Lögrétta


Lögrétta - 30.12.1931, Page 4

Lögrétta - 30.12.1931, Page 4
4 LÖGRJETTA Vínviöurinn hreini. Jeg finn einhvem yl sem jeg elska, og æðrast ef glata jeg þeim, er báru mjer höfgva og hlýju, og hugboð um sælunnar geim. Jeg sje hvernig vindurinn veifar þjer veikbygða fölnaða strá; en finn hvernig fjötramir herða að frelsinu, von minni og þrá. Mig vakandi von mína dreymdi, en viltist um eilífðarhöf; því enn var jeg langt undan landi og lastaði dauða og gröf. Mörg er í djúpinu dulda dýrmæta ást-perlan geymd, finst hún sem fommenja leifar, þótt falin sje mönnum og gleymd. Jeg eignaðist akker og festi, og undi við leiðsögumann, það var mín ástmeyjan unga sem efldi mjer traustið á hann. Jeg man þegar sátum við saman, við samspil um hjartnanna mál, þú kendir mjer bljúgum að biðja, sem barni með viðkvæmri sál. Þú varst mjer sem verndargjöf falin, á vegleysum sá jeg þín spor, á mál þitt jeg hugglaður hlýddi um hamingju, blessun og vor. Mjer birtist þín barnslega gleði svo brosmild sem döggvakin rós, vorboði vonanna minna og vegstjarna á sannleikans ljós. Þú skildir hið ljóðræna letur, sem lífgjafi er ungmeyjar sál, sem gafst líka af gullunum þínum, svo göfugt og tignandi mál. Þú átt hefur elskhuga fleiri, en engan sem dáði þig meir; því ástin í augunum þínum var ekki sem ljós það, er deyr. Jeg bað ekki um ást þína alla, en aðeins að myndir þau heit, sem gáfum við geisladýrð himins og guði, sem sjer alt og veit. Vaxi sá vínviður hreini í vitund þjer, saklausa mey, og samhliða sveinanna ungu, þá sáttur við heiminn jeg dey. Þorsteinn á Grund. Sökum hinna sívaxandi örðugleika við öll millilanda viðskifti, verður innflutning' ur tilbúíns áburðar fyrir komandi vor, alger- lega miðaður við pantanir. Bunaðarfélög, hreppsfélög, kaupfélög og kaupmenn, sem vilja fá keyptan áburð, verða því að senda oss ákveðnar pantanir fyrir 1. febrúar næstkomandi. ATH. Tilgreinið nafn, heimilisfang og hafnarstað. pr. Áburðarsala ríkisins Samband ísL samvinnufélaga skilyrði uppfyllir esperanto íÞ reiðanlega og eru mörg dæmi því til sönnunar. Menn, sem ekki kunna einu sinni aðalatriðin í sinni eigin málfræði, geta skrifað esperanto algerlega rjett, svo framt að þeir kunni að tala hana lýtalaust, og kemur það til af því, að hvert orð er borið fram eins og það er skrifað, en þannig er því ekki farið með neitt annað mál. Þjóðum þeim, sem hafa hin svokölluðu alþjóðaorð í tungu sinni veitist ennþá ljettara að læra esperanto, vegna þess, að í esperanto eru flest öll alþjóða- orð. Sama er að segja um alla lærða menn. Þeir sem t. d. kunna þýsku, frönsku og ensku skilja að sjálfsögðu flest alla orðstofnana í esperanto, því að úr þeim mál- i um eru þeir flestir teknir. Það sem aðallega gerir esper- anto auðlært, er bygging málsins. Þegar maður hefur lært forskeyt- in og afleiðsluendingarnar getur maður myndað fjölda orða með einum stofni. Með afleiðsluendingunni „in“, sem táknar kvenkyn, losnar með- ur við að læra öll kvenkynsheiti, t. d.: viro = karlmaður, virino = kona, knabo = drengur, knab- ino = stúlka, frato = bróðir, fratino = systir o. s. frv. Með forskeytinu „mal“ myndar maður allar andstæður, t. d.: bona = góður, malbona = vondur, bela = fagur, ma.oela = ljótur, o. s. frv. Með afleiðsluendingunni „il“ myndar maður nöfn allra áhalda, þannig að setja sögnina sem ! táknar verknaðinn fyrir framan: remi = róa, remilo = ár, tondi = klippa, tondilo = skæri, o. s. : frv. Málfræðin í esperanto er mjög auðlærð, t. d.: eru óreglulegar sagnir ekki til í esperanto en þær sagnir eru oftast nær vondar við- fangs í öðrum málum. Greinirinn er einungis ákveðinn og óbeygj- anlegur. Beyging í esperanto er mjög auðveld, t. d.: endar þolf. ávalt á -n, í þáguf. og eignarf. haldast orðin óbreytt en fornöfn sett fyrir framan (de frá, al til). Margt fleira mætti telja en jeg vona að þessi fáu dæmi