk-íslenskt
orðasafn.
Spænskunemendur fá því í
þessari bók fjölbreyttar og góðar
æfingar og hún er ódýrari en þær
bækur, sem mest hafa verið not-
aðar hjer hingað til. En Þórhallur
Þorgilsson er prýðilega að sjer í
spænsku, hefur stundað háskóla-
nám í rómönskum málum í París
og einnig dvalið á Spáni. Bók
hans ætti því að geta komið að
góðum notum og aukið spænsku-
þekkingu hjer. En spænskunám ;
eykst nú mjög í mörgum löndum,
t. d. í Bandaríkjunum.
X.
- ■ -o.-..
Þörfin á alþjóðamáli er æfa-
gömul, líklega eins gömul og
mannkynið, en aldrei hefur hún
verið eins tilfinnanleg og nú og
auðvitað fer hún sívaxandi eftir
því, sem viðskifti verða greiðarí
landa og þjóða á milli.
Allt fram að þessu hafa heyrst
raddir í þá átt, að þjóðirnar ættu
að koma sjer saman um, að taka
einhverja þjóðtungu og gera hana
að alheimsmáli, en þeim fækkar
nú óðum, sem halda því fram.
Menn eru nú famir að sjá, að
eflaust verður langt að bíða þess
að alhr verði á eitt sáttir um,
hvaða mál taka skuli.
Flestir eru þeir, sem aðhyllst
hafa enskuna, vegna þess að
þeir telja hana auðlærðasta allra
mála, en seinir verða: Þjóðverj-
ar, Frakkar, Rússar, Spánverjar,
Italir o. fl. að viðurkenna hana
og vinna að útbreiðslu hennar,
sem von er. Þar að auki er
enskan alt annað en ljett, ef læra
á hana til hlítar.
Allir þeir, sem ferðast hafa í
öðrum löndum, þar sem þeir
skilja ekki landsmálið, hafa sjálf-
sagt fundið til þess, hve miklum
óþægindum það veldur, að geta
ekki skilið aðra, nje látið skilja
sig, án þess að hafa túlk við
hendina. Þeir fara oftast á mis
helming þeirrar ánægju sem
þeim annars hefði hlotnast, fyrir
utan þann aukakostnað, sem af
því leiðir að þurfa alltaf að hafa
túlk við hendina.
Þótt það komi hart niður á öll-
um þjóðum að esperanto er ekki
orðið útbreiddara en það er nú,
kemur það þó verst niður á
þeim sem tilheyra smáþjóðunum,
en þurfa að hafa viðskifti við
umheiminn. Tökum t. d. Dani
eða Svía, allir þeir sem vilja þar
heita sæmilega mentaðir menn
verða að minsta kosti að læra
fyrir utan sitt móðurmál: þýsku,
ensku og jafnvel frönsku.
Auðvitað erum við Islending-
ar ennþá ver settir, því að oft-
ast verðum við að byrja á því að
læra dönsku, og svo hin málin á
eftir, sem hjá mörgum verður
lítið annað en kák, því að ekki
er öllum þeim, sem fást við
tungumálanám ljett um að læra
þrjú eða fleiri tungumál fyrir
utan sitt eigið mál.
Hve mikill tími og kostnaður
fer í að læra öll þessi mál, vita
þeir beSt, sem setið hafa við það
vetur eftir vetur.
Hugmyndin með esperanto er
ekki sú, að skapa eitt mál, sem
j eig'i að verða sú eina tunga,' sem
töluð verði í heiminum, heldur
er hún sú, að fá alþjóðamálið
fært inn í sjerhvern alþýðuskóla
í öllum öndum (þetta heíur þeg-
ar verið gert allvíða) svo að allir
geti lært það og átt viðskifti sam-
an, án þess að læra mörg er-
lend tungumál.
Aðalskilyrðið til þess að al-
þjóðamál geti rutt sjer til rúms í
öllum löndum er: að það sje auð-
lært öllum, jafnvel þeim, sem litla
■ uppfræðslu hafa fengið. Þetta