Norðri - 02.06.1906, Blaðsíða 1
Akureyri, laugardaginn 2, júní.
1906
I, 24.
Ný skrautlitunaraðferð
á málmum.
Landi okkar Páll Porkelsson í Khöfn
vakti fyrir nokkru allmikla eftirtekt, eins
og menn muna, fyrir sakir táknamáls-
ins («ideografi»»), er hann hafði upp-
hugsað og samið. Hann hefir alla daga
haft yndi af allskonar grúski og heila-
brotum, en sérstaklega hefir þó hugur
hans hneigst að hinum ýmsu greinum
málfræðinnar; táknamál sitt hefir hann
nú gert mun einfaldara og fullkomn-
ara en það var upprunalega og bíður
þess eins. að hann fái gefið það út
á hæflegan hátt.
En við þá einu fjöl er hann ekki
feldur og starfar tíðum að öðru, sem
áþreifanlegra er og jafnaðarlegast eigi
svo háð ímyndunaraflinu sem málvís-
inda-athuganir. Það er gull- og silfur-
smíð og útbúningur ýmissra skartgripa.
Hefir hann haft af því atvinnu talsverða,
þótt býsna margir séu þar reyndar um
bitann, því nú vinnur í þeirri iðn, í
Danmörku sem í flestum öðrum lönd-
uffl, aragrúi fólks og vill hver sínum
tota fram ota. Og þar sem verksmiðju
bragur er nú komin á þá iðn sem aðrar.
á einstaklingurinn örðugt uppdráttar,
nema öflugt bein hafi í hendi. En þó
er hér bót í máli: Einmitt sökum þess,
að regluleg «handavinna» gerist þann-
ig sjaldgæfari, er meira eftir henni sókst
og tiltölulega er hún dável borguð, ef
vönduð þykir. Með þessum hætti hef-
ir Páli Þorkelssyni tekist að kljúfa straum-
inn.
Pessi vinna Páls ber þó allajafna vott
hugfenginnar listar, sem gerir hana frá-
brugðna því, er menn daglega eiga að
venjast í þeirri grein. Ber tvent til þess.
í fyrsta lagi það, að hann er þess víss
vitandi, að fjölmargir krefjast tilbreytni
og eru fíknir í það, sem að einhverju
leyti er sérkennilegt; og í annan stað
hefir hann aldrei getað starfað að neinu
sem andlaus vél. Hugurinn hvarflar
víða og margbreyttar myndir koma upp
úr kafinu. Taki þann svo þann kostinn
að '«halda sér við jörðina*, gefur mönn-
um, ef til vill, að líta á gripum þeim,
er hann býr til, bygðir og ból úr hér-
uðum íslands, fjöll, hlíðar og dali, fossa
og læki, — uppi jyfir loftið og himin-
tunglin, alt stungið í málminn og steypt.
Lengi vel vantaði þó það, er einna mest
var um vert: Hinn eðlilega lit alls þessa.
Að vísu hafa málmar verið litaðir —
hér er eigi að ræða um klíning utaná
— með svonefndri sýrulitun («oxyd»),
en bæði eru þeir litir fáir, er þannig
nást, og þar á ofan alls ekki staðgóðir;
þeir mást af. étast burt og hverfa a.
m. k. ávalt fyrir sýrum aftur, með því
að þeir eru að eins í yfirborði málmsins.
En nú hefir Páll "Þorkelsson fundið
málmlitunaraðferð, fullkomnari miklu en
áður hefir þekst. að því er þeim virð-
ist, er til vita og margir hverjir eru svo
að segja sérfræðingar í þeim efnum.
Það var í sjálfu sér tilviljun, að Páll
fékk þessa «opinberun». Hann var að
fást við hitun og bræðslu málma. Sem
gullgerðarmenn Miðaldanna tekur hann
eftir öllu, er fram fer, en ahtygli hans
beindist þó einkum að því, að alls kyns
litum brá fyrir uppi yfir málminum, í
gufunni. Hafði hann reyndar áður orð-
ið var við þetta, en þótti það æ kyn-
legra, því meira sem hann hugsaði um
það. Þessa liti var sem sé einginn
vegur til að handsama, þeir fóru eins
og þeir komu, biitust og hurfu jafn-
harðan. En í sambandi við málminn
voru þeir. Ætli það væri þá ekki ger-
legt að halda þeim föstum á málminum
og fá þá til að veita honum skraut sitt?
