Magni - 28.08.1912, Síða 4
4
Magni
ágizkan, að ekki mundi nokkur þing-
maður ljást til að greiða slíkri lög-
leysu atkvæði, hvað þá heldur heill
afarvoldugur meiri hluti, prýddur hin-
um veglegustu nöfnum á þingi.
Henni fylgdi samt, þegar til kom,
allur heimanstjórnarflokkurinn, eins
og hann leggur sig, ef ekki meira að
segja einhverir flokksleysingjar að
auki.
Hinum megin, réttarins megin og
sannleiksins, voru að eins sjálfstæðis-
menn, og þó 4 flokkleysingjar að
auki, 14 atkvæði alls.
Það var vitanlega flokksofstækin,
sem skynsemisaugun steinblindaði á
hinum, og svo almættisvitundin þeirra
megin.
Lögleysufóðranir þeirra munu naum-
ast hafa þar nokkurri ögn um valdið,
hvorki hins mikla, undramálsnjalla og
afarrökfima yfirlögvitrings, né smærri
spámannanna.
Eða hvernig átti nokkur maður
með hálfri skynsemi að renna niður
þeim ósköpum, að löglegt væri að
bæta við upptalninguna á lögmæltum
ógildingarástæðum kjörseðla þeim og
þeim ólögmæltum kjörvítum, er aldrei
höfðu nefnd verið á nokkuru kjörþingi
né af nokkurum lögvitring nokkurs-
staðar á landinu frá því er lögin gengu
fyrst í gildi, svo sem mo gbroti
á seðlum, eða þá hinni hivitur-
legu skilgreining hávitringsins háleita
og fatta á þvi, hvort kjörseðlum hefði
verið mótmælt eða ekki. Þeirri lok-
leysu rendi enginn maður niður, held-
ur hlógu allir dátt að. Að taka gilda
viðbótina þá við hina greinilegu upp-
tölu á ógildingarástæðunum hefði ver-
ið sama sem að bæta aftan við glögt
upptaldar tukthússakir skáldaðri runu,
skáldaðri þulu alveg marklausra sak-
argifta og dæma eftir henni, er hin
lögmæltu þraut.
Eftirtektarverð var karlmenska þess-
ara 3 þingmanna, er tjáðu sig »greiða
ekki atkvæði«.
Þeir, sem kunnugir eru skaplyndi
hins virðulega forseta í neðri deild
(M. A.), mannsins, sem öll mál vill
sætta og alla menn slíkt hið sama —
í deildinni, sem hann ræður fyrir,
var fjöldi manna sinn á hvoru máli,
og hvað var þá snjallara en að veia
með báðum eða hvorugum flokkanna,
til að styggja hvorugan.
Um þá Kr. J. og Sigurð í Vigur
var auðráðið, að þeir voru í hjarta
sínu með minni hlutanum. Hvernig
gátu þeir, jafn-greindir menn, verið
nema þar? En meiri hlutanum þókn-
uðust þeir með því að tjá sig með
hvorugum og láta þann veg t e 1 j a
sig með meiri hlutanum, fyllandi þann
veg þeirra flokk, en þurfa ekki að
segja það berum orðum, þurfa ekki
að s e g j a það sem var bandvitlaust.
Ferðakostnaðnr alþingismanna.
