Njörður - 24.12.1917, Blaðsíða 1

Njörður - 24.12.1917, Blaðsíða 1
k»i'l;*li:lli|"»illlltHI'i»i|l"»;'»"»:il"»'»i:»H»i1»l'.ltH':l|!»iil"»rl"l;i»JÍ"*l Verð hvors ársfjórð- § ungs (15 blöðj kr. 0,75 * er greiðist fyrirfram. | Erlendis 4 kr. árg. ? Kemur vanslega út : einu sinni í viku og I aukablöð við og við. í llitstjóri: síra Guðm. (xiiðmundsson. II. ÁRGr. ísafjörður, 24. desember 1917. M 39. vJ ólin. Hátíðavers. Jólahátíðin má kallast móðir allra annara hátíða i kristnum sið. Öld eftir öld hefur hún verið helg haldin til minningar um hingað burð undrabarnsins í Betlehem. Fjöldi spekinga og fræðimanna hefur deilt um það, hvílíkur sá sveinn væri, sem þar var borin fyrir 1917 árum. Margir keisarar og konungar hafa tignað hann, lönd og lýðir lotið honum, heilar þjóðir og kyn- kvislir helgað sig hans nafni. Mannanna börn hafa mörgum sinnum borist á banaspjótum út af því, hvernig orð hans beri að skilja og hvernig hans nafn skuli vegsamað. Óteljandi mörgum hefur hann hjálpað til að lifa, og liklega stutt enn fleiri í dauðanum. Eitt af skáldum vorum hefur sagt: „Fegurð lífs þó miklist mór meira er samt að deyja“. Sé þetta rótt, er sist furða, þó menn undrist Og tigni þann, er englaraddir vegsama nýfæddan, og fjötur dauðans ekki fær haldið. Kristur nýfæddur er barnanna guð, vafinn ljósskrúði, tignaður af vitringum Austurlanda og gjöfum sæmdur, þótt umkomlaus só og í fátækt fæddur. Þetta á við barnanna skap. Því eru Jólin þeirra hátið, hátið ljóss og lífs. Kristur fulltíða, gangandi um kring, hjálpandi, læknandi, huggandi, er nauðstaddra guð. Kristur ofsóttur, þjáður, þjakaður og deyddur, er guð hrjáðra og útskúfaðra. Kristur upprisinn er drottinn þeirra hrumu og deyjandi. Komandi í skýjum himins er hann drottinn hinna voldugu og hraustu. — Allir hafa börn verið, örtynd viðkvæm, áhyggju- laus börn. Þá nutu þeir Jólanna. Þau eru þeim síðan kær, hvað sem á dagana drifur. Lesari góður, guð gefi þér gleðileg Jól. Hvort sem þú er ungur eða gamall, ríkur eða fátækur, voldugur eða vesæll, vel metinn eða smáð- ur, þá eru þér Jólin send til friðar og fagnaðar. Ef þér er mögulegt, skaltu taka þór barnshug og hjarta. Láttu vit og strit eiga sig i dag, þó ekki sé nema stundarkorn, eða só þess engi kostur, þá ver því öðrum til gleði, en grættu engan. Muntu þá geta sagt með skáldinu: „Jólum mínum uni eg enn“. Þessi fallegu jólavers hafa ekki verið tekin upp í nýju sálmabókina. Er það illa farið, þó aldrei væri nema sökum lagsins, sem er frábærlegt. Prentast þau því hér, þó mörgum sóu kunn: Hátið öllum hærri stund er sú, himna konungs fæðing oss er boðar; fyrirheita fylling gefst oss nú, fengið hnoss í trúnni sálin skoðar; ljós af himni lifs upp runnið er ljóma dýrðar guðs því sjáum vér; komu drottins kristnum fagna ber; Kristur veitir sælu’ er aldrei þver, er aldrei þver. Komu drottins kristnum fagna ber; Kristur veitir sælu’ er aldrei þver, er aldrei þver. Englasöng vór undirtökum þvi; æðstum guði föður lofgjörð veitum; gjöf hans sonar gaf oss frelsi’ á ný: glaðir hans því barnaréttar leitum; hverfum skjótt af hættri syndaleið; hjálp er vis, og braut til lífsins greið. :,: Hann er trúr og heldur vel sinn eið; huggun vor er það i lifi’ og deyð, í lífi’ og deyð. :,: Konungssonurinn og einbúinn. Einu sinni var konungssonur í voldugu og við- lendu ríki, hann var hverjum manni vænni og vopnfimari, enda þóttist hann mjög af ætt sinni og atgjörfi. Svo bar til eitt sinn, er kóngsson var á dýraveiðum, að hann varð viðskila við menn sína og reikaði einn um afdal nokkurn fjarri manna- bygðum. Hitti hann þá fyrir sór einbúa, er sat utan við hellisdyr sinar og skoðaði gamla manns höfuð- kúpu í krók og kring. Kongssonur gekk til hans, leit á hauskúpuna og spurði háðslega. „Hví skoðar þú hauskúpu þessa svo gaumgæf- lega; mér virðist hún hvorki fögur né fræðandi1*. Einbúinn leit upp, horfði um stund á konungs- son og mælti svo, alvarlegur í bragði: „Eg er að vita hvort nokkur þau merki séu á hauskúpunni þeirri arna, sem sýni, hvort hún hefir heldur geymt fylkis- eða flækings-heila, en ég finn engin“. Konungssyni varð svara fátt.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.