Norðri - 05.01.1906, Blaðsíða 1

Norðri - 05.01.1906, Blaðsíða 1
(L * ^ -os NORÐRI s=- I., 1, Akureyri, föstudaginn 5, janúar. 1906. Blaðið „Norðri.“ »Varðar rnest, til allra orða undii staða rétt sé fundin.« Eg hefi verið beðinn þess, að rita stuttan formála fyrir þetta nýja blað, gjöra nokkra grein fyrir framkomu þess. Blaðið er gefið út af hlutafélagi, sem hefir keypt blöðin »Gjallarhorn« og »Stefni«. Þau hætta að koma út með áramótunum, en »Norðri« kemur í stað þeirra. — Ritstjóri blaðsins verður Jón verzlunarstjóri Stefánsson, er áður hefir verið ritstjóri »Gjallarhorns.« Rit- nefnd á að hafa eftirlit með blaðinu, að því er snertir afskifti þess af almenn- um landsmálum og eru í henni, auk undirritaðs, aipingismennirnir Jón Jóns- son og Magnús Kristjánsson. Blaðið verður öllum flokkum óháð. Rað hefir ekkert bandalag við neinn þeirra deilu-flokka, er nú er uppi í landinu og aðallega auðkenna sig með merkjunum »Landvörn,« »Þjóðræði,« »Heimastjórn.« Víst er það og satt, að ekkert er þjóð- lífinu hollara, en það, að flokkaskifting sé í landinu, en þó því aðeins, að hugsjónir flokkanna séu skýrar, að þær séu studdar með glöggum rökum, af þekking og viti, og með þeim einum vopnum barizt, sem hrei'n eru og dreng- leg. Frá þessu sjónarmiði munum vér líta á flokkaskiftinguna, og með þetta fyrir augum vekja þá spurning: Er þessi flokkaskifting á heilbrigðum hug- sjónum bygð, er hún þjóðinni holl? Vér ætlum oss eigi að mynda neinn nýjan deiluflokk, en lítum hlutlaust og blátt áfram á þessa flokka og boðum engan frið við það, sem oss virðist rangt vera, hjá hverjum þessara flokka sem það er. Svo er önnur flokkaskifting í la.idinu nú: >Með stjórninni* »móti stjórninni«, hvaðsemhún svo gjörir eða segir, hvort sem það er rangt eða rétt, illt eða gott. Við hvorugan þann fylkingararm ætl- um vér oss að standa. Vér stöndum engu nær þeim, sem með ofstopa vilja bæla niður allar að- finningar við stjórnina og hennar gjörðir, heldur en hinum, sem með vanhugsuðum ærslum og frekju vilja æsa alþýðu manna til að umhverfa, ekki einasta þessari stjórn, heldur öllum grundvelli réttlátrar stjórnar í landinu. Hvorttveggja er jafn-skaðlegt fyrir nútíð og framtíð þjóðarinnar. Stjórn landsins á, eins og hver annar, rétt til þess, að hennar gjörðir fái rétt- sýnan, rökstuddan, hlutlausan dóm. Eigi hún slíkan dóm vísan hjá öllum hugs- andi og skrifandi mönnum þjóðarinnar, hikar hún ekki við framkvæmdir, sem til góðs horfa. Hún á það þá altaf víst, að hennar gjörðir verða eigi rang- færðar, röksemdir falsaðar, né »öllu snúið öfugt.« — Hinsvegar mun hver einasta stjórn hika við að gjöra það, sem hún ekki er sannfærð um, að rétt er og gagnlegt, eigi hún vísar réttmæt- ar, ofsalausar og óhlutdrægar aðfinning- ar. — Vegurinn til þess, að skapa fram- kvæmdarsama, gagnlega og réttláta stjórn í landinu, er því ekki sá, að lofa hana fyrir það, sem illa er gjört, en lasta hana fyrir það, sem vel er gjört. Rvert á móti. Sé til nokkurt óbrigðult ráð, til þess að skapa ónýta, illa og hlutdræga stjórn í hverju landi sem er, þá er það slík aðferð af hendi þeirra manna, er haft geti áhrif á hugsunarhátt og dóm þjóð- arinnar. Svo mætti líta .til þess, hvernig þessu hefir nú síðustu árin verið og er enn háttað hér á landi. Hin taumlausa hlutdrægni flokkablað- anna hefir keyrt og keyrir svo úr hófi, að þessir »kennarar alþýðunnar« svífast þess ekki, að falsa