19. júní - 01.01.1920, Blaðsíða 1
19. JUNI
III. árg.
Reykjavík, jan. 1920.
7. tbl.
Ellen Key.
Merkasta kona á Norðuilöndum
og samtíðar sinnar yfirleitt, er lrún
fyrir margra hluta sakir, því fáar
konur hafa markað slíkt spor í stefnu
andlegra hreyfinga síns tíma sem liún.
Nafn hennar mun því geymast ásamt
nöfnum hinna mestu og beztu and-
legu foringja frá áralugunum beggja
vegna síðustu aldamóta. Þó var sú
tíð, er Ellen Key varð að þola hinar
lúalegustu árásir og aðdróttanir, en
nú eru þær öldur lægðar og á elliár-
unum nýtur hún virðingar og elsku
í fullum mæli, alstaðar þar sem rit
hennar og störf eru kunn, en það er
um allan hinn mentaða heim.
Oss, sem nú lesum það er Ellen
Key fyrir hér um bil 30 árum lagði
til málanna, sem þá vorn efst á baugi
meðal landa hennar, Svía, er það
gáta, hvernig mótspyrnan móti henni
og hatrið, gat risið eins hátt og það
gerði. Svo hátt, að hún, særð og þreytt,
ílýði land sitt og leitaði út þangað
sem sjóndeildarhringurinn var víðari,
loftið hreinna.
Ellen Key er fædd 11. des. 1849,
og var faðir hennar mjög þektur og
atkvæðamikill stjórnmálamaður, Emil
Key, sem á sínum tima bar uppi
frjálslynda flokkinn á þingi Svía
(landtmannapartiet). Móðirin var af
greifaættinni Posse, og var það ekki
að vilja foreldranna að liún giftist
Emil Key. Foreldrarnir voru bæði
mentuð og trjálslynd og fekk Ellen
Key hið bezta uppeldi, en eigi var
hún þó látin búa sig undir neitt á-
kveðið æfistarf, enda var eigi sá sið-
ur á þeim árum. En um það leyti er
lrún var 30 ára, var fjárhag föðurs-
ins, sem var gósseigandi, svo farið,
að hún varð að fara að vinna fyrir
sér sjálf. Fór liún þá til Stokkhólms
og varð kennari við telpnaskóla, sem
frk. Anna Wbitlock hélt. Þeim skóla