gefi mönnum hugmynd um, hve hag- anlega málið er bygt. Á esperanto er gefinn út fjöldi blaða og tímarita og bæði frum- samdar og þýddar bækur eru stöðugt að koma út á því .máli, má þar nefna dagbók André’s, sem fanst á Hvíteyju næstsíðast- liðið sumar og var gefin út á fimtán tungumálum samtímis, og þar á meðal á esperanto, og það má fullyrða, að ekki þurfa menn að óttast að læra esperanto vegna þess, að þeir muni ekki hafa nóg að lesa. Árið 1909 kom út fyrsta kenslubókin í esperanto eftir Þorstein Þorsteinsson hagstofu- stjóra, ásamt góðu orðasafni, en eftir það hefur esperantistum fjölgað mikið hjer á landi. Árið 1927 stofnaði Þorst. Þorsteinsson esperantofjelag í Reykjavík ásamt fleirum, og veturinn 1930 var stofnað esperantofjelag á Isafirði og í Hafnarfirði, telja þau nú til samans um hundrað meðlimi. í fyrra stofnuðu þessi fjelög með sjer samband til þess í sam- einingu að vinna að útbreiðslu esperanto hjer á landi. Við vænt- um góðs af samstarfi fjelaganna. Innan fárra ára verður esper- anto að öllum líkindum kent í hverjum skóla í sjerhverju landi sem ein af hinum allra nauðsyn- legustu námsgreinum. Og þá munu menn undrast hve lengi mannkynið hefur komist af án þess. Skálon. ----o---- Skriðuhlaup mikið kom í stór- rigningu 22. des. á Bíldudal og fjell yfir hús eitt, sem Kaldibakki heitir, en skemdi annars mikið tún og girðingar. Manntjón varð ekkert. Bær brann aðfaranótt síðastl. sunnudags á Vatnshömrumí í Andakíl. Dánarfregnir. Fyrir nokkru and- aðist á Landakotsspítala hjer í bænum Bjöm Líndal fyrv. al- þingismaður frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð, þjóðkunnur merk- ismaður. Lík hans var flutt norð- ur til greftrunar. Nýlega ljetst hjer á Landakots- spítala Jón Gunnlaugsson Snædal bóndi á Eiríksstöðum á Jökudal, einn af helstu- bændum á Austur- landi, fæddur 1885. Togararnir. Um 20 togarar hjeðan stunda nú veiðar. Komu flestir inn fyrir jólin, en fóru út að þeim liðnum. Þeir afla enn vel og hafa stundum selt sæmilega í Englandi. Sendibrjef frá Benedikt Grön- dal og til hans, sem að undan- förnu hafa birtst hjer í blaðinu, eru nú komin út í bókarformi og fást hjá bóksölum. Verð: 4 krón- ur. Náttúrufræðingurinn, sem þeir gefa út Guðm. G. Bárðarson og Árni Friðriksson, hefur nú komið út í eitt ár og flutt margar fróð- legar og læsilegar greinar. Á rit- ið það skilið, að því sje vel tekið, svo að það geti komið út áfram. Vísan, sem nýlega kom hjer í blaðinu og skrifuð var ósjálfrátt, var ekki alveg rjett prentuð. Þriðja vísuorð átti að vera svona: „Þar sumarþrá mín athvarf á“ o. s. frv. Þorbergur Þórðarson rithöf- undru hefur sagt Lögrjettu, að vísan sje eftir Stefán frá Hvíta- dal og sje í einni af kvæðabókum | hans. Verðlag á tilbúnum áburði. í sam- bandi við auglýsingu frá Áburðar- sölu ríkisins á öðrum stað i blaðinu hefir blaðið fengið þessar upplýsing- ar um verðlag á tilbúnum áburði: i Vegna hinna sífeldu breytinga á gengi og gjaldeyri er mjög erfitt að gefa ákveðnar upplýsingar um verð á áburðinum. Flestar áburðartegund- ir hafa stórlækkað í verði, en eins og kunnugt er hefir íslenzka krónan einnig lækkað ásamt gjaldeyri margra annara landa. Verðfallið á Kalksaltpétri nemur álíka miklu og verðfall íslenzku krónunnar og er þvi von um að verðið á Kalksaltpétri haldist óbreytt frá því í fyrra og verði um kr. 20.00 pr. 100 kg. á höfn- um. Nitrophoska hefir þvi miður ekki lækkað nærri eins mikið í verði. Ef það gengi, sem nú er, helzt lítið breytt kemur Nitrophoska til að kosta ca. kr. 34.00—35.00 pr. 100 kg. á höfnum. Superfosfat hefir lækkað ofurlítið og má gera ráð fyrir að það kosti um kr. 7.00 pr. 100 kg. á höfn- um. TJm verðlag á Kalí er þvi miður ekki hægt að gefa neinar upplýsing- ar, en búast má við, að það verði i sama og óbreytt, frá því í fyrra. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.