Njörður - 23.05.1917, Page 2
74
NJÖRÐUR.
Herbergi til leigu.
Upplýsingar í prentsra. Njarðar.
SilcL
án pækils verður aldrei manna-
matur, hversu góð sem hún kann
að vera þegar hún er söltuð. Uað
er þessvegna áríðandi, að tunn-
urnar sóu pækilheldar, en á það
skortir vanalega mjög, sérstaklega
ef um nýjar tunnur er að ræða.
Só síld söltuð í slíkar tunnur, verð-
ur stöðugt að bæta á þær pækli
á meðan þær eru að þéttast, og er
samt sem áður ekki fulltrygt, að
síldin skemmist ekki. En þessi
aðferð, að þétta tunnurnar með
pækli, er afar dýr, sérstakl. á þess-
um tímum, þegar öll vinna erdýr
og salt í geypi verði, ef það er
þá fáanlegt.
Sköðuðu menn bæði vöruna og
sjálfa sig mjög mikið á þessu síð-
astliðið sumar.
Það sem gera þarf er, að afgisa
tunnurnar ÁÐ Uli en saltað er íþœr.
Gera má það t. d. með þvi, að
raða tunnunum á bryggjuna eða
söltunarpallinn og fylla þær með
vatni, annaðhvort í skjólum, eða
með slöngum úr vatnsleiðslu. En
þessi afgisunaraðferð er hvergi nærri
hentug né heilladrjúg. Betra er
að útbúa einskonar stíur, einaeða
fleiri, í sjönum, og láta tunnurnar
liggja þar á meðan þær eru að
þéttast. Þeir sem ættu t. d. neta-
eða nóta-garma, gætu útbúiðeins-
konar vörpu við bryggjurnar, en
gæta yrði þess, að hún næði ávalt
altað Ú2 metra upp úr sjónum, svo
að tunnurnar færu eigi út úr pok-
anum. Líka mætti, og er öllu betra,
slá saman ferhyrning úr trjám og
leggja hann í sjóinn við bryggj-
una og hafa tunnurnar innan í
honum. Út úr þeirri kró fara þær
aldrei, ef vel er um búið. —
Sé hugsað fyrir þessu jafnhliða
bryggjunum og pöllunum, kemur
þetta svo að segja af sjálfu sérog
margborgar sig.
Er því hé.rmeð skorað á alla, er
síld ætla að salta (eða láta salta)
í sumar, að sjá um að tunnurnar
verði afgisaðar, áður en á að nota
þær. Mega menn þá, ef ekki er
að gjört, sjálfum sér um kenna, ef
óafgisaðar tunnur yrðu álitnar ó-
hæfar, þegar til ætti að taka. —
Benda vil ég líka mönnum á
það, að búa sór til pækilkör, vel
stór, og hafa þau framarlega, þar
sem sjórinn er hreinni en rótt við
fjöruna, því sjálfsagt virðist að nota
sjó i pækil, nú í salteklunni. —
— Þetta vona ég að þeir at-
hugi, sem hlut eiga að máli.
Snorri Sigfússon (yfirmatsmaður).
Lagarfoss.
Hann kom 20. þ. ra.
Ekki flutti hann neinar erlend-
ar vörur hingað og lótu þó sumir
sér detta í hug að dálitlu mætti
skjóta til okkar, úr þvi ferð féll.
Sá sem þetta ritar þekti betur
til en svo, að hann byggist við
slíku, en samt varð honum það á,
að ætla stjórn Eimskipafélagsins
okkar of gott.
Hann taldi svo sem sjálfsagt, að
skipið kæmi hér við til þess að
flytja hingað innlendar vörur, eink-
um feitmeti, sem ýmsir Norðlend-
| ingar vildu senda, og enn fleiri
hér fá.
En ekki var samt því að heilsa,
heldur var svo til ætlast, að skip-
ið sneiddi alveg hjá.
Þó varð fólagsstjórninni snúið
frá þessu óráði, en mikið vantaði
á, að koma skipsins hingað yrði
að þvi gagni, sem vera bar, og
orðið hefði, ef enginn vafi hefði
leikið á, að það kæmi hér við. —
Lagarfoss var annars öllum kær-
kominn, heimtur úr trölla hönd-
um og að skynbærra manna dómi,
álitlegt skip til vöruflutninga.
Ymislegt bendir á, að hann ætli
sér ekki að verða bræðra betrung-
ur, með vínsull og bannlagabrot.
Er raunalegt til þess að vita,
ef öll skip okkar leggjast í óreglu,
og forsmá landslögin.
Mun þeim, ogstjórnendumþeirra,
verða það álika drjúgt til giftu og
einstökum mönnum, enda hefírfé-
lagið þegar fengið þá aðvörun,
sem þvi ætti að nægja.
Sumir hafa kallað skipin fjör-
egg landsins.
Þetta má víst til sanns vegar
færa, en þau geta víðar brotnað
en á Straumnesi.
Yilji stjórn Eiraskipafélagsins
okkar ekki halda skipum sinum
fyrir utan sker lagabrota og skeit-
ingarleysis, er henni ekki fyrir
þeim trúandi.
Hún getur það ef viljan ekki
vantar.
Því verður hún sinn eigin dómari.
Strandir.
Hornstrandir voru fyr meir eins-
konar forðabúr Vestfjarða og Húna-
vatnssýslu.
Þangað sóttu menn til fófanga,
veiðiskapar, hvalskurðar og eggja-
töku. Þar var gnótt rekaviðar og
þar smiðuðu menn best amboð.
Þar var fiskisælt öllum sumrum
og síldin hefur frá landnámstíð,
eða róttara sagt ómunatíð, fylt þar
alla firði, lengur eða skemur flest
sumur.
Undanfarin 30 ár hefur það ver-
ið „móðinsu, að telja Strandir ó-
byggilegar-
Nú taka þær að risa til fornrar
vegsemdar.
Því veldur síldin.
Keppast bæði innlendir og út-
lendir við að ná í síldarpláss við
hvern fjörð að kalla má, eður
kaupa heilar jarðir.
Margir, bæði úr bænum og hér
í kring hafa í vor farið viðarferð-
ir hingað og þaDgað norður um
Strandir.
Bjargráðanefnd Isafjarðar hefur
sent tvo báta, Högna og Leif,
eftir rekavið og farnaðist þeim
hið besta.
Margir aðrir bátar hafa sótt full-
fermi viðar og selt pundið á 4
aura eða jafnvel meira.
Keppast menn um þau kaup,
þótt verðið só hátt; veldur því
kolaskorturinn. —
Til forna var stundum róstusamt
á Ströndum.
Yar þá barist um björgina, eink-
um hvali á almenningura.
Nú þarf ekki um þá að berjast.
Tómlæti íslendinga og græðgi
Austmanna hefur séð svo um.
Hóðan frá taka menn að berjast
um síldina.
Vonandi að Islendingar láti eigi
Austmenn ræna sig henni allri.
Afiabrög-ð.
Þeir sem hafa olíu stunda sjóinn af
kappi.
Afli er talsverður en misjafn og sein-
fenginn flestum.
Góðviðrið veitir færi að leita fyrir sér
og leggja fjölda lóða.
Bolvíkingar munu afla einna jafnast.
Tíðnrfar.
Yorblíða hefir nú verið hér nm bil 10
daga. Jörðin litgast óðum, því enginn
var Bnjórinn og klaki sárlítill.
Er útlit á, að gróður gefist með sauð-
burði.