Njörður - 03.12.1916, Blaðsíða 2
158
NJÖRÐUR.
Litilmennska.
Yinstrimenn bera ekki hlutkest-
isúrslitin prúðlega, sem ekki var
heldur ástæða til að vænta, erþau
urðu þeim andstæð.
Dugandi menn hafa jafnan haft
þann sið, að una því sem örlögin
skapa, og hlutkesti er eitt af því,
sem flestum kemur saman um að
ekki sæmir að kvarta undan, þeg-
ar lög kveða svo á að því skuli
hlýta, eða menn hafa komið sér
saman um það.
Síst er viðeigandi, að færa út-
dráttinn á bæjarfulltrúunum, á síð-
asta fundi bæjarstjórnarinnar, odd-
vita til ámælis. Hann bjó alt svo
undir, að hvorki honum, eða nokkr-
um öðrum, var auðið, að ráða því
hverjir út drægjust.
Hann brýtur seðlana saman og
lætur þá niður, að vinstri mönn-
um, og mörgum öðrum, ásjáandi,
án þess þeir finni neitt að því.
Pilturinn sem dró, var laus við
að óska vinstrimönnum mótgangs,
gat og engu um það ráðið hverjir
út komu.
Dregur lika af handahófi fyrir
margra augum.
Ekki hefir það heldurverið neitt
sjaldgæft á þessu ári, að 3 úr sama
flokki hafi verið dregnir út í senn
við hlutkesti.
Þetta henti vinstrimenn aftur
á fundinum 23. f. m. og kvörtuðu
þeir ekkert undan þvi; söm var þó
aðferðin og áhöldin.
Annars liggur það í augum uppi,
að engi maður lætur sér detta í
hug, að véla hlutkesti fyrir annara
augum. Eigi vænir heldur nokkur
aðra þess, meðan illkvitni hans er
ekki meiri en svo, að mannleg geti
kallast, utan hrifinn sé af fólsku
æði, eða það lítilmenni, að ekkert
skyn beri á háttu 'eða skyldur
dugandi manna. —
Þegar útdrætti fulltrúanna var
lokið, þóttust vinstrimenn þurfa
að skoða seðlana, sem eftir voru.
Var það greiðlega veitt, eins og
sjálfsagt var, er þeic óskuðu.
En oddviti lét þess um leið get-
ið, að hann skoðaði þetta sem ó-
sæmandi tortrygni af hálfu vinstri-
manna. Yoru víst flestir viðstadd-
ir á sama máli.
Þó skal þess geta, að Njörður
litli telur þetta engan veginn
ósamboðið vinstrimönnum eða
Vestra greyinu.
Bæjarstjórnin.
Fundur 23. þ. m. kl. 7—12 e. b.
Þar gjörðist þetta:
1. Lesið leyfi til hækkunar á
aukaútsvörum.
2. Magnús Magnússon kosinn í
verðlagsskránefnd.
3. Hlutað um brottfór þriggja
manna úr bæjarstjórninni á næstu
áramótum. Kom upp hlutur bæj-
fulltrúanna:
Signrðar Kristjánssonar
Jóns Auðuns Jónseonar og
Arngríms Bjarnasonar.
4. Axel Ketilsson og Sigurjón
Jónsson kosnir í kjörstjórn við
næstu bæjarstjórnarkosningar.
5. "Sigurði Kristjánssyni og Kr.
M. Dýrfjörð neitað um erfðafestu-
land til ræktunar.
6. Beiðni Arngríms Bjarnason-
ar um land til ræktunar og húsa-
bygginga vísað til byggingar-
nefndar.
7. Lagt fram frv. til laga fyrir
skipabraut Isafjarðar og Guðm.
Hannesson kosinn í stjórn þess,
en Guðm. Guðm. til endurskoðunar.
8. Neitað að selja Króksbæinn.
9. Arngrímur Bjarnason, Sig-
urjón Jónsson og Guðm. Hannes-
son kosnir til að athuga bæjar-
stjórnarlögin.
10. Kosnir til að athuga sam-
göngumál Vestfjarða: Magnús
Torfason, Jón Auðun og Arngrím-
ur Bjarnason. Fundi frestað.
Þann 25. Var fundur settur aft-
ur og þar tekið fyrir:
11. Samgöngur Vestfjarða. Skil-
aði nefndin i því máli áliti sinu.
Fann búu að því, að Goðafoss
hefði verið látin enda ferðir sínar
að norðan í Húnaflóa, í stað þess
að halda hingað og snúa hér við.
Vildi skora á alþ. ef strandferðir
legðust niður, að neita alt að 2000
kr. til inótorbátaferða hóðan norð-
ur um Húnaflóa.
