Mjölnir - 06.12.1913, Blaðsíða 2

Mjölnir - 06.12.1913, Blaðsíða 2
MJOLNIR. 2 Avarp til Islendinga frá Sjálfstœðisflokknum. Hjer fer á eptir ávarp það, er Sjálfstæðismenn hafa sent út til þjóðarinnar, eða aðalatriðin úr því. Er von- andi að allir, er sönnu sjálfstæði íslands eru unnandi, geti tekið höndum saman um að vinna af alliug að því, að við kosningar þær til alþingis, er fram eiga að fara í aprílmánuði næstkomandi, fái þeir einir umboð kjós- enda til að mæta á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, er skuldbinda sig til þess að fylgja þessaii stefnu svikalaust í öllum greinum. Þá er fyrst um sinn sjeð svo fyrir vorum hag, sem frekast verður ákosið. ,»Vjer vitum, eins og nú er komið inálum vorum, að enginn ágreiningur er nú eða getur verið um stjórnmála- stefnu sjálfstæðismanna, hvort sem um sambandsmálið eða önnur sjálfstæðismál þjóðarinnar ræðir, en viljum þó drepa á nokkur atriði, sem vjer teljum að hljóti að verða á stefnuskrá allra sjálfstæðismanna við kosningar þær, er nú fara í hönd. 1. Sambandsmálið: Vjer teljum það nú komið berlega í ljós, að árangurslaust sje með öllu að haldið sje áfram samningatilraunum við Dani um Sambandsmálið. Viljum því eigi að haldið sje áfram slíkum tilraunum af hálfu íslendinga. En verði málinu hreyft, — og því verður hreyft, ef Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokk- urinn eða aðrir Uppkastsmenn verða í meiri hluta — viljum vjer eigi að þjóðin sætti sig við það, er skemmra fer en frumvarp rrteiri hlutans á alþingi 1909, sem byggðist á Þingvallafundarsamþykktinni 1907. 2. Sijórnarskrármálið. Sjálfstæðismenn hafa unnið að því utan þings og innan, að bráðnauðsynlegar og rjett- mætar breytingar fengjust á stjórnarskrá vorri, og er því máli nú svo langt komið, að síðasta alþingi hefir sam- þykkt stjórnarskrárbreytingarlög Enda þótt ágreiningur geti að sjálfsögðu verið um einstök atriði þessara breytinga, þá teljum vjer þó fengn- ar með þeim svo miklar rjettarbætur, að eigi beri að tefla málinu enn f tvísýnu, sérstaklega þar sem svo margt annað af bráðnauðsynlegum umbótum bíður úrlausnar og þarf á öllum tíma og kröptum þings og þjóðar að halda, óskiptum. Teljum vjer því sjálfsagt, að stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings verði samþykt óbreytt á aukaþinginu. 3. Fjáihags- og atvinnumál teljum vjer vera þau mál, sem komandi þingum beri að leggja aðaláherzluna á. a) Samgöngumál. \ þeim málum teljum vjer sjálfsagt að halda áfram stefnu þeirri, er síðasta alþingi aðhyltist, að koma öllum samgöngum í hendur íslendinga, og viljum því, að löggjafarvaldið vinni að því að gera innlendar siglingar frá landinu og að, svo og með ströndum fram, svo sem þörf er á og það sjer sjer fært. b) Verzlun landsins—sem og aðra atvinnuvegi —viljum vjer að komandi þing leggi áherzlu á að gera innlenda: 1) með bæuum samgöngum; 2) með bætttu bankafyrirkomulagi, sem fari í þá átt að útvega verzlun landsins nægilegt og eðlilegt veltufje í innlendum bönkum í landinu sjálfu og þannig fyrirkomið, að allir hlutar landsins geti haft not af; 3) með því að bæta og efla lánstraust áreiðanlegra, innlendra verzlana. c. Landbúnað og jiskiveiðar viljum vjer að löggjafarvaldið láti sjer annt um að styðja og efla, ekki sízt með því að skapa afurðunum betri og greiðari markað. 