Njörður - 22.07.1916, Page 3
NJÖRÐUR.
83
Hugsið fyrir framtidinni
með því að tryggja líf yðar í
lífsábyrgðarfél. ,lDa,na3n,a,r]'£<.
Það er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið. á Norðurlöndum.
Vátryggingarfjárhæð 90 miljónir; eignir 21 miljón.
Nýtísku barnatryggingar.
Ríkissjóður Dana tryggir í því fjölda embættismanna sinna.
Félagið hefir varnarþing í Reykjavík.
Umboð fyrir Yesturland hefir
Marís M. Gilsfjðrl.
Húsmæðrasköli
r
Xsafjarðar
tekur til starfa 16. sept. n. k. Námsskeiðin verða tvö, eins og að
undanförnu, frá 16. sept. til 14. jan. og frá 16. jan. til 14. maí.
Skólagjald er 35 kr. á mánuði fyrir fæði, húsnæði og kenslu.
Umsóknir sendist sem fyrst frú Andreu Filippusdóttur á ísafirði.
STJÓRNIN.
trú áttu þá við, liafa þeir gengið
úr þjóðkirkjunni?14
Á: „Ekki heldur, en þeir hafa
kastað trúnni á Hannes“.
Y: „Nei, hvað segirðu, kastað
trúnni á Hannes, nú er ég hissa;
ekkert hefur Lögrótta getið um
þaðu.
A: „Það getur vel verið, en
svona er það nú samtu.
Y: „Já, lagsmaður, en hvernig
víkur þessu við; kom það til út
af Einari?u
Á: „Ekki eiginlega, það var nú
sök sér með hann, þó slæmt væri“.
V: „Hvað kom þá til“.
Á: „Hann vildi gjöra Árnes-
sýslu að selstöðu frá Reykjavik,
en menn voru nú ekki alveg á
því“.
V: „Vildi hann það karlinn,
þá skal mig ekki furða“.
Á: „Svo kom nú þetta með
sparisjóðinn“.
V: „Það lief ég ekkert lieyrt
um“.
Á: „Við eigum sparisjóð í sýsl-
unni, ekki svo litinn. Hann græddi
laglegan skilding í fyrra og lán-
aði mikið fé, svo ekki þurftu menn
að vera komnir upp á Islandsbanka
í Reykjavik“.
Y: „Það sýnist mér bara gott“.
Á: „En Islandsbanka leyst ann-
að. Hann vildi krækja í sjóðinn
svo ekki kæmi þar austur frá pen-
ingaverslun honum óháðu.
Y: „Hannes er í bankaráðinu
vænt’ ég?u
Á: Hann er svona til skrafs og
ráðagerða; líka til sendiferða“.
V: „Nú skil óg, bankinn hefir
sent hann austur eftir sjóðnuin“.
Á: „Þú átt kollgátuna. Einn
góðan veðurdag i vetur kom Hann-
es gagngjört austur, til að sækja
sjóðinn fyrir íslandsbanka“.
Y: „Ráku þeir hann ekki strax
til baka tómhendan?“
Á: „0 nei, þeir buðu honum
inn, eins og siður er í sveitinni,
röbbuðu við hann um veðráttu og
heilsufar, væntanlega kjötprísa og
svoleiðis“.
Y: „Hvernig tók hann í það?“
Á: „Prýðis-lipurlega. En svo
fór hann að ámálga þetta um sjóð-
inn. Sýndi þeim fram á, að það
væri ekki „finans mektugt“ fyrir
þá að hafa hann; bara til tafar
við búskapinn, annað elcki11.
V: „Hvað sögðu þeir þá?“
Á: „Ekki svo sem neitt; sögð-
ust þurfa að hugsa sig um í næði
og lofuðu að láta hann vita hvað
gerðist svona við hentugleika“.
V: „Hvað sagði hann þá?u
Á: „Hann sagðist eiginlegahafa
átt að flýta sér; þeir í bankanum
væru búnir að hugsa rækilega um
þetta alt saman. Þetta væri mest
til að losa bændur sjálfa við á-
hættu, og umsvif, sem ætið fylgdu
þessum sjóðum“.
Y: „Hvernig fór svo?u
Á: „Þá kom nú kaffið á gamla
og góða visu. . . .
Loks talaðist svo til, að Hann-
es sneri aftur án sjóðsins, en í
griðum til heimkomudags.
Skildust menn vandræðalaust,
sem betur fór.
Þegar Hannes reið úr hlaði heim-
leiðis, hristu Árnesingar höfuðið
og sögðu: Þetta er þá orðiS úr
honum“
Y: „Tarna þyki mér vera tíð-
indi. Ekki skal mig furða þó þeir
hafi kastað trúnni á manninnu.
Snerist svo talið að öðru.
Aríubr'ófrð.
Árahitar hlaða suma daga innan djúps,
örgrunt.
Mest er það ísa, feit og falleg: nokk-
ur þorskur þó með. Isu verð er nú 7
aurar pundið; gott þeim er kaupa, og
sæmilogt seljendum, ef ekki þarf lengra
út að sækja.
Skipum þeim,
er veiða á færi, hefir gengið vel í þess-
um mánuði, sumum prýðilega.
Síldveiðin
slitrótt þessa vikuna, véldur því sunn-
an áttin að sagt ei\ Síldin komin inn
um Djúp, en fer dreift og vænir drætt-
ir fást varla.
Þó fékk Leifur 100 tunnur í fyrri-
nótt og 100 tn. í nótt. Aðrir bátar lægri
þessa daga.
Á Langeyri í Álftafirði hefir lika veiðst
nokkuð.
Einn bátur hfeðan, Kári, fékk 300 tn.
sítdar fyrir norðan. Hann stundar veið-
ar frá Siglufirði.
Tiöarfar.
Nú er fyrir 10 dögum brugðið til sunn-
anáttar með hlýviðri og rigningum.
Þýtur grasið upp þar sem ekki var
farið að brenna af.
Gistiliús vantar.
Léttara ég lyfti brá
lífs á kviku öldum,
þegar kemst ég feginn frá
firði ísa köldum.
Svo kvað nýlega gestur einn,
sem hola átti náttlangt á það herfi-
legasta pakkhúsloft, sem til er í
bænum.
Vinur er sií í raun reynist.
Þegar íslandsbanki komst á fót, var
svo til ætlast af Dönum. sem fóð lögðu
til, að Landsbankinn yrði lagður niður,
svo hinn væri einvaldur i peningamál-
um.
Þessu forðaði Magnús landshöfðingi
með snilli og verður það aldrei full-
þakkað.