Samkvæmt einum lögunum frá hinu
nýlokna þinga á hann að verða eftir-
leiðis sem hér segir, í kr., aftan við
hvert kjördæmi, svo og í Danmörku:
Suður-Múlas...................180,00
Norður-Múlas..................190,00
Seyðisfjörður.................110,00
Norður-Þingeyjars. . . . 170,00
Suður-Þingeyjars. . . . 160,00
Eyjafjarðars..................130,00
Akureyri.......................80,00
Skagafjarðars.................120,00
Húnavatnss....................120,00
Strandas......................120,00
Norður-ísafjarðars. . . . 80,00
ísafjörður.................... 50,00
Vestur-ísafjarðars. . . . 60,00
Barðastrandas..................70,00
Snæfellsness...................60,00
Dalas..........................60,00
Mýrasýslu......................50,00
Borgarfjarðars.................50,00
Gullbringu og Kjósars. . 20,00
Arness.........................70,00
Rangárvallas...................90,00
Vestur-Skaftafellss. . . . 190,00
Austur-Skaftafellss. . . . 340,00
Vestfnanneyjar .... 20,00
Danmörku......................190,00
Þeim kvað segjast svo frá, stórvirðu-
legum þingmönnum, að þetta sé lægra
en gerst hefir að undanförnu, jafnvel
að meðaltali. En hætt er við að marg-
ur vilji láta segja sér það tvisvar, áð-
ur en þeir trúa. Hitt kannast flestir
við, að stöku þingmenn hafa haft það
til, að skrúfa ferðakostnaðinn jafnvel
töluvert upp fyrir þetta.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr
Björn Jónsson
f. ráðherra.
iBafoldarprentsmiðja.
ÍSAFOLD.
Ritstjórn: Ólafur Björnsson
og Sigurður Hjörleifsson.
Nýir kaupendur að síðari helming
þessa árg. (1912) fá í kaupbæti 2 af
neðantöldum 5 sögum eftir frjálsu
vali:
1. Fórn Abrahams (600 hls.)
eftir Gustaf Jansson.
2. Herragarðssöguna eftir
Selmu Lagerlöf.
3. Davíð skygna eftir Jónas
Lie.
4. Fólkið við hafið eftir
Harry Söiberg, sem nú er lokið í
blaðinu.
5. EIsu eftir Alex. Kielland.
Davíð skygni er heimsfrægasta
skáldsaga Jónasar Lie, Herragarðs-
sagan einkend sömu snild og önnur
skáldrit Selmu Lagerlöf. F ó r n
Abrahams einhver frægasta skemti-
saga, sem getur. E 1 s a er einhver
bezta snildarsaga Alex. Kielíands.
Hver einstök þessara bóka er í
raun og veru miklu meira virði en
verð '/2 árg. (2 ^1-) nemur.
ÍSAFOLDAR-kaupendur eru ekki
látnir borga 1 eyri fyrir það af blað-
inu, sem fer undir auglýsingar. Að
því frádregnu, þ. e. á n auglýsinga, er
hún fullar 50 arkir hér um bil árg.,
sdma sem önnur blöð eru yfirleitt í
mesta lagi m e ð auglýsingum, þótt
sama sé söluverðið og þau nær öll í
minna broti. — Það er hinn mikii
kaupendafjöldi, sem gerir ísafold kleift
að veita þessi stórkostlegu vildarkjör.
ÍSAFOLD hefir nú frá 1. júlí bætt
við sig ritstjóra, svo að nú verða rit-
stjórarnir tveir og mun því enn betur
vandað til blaðsins en hingað til.
ÍSAFOLD hefir fastan tíðindamann
erlendis, sem ritar henni erlend tíð-
indi jafnóðum og gerast, svo að ekk-
ert islenzkt blað flytur jafn ^reinileg-
ar 0% tniklar erlendar fréttir.
ÍSAFOLD hefir fasta tíðindamenn í
öllum héruðum landsins, sem rita
blaðinu öll innlend tíðindi, sem máli
skifta.
Fréttir úr öllum héruðum landsins
eru því ítarlegri og áreiðanlegri í ísa-
fold en nokkuru öðru blaði.
Hver íslendingur, sem fylgjast vill
með í því sem er að gerast utanlands
og innan, í stjórnmálum, atvinnumál-
um, bókmentum, listum o. s. frv.
verður að halda Isafold.
Kaupbætisins eru menn vin-
samlega beðnir að vitja í afgreiðslu
ísafoldar.