Mjölnir - 06.12.1913, Page 3

Mjölnir - 06.12.1913, Page 3
3 MJOLWR. I bóRaverzlun Kr. Guðmundssonar á Oddeyri fást Afmæliskort. Ball-kort. Jóta-kort. Nýjárs-kort. Póst-kort. Korta-Albúm. Poesibækur. Skrautbréfapappir í kössum. »Juleark« (til að klippa sundur í körfur og kramarhús á jólatré). Glansmyndir. ÖræfajöKull (e. málverki Ásgríms Jónssonar.) Fánamálið. Að kvöldi hins 22. nóvember 1913 var fregnmiði blaðanna Norðra og Norð- urlands borinn í nokkur hús bæjarins um konungsúrkurð um sjerststakan fána fyrir ísland. Nú þekkja allir þenna úrskurð konungs og því óþarft að prenta hann hjer. Þann 25. s. m. birtir Norðri fregnmiðann, ásamt dálitlu neð- an málsgreinarkríli, sem betur hefði mátt vera myrkrinu hulið í brjósti hins virðulega ritstjóra blaðsins. Þar stend- ur meðal annars: Nú er vonandi að landsmenn komi sjer saman um fána- gerðina og vissum flokkum haldist eigi uppi með ofmetnaði og frekju, að hafa fram óvinsæla fánagerð eða aðra en þá, er meiri hluti kjósenda í landinu vill aðhyllast. í svona máli á minni- hlutinn úlfúðarlaust að lúta meiri hlut- anum, þótt hann ef til vill um sinn noti eigi hið lögleidda flagg, af þvf honum líkar það eigi, þá mun áður en langt um líður allir hafa sama flagg, þegar skærurnar útaf blákrossaða flagg- inu fyrnast.< Ritstjórinn kveður þarna á samkomu- lagsstrenginn um fánagerðina, sem rjett var og heppilegast, en rjett á eftir kveður hann svo að orði: »og vissum flokknm haldist eigi uppi með ofmetn- aði og frekju, að hafa fram óvinsæla fánagerð*, og þessi óvinsæla fánagerð á þó að vera, f fullu samræmi við sfð- ustu málsgrein greinarkrílsins, bláhvíti fáninn. Af þessu má sjá, hve brjóstumkenn- anlega óheppinn Sambands-Heima- stjórnarflokkurinn á Akureyri er að hafa sllkan ritstjóra og »agitator< hjer norðanlands. Heíði hann getað látið bláhvíta fánann afskiftalausan má vera að hann hefði unnið ýmsa menn til samkomulags um fánagerð. En óvirð- ingarorð hans um fylgi bláhvfta fánans, sem nú er vitanlega einasta fánagerð fslenzk, sem um hönd er höfð og sem á marga fylgismenn í landinu, vekur aðeins þrjózku en annað ekki. Annan og jafn»diplomatiskan« mál- svara og eflingarmann á Sambands- flokkurinn enn, nefnilega skólameist- arann. Honum vildi til sú skissa um dag- inn á Ieiðarþinginu hans Magnúsar Kristjánssonar, að fá samþykkta á- nægjuyfirlýsingu yfir úrskurði konungs. Yfirlýsingin var samþykkt með 77 at- kvæðum. Mörgum manninum mun hafa orðið vel við úrskurð þenna, án þess þó að sýna opinberlega nein fagnað- arskrípalæti, en fleirum þótt hann sízt betri en ástandið, eins og það var. Staðarfána gátum vjer tekið upp stein- þegjandi, annan fána er ekki um að ræða í úrskurðinum, heldur aðeins viðurkenning konungs á slíkum fána fyrir ísland. Þetta hefði framsóknar- garpinum Stefáni' kennara ekki þótt nein veruleg rjettarbót, þó skólameist- arinn sje drjúgur yfir ánægjuyfirlýsing- unni um annan eins hjegóma. Við þessa viðleitni ritstfórans og skólameistarans á bezt hið franska orða- tiltæki : »C’est plus qu’uti crime c’est une faute.< Akureyri 2/i2 1913. Úlfur. Klukkur, úr úrfestar, loftþyngdarmæl- ar, nisti, steinhringar, brjóstnælur og margt fleira fallegt og hentugt til jólagjafa fæst hjá Haraldi Jóhatinessyni, úrsmið. Tóbak og vindla selur ódýrast Tóbaksverzlun iiapefsji onat. I Kjötbúðinni fæst ágætt niðursoðið HEILAGFISKI í V2 kílos dósum frá niðursuðuverksmiðjunni á ísafirði. Samkvæmt efnarannsókn hefir heilagflski sama næringargildi og kjöt. Reynið þenna Ijúffenga rjett og styðjið innlendan iðnað. Prjónasaumur. Sjóvetlingar, Hálfsokkar, Heilsokkar, hvergi betur borgaðir en í verzlun Sig. Sigurðssonar- Með sjs Ingólf 1, þ. m. höfum við undirrit- aðir fengið miklar byrgðir af útl. nauð- synjavörum, skrauti á jólatrje, eplum, vín- berjum, alfatnaði, stórtreyjum, skófatnaði, góðri og ódýrri metravöru, og afarmargt fl. Menn ættu að líta á varninginn ogverðið. áð- ur en þeir kaupa annarsstaðar. St. S'9urðsson & E. Gunnarsson. í verzlun Sn. Jónssonar eri’nýkoinið Epli. Bananar. Hvítkál. Laukur. Rödbeder. Piparrót. (arðepli. e Niðursoðnir^ávextir: Epli . dósin 0.45 Ananas — 0.50 Perur . — 0.75 Apricots— 0.80 Jarðarber— 0.90 Stikkilsber- 0.75 Asíur. Pickles. Avaxta Gelé. Allsk. Sultutau. Confect Rúsínur —»— Döðlur —»— Fíkjur. Hassel-Hnetur. Val-Hnetur. Candiseraðar Fíkjur. Ótal teg. átsÚkkul. Súkkul.-myndir. jólavindlar. Lukkupokar. Brúður. Brúðuhausar. Rafmagns- vasalugtir og Batterí íþær. Spilapeningar. Albúm. Mikið af Leikföngum. Jólakerti, Kertapípur. Jólatré- skraut. Gips. Vaselín. Glycerin. Gerpúlver. Búðingspúlver. Eggjaduft Citrondropar. Möndludropar Vanilledropar,

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.