Svona hugsaði Páll, óljóst þó og án
þess að gera tilraunir. Svo bar það
við einn góðan veðurdag, að hánn lagði
umhugsunarlítið heitan máltn að „efni>
einu, er hann hafði við hendina en
ætlaði sér til einskts að nott. Pá brá
svo við, er málmurinn kólnaði, að hann
hafði fengið ýmislega liti, er komnir
virtust eins og skrattinn úr sauðarleggn-
um. Nú fór Pál að gruna margt. Hugð-
ist hann að hætta eigi við svo búið, en
reyna þetta og rannsaka til hlítar. Hann
sekkur sér niður í iðjuna, hitar og hitar
alla þá málma, er hann hafði, leggur
þá heita í hið umrædda «efni», og —
sjá, alltber aðsama brunni: Málmarnirhafa
skift um liti! En þar sem „efníð » er
ekkert áður þekt litaretni og að öðru
leyti þvi nær óhugsanlegt, að það sjálft
veiti málmunum litina, hlýtur það að
hafa þá „náttúru“ að geta fengið þann
litarframleiðslukraft, er ætla má eftir
þessum athugunum að allir málmar hafi,
til að starfa í þeim svo að sýnilegur
árangur verði að.
Hvert þetta efni sé — það er leynd-
ardómur Páls.
En óþrotlegt segir hann það muni
vera eða því sem næst, ef menn vildu
svo vera láta.
Þótt aðferðin sé enn þá að nokkru
á byrjunar- og tilraunastigi, hefir 'hann
þó getað framleitt alla þá liti, er hann
þekkir, og meira til; nýir litblæir og
margvíslegar litbreytingar eru ávalt að
koma í ljós. Pessvegna notar hann um
það nafnið al-Iitun («pankrómi»).
Auk hins greinda «efnis», er einungis
eitt skilyrði þess, að málmarnir litist,
það er hiti, Eftir hitastigum fer, hverj-
ir litrr koma. og þeir eru aftur háðir
ákveðinni reglu, sem óefað er efna-
fræðislegt lögmál. Litaskiftin hefjast —
á vissu hitastigi — undantekningarlaust
á ljósgulum lit sem á sóleyjum, er síðar
verður sterk-gulari við meiri hitun. Pá
kemur grængrátt — Ijósblátt — dökk-
blátt — grænt — dökkgrænt — rautt
með morgunroða blæ — purpurarautt
— hárautt — lítið blárautt — lifrautt
— ljósgulrautt. Pví næst fær málmur-
inn gullslit (sem venjuleg gylling), svo
óákveðinn lit, grágrænan gijáa, sem
verður mógrænn, og loksins keniur mýr-
arjárnslitur. Pegar þar er komið, er lit-
breytingin á enda, þótt hituninni sé hald-
ið áfram — en hin sarna litaröð byrjar
á nýjanleik.
Á milli þessara tilteknu lita bregður
fyrir margskonar litskrúði, er eigi verð-
ur nafn gefið, einatt með geysi fögrum
og skrautlegum blæ.
Alla málma má lita á þennan veg.
Bezt hefir tekist með gull og silfur
(þar litkrafturinn mestur?), en dável einn-
ig með hina aðra málma, svo sem ný-
silfur, eir, látún, bronzi, járn, stál o. s.
frv. Og Páll iitar gersimar þær, er
hann smíðar, allavega, hvort sem það
eru brjóstnálar, hárfestukambar, hálsmen
eður armbönd. Eftir því sem við á,
getur hann framleitt t. d. regnbogalit-
ina, blæ norðurljósanna, heiðríkju, morg-
un- og kvöldroðann, skýjadraunga, sólar-
Ijóma, vatnabláma og sjávargrænku m.
m. — og á sama hlutnum fleiri en einn
lit, ef með þarf og óskað er, nokkurn
veginn sjálfrátt og eftir vild.
Reynst hefir liturinn framúrskarandi
haldgóður enn sem komið er. Áhrif
lofts og sólar þolir hann og sýrur vinna
að eins á honum í yztu yfirhúð málms
ins (er þar fær hinn náttúrlega lit sinn).
En sé sú örþunna húð afmáð, koma
itirnir aftur fram á sjónarsviðið við hit-
un. Peir hafa því farið gegnum málm-
inn, eða réttara; Litkrafturinn er starf-
andi um málminn allah, úr því hann
einu sinnier „vakinn“; en hita þarf til þess,
að verkanir hans komi sýnilega fratn á
yfirborðið.
Ekki veit P. Þ. nokkurt ráð til að
reka lilina á flótta úr þeim málmi, er
þeir hafa lagt undir sig. Hugsanlegt
gæti það verið með því, að hreinsa
yfirborðið með sýrum; skafa hina hreins-
uðu húð burt. sýra aftur og skafa o. s.
frv., unz ekkert er orðið eftir. En slík
aðferð kemur vart tfl greina,
Annars hyggur hann kraftinn ekki
munu verða «svæfðan«.
Sé málmurinn bræddur, hverfa litirn-
ir sjónum; en er málmurinn kólnar aft-
ur og storknar, eru þeir óðara til stað-
ar.
Sem dæmi um, hve furðulegur þessi
litkraftur er, hefir P. P, sagt mér, að
ekki þurfi nema örlitla ögn af litefldum
tnálmi til að gera annan miklu stærri
sér líkan, ef þeir væru lóðaðir saman.
