Njörður - 14.03.1918, Qupperneq 3
NJÖRÐUR.
19
Járn- og málm-steypan
Eýrsiirói
tekur að sér að steypa úr allskonar málmum. — Afgreiðir allt svo
fljótt, sem kostur er á.
Með virðiugu
Carl 3?o\a.lseas..
X XXafrrarstrset-i Y?
IV ýkomið:
Át-súkkulaði (milka). Hebe-mjólk.
Suðu-Súkkulaði. Fldfæri.
Bakarí $. Halldórssonar.
Litla búöin, Steypuhúsg. 5
hefur nú fengið ýmsar vörur, svo sem: Hina alþektu Hebemjólk.
Landsins besta kaííi. Melís. Strausykur. Hveiti, (Pilsberri Best).
Gerpúlver. Eggjapúlver. Sitróndropa. Rúsínur. Sveskjur. Hafra-
mjöl. Rúgmjöl. Kaffibrauð, margar tegundir. Sæt saft. Niðursoðna
ávexti. Kringlur. Tvibökur.
Manchettskyrtur. Lina flibba. Lin brjóst. Ýmsar smávörur, svo
sem: Maskinunálar. Skelplötutölur. Tvinna. Nælur o. m. fl.
Úrvals Kegnkápur fyrir dömur og herra með góðu verði.
Þeir sem vilja fá góða vöru með sanngjörnu verði versla í Litlu
búðinni.
Með virðingu
Jón Brynjólfsson.
~Cj tgerðarnaenn!
Verslun S. Guflmundssonar
hófur ennþá nokkuð af
ireiðarfaor'u.m
svo sem: 1 tt 1 Va tb. 2 tt 2V2 ^ og 3 <tL línum.
— Svo og rI'1 n n ni a. —
Ennfremur eru til hinar ómissandi sveru Bambússtengur.
Svo og: Uppsettar lóðir úr 3 pd. og 3T/2 pd. linum, 90 faðma langar
og snúnar niðurstöður.
Bara hálft annað ár.
(Lauslega þýtt.)
(Pramh.)
Hávaxni, ljóshærði sveitapiltur-
inn, eem gjörði feita lögfræðingn-
um svo gramt í geði með rósemi
sinni, hét Halldór, og var ættaður
lengst ofan úr Reynidal. Hann
var liðlega tvítugur að aldri og
einn síns liðs; enginn fylgdi hon-
um til skips og í kaupstaðnum
var hann bráð ókunnugur. Hann
hallaði sér hálíletilega fram á borð-
stokkinn, horfði yfir mannþröng-
ina á bryggjunni, án þess þó að
taka eftir nokkru sérstöku. And-
litið var stórskorið og veðurbitið,
svipurinn þur og hálf gremjuleg-
ur, líkt og honum leiddist öli þeasi
læti.
Þegar skipið loka lét frá, stóð
hann kyr á sama stað og horfði
til lands. Fólkið og húsin smá-
minkuðu og óskýrðust, en sveitin
og dalirnir upp af henni blöstu
því betur við sem lengra kom fram
á fjörðinn, og Reynidalshnúkur
teygði sólroðinn kollinn upp yfir
öll hin fjöllin, eins og gullkrýnd-
ur konungur, er situr i hásæti sínu,
og rennir auguin yfir hirðina á
bekkjunum i kring. Svo beygði
ekipið fyrir nesið, fjörðurinn lukt-
ist og bygðin hvarf.
Halldór rétti úr sér, teygði sterk-
lega, vöðvaþétta limina og beit á
jaxlinn.
Svo gekk hann undir þiljur,
settist á rúmstokk sinn, studdi
hönd undir kinn og horfði í gaupn-
ir sér; þannig sat hann lengi;
enginn yrti á hann og hann gaf
sig ekki aðneinum; hann var öll-
um ókunnugur.
Þegar til Vesturheims kom, lét
hann berast með straumnum, var
skoðaður hátt og lágt, eins og stór-
gripur, og lenti loks með nokkr-
um samferðamönnum sínum í járn-
brautarvagni. Hann þaut með þá
heilan dag og heila nótt beint í
vestur, út á slóttuna víðu, ómældu
og ókunnu. Þar settist hann að,
bygði sór dálítinn kofa og tók svo
til óspiltra málanna. —
Halldóri búnaðist ágætlega á
slóttunni. Jarðvegurinn var svo
frjór og myldinn, að honum fanst
hreinasti barnaleikur að yrkja hann.
Það var eitthvað annað en að
fást við móana og mýrarnar heima.
Skákin hans var í fyrstu æði
afskekt; nærri hálf dagleið til næsta
bæjar, og Halldór átti því engan
kost á að sækja skemtanir eða
mannfundi, enda stóð hugur hans
ekki til slíks. Frá því eldsnemma
á morgnana og fram í myrkur
hamaðist hann eins og berserkur,
gróf skurði, plægði og girti akur-
reinar; nóg var að starfa. Honum
fanst hver dagur of stuttur, hver
nótt of löng.
Fyrsta árið hafði hann ekkert
vinnufólk, og oft liðu svo vikur
og stundum mánuðir, að hann sá
engan mann og fókk enga vitneskju
um það, sem gjörðist fyrir utan
landareign hans. Stöku sinnum
kom nágranni hans við hjá honum
á leið úr kaupstað og hafði þá stund-
um meðferðis bréf til Halldórs-
Það var jafnan böglað og óhreint
og auðsjáanfega langt að; utaná-
skriftin skökk og viðvaningsleg.
(Frainh.)