Njörður - 12.09.1917, Side 2
114
NJÖRÐUR.
Jijá þeim. Gjöra slíkt naumast
aðrir en þeir, sem annað hvort
ekkert hugsa um orð sin eða eru,
með eigin vilja, landi og lýð til
skaða iagðir.
TuBthús-skelkur.
- »--
Mesta kyíðaefni andbanninga er
sú tilhugsun, að bannlögin verði
bætt svo séð verði til fulls hverju
góðu þau í'á til vegar komið.
Með því móti má ganga að því
vísu, að þau verða öllum nýtum
borgurum kærari með hverju ár-
inu, uns þau festast svo í landi,
að ekki verður við þeim haggað.
Sóu lögin þar á móti látin ó-
bætt, og ekkert gjört til þess að
halda mönnum til hlíðni við þau,
vænta þeir að geta vilt mönnum
svo sjónir, að örvænt þyki um út-
rýming vínsins og fáanlegt verði
að leyfa öllu að hverfa aftur í
gamla horfið.
Ekki seilast samt allir andbann-
ingar svo langt til.
Sumum nægir sín daglegaþján-
ing.
Þeir vita, að hvenær sem nýti-
legt eftirlit kemst á, verða þeir
að skifta um háttu, eða að öðrum
kosti sæta vítum.
Þeim er ekki neitt gefið um
almennilega lögreglustjórn, því þeir
vilja hafa götur og stræti til að
slaga á og slettast, víta laust, nema
þeir berji menn eða brjóti hús.
Hvað sem vínbanni liður, er það
brot gegn öllu velsæmi að flækj-
ast fullur á almanna færi, enda er
slíkt ekki látið viðgangast annar-
staðar en þar, sem illur vani rík-
ir og landsstjórnin vill halda hon-
um við, ósiðlátum til eftirlætis.
í bannlandi getur ekki komið
til mála að líða slika hluti.
Meðan leyft er að eiga vín, verð-
ur að krefjast þess með harðri
hendi, ef annað ekki dugar, að
nautn þess og merki öll sé byrgð
i heimahúsum.
Vín, sem þar er löglega komið,
mun engi áreita, nema brúkað só
lögum gagnstætt.
En helgi heimilanna má ekki
gjöra að skálkaskjóli fyrir rang-
fengið vín, eða útlát á því. —
Einu sinni barði maður konu
sina í ölæði um nótt.
Húsið var lokað, en grannar hans
brutu upp og björguðu konunni.
Varð honum þá að orði:
„Helvíti er það hart, að hafa
ekki frið í eigin húsum“.
Þessu líkt fer sumum andbann-
inga.
Þeir búast róttilega við því, að
mega fyr eða síðar feta tugthús-
stíginn svo framarlega sem þing
og stjórn gjörir skyldu sína.
Því skýtur hver bannlagabót
þeim skelk í bringu.
Striðið.
--»--
Nú er komið á 4. ár síðan stríð-
ið hófst og sór hvergi fyrir end-
ann á. A hverju hausti hafa Þjóð-
verjar orðið hinum drýgri og svo
mun enn verða.
Hafa þeir nýskeð tekið Riga,
sem er mikil borg við Eystrasait
og herskipastöð allgóð.
Halda skal þaðan norður eftir
uns komið er til Pétursborgar.
í annan stað hafa þeir hug á
að ná Odessa og öðrum borgum
Rússa við Svartahaf.
Þessu vilja þeir einnig lúka i
haust.
Itölum vinnst nokkuð á, en að
vestanverðu má kalla að berjist i
bökkum undanfarna 2 mánuði.
Bandamenn auka her sinn í
Saloniki og þykjast hafa ráð
Grikkja í hendi sór, er til þarf
að taka.
Snæfjallaströnd.
i.
1 vetrarkufli.
Snæfjallaströnd er eitthvert mesta
fannabæli á Vestfjörðum.
Norðaustan vindarnir moka
snjónum ofan yfir hana, ausa honum
fram af einum hjallanum eftir ann-
an, drepa honum niður í hverja
laut, þjappa honum saman, slótta
fram af hverju barði og færa allar
þúfur i kaf.
Þegar ekkert stendur upp úr
og hvergi sór á dökþan díl, nema
einstaka klettastall eða gnýpu á
gilbarmi, rennir snjórinn sér alla
leið ofan i fjöru og stansar ekki
fyr en báran skellur á hann og
klessir honum utan um fjörugrjótið.
Svona getur fannstrokan staðið
ofan Ströndina dag eftir dag og
viku eftir viku.
Hvert sinn, er fannstroka fer of-
an, þykknar snjódyngjan, mjakast
upp með bæja- og húsaveggjum,
skríður sumstaðar upp á þök og
sest að lokura upp á mænir.
Með hverri flæði sleikir sjórinn
nokkuð framan úr fönnunum, en
um fjörur sækir snjórinn sig á og
laumast lengra áfram.
Á hálfsmánaðar fresti tekur sjór-
inn sig til og brýtur stóreflis stykki
framan úr fönnunum, losar þau
frá og mylur í sundur eða færir
frá landi.
Eftir 2—3 daga þreytist hann
á þessu stryti og hættir.
Þá kemur skafrenningurinn og
bætir upp það, sem taþast hefur,
teygir skaflana fram eftir fjörunni
þangað til sjónum blöskrar og hann
tekur sér nýja skorpu að hreinsa
land sitt.
En fannbreiðan þykknar jafnt
og þótt á landi. — — —
Enginn er verri þött liann vökni.
(Lauslega þýtt úr ensku.)
(Framh.)
Einn dag, þegar Jakob var í
kaupstað, fór hún i sparifötin, sett-
ist á bak á gamla Brún og hólt
rakleiðis yfir að Strönd.
Kata kom til dyra. Hún þekti
kellu þegar.
„Ert það þú, sem heitir Kata“,
sagði gamla konan stutt í spuna.
„Já, ég heiti Katrín“.
„Eg þarf að tala fáein orð við
þ'g“-
„Viltu ekki koma inn“.
„Nei, óg get sagt það sem ég
hefi að segja hórna úti. Eg ætla
bara að láta þig vita, stúlka mín,
að þú verður aldrei tengdadóttir
min; sonur minn skal ekki git’tast
blásnauðum stelpuræfli, eins og þér“.
„Og því þá ekki?“
„Hann á að giftast til fjár; sjálf-
ur á hann ekkert og þú þaðan af
minna. Hvernigheldurðuþaðfari?“
„Það er satt rík er óg ekki, en
óg er heilsugóð og vön við að vinna“.
„Það er ekkert vit í þessu, ég
segi þór það satt, stúlka mín.
Frændi hans hefur boðist til að
gefa þér hundrað krÓDur, ef þú
hættir við þessa vitleysu“.
„Frændi hans getur gefið okkur
þessar hundrað krónur í brúðar-
gjöf; það er langtum betra“.
„Ef sonur minn giftist í óþökk
minni, þá fær hann ekki grænan
eyri“.
„Við förum varla á vergang fyr-
ir því, ef við höldum heilsu“, mælti
Kata með hægð.
Nú var gömlu konunni nóg boð-
ið; hún rauk á stað í bræði og leit