Njörður - 08.01.1917, Page 3

Njörður - 08.01.1917, Page 3
NJÖRÐTJR. 3 Hugsið. fyrir framtídinni með þyí að tryggja líf yðar í lífssib^rrgðarfél. ,Danmark‘. Það er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfólagið á Norðurlöndum. Vátryggingarfjárhæð 90 miljónir; eignir 21 miljón. Nýtísku Harnatryggingar. Ríkissjóður Dana tryggir í því fjölda embættismanna sinna. Fólagið hefir varnarþing í Reykjavik. Umboð fyrir Vesturland hefir Marís M. Giisfjörð. Jólakötturinn. Margir hafa heyrt getið um jóla- köttinn. Hann er á róli um öll jól; leit- ar alstaðar að krökkum. Þau vill hann helst fá til jólanna. Gteti hann ekki fengið nóg af krökkum, tekur hann til þakka með fullorðið fólk, þó ekki sé af besta tagi. Aður fyrri var jólakötturinn voða- gripur. Voru honum engi lög sett um það, hverja hann mætti taka. Hrifsaði hann því hvern sem að hendi kom, og gjörði stóran usla á jörðunni um hver einustu jól. Englarnir, vinir mannanna, sáu að svo búið mátti ekki standa; þeir mistu árlega fjölda vina og kunn- ingja í jólaköttinn, en hann trylt- ist meir og meir. Kölluðu þeir hann á fund með sér og vildu fá hann til að hlifa mannanna börnum, en hann tók því ekki nærri. Samt varð það ofan á, að hann hót að snerta engan þann, sem fengi eitthvað nýtt fyrir jólin. Hann vissi sem var, að fjöldi manna mundi sór hlotnast með þessu móti, því margir vo;u svo fátækir, að ekkert nýtt gátu keypt. Þetta var englunum líka full- kunnugt, en þeir höfðu hér ráð við. Komu þeir þvi á, að mennirnir tóku upp þann sið, að gefa jóla- gjafir, eða ef þess var ekki kostur, stuðla að því á annan hátt, að menn væru óhultir fyrir jólakett- inum. Þannig keppasthúsmæðurí sveit- um jafnan við, að láta börn og hjú, að ég ekki tali um húsbónd- ann, fá nýtt fat fyrir jólin. Þó hjúum só reiknað það upp í kaup- ið ver það jafnt fyrir jólakettinum. Þessi góði siður mun líka vera víða í kaupstöðum, sem betur fer. Víst er hann algengur hór í bænum. Um langan aldur hefir því jóla- kettinum fónast fremur illa hór á landi og undanfarin ár fara ekki sögur af, að hann hafi náð i einn einasta mann hór á ísafirði, ekki svo mikið sem horaðan slarkara, því siður feitan krakka. En nú fyrir jólin leit xít fyrir, að hann fengi vel í soðið. Var að sjá, sem vinstrimenn í bæjarstjórninni færu allir í hann. Hve nær sem þeir komu út fyr- ir dyr, var hann, eftir því sem skygnir menn segja, ýmist á hæl- um þeirra, eða hann sat á kross- götum og malaði ánægjulega, er hann sá þeim bregða fyrir. Lögmaður vinstrimanna hafði veður af þessu. Fór hann þvi til og las upp öll fræði sín, en þar var enga vörn að finna gegn jóla- kettinum, og peninga vildi hann ekki sjá, þó í boði væru. Leitað var ásjár bæði hjá Ósk og Hlif, en það kom fyrir ekki; eru það þó greiða konur. Tveim nóttum fyrirnóttinahelgu hvarf oinn vinstrimanna og þurfti svo sem ekki að spyrja hvað um hann hcfði orðið Leist nú hinum ekki á blikuna. Frú ein er nýkomin hingað í bæinn, sú er Skjalda nefnist, orð- in nafnkunn að ölmusugjöfum, einnig kend við kukl og fleiri forneskju. Til hennar fóru þeir og báðu hana duga sór. Gjörði hún þeim „mussu“, hlaup- víða, svo vel mátti steypa yfir þrjá. Tók hún þeim vara fyrir að troða fleirum í bana. Fór þá sem Danskurinn að orði komst: „Men to maatte blive udenfor, som var propfulde með Vindu. Skrautgripur. Þulur Theódóru Thoroddsen eru prýðileg bók. Flestar eru þulurn- ar ljómandi góðar og myndirnar eftir Guðm. Thorroddsen eflaust samsvarandi. Tvær þeirra eru vissulega ágæt- ar. Önnur er sú af móðurinni sem á „sjö börn í sjó og sjö á landi11. Höfundinum hefir heppnast að ná móðurfegurðinni svo vel, að furðu gegnir. Gaman er einnig að lita á barnahópana tvo, hvað þeim svipar saman; skyldleikinn augljós, þótt margt beri milli. Textinn er hér ekki eins góður að sínu leyti. Hin myndin er af mánum, sú hin síðari. En þótt hún sé ágæt, lætur textinn þar ekki standa upp á sig. „Riðum og ríðum til Logalanda“ er eini gallagripurinn, enda stór- um slæmur. Hörmulegt er að sjá annað eins og þetta: „Ó, slíkt eftirlæti! að láta dýrið dilla sér, drottinn! það er brot úr þéru. Þetta er annaðhvort guðlöstun eða herfilegur hortittur, líklegast hvortveggja. Þegar svo lit.ið er á myndina fyrir ofan, er ekki unt að verjast hlátri. Fákurinn, þetta dillandi dýr, leggur kollhúfur, sperrir upp stert- inn og glennir sig eins og fjand- inn sé á hælunum á honum. Ridd- arinn, sem nýtur þess eftirlætis að þeysa gæðingnum, hniprar sig í kút, skotrar augum til hliðar og aftur á við, eins og gætandi að, hvað óvininum líði. Ekki má heldur taka gömlu, dásamlegu stefin, „Úti ert þú við eyjar blár . . . kalla ég til þín löngunú, fyrir umbúðir um ekki mætari vöru en „brimsins hróp og dáru o. s. frv. þó ýmislegt sé hægt að færa því til afsökunar, er það samt að „setja gullið ágoðiðu eins og máltækið segir. En yfir höfuð er hugsvölun að lesa þulurnar, jafnvel gallana, þeg- ar þess er minst, að á því sama ári sem þær komu út, var „Dúna Kvaran11 sett í „Skirniu. Karlmennirnir mega hneygja höfuð sín með lotningu fyrir Tlieodóru, nema Kamban. Hann verður að standa út í horni og skammast sín.

x

Njörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.