Njörður - 12.09.1917, Síða 1

Njörður - 12.09.1917, Síða 1
 r ItltllUWIIMNWIMII 'H'l ■lul".|ii» 'I 'l1 : Verð hvers ársfjórð- l ungs (15 blöðj kr. 0,75 ; er greiðist fyrirfram. I Erlendis 4 kr. árg. ImmmniiiiiiiuiHiiMiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiitiiiMiimiiniiiiiiiiiiffliiiirt,' : Kemur vanalega út : : einu sinni í viku og i : aukablöð við og við. i ii. im. j ísafjörður, 12. september 1917. M Trúmennska. Margir eru mannkostir; vinna þeir allir tvent í senn: auka mann- gildi þess, sem þeim er gæddur, og mynda undirstöðu þjóðfólags- ins, ef svo má að orði komast. Lestir manna eru verstu mein aílra landa. Fái þeir yfirbönd er þjóðunum glötun vís. Þetta sann- ar saga allra landa frá upphafi til þessa dags. Sumar dygðir eru svo mikils verðar, að án þeirra getur ekkert mannfélag þrifist; þær mega, öðr- um freinur, kallast þjóðardygðir. Meðal þeirra er trúmennskan. Engi er sjálfum sór nógur í öllu. Mennirnir eru hver upp á annan komnir á marga vegu. Þeim er ómissandi að geta treyst hver öðr- um ella færi alt daglegt lif úr lagi, hvað þá heldur annað, sem óhægra er fyrir hvern einn að hafa um- sjón með. Traustið byggist á trúmennsk- unni og er jafnframt það band, sem einna best tengir mennina saman og heldur þeim í skipuleg- um félögum. Ef trúmennskan þver, dvínar traustið; hver potar sór; félögin riðlast eða tvístrast gjörsamlega. Undanbrögð þróast, heit gleym- ast, eiðar rofna, prettum fjölgar, svik magnast; hver ber úlfshug til annars. Svo fer hvar sem trúmennskuna vantar og engum má treysta. Þess vegna ber að leggja kapp á, að efla trúmennsku meðal manna. Skal það byrjað á börnum, og því fram haldið við unglinga, svo úr þeim verði trúir menn, góðir borg- arar, hæfir til að gegna heiðurs störfum; menn, sem óhætt er að treysta, falslausir, orðheldnir, ó- hvikulir. Sömuleiðis skal það jafnan brýnt fyrir þeim, er annara erindi reka og eru þeirra fullti-úar, að þeir mega ekki liaga sér eftir eigin geð- þótta, en skulu fara að vilja þeirra er þá sendu, og stunda gagn þeirra eins og best verður viðkomið. Þetta er áríðandi í öllu, jafnvel smámunum, sem kallaðir eru, en gjörsamlega ómissandi er það í mikilsháttar efnum og vandamál- um. Sá sem fer með annars umboð, er skyldur að hlýta vilja og fyrir- mælum þess er utnboð gaf, úr þvi hann veitti þvi viðtöku. Það skal öllum innræta, að fara vel með fengið umboð eða leggja það niður í tíma. Þann lærdóm skal útbreiða kapp- samlega. Allir, sem að þessu vinna, gjöra vel. — Þeir sem eyða vilja trúmennsku, en auka sjálfbirgsskap og rýra þar með traust manna hvers áöðrum, vinna illt verk, drýgja mannskemd- ir, fremja félagsspell, brugga þjóð- artjón. — Eitthvert mesta heiðursstarf hjá oss er þingmennskan. Vandasöm er hún að sama skapi. Þingmaðurinn er fyrst og fremst fulltrúi síns kjördæmis og skal jafnframt stunda gagn alls lands- ins. Lögin vernda hann á ýmsa vegu, svo hann geti öruggur rækt starf sitt og gegnt skyldu sinni. Einn kost þarf hann að hafa öllum öðrum fremur trúmennskuna. Án hennar blessast hvorki skarp- skygni né mælska; ekki gagnar heldur kunnátta eða fróðleikur. Tign og vinsæld kemur að engu haldi ef trúmennsku brestur. Þá skreppur jafnan fótur úr spori er verst gegnir. Þm. þarf að vera kjósendum sínum samhendur; í senn leiðtogi þeirra og þjónn. Þetta getur ekki orðið nema hvorir beri traust til annara og virði hvorir aðra. Trúmennskan er skilyrði þess. Það kjördæmi má heita fótar- vana, sem eigi gotur treyst þing- manni sínum. ]V.ý komið í verslun . Guðrúnar Jónasson margar teg. af þvottasápu svo sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu. Einnig mikið úrval af handsápum. Sá þingm. má handhöggvinn kallast, sem vantar traust kjós- enda sinna. Traustið getur hann að vísu öðlast án eigin verðleika, en hann getur ekki varðveitt það nema með trúmennsku. Án hennar er það glatað fyr en varir og verður sjaldan höndlað aftur. Fyrsta og æðsta boðorð hvers þm. er því þetta: Vertu trúr, trúr kjósendum þínum og þjóð þinni. Þetta er svo auðsætt, að óþarfi hefði verið að minnast á það, ef ekki væru nokkrir, sem leitast við að kæfa þenna sannleik og ala upp i þingmönnum ótrúmennsku við kjósendur og kveikja hjá þeim sjálfbirgingsskap og hroka. Það tillit sém sérhverjum þm. er skylt að taka til vilja kjósenda sinna, kalla þessir „kjósendadekur“, „kjósendaótta“ o. fl. þess háttar, telja slíkt „löst“ á þm. og þeirra tign ósamboðið. Fátt hefur sneitt meir af virð- ingu þingsins í augum alþýðu heldur en það, hve þingmenn hafa oft, að hennar dómi, reynst hvik- ulir pg skeytt litið vilja kjósenda; sumir jafnvel brugðið heit sín við þá. Ekkert er vænlegra til vegsauka fyrir þingið lieldur en það, að þingmenn virði vilja kjósendasvo í stórmálum, að þeir láti af um- boði sínu ef þeir treystast eigi að hlíða honum, eða vilja á annan veg en þeir. Með því móti halda hvorirtveggja virðingu sinnni, þó sundur gangi með þeirn. — Það er bæði óviturlegt og ill- mannlegt, að eggja þingmenn á að fyrirlíta kjósendur og kippa með því fótum undan trausti sínu

x

Njörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.