4. Hag verkamanna og húsmanna viljum vjer efla og bæta kjör þeirra stjetta með endurskoðun á löggjöfinni. 5. Það teljum vjer grundvöll undir öllu heilbrigðu stjórnarfari í landinu, að heimtuð sje fullkomin ráðvendni og rjettlæti af öllum þeim, er með umboð þjóðarinnar fara, embættismönnum sem öðrum, og fullum lagajöfn- uði sje haldið uppi fyrir æðri sem lægri. Að því viljum vjer vinna. í fjármálum viljum vjer að sýnd sje gætni og aukin sem minst á komandi árum önnur útgjöld en þau, sem miða til bóta og eflingar atvinnuvegunum. — Leiðir þær, sem hjer eru nefndar, teljum vjer liggja allar að takmarki vor Sjálfstæðismanna: fullu efnalegu og stjórnmálalegu sjálfstæÐi íslands, og i samræmi við stefnu vora viljum vjer einnig vinna að sjalf- stæði einstaklinga og hjeraða í öllum greinum. Jafnframt því að framfylgja ötullega sjálfstæðismálunum, hlýtur hver sjálfstæðismaður að veita ákveðna and- stöðu hverri þeirri stjórn, þeim flokki og þeim einstökum þingmannaefnum, sem eigi vilja ganga hiklaust braut- ina með oss í aðalmálum vorum og stefna að marki voru, og þá auðvitað núverandi stjórn, sem berlega hefir sýnt sig andvíga sjálfstæðismálum þjónarinnar yfirleitt, enda sama sem ekkert hugkvæmst í landsmálum, sem alþingi hefir getað aðhyllst eða talið þjóðinni horfa til viðreisnar. Vjer viljum ennfremur, að þegar í stað verði efnt tii ýtarlegrar rannsóknar á þessum atriðum: Hvort og þá hvernig breyta megi umboðsstjóm og dómaskipun landsins í annað eða betra horf en nú er og til sparnaðar; og komi þá jafnframt til rannsóknar launakjör embœttismanna yfirleitt og afnám eftirlauna. Ennfrem- ur hvernig framkvæma megi aðskilnað ríkis og kirkju. Auk þess viljum vjer að alþingi geri ráðstafanir til þess að gera landið og þjóðina kunnuga öðrum þjóðum, t. d. með því að gefa út á aðaltungumálum heimsins fræðandi rit um land og þjóð, sjá um að ritað sje um landið í erlend blöð o. s. frv. Að Iokum viljum vjer taka það fram, að vjer væntum þess, að þjóðin sje oss samdóina um það, að eigi sjeu þeir ólíklegri til að vilja yfirleitt vinna að viðreisn þjóðarinnar í öllum greinum, sem sýnt hafa það, að þeir öðrum fremur bera sjálfstæðismál hennar fyrir brjósti. Vinnum nú við kosningarnar með eindrægni og ötulleik að sameiginlegu markmiði allra sjálfstæðismanna: fullu sjálfstæði íslands í efnahag og stjórnmálum. Eins og menn geta sjeð af ávarpi þessu, kémur fram í því stillileg en eindregin sjálfstæðisstefna í öllum mál- um.—Þetta er að vísu eigi neitt nýtt um stefnu Sjálfstæðismanna. Stefna þeirra er æ hin sama Hinsvegar haía verið gerðar allsvæsnar árásir á flokkinn af fjandmönnum sjálfstæðisins og er því eigi úr vegi að minna menn á, hver stefna vor er í raun og veru. Sjálfstæðismönnum hefir verið brugðið um „rauðhöfðaskaþ" og „skýja- glópsku" og fleira af líku tagi, en hjer gefur á að sjá: Stefnu þeirra skýrt orðaða. — Segi svo hver eins og honum finnst, hvort slík brigsl sjeu á rökum byggð. — Hefjist nú handa ullir góðir íslehdingar og vinnið einhuga að sigri stillilegrar sjálfstœðisslefnu í öllum landsmálum, bœði í orði og á borði!