Njörður - 08.01.1917, Page 2

Njörður - 08.01.1917, Page 2
2 NJÖRÐUR. Dómsorð. XColbrú.n. Björt yfir hauðri norðurljósin ljóma litskrúði prýdd, er töfrar hverja sál; himininn drap úr hörðum skýjadróma heiðríkjubjarmans logeggjaða stál; löðrinu þeyta ljósan dag og nsetur og lítið skeyta’ um kulda, snjó nó hregg. Arnarnes kyssa Græðis gletnu dætur og gnúa bergsins jökulkalda vegg. Frá norðri hafið þungum rómi þylur og þori ögrar sérhvers Islendings, Eyrarfjall vestan útsýnina dylur, að austan takmark 'stærra sjávarhrings; snædrifin fjöll við bláan himin bera og blíði þeyrinn ymur mjúkum tón; stálarmar gráir fjalls og iskalds frera fingurnar teygja nið’r í Kaldalón. Skamt undan fjallsrót, fram við rastir kaldar, í fögrum dal, er klýfur Arnarnes, þar sem að hvítu brimið björgum faldar og boðar þrótt ’ins regingrimma hlós; svo tjáir oss hin gulli greipta saga, að göfgust dóttir frerum þakins lands, Kolbrún, þar lifði sína sælu daga og söngva þáði’ af vörum fullhugans. Bjart var of hugum bragmærings og svanna er bjarminn vonar skrýddi sérhvern reit, en örskjótt lagðist blæja biárra fanna að blómsins krónu og iífsaflinu sleit. Ei undrast má, þótt liagl af auga hrjóti er hetjan unga skapar dýpstu mein; að lita garpinn lagðan bitru spjóti er lítilsvert, ef minningin er hrein. Snjóaði í kring um unga falda foldu, og frostið harða nísti mjúkan barm, þótt beinin hvíli’ í dimmri móðurmoldu, er málsins von að lýsa bitrum harm, skorandi’ á sórhvern heit og orð að efna; aflþrungin sál er fyrrum gladdi ljóð, þaðan mun Kolbrún þungum huga stefna að þeim, er stela löngu fluttum óð. * * # Enn situr Kolbrún kalda nótt og morgna í hvelfing skærri og sór um lög og frón; bautamörk þótt hylji flest hið forna fær ekkert dulist iiennar skörpu sjón; láttu því aldrei mást úr þínu minni móðinn, sem þér í æskugeði svall, því ekki mun Kolbrún enn, né nokkru sinni, augum þess hlífa’ er gjörist, „litill kall“. H'ögni. í dag fellur dómsorð borgaranna um háttu og verðleika flokkanna í bæjarstjórninni. Eins og flokkarnir, eru listarnir nú tveir. A-listinn frá hægrimönnum, en B-listinn frá þeim vinstri. Arngrimi Bjarnasyni, sem í fyrra lóst vera milli flokka, hefur nú farið það fram, að hann en kom- inn á miðjann B-listann. Verður hann ekki að blessunarríkari, né borgurunum geðþekkari af þeim sökum. En hvorki er Nirði skylt að koma vitinu fyrir vinstrimenn, nó heldur þurfa borgararnir að hrasa oftar á trúgirni, því það er alkunna, að hann er þarna kominn sökum þess, að „ekki er gott að maður- inn só einsamall“. Er honum haganlega fyrir kom- ið milli sér betri manna, að þeim þó ólofuðum. Vænti óg, að þar hlotnist hon- um makleg hvild frá öllu bæjar- stjórnarbraski, velferðarvappi og verðlagsstappi. Það er kunnugt, að bæjarstjórn- arfundirnir voru, árið sem leið, æði oft alvörugefnum borgunum áhyggjuefni; léttlyndum vöktu þeir bros, en spjátrungum spéhlátra. Leika engi tvímæli á því, að vinstrimenn áttu þar alt upphaf að, mest framhaldið og gjörvallan endirinn. Er algjörlega óþarft að rekja hér feril þeirra, þvi bæði hefur sumt verið áður vítt hór í blað- inu og í annan stað er þetta grúa borgaranna full kunnugt af eigin sjón og heyrn. Þeim, sem líkar það snið, er á hefur verið er einsætt að kjósa B-listann, og lýsa þannig sam- þykki sínu á því, að vinstrimenn hafa gjört þingsal bæjarstjórnar- innar að rifrildiskompu. Hinum, sem vilja að mál bæj- arins séu glögt hugsuð, prúðlega rædd og gætilega framkvæmd, verð- ur ánægja að kjósa A-listann. Er hann skipaður þeim mönn- um, sem bera munu bætandi hönd að starfi sinu og kappkosta að græða upp fótspor vinstrimanna. Því mun dómsorð borgaranna yfir B-listanum verða: Einn er of margur, þar engi skyldi. Sjóferðir. Eyrstu viku ársina var logn hér innandjúps, nærri bæði nótt og daga; stundum einnig á haf lít. Bátar héðan allir á sjó, utan einn nýkominn, er Eir heitir og svo sem tveir, er uppi standa, annar til aðgjörðar. Aflabrögð misjöfn og lóðatap talsvert suma daga, einkum 6. þ. m. Eiskurinn feitur og stór; hátt verð á lifur. Sumt af bátunum hefur fengið rnjbg góðan afla, bestu nýjársgjöf. Svona er oft um þetta leytihór,. þó annarstaðar só enginn afli.

x

Njörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.