Njörður - 13.05.1917, Blaðsíða 1

Njörður - 13.05.1917, Blaðsíða 1
: Verð hvers ársfjórð- | | ungs (15 blöðj kr. 0,75 : S er greiðist fyrirfratn. : : Erlendis 4 kr. 'krg. : *i.|ii*ii*'l»ii|nf!.MIlHMH*ii|ii*l!|iU'i|.i*.'H!i*i'r'l.'»':»<'l"M,.:l 'I •i:«uli II. ÁR6r. ísafjörður, 13. maí 1917. M ir. Hvestar klær. Þess hefir verið getið áður hér i blaðinu, að félag verkakvenna í bænum ákvað 10 tima vinnudag fyrir meðlimi sína og settu dag- kaupið 3 kr. Um samningsvinnu og eftirvinnu setti það einnig reglur. Mátti kalla að kaupið væri hér nm bil helmingi hærra, upp og ofan, heldur en það var fyrir þrem árum. Svo má heita að öll nauðsynja vara kosti nú hálfu meiri peninga heldur en fyrir þrem árum og sum- ar tegundir hafa hækkað enn ineir, eru jafnvel i þreföldu verði við það sem þá var. Svo lítur út sem alt fari sihækk- andi, hver veit hve lengi. Kaupskrá kvenna skyldi óbreytt til ársloka. Menn skyldu því ætla, að eng- um hefðu þótt kröfur þessar ósann- gjarnar, enda er kunnugt, að kaup karla hefir hækkað svo sem því svarar, er konur vildu fá sér til handa. Samt hefir sú raun á orðið, að tvær helstu verslanirnar, sem hvað flest kvenfólk hafa haft í vinnu að undanförnu, hafa séð ofsjónum yfir þeim kjörum, sem verkakonur vildu skapa sér, og neitað að verða við kröfum þeirra. Einkum er sú í Neðsta talin vond við kvenfólkið. — Feldu því konur niður vinnu þar og hefir nú staðið svo nokkra undanfarna daga. Þessi atburður er næsta þýðing- armikill og þess verður að bæjar- búar láti hann til sín taka. Annars vegar er kornungt félag kyenna, fiestra félausra, sem ekk- ert hafa utan vinnukraft sinn. Sumar þeirra éiga fyrir öðrum að sjá og yfir höfðum allra þeirra hangir sverð sívaxandi dýrtíðar. Hins vegar er útlend stórversl- un, auðug, á föstum fótum, önnum kafin við að fylla mæli sinn. Kol sem hún hefir átt hér hálft þriðja ár hafa nú sem næst þre- faldast í verði. Margvíslega hefir hún grætt á síðustu missirum. Samt vill hún eigi verða við sanngjörnum kröfum kvenna. — Nú skyldu menn ætla, að engi fyndist sá í bænum, er vildi hall- ast á sveif með verslunum í þessu efni, og vinna þannig konumógagn. Samt hefir sú raun á orðið, eft- ir því sem kunnugum segist frá, að ýmsir hafa gengið að vinnu þeirri, er konur feldu niður. I þeirra tölu er mælt að séu ekki fáir karimenn og sumir þeirra jafn- vel úr kásetafélaginu. Þetta er mesta óhæfa og öllum nýtum drengjum gjörsamlega ó- sæmandi. Þar sem skorist hefir í odda milli fátækra verkmanna og óbil- gjarnra húsbænda og ríkra, telst þvilíkt athæfi hið versta óþokka- veik. Eg vil þess vegna vona, að liér hafi menn gjört þetta annaðhvort af hrapallegu hugsunarleysi eðafyr- ir táltölur annara. Hvort heldur er, ættu þeir sem skjótast að hætta slíku og reyna heldur að styðja þann málsaðila, er máttinn hefir minni og mála- efni betri, svo þeir eigi vinni sér níðingsnafn með þvi að hjálpa til að kúga stallsystur sínar. — Látum þær útlendu verslanir einar um að kúga, ef þær kjósa sér það hlutverk. Grjöldum þeim er slikt fremja fæð og fyrirlitningu, en hjálpum verka- konum til að halda lilut sinum. Verði þær bugaðar, mun röðin koma að verkmönnum áður langt liður. — Það er margra reynsla víðaum heim, að klær kúgaranna hvessast í hvert sinn, sem þeir fláfátækan. Skal því fremur brjóta þær en brýna. Magnús Torfason, bæjarfógeti, var 49 ára í gær. iVý komið í verslun Guðrúnar Jónasson margar teg. af þvottasápu svo sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu. Einnig mikið úrval af handsápum. { ■ a Kjötsala, og afhending á þvi sem geymt er í Jökli, fer fram á þriðjud. og laug- ard. frá kl. 4—6 e. m. ísafirði, 10. mars 1917. Sk. Einarsson. í i \ l I Bæjarstjórnin. Fundur í gærkvöldi kl. 7. Stóð hanú fram á helgina. Norðurtangamálið var það sem lengdi hann svona laglega. Skjalleg rök frá hendi Hannes- ar Hafstein, er hann var bæjar- fógeti, sýndu glöggt, að engi tök eru á, að ná undir bæinn neinu af lóð þeirri, sem H. S. Bjarnar- son á þar. Hefur þess og aldrei verið kost- ur, síðan Magnús Torfason varð bæjarfógeti hér. Engu að síður vildu vinstri- menn fara í mál og hafði lögmað- ur þeirra orð fyrir þeim. Hélt hann margar og langar ræður í þá átt. Niðurstaðan hjá honum þessi: „Áfram skal halda uns alt fer i kafu, eins og „Skuggiu þeirra segir. Sigurður Sigurðsson frá Vigur sneri því öllu í villu sem lögrnað- urinn sagði; vannst honum það létt eins og vant er. Er nú liorfið frá málaferlum út af lóð þessari, sem vinstrimenn ætluðu lengi að lifa á. Brast sá bogastrengur. VERKAKONUR efna til skemtunar i kvöld. Sjá götuauglýsingar. Sækið hana kappsamlega góðir menn.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.