— Þá vinnið þjer þjóðinni þarft verk! — Að þessu viljum vjer vinna! — Af Eyrinni. Skáldjöfurinn Matthías kom heim nú nýlega eptir nokkuð langa dvöl í »höfuðborginni«. — Hafði hann haft þar dvöl vegna útgáfu á einhverjum af riturn sínum, að sögn. Geta menn þá væntanlega bráðlega átt von á að sjá þar á meðaí eitthvað nýtt eptir hinn síunga skáldöldung. — Svo er að sjá, sem Matthías yngist um hálfa öld við hverja för sína til Rvíkur. Er þess getið í sunnanblöðum, að hann hafi verið hrókur alls fagnaðar í Vík- inni meðan hann stóð við, enda var þar vel til hans gert, heiðurssamsæti haldið og við hann leikið að makleg- leikum. — Gæti það verið bending til Aknreyrarbúa, er njóta samvista Beztu jólagjafir eru góðar bækur sem fást nú í bóka- verzlun SIG. SIGURÐSSONAR, Akur- eyri. — Meira úrval en nokkru sinni fyr, því 50—60 nýjar íslenzkar bækur hafa bæzt við á árinu. Einnig fæst mikið úrval af jóla- og nýárskortum, ásamt fjölda af barna-myndabókum, glansmyndum, bréfamöppum skraut- bréfaefnum, póstkortaalbum. Mynd af Örœfajökli, eftir málverki Ásgríms málara, einnig margsk. aðrar myndir. við hann, að gera elli þessa okkar mesta manns sem gleðiríkasta. Poeta. Stúdentafjelagið hjelt fund á fimtu- dagskvöldið. Þar flutti Valdimar læknir Steffensen fyrirlestur um Geislaefni (Radíum). Var það erindi að sögn fróðlegt og vel flutt, enda gerður að góður rómur. — Fleira var þar til fróðleiks og gleðskapar. — Fyrirlestur hjelt Guðmundur skáld frá Sandi í leikhúsinu s. t. mánu- dagskvöld, er hann nefndi »Gláms- augun«. Efni hans var: »apturgöngur f sögnum og ritum«. Gat Guðm. þess í upphafi að hann teldi sig eigi hafa neitt «Evangelitlm« að færa fólkinu. Um það vorum vjer honum samdóma — er hann hafði lokið máli sínu. — En skörulega mælti hann að vanda. Og vel var honum tekið. — Fiskvart allvel hefir orðið hjer úti á firðinum nú undaníarið. Hafa margir fengið allgóðan afla af vænum fiski. Er það óvanalegt um þennan tfma árs. — Sildarafli hefir verið nokkur hjer á »Poilinum« sfðustu dagana. Er það nær eingöngu smásíld er aflast. — Kemur hún í góðar þarfir því ella hefðu menn að líkindum mist af fisk- afla út með firði fyrir beituskort. Sjó- menn eru vongóðir um að stærri sfld- ar sje von sfðar. Væri það gleðiefni öllum að þeim yrði að vonum sfnum um þetta. — Af djúpi og dölum. E/s »Kong Helge« hlekktist alvar- lega á í sfðustu ferð sinni héðan til útlanda. Var hann staddur í »Norður- sjónum«, er hann tók á sig sjó svo gelpilegan, að honum varð mjög til skaða Tók sá út bæði skipherra og 1. stýrimann og að auk einn háseta. Er þetta því sorglegra slys, er báðir þessir yfirmenn skipsins eru hjer að góðu einu kunnir. Um hina, er lægra eru settir f þjóðfjelagsstiganum, getur síður f sögum, og er þó slfkt slys sem þetta eigi sfður sviplegt er það hittir þá. þvf — »Kalt verður þeim, er vaða íslands ál.« E/s »Ingolf« (skiph, J. Júliníusson) kom af djúpi 1. þ. m , hlaðinn varn- ingi til kaupmanna hjer. — Hann fór til Steingrlmsfjarðar. Lárus H. Bjarnason og með hon- um rúmlega 140 Heimastjórnarmenn hafa gengið úr fjelaginu »Fram« og stolnað nýtt fjelag, er neínist »Þjóð- reisn«. Tildrög þessa er misklfð við flokk Hannesar Hafsteins, Sambands&oV.k- inn. (Símfrjett.)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.