Ef landstjórnin annaðist ferðir
milii landa, vildi hún heimta fulla
hlutdeild í þeim fyrir Vestfirði.
Þetta var samþ. í e. hl.
12. Norðurtangamálið tók lang-
an tíma. Hafði það verið í nefnd
frá þvi 3. febr. síðastl.
Vildi nefndin láta fela Guðm.
L. Hannessyni að kalla eftir Norð-
urtanganum í hendur H. S. Bjarnar-
syni consul, að uúdanteknum 1500
ferálnum; með lögsókn ef þyrfti.
Magnús Magnússon vildi þar á
móti láta Magnús Sigurðsson í
Rvík athuga málið, áður en afráðið
væri, að gjöra tilkall til lóðarinnar.
Studdu hægrimenn þá tillögu.
Vinstrimenn feldu hana og guldu
hægrimenn svo i sömu mynt og
feldu tillögu nefndarinnar.
13. Nefndinni í Raflý ingar-
málinu heimilað að tryggja bæn-
um nægilegt fossafl og jafnframt
skorað á alþ. að veita stjórninni
heimild til að lána bænum alt að
120 þúsund kr. til að koma raf-
lýsingu á fót.
14. Spurt hvað Hafnarmálinu
liði. það nú til athugunar hjá
Sigurði Thoroddsen.
15. Spurt um túnmálið. Það
er til athugunar hjá lögfræðing
erlendis.
16. Mjólkurreglugjörðin kom úr
nefnd. Frestað ákvörðunum í því
efni, nns borið hefði verið undir
bændur, er selja mjólk til bæjarins.
17. Spurt um Suðurtangamál-
ið. Það onn til athugunar hjá
Magnúsi Sigurðssyni.
Utan dagskrár var tekið fyrir:
1. Tillaga um stækkun kaup-
staðarlóðarinnar. Henni frestað.
2. Tillaga um að fá Hannes
Jónsson dýralæknir hingað til að
skoða kýr og fjós. Samþ.
3. Fjörulóðum heitið eftir til-
lögum byggingarnefndar: Karli
Olgeirssyni og Edinborgarverslun
til kaups.
En til leigu þessum: -
Eigendum Vikings, Elíasi Páls-
syni o. fl., FinniThordarsynio.fi.,
Jóni Brynjólfssyni o. fl„ Jóni S.
Edvald, Helga Sveinssyni.
Kveðinn niður.
í 42. tbl. „Vestra“ þ. A. befur Pkll
8tefá.nsson tekið sig til og skrifað grein,
sem hann nefnir: „Kattarþvott Jóbanns
Bárðarsonai-11. Nefnir bann sem orsök
að skrifi sínu. línur þær, er ég skrifaði
í 33. tbl. „Njarðar", gegn árásunum á,
mig. Ennfremur nefnir hann aðra or-
sök, sem sé framkomu mína á kjósenda-
fundinum hér í Bolungavík 14. f. m.
En auðvitað var þetta hvorugt orsök-
in, boldur var það tilgangur mannsins
með greininni, að gera tilraun til þess,
að draga úr þeim áhrifum, er hann ótt-
aðist, að ég kynni að hafa á hugi kjós-
enda i Bolungav/k, því grein þessi er
etkert annað en áframþald af auri þeim,
er samflokksmenn Páls hafa iátið sér
sæma að ausa mig síðan í sumar, að ég
sagði þeim, að ég kysi ekki síra Sigurð.
Þó lítur það hálf einkennilega út, að
sjálfum „Vestra“ líst ekki betur en svo
á þessa beitu, að hann geymir hana fram
yfir kosningar; — iíklegast tii þess að
láta hana ekki spilla fyrir. Auk þess
sýnist nokkur vafi leika á því, hvort
þetta vanskapaða fóstur hafi átt að lifa,
því loks eftir 11 daga umhugsum, —
reiknað frá degi þeim, er Pállvarð létt-
ari, — ákveður „Vestri“ að fóstrið skuli
ekki vera borið út, heldur sé því lofað
að lifa.
Páll verður því að sætta sig við, að
ekki muni álit samflokksmanna hanshafa
verið um of á greininni, sem ekki er
beldur nein furða. Það er því stakur
óþarfi, vegna allra, sem þekkja noklcuð
til^ þessa máls, að svara grein þessari.
En vegna þess að „Vestri“ flækist senni-
lega um alt land, þá hefi ég afráðið að
svara, því hér ræðir ekki einungis um
mannorð mitt heldur einnig um mann-
virki, sem styrkt er af almannafé.