Litefldur títuprjónshaus nægði til að
koma kraftinum í mörg hundruð álna
langan vír; allur galdurinn er að hita
vírinn og munu litirnir þá ekki láta á
sér standa! —
Pótt aðferðin sé nýtilkomin, er hún þeg-
ar farin að bera þá ávöxtu, að eftirspurn
hefir aukist eftir smíðisgripum Páls. —
Af sjálfssýn get eg um þetta alt borið.
Vinnu Páls Porkelssonar er eg kunnug-
ur og veit skil á henni á þann hátt,
sem leikmönnum er fær. Og eins og
áður er á drepið, hefir eigi við þessu
verið haggað af þeim, er trúa má til
að hafa sérþekkingu og jafnframt athug-
að fyrirbrigðin. Vita þeir eigi til, að
«gerningar» þessir hafi fyr framdir verið.
Ef það reynist satt að vera, er ez'gi fyr-
ir að synja, hvað úr þessu kann að verða,
því að harla merkilegt er það.
Hingað til hafa engin blöð fengið
fregnir um þetta.
G. Sv.
Fjárræktarfélag
Suður-Pingeyinga
hélt aðalíund sinn í síðastliðinni viku,
til að ræða um framtíð sína, stækkun
kynbótastofnsins, sem nú er á Parti í
Reykjadal og nýbreytni í kynbótum.Und-
anfarin ár hefir kynbótastofninn verið
65-70 fjár (o: á vetrarfóðri), þaraf 43-
45 ær 15-16 lambgimbrar og 5-7 hrútar,
3-5 á fimta vetur og hinir eldri. Fé-
lagið hefir því haft lítið til sölu af hrút-
um, er treysta mætti til kynbóta og selja
á þeim grundvelli. Óreyndir dilkhrútar
(sumargamlir) verða tæplega seldir sem
kynbótafé, nema þeir séu framúrskarandi
eða hafi kynfestu að baki sér; en félag
vort er enn of ungt til að geta veitt
fulla tryggingu í kynfestunni. í samræmi
við þá skoðun hefir það verið stefna fé-
lagsstjórnarinnar undanfarið, að selja
ekki hrúta í fjarlægð, undir ólík eða ó-
viss lífsskilyrði. Slík sala álítum vér að
sé varasöm bæði fyrir kaupanda og selj-
anda; kaupanda að því leyti að árang-
urinn er afar tvísýnn og seljanda þ. e.
félaginu, að því leyti, að hver sú kind,
sem seld er til kynbóta og mishepnast
hlýtur að spilla áliti þess og draga úr
viðganginum. Vér höfum því álitið rétt
að draga það sem lengst að selja hrúta
í fjarlæg héruð. Á sömu sveif hefir
það og Iagst, að jarðnæði félagsins er
lítið og stækkun kynbótastofnsins tor-
veld af þeim sökum; og enn er það,
að félagsmenn eiga forgangsrétt til hins
selda kynbótafjár. Petta hefir alt dregið
úr því, að sint væri beiðnum um hrúta
úr fjarlægum sveitum, sem koinið hafa
þó nokkurar (af Austurlandi). Hinsveg-
ar hefir álit fjárins og kröfurnar til fé-
lagsins stöðugt vaxið seinni ár, enda
þykist fél. geta, nú orðið, boðið fé, sem
treysta megi til góðs, þar sem sæmi-
lega er landgott og fé ekki sýnd harð-
ýðgi*. Af þessum sökum er nú í ráði
að stækka fyrirtækið, útvega aðra jörð
og fjölga kynbótafénu, einkum hrútun-
um og fylgir því þá að líkindum afnám
forgangsréttinda félagsmanna og þar af
leiðandi frjáls aðgangur annara lands-
manna. Undirbúning í þessa átt á að
gera á næsta ári; og hrútum, sem upp-
aldir eru til kynbóta, á að fjölga strax
næsta haust.
Komið hafði til orða fyr í vetur að
gera tilraun með innflutning útlends
kynbótafjár. Hafði stjórn Búnaðarfél. Isl
verið ritað um það mál og óskað eftir
styrk frá því til slíks fyrirtækis. Svar
B. f. var komið og var neitandi. Á-
stæður fyrir neitaninni voru þessar: »Vér
álítum að ekkert útlent fjárkyn, sem hef-
ir yfirburði yfir vort sauðfé, þyldi eins
vel og það þau hörðu lífskjör, er sauð-
féð verður að búa við hjá oss, í ann-
an stað er hætt við, að kynblendingar
af útlendu kyni, gætu ekki hagnýtt sér
eins vel landskosti vora oggóð ísl. fjár-
kyn. Loks ber þess að gæta að, slíkar
kynblöndunartilraunir og hér er um
*) Qott sumarland og viðhaldsfóður að
vetrinum eru þau skilyrði, sem féð er
miðað við og kjötþyngd, stærð og hraust-
leik, þeir kostir, sem einkum er eftir sókt.