Njörður - 03.11.1917, Side 3

Njörður - 03.11.1917, Side 3
NJÖRÐUR. 131 Yerzlun Jóns Hróbjartssonar Aðalstræti 32 hefur nýlega fengið talsvert af álna'irör'UL og eru þetta helstu tegundirnar: Bommesí hvítt og röndótt í nærföt. Tvisttau í svuntur og morgunkjóla. do. í sængurver. Blússutau Hvít lérept, Bómullartau 0. fl. Afsláttur gefinn á álnavöru til 15. nóvember n. k. sé mikið keypt í einu. Kii sést það. Hægrimenn voru ekki lengi að hugsa sig um, hvern þeir ættu að hafa í kjöri við kosninguna á mánu- daginn kemur. Þeir láta það einróma ásannast, að Jónas Tómasson er sá maður, sem þeir vilja í alvöru koma í bæjarstjórnina. Þetta er rétt að vonum, þvi betri dreng né trúrri flokksmann getur ekki. Hann er þeim hæfileikum gædd- ur og hefur þá þekkingu, sem bæjarstjóra er nauðsynleg, jafnvel þó verkefni séu fleiri og vanda- samari en vanalega. Eigi vitum vér hver verður í þetta sinn hristur fram úr vinstr- inni, enda skiftir það engu. Þó þeir gætu stolið engli af himnum til að bjóða okkur upp á, erum vér svo viti bornir, að vér skiljum hvers vænta má af hon- um, ef þeir bera hann fram og efla. Nú sést hve fastir hægrimenn eru fyrir og hver alvara ríkir í flokki þeirra. Láti þeir fella Jónas Tómasson í annað sinn, er ekki nema tvennu tii að dreifa: Beinum svikum í flokknum, eða svo óheyrilegu tómlæti, að litlu væri betra. Ég vildi óska, að vinstrimenn settu á sinn lista þann allra skársta sem þeir hafa til. Þá sést, hve margir hægrimanna kunna að kjósa eftir flokkum og málaefnum, jafnhliða því að styðja sæmdarmann. Þá sést það, hvort alþýða manna í bænum vill láta sína menn ráða i bæjarstjórn eða varpa allri á- hyggju sinni upp á hina stærri kaupmenn bæjarins, þeirra börn og bræðrunga. Nú sést hve mörgum dugandi kjÓ8endum hægri menn hafa á að skipa; nú sést hve bjart er yfir borginni. Húrra! Á mánudaginú sést það! Ritað á Allraheilagramessu. Hœgrimaður. Vetur í garð. Nú er veturinn kominn snjóug- ur og kaldur. Fyrstu dagar hans mundu góðir kallaðir ef á þorra væru. Miklu voru þó síðustu dagar sumarsins verri. Þykist enginn muna jafn illan október sem nú. Hvergi hér um slóðir unt að vinna nein haustverk: með naum- indum hægt að bjarga ávöxtum úr görðum og fé af fjöllum. Tók það strax tii að leggja af og verður því venju fremur rýrt til niðurlags, en þungt á fóðrum. Sumarveðrið i stuttu máli svona: Kalt og gróðurlaust nær til Jóns- messu; júlí ágætur, ágúst svalur en þur. September umhleypinga- sauiur og ókyr; október scm illur vetur. Þannig víðast um Vestfirði. Þarf mikla atorku til að geta bjargast við svona stutt sumar. . Bæj arstj ömarf undur var haldinn i gærkvöldi kl. 7. Þar var ýmislegt til gamans, Guðm. Bérgsson, hinn nýkjörni fulltrúi þeirra vinstrimanna færði fyrst fólkinu þakkir, fyrir þávirð- ingu og það traust, sem það hefði sýnt sér með því að kjósa sig í bilnum á dögunum. Kvaðst hann vilja gjöra allt gott, en líklegast gæti hann ekkert, því hann væri í svo miklum minni hluta. Helsta mál á dagskrá var tillaga bjargráðanefndar um að leita 100 þúsund kr. láns hjá landsstjórninni til atvinnubóta. Þvi vildi hann láta fresta, þang- að til seinna, en þá frétti hann, að til væru lög um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar og gjörðu þau ráð fyrir að veita skyldi úr lands- sjóði lán með góðum kjörum til að afstýra neyð og hallæri. Stakk hann þá upp á að biðja um þriðjungi meira og það sem allra fyrst. — VERSLUN Andreu Filippusdóttnr fékk með síðustu skipum eftir- taldar vörur: Tvíbreið lakaléreft, haldgóð og ódýr. — Léreft, fleiri sortir. — Lasting, svartan og mislitan. — Flunnel, hvit og mislit. — Svart k 1 æ ð i, afargott. — Golftreyur, ómissandi í vetrarkuldanum. — Dömudragtir. — Lifstykki, alveg ný sort. — Karlmannanærföt, fleiri sortir. — Manchettskyrtur, allar stærðir mjög ódýrar. — Flibbar. — Vetrarhúfur, ómissandi í kuld- anum. Regnkápur, mikið úrval. — Krakka nærklukkur. — Mynda- rammar. — Hnifapör o. m. fl. .. Skoðið varninginn og þá munuð þér sannfærast um gæði hans. Vitlaust þótti honum að vera nokkuð að reyna að fá i eldinn, betra að kaupa kol á 50 kr. skp. Guðm. Hannesson gaf honum hýrt auga, en Jón Auðunn gretti sig! __________ Nýlunda. Óvenju litið hefur komið til bæj- arins af slátursfé og kjöti nú i haust. Bæjarmenn munu með ánægju hafa borgað 50—60 aura fyrir sæmi- legt kjöt. Ekki hafa bæDdur látið sér það lika inn í Djúpinu, heldur, að sögn, lagt kjötið inn hjá Ásgeirsverslun á Arngerðareyri „upp á kannske“. Þetta hefir þann kost fyrir bæj- armenn, og aðra, sem stundum leggja vöru sína eða vinnu inn bjákaupmönnum óverðsetta, aðþeir geta hér eftir sagt: Svona hafa þeir það inn í Djúpinu. Takist bændum og sjómönnum að blóta sama goðið, fær það ein- hverntíma laglega í soðið.

x

Njörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.