Njörður - 12.11.1917, Blaðsíða 2

Njörður - 12.11.1917, Blaðsíða 2
134 NJÖRÐUR. JL s3æ © r'u.n. Hér með er skorað á alla góða menn og konur, að hjálpa eftir mætti að gleðja fátæklinga fyrir jólin. Höfum við hugsað okkur það á þann hátt, að safna nothæfum munum, sem hægt væri að selja; æslci- legast væri allskonar heimilisiðnaður (t. d. barnafatnaður og önnur handavinna). Gjafirnar þyrftu að vera komnar fyrir 5 des., því ætlast er til að útsala (Bazar) verði á mununum sunnudaginn 9. des. Undirritaðar ’veita gjöfunum þakksamlega móttöku. Anna Daníelsson. Anna Syre. Jöhanna Olgeirsson. Maren Pétursdöttir. Margrét Jónsdóttir. Þórdis Egilsdóttir. Kristín Sigurðardóttir. Friðgerður Guðmundsdðttir. Margrét Sveinsdóttir. Asa Guðmundsdóttir. Fjola Stefáns. Steinunn Thordarsen. Eleonora Rasmussen. HEFHD? „Vestriu vill láta virða mér til óhlutvendni, að mér voru í fyrra vetur gerðir 42 þingfarardagar. Eg fór til Reykjavíkur 1. desbr. með Gfullfoss, en eftir það var engin ferð héðan uns þing var sett. Hingað til Isafjarðar var engin ferð eftir þinglok fyr en í febrúar. — Sakir aðsteðjandi embættisanna var méróhægtað bíða svo lengi. Fór því til Patreksfjarðar með vélbát og þaðan selflutningi hingað með Leifi, er ég fékk til að sækja mig. Hygg ég skynbærum mönnum Ijóst, að það hafi ekki orðið mér ódýrara en biðin og vænti að Vestra batni öfundin. — — Vestra tekur sárt að „þingmað- ur ísafjarðar“ hafi fengið 1000 kr. til skrifstofuhalds. Þetta er alveg óþarft. Eg hef engar 1000 kr. fengið og býst ekki við að fá þær. Hins vegar veitti þingið að til- hlutun stjórnarinnar 5000 kr. dýr- tíðaruppbót á embættisrekstri nokk- urra sýslumanna 2 næstu ár og veit ég ekki hvort óg fæ þar hlut í, enda ekki um beðið. Um þessa dýrtíðaruppbót greiddi ég ekki atkvæði. Vitanlega hefi ég orðið að auka vinnukrafta skrifstofunnar, úr því Vestri segir annað, og hækka kaup- ið að mun. — Til þess að gléðja Vestra og vini hans og létta af þeim þungum á- hyggjum, skal því lýst yfir, að þingsetan kostar mig drjúgan skild- ing — eins og ég hafði búist við — og að toll- og skipatekjur embætt- isins rýrna um fullar 3000 kr. þetta árið og litlar líkur til að úr þessu rætist meðan styrjöldin stendur. Læt svo útrætt um þetta atvinnu- spjall Vestra. ísafirði, 10. nóvbrm. 1917. Mag'iiús Torfason. Óskastundin. Þess var óskað í Nirði ura dag- inn, að kaupmannaflokkurinn hefði sinn besta mann í kjöri við kosn- inguna á mánudaginn var. Hittist þar laglega á óskastund- ina, þvi Jóhann Þorsteinsson, sem í kjöri var af þeirra hálfu er, að vinsældum og áliti, meir en 2ja maki í þeirra flokki og á auk þess talsverð ítök hjá alþýðu manna. KosnÍDgin 5. þ. m. er sú mesta fólkorusta, sem hér hefir staðið á kjörvelli. Fimm hundruð og sex- tán atkvæði voru greidd, og mis- gripin ekki meiri en svo, að einir 10 atkvæðaseðlar voru ógildir. Var ánægja að sjá hve kosning- in var fast sótt af beggja hálfu, enda spilti veðrið ekki um. Mátti lengst um oigi á milli sjá, en að lokum gjöiði alþýða manna þá lotu, sem úr skar og komu þó eigi allir hennar menn nógu snernma. Má af þessari kosningu og henn- ar úrslitum, margt læra. Hún sýnir, að alþýða manna get- ur, ef hún vili, og nær sem hún vill, sagt við kaupmannafiokkirm: „Hingað og ekki lengrau. Þetta var raunar áður kunnugt, en hefir sjaldau komið jafn Ijóst fram sem nú. Hún sýnir þar næst, að flokkur alþýðu festist betur og betur; verð- ur minna hætt við að riðlast eða dreifast; metur stefnu mun flokka glögger en fyr, og skipar ekki til- liti til einstakra manna í fremstu röð. Enn fremur sýnir hún búvit kaupmannaflokkeins, þar sem hann setur Guðm. Bergsson á vetur, en hefir Jóhann Þorsteinsson til frálags. Ekkert er verra fólskubragð fiokka, heldur en það, að etja sín- um bestu rnönnum í ófæru, að þarf- lausu. Laglega gjört. Eélögin Dagsbrún ogPramsókn í Reykjavík hafa afráðið að kaupa bakarí og reka það. Safna þau hlutafé til fyrirtæk- isins. Fari þetta vel úr hendi, má með því slíta þrætninni um brauðverð- ið í Reykjavík, sem virðist verða þvi meira ágreiningsefni sem lengra líður. Mæíir auk þess margt með því, að verkmenn sjái sér sjálfir fyrir nauðsynjavörum, heldur en vera í öllu annara bjargþegar. Aumingja Yestri. Skelfing á Vestri bágt. Það hefir leikið orð á því, að vinstrimenn ættu mikið af óláni sínu upp á Vestra, því sú væri ætlun alþýðu, að sér hvað sem Vestri mælti með væri annaðhvort ilt eða að engu gagni. Var honum því sagt að þegja fyrir kosnÍDguna 25. f. m. Og viti menn: Vinstrimenn komu Guðm. Bergssyni að. „ Ja, nú só óg hvernig á að hafa það“, sagði Vestri við sjálfan sig, „þegja, bara þegja þangað til alt er um garð gengið“. „Lá hann svo inni meðan þeir börðust“ Jónas og Jóhann. En honum fór sem Merði fyrr- um, hann misti kunningja sinn. „Ekki dugar þessi skratti“, hugs- aði hann. „Fyrst ekkert hjálpar að þegja, er best ég reyni að Ijúga dálitlu. Betra er seint en aldrei“. Svo settist hann upp í bælinu og laug því, að Jónas Tómasson væri „þrásækinn bitlingamaður bæj- arsjóðsu. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Jónas Tómasson hefir aldrei beiðst nokkurs fjár af bæj- arsjóði. Bæjarstjórnin hefir af hvötum skólanefndar boðið honum lítils- háttar þóknun, 200 kr., fyrirsöng- stjórn og söngkenslu í bænum. Aumt er þeim sem ljúga, að eng- inn vill trúa. H/f. Hræðir hólt lokafund sinn 1. þ. m. Gaf hann 750 kr. til ekknasjóðs og annað eins til Samverjans hér. Þetta var vel gjört.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.