19. júní - 01.01.1920, Side 2
50
19. J Ú N 1
var um það leyti breytt í samskóla,
fyrir drengi og stúlkur; slíkt fyrir-
komulag þektist þá ekki og þótti
næsta djarft, enda spáðu margir illa
fyrir því. Reynslan varð öll önnur og
nú eru samskólarnir hvervetna koinnir
á og enginn mælir framar á móti þeim.
Samhliða kennarastarfinu hélt Ellen
Key á þeim árum fyrirlestra, bæði
fyrir ungum stúlkum af mentuðu
stéttum borgarinnar: lista-menningar-
og bókmentasöguiegs efnis, og í hinu
svonefnda »AlþýðufræðsIufélagi«. Fékk
hún brátt orð á sig sem fyrirlesari
og áheyrendur hennar skiftu tugum
þúsunda. Liðu svo mörg ár að ekk-
ert orð kom af hennar vörum, er
hneykslum gæti valdið.
Um þetta leyli, 1880—1890 hafði
framþróunarkenningin borist til Sví-
þjóðar og tóku ungir mentamenn
henni opnum örmum. En þeir sem
af eldri skólanum voru, kunnu þessu
illa, komst svo langt að beitt var
líkamlegum refsingum og fangelsis-
vist, til þess að þagga niður i flylj-
endum hínna nýju kenninga.
En — á þessum gullaldri stjórn-
málamollu og óheiðarleika, þegar vin-
ur þekti ekki vin, og vísindin rétlu
hindurvitnunum bróðurhönd. þegar
hugsana og málfrelsi var fótum troð-
ið, þá rauf róleg en djörf rödd kæf-
andi þögnina. Það var Ellen Key,
sem talaði máli menningarinnar og
réttlætisins og hóf mótmæli móti þvi,
að fjórir ungir menn höfðu verið
settir í fangelsi fyrir skoðanir sínar.
í deilum um andleg efni, átti ekki að
nota önnur vopn en andleg. Hún
sýndi fram á live ósæmandi þau lög
væru er leyfðu önnur vopn. Án þess
að verja hina brotlegu eða áfellast
þá, er með völdin fóru, talaði hún
djarflega máli andlegs frelsis.
f*ar með var teningunum kastað.
Ellen Key var nú kominn inn í ólg-
andi röst, sem hún ekki átti aftur-
kvæmt úr. Og frá því hún árið 1889,
eftir tilmælum stúdentafél. »Verðandi«,
hélt tvo fyrirlestra, er jafnframt voru
prentaðir, um þessi brennandi þrætu-
efni, hefir hún tilheyrt hinu opinbera
lífi og gengið þess þyrnum slráða
veg. Það, sem knúði hana, sem hing-
að lil hafði lifað í kyrþey og að eins
neytt sinna miklu hæfileika og þekk-
ingar á fræðslusviðinu, út á þessa
braut, var sannleiksást hennar og ó-
kúgandi frelsistilfinning. Um sama
leyti hélt hún fyrirlestra »um kosn-
ingarrétt kvenna« í kauphöllinni í
Stokkhólmi. Áheyrendurnir voru ein-
göngu karlmenn. Var Ellen Key fyrsta
konan, er hér á Norðurlöndum talaði
opinberlega um það efni.
Upp frá þessu er varla nokkurt
það mál uppi meðal þjóðar hennar,
að eigi sé leitað álits hennar og gef-
ur hún það jafnan djarflega, án þess
að skeyta um, hvort betur líki eða
ver. Og í hvert sinn er eitlhvað var,
er særði réttarmeðvitund hennar, eða
eillhvað það, er misbauð því, er fyrir
henni hafði heilagt gildi, hefir hún kom-
ið fram og talað máli þess er hún vissi
réttast. Þannig var það um kvenna-
hreyfinguna. E. K., sem bæði vegna
stöðu sinnar og skoðana var í þeirra
tölu, er þráðu að konur fengju fult at-
hafnafrelsi, gat eigi átt samleið með
þeim konum, er á fyrstu árum báru