Njörður - 31.07.1917, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR.
103
Hugsið fyrir framtídinni
með því að tryggja líf yðar
lífsálDyrgðarfél. jDanmark'.
Það er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á Norðurlöndum.
Vátryggingarfjárhæð 90 miljónir; eignir 21 miljón.
Nýtísku barnatryggingar.
Rikissjóður Dana tryggir í því fjölda embættismanna sinna.
Félagið hefur varnarþing í Reykjavik.
Umboð fyrir Yesturland hefur
Marís M. GilsfjörS.
Hggert Stefánsson,
söngvari.
Hann syngur í Stokkhólmi og
þykir Svíum all mikils um vert.
Nýlega söng hann þar fjölda laga
í sönghöll höfuðborgarinnar, þýsk,
dönsk, norsk, sænsk og íslenslc lög.
Peterson-Berger, strangasti söng-
dómari Svía og eitt ið belsta n4-
tíðar tónskáld þeirra, ritar grein í
„Uagens Nyheter" um Eggert og
söng hans og tónsmíðar Islendinga.
Lýkur hann lofsorði á söng Egg-
erts yfirleitt, enda þótt hann finni
smálýti á hljóðum hans. Og mik-
ið þykir honum til koma islensku
laganna, þrátt fyrir fálm nokkurt
og skort á festu i setpingi. Ræð-
ur hann af lögum þeirra Sigfúsar
Einarssonar, Árna Thorsteinssonar,
Jóns Laxdals, Svbj. Sveinbjörns-
sonar og Sigvalda Kaldalóns, er
Eggert söng, að ef til vill sé þess
ekki langt að biða, að spámaður
mikill muni fram koma með ís-
lendingum á sviði tónlistarinnar,
er sameini í list sinni fortíð og
framtíð, skapi listaverk, þar sém
nýjar hugsjónir, eilífar hugsjónir,
og ný Bjarkamál kveði við. — |
Er dómur og spá slíks manns sem
Peterson-Bergers í þvi efni liarla
þungur á metunum og góðum
íslendingum gleðiefni.
Boðsbréf.
— « —
19. júní s. 1. var gefið út litið
blað í Reykjavík og selt til ágóða
fyrir Landsspítalasjóð íslands.
Blaði þessu var mjög vel tekið
og hafa ýmsir siðan hvatt mig til
að halda áfram i lika átt. Yegna
þess, og einnig af því, að ég álít
að blað eigi nú erindi til kvenna,
hefi ég ráðist í að byrja á útgáfu
blaðs, er beri nafnið „19. júní“.
Það á að ræða öll þau mál, er
konur hafa áhuga á, heimilis- og
uppeldis-málin eigi síður en opin-
ber þjóðfélagsmál. Það á að leit-
ast við að flytja fréttir af því, er
gerist meðal systra vorra í hinum
stóru löndunum. Það vill látatil
sín taka alt það, er litur að þroska
vor kvenna og getur orðið oss til
gagns á öllurn hinum margbreyttu
starfssviðum vorum, og þar skal,
svo freklega sem rúmið leyfir, orð-
ið vera frjálst öllum þeim, körl-
um sem konum, er vilja fræða eða
hvetja oss konurnar.
Eg hefi þegar fengið loforð um
góða liðveislu og vona að^ allir
þeir, karlar sem konur, er hafa
eitthvað það á hjarta, er átt get-
ur heima innan takmarka blaðsins,
riti í það um ákugamál sín, þó ég,
sakir ókunnugleika, eigi geti snú-
ið mér til þeirra persónulega.
19. júni verður mánaðarblað 1
örk í 4 blaða broti. Sakir verð-
hækkunar, sem nú er á vinnu-
launum og pappír, treysti ég mér
eigi til að setja verðið lægra en
3 kr. árganginn. En ef alt geng-
ur vel, mun lítið fylgirit sent kaup-
endurn í lok árgangsins.
Eg treysti því, að margar áhuga-
samar konur vilji, þegar frá byrj-
un, styðja þetta fyrirtæki með því,
að kaupa blaðið, eða útvega þvi
kaupendur, og eru það vinsamleg
tilmæli mín til ykkar, er gerast
viljið stuðningsmenn blaðsins á
þennan hátt, að hraða sem mest
áskriftasöfnun, og gera mér við-
vart um það hið fyrsta. Verða
þá þau blöð, er út hafa komið
send með næstu ferðum.
Keykjavík, 1. júlí 1917.
Með virðingu
Inga L. Lárusdóttir,
Bröttugötu 6.
Allar fjórar.
Ungvcrsk sapa.
(Lauslega þýdd.)
---» -
(Framh.)
Nóttin leið og næsti dagur að
kvöldi; þá kom Andrés.
Hjónin flýttu sér til móts við
hann.
„Fanstu h^na?“ spurði jarlinn.
Þjónninn fletti frá sér kápunni
og eýndi þeirn telpuna, er svaf í
fangi hans.
„Gfuði sé lof! Hvar var hún?u
sögðu hjónin bæði í senn.
„Þar sem ég tók hana fyrst.
Eg hélt beint til þorpsins, sem
faðir hennar átti heima í, og þeg-
ar ég kom inn í sýslumannshúsið,
fann ég þær allar fjórar systurnar
sofandi. Þær héldu hver í aðra,
svo þegar ég tók þessa, vöknuðu
hinar og ætluðu alveg að tryllast;
loks gat ég þó komist af stað með
bana, en hinar sátu eftir grátandi“.
Meðan Andrés sagði sögu sína,
afklæddi frúin litlu stúlkuna og
kom henni í rúmið.
Jarlinn gaf Andrési gullpening,
bauð honum síðan góða nótt og
fór inn til konu sinnar. Hún stóð
og horfði á litlu stúlkuna, sem nú
var sofnuð. „Farðu hægtu, hvísl-
aði hún, „vektu hana ekki“.
Jarlinn læddist á tánum að
rúmstokknum og mælti í hálfum
hljóðum:
„Heyrðu, Anna! Eg er hrædd-
ur um að auminginn litli uni ekki
hjá okkur, henni leiðist að vera
ein. Eg ætla að senda hann Andréa
eftir hinum þremur á morgun. Þá
eignumst við fjórar dætur í einu.
Hvað segirðu um það?u
Frúin brosti yndislega. „Alveg
sama datt méríhug. Það er sjálf-
sagt. Við tökum þær allar fióraru.
(Endir.)
STÚKAN „NANNA“ nr. 52
heldur fundi hvern fimmtudag kl.
8 */2 e. h. Ávalt eitthvað til skemt-
unar eða fróðleiks á fundunum.
Xrfitla, 1q\jlóíxi
Stcypuliúsgutu 5
vill sérstaklega minna kvenþjóðina
á, að mesta úrval bæjarins af silki,
og um leið það fallegasta, er þar
að fá. Gjörið svo vel að lita inn
og þér munuð sannfærast. —
Þar eru hvitar kjólsvuntur, mis-
litar sömul., fyrir börn og fullorðna.
Virðingarfylst
3<5u ötynjdlfsáou.