Njörður - 22.07.1916, Blaðsíða 2
82
NJÖRÐUR
TIL MINNIS:
Póstliús opið kl. 9—2 og 4—7 virka
daga 10’/s—llVa helga daga.
Baukaruir kl. 11—2 virka daga.
Búkasafnið sunnud. kl. 2—4, mið-
vikud. kl. 2—4 og iaugard. kl. 3—4.
Gjaldkcri bæjarsjóðs afgroiðir: þriðjud.,
fimtud. og laugard. kl. 4—5
Ritfðng »g tækifærisgjafir
er bezfc að kaupa í
Bókaverzlun Guðm. Bergssonar
á ísalirfti.
Ó. Steinfiach
tannlæknir.
Heiraa 10—2 og 4—6.
öll tannlæknastörf og fcannsmíði
af hendi leysfc.
Tangagötu 10, Isafirði.
Baslið með Hannes.
„Vestri“ getur þess réttilega, að
fleiri ráðherrar en Hannes hafi
tekið lán hjá Dönum.
En þetta var líka Hannesi að
kenna, sumpart beinlínis og sum-
part óbeinlínis.
Hann gjörði bæði, að búa svo
í hendur eftirmanna sinna, að tor-
velt væri að kornast hjá lántöku
Og að ala á þeirri stefnu í fjár-
málum, að sníða útgjöldin eftir
óskum, en eigi efnum.
Hifct er rangt hjá „Vestra“, að
ritstjóri Njarðar hafi verið Hann-
esar megin í símadeilunni um
árið. Gk Gi. sá, sem Nirði stírir
nú, lét ekkerfc til sín heyra í því
efni; Njörður veit betur hug hans
en „Vestriu.
Annars hefir Njörður ekki sak-
að Hannes, þbtt hann kæmi <sím-
anum á, heldur fyrir það hvemig
hann kom honum á.
Sumir telja þar „ilt öl illa drukk-
iðu aðrir „mjöð meini blandinn11.
Ekki óttast Njörður, að A-list-
inn fái flest atkvæði um Vestfirði.
Hitt veit hann, því rniður, að hon-
um muni hlotnast fleiri en vera
ætti; til þess þarf ekki mörg.
Llstavísa.
Um E-listann er ekki margt
að segja,
hann eikur bara óþarft rpexu,
allar götur niðu’r að „sexu.
Söngskemtun
hélt Eggert Stefdnsson í Good-
templarhúsinu þ. 13. þ. m. með
aðstoð bróður síns, sem nú heitir
Kaldalóns.
3 ár eru síðan Eggert slcemti
okkur með söng sínum og „hans
rödd var svo fögur svo hugljúf og
hrein“, og þar sem hann hefir ver-
ið við nám síðan, hafa víst marg-
ir hugsað gott til, er Njörður til-
kynnti væntanlega komu hans. En
svo gerir hann okkur þann óleik
að koma rétfc þegar við erum að
stinga höfðinu ofan í síldartunn-
urnar og þá hugsum við lítið um
söng og söngmenn. Þessvegnavar
líka fámennt þetta kvöld og Egg-
ert þar af leiðandi i slæmu skapi
er hann byrjaði; lét hann reiðina
bitna á Sverri konungi og það svo,
að ungfrúrnar á Grænagarði litu
upp úr síldartunnunum og fóru
að hlusta, og viti menn: Eggert
syngur aftur þann 15. og þá fyr-
ir fullu húsi.
Fyrra kvöldið söng Eggert sér-
staklega vel: Die beiden Grenadiere
eftir Schumann og Ri donami la
Calma eftir Tosti og er ekki heigl-
um hent að syngja þau lög svo
vel fari. Mátti þar marka, að rödd-
in hefur aukist að mun þessi síð-
ustu námsár. Þá söng hann og
ágætlega: Sidste reis eftir Alnæs
og: Nótfc eftir Á. Th. (Breytingin
þó ekki góð).
Allra best söng hann vafalaust
Systkinin eftir Bj. Þorsteinsson.
Þar hreif hann mig með sér inn
i annan og betri heim og sýndi
mér „litla drenginn, sem dóu.
Meiri hlutinn af söngskránni
seinna kvöldið var eftir S. Kalda-
lóns. Fyrst Kaldalónsþankar (Harm.
solo.) Þá, Þótt þú langförull legð-
ir, Draumur hjarðsveinsins, Á
Sprengisandi, Brúnaljós þín blíðu,
Eg lít í anda liðna tíð, Sofðu,
sofðu góði og Ásareiðin. Tel ég
þessi lög að undanskildum Draumi
hjarðsveinsins, hvert öðru betra,
eins og fc.d. Sofðu, sofðu góði. Alveg
það sama má segja um meðferð
Eggerts á þeim. Enda þökkuðu
tilheyrendurnir þau sem maklegt
var; lintu ekki klappi fyr en Egg-
ert hafði marg kvatt og sungið 4
lög hvert öðru betra; Yona minna
bjarmi effcir Á. Th. þó best.
Eg hef heyrt menn segja um
Eggert að hann „láti of rnikið þeg-
ar hann syngi, sé með alskonar
fettur og brettur, geti jafnvel ekki
staðið kyr; syngji þó fjandann ekki
með fótunum“.
Svo er nú það. — Það er þá ef
til vill nóg, ef söngvarinn getur
sungið sterka og veika tóna, stutta
og langa, háa og djúpa.
Æfcli menn vilji samt ekki fá
eitthvað annað en þetfca fram í
söngvunum.
Nei, svo framarlega sem söngv-
arinn ætlar samviskusamlega að
flytja tilheyrendunum hugsanir
skáldsins í ljóðinu, er ekki nema
sjálfsagt og rétt að hann hjálpi
röddinni með svipbrigðum og lát-
bragði. Allur líkaminn frá hvirfli
til ylja á að hjálpa. Hitt ersatt,
að það er vandi að beita þessari
hjálp svo vel fari og Eggert á
sjálfsagt eftir að læra nokkuð í
þeim efnum. Líka þarf hann að
hugsa til háu tónanna, styrkja þá
sem best.
Að áliðnu sumri hyggurEggert
að sigla. Eg óska honum als hins
besta. Þakka sönginn og vona að
sjá hann og heyra áður langt líður.
T. s.
Stórtiáindi.
Árncsingar liafa kastað trxinni.
--»--
Árnesingur hitti nýlega gamlan
kunningja sinn, sem dvalið hafði
á vesturlandi fram undir 20 ár.
„Sæll og blessaður gamli kunn-
ingiu, mælti Árnesingur, „garnan
var að hitta þig“.
„Komdu blessaður og sæll“, svar-
aði Vestfirðingur, „þú getur víst
sagfc mér margt í fréttum sunnan að,
nú er ég orðinn þar öllu ókunnugur;
hef engan Árnesing hitt í mörg
ár og ekkert þaðan frétt nema
þefcta, sem er i blöðunum“.
Á: „Þar líður öllu sæmilega, það
ég til veit; almenn tíðindi engin
sérleg, nema þetta, sem þú hefir
víst heyrt.
V: Eg hef engin sérleg tíðindi
lieyrt þaðan, það ég man, hvað
átfcu við?u
Á: „Nú er ég híssa, hefurðu ekki
hayrt, að Árnesingar hafa kastað
trúnniu.
V: „Hamingjan komi til; það
hélt ég síst af öllu, mikið mega
mennirnir hafa breyst frá því ég
þekti til. ^ Eru þeir alveg hættir
að trúa á guð?u
Á: „Það er ebki trúin á guð,
sem þeir hafa kastaðu.
V: „Hamingjunnisé lof,enhvaða