málsástæður og rök hver fyrir öðrum, skýra rangt frá mál- stað, til þess svo að geta fengið högg- stað. Hér á landi á allur þorri manna mjög erfitt með að afla sér þekkingar á al- mennum málum, nema af blöðunum. Ekki er það furða, þó að þeir, sem hugsunarlaust trúa rangfærslunum, verði uppvægir. En flestir, sem á annað borð nokkuð hugsa uin slík mál finna »eitt- hvað bogið« við rangfærslurnar, og þegar svo aunarsstaðar að kemur rang- færsla úr hinni ^áttinni, þá vita menn eðlilega ekki hverju trúa skal — tor- tryggja svo alt og alla. Af þessu getur þjóðinni staðið veru- leg óheill í framtíð. Vér álítum það hið fyrsta skilyrði fyrir gagnlegum umræðum um hvert eitt mál, að skýrt sé Ijóst og rétt frá rökum á báðar hliðar. — Lví aðeins getur alþýða manna fengið rétta þekk- ingu á landsins almennu málum. Komi það fyrir, að einhvér af and- stæðri skoðun, álíti málstað sinn rang- færðan í blaðinu, verður honum að sjálfsögðu gefinn kostur á að leiðrétta það í blaðinu sjálfu. Og svo eru vopnin, sem beitt er í baráttunni ’Jyrir velferðarmálum lands og þjóðar! Er ekki kominn tími til ’að athuga hver áhrif þau hafa á hugsunarhátt og starf þjóðarinnar? Erum við ennþá svo skamt á veg konmir, Islendingar, að blaðamennirnir verði að beita hrakyrðum til einstakra manna, getsökum, landráða- og mútu- brigzlum til þess að útvega blöðum sínum lesendur og kaupendur? Spillir ekki slíkt svo hugsunarhætti þjóðarinnar, að hún í framtíð verði ófær um aðj stjórna sér sjálf, að hún glati frelsi sínu fyrir úlfúð og flokkadrátt eins og fyr á öldum? Rannig spyrja allir alvarlega hugsandi menn í landinu. Allir verða að játa það, að á þessum tíma ríður oss á því, meir en nokkru sinni fyr, að geta sameinað sem mest af beztu kröftum þjóðarinnar til þess að vinna með heilum hug að okkar framtíðarmálum. «Vér erum »fáir, fátækir, smáir.« Framfarirnar fara ört að garði. Auknu pólitisku sjálfstæði fylgir vaxandi ábyrgð; það útheimtir meiri þekking, dómgreind og skipulagsvit. Tíminn gjörir til vor harðar kröfur. Vér verðum að sinna þeim, ef vér viljum nokkra framtíð eiga sem sjálfstæð þjóð. Ahrif æsingablaðanna, skoðuð í þessu Ijósi, * hafa mikinn skaða í för með sér. Rangfærslurnar villa þjóðinni sýn og spilla þekking hennar. Hrakyrðin, brigzlin, getsakirnar vekja óvild, úlfúð, jafnvel hatur milli einstakra manna og heilla flokka í hverri sveit og sýslu í landinu. Retta blæs inn sundrung og skiftir mönnum, sem sam- an þurfa að vinna, í æsta óvildarflokka, sem ekkert verk geta unnið saman. — Retta eyðileggur rólega íhugun mála og spillir dómgreind manna. Rað -er 'ekki einasta hin almennu 1*4 <U landsmál, sem þetta kemur fram í. Hér- aðamálin gjalda líka þessara heiftúðugu pólitisku æsinga; þær spilla samvinnu góðra manna einnig í þeim. Ressum ófögnuði verður að létta af. Regar nú eru þau að vísu orðin létt á sögunnar metum landráðabrigzlin, sem yfir dundu, þétt sem drífa, á árunum 1895—1901. Svo fer og innan fárra ára um brigzlin, sem nú dynja á báðar hendur um landráð, mútur og margt fleira. — Frá því sjónarmiði skifta þau litlu máli. — Hættan er sú alvarlegri, að slíkt spillir hugsunarhætti þjóðarinnar, sérstaklega hinnar uppvaxandi kynslóðar, og sundrar kröftum hennar þegar verst gegnir. Abyrgð þjóðarinnar er orðin meiri nú en þá, enda æsingunum fylgt með talsvert meira kappi og frekju nú, en þá. Af þessu geta stafað óbótleg slys og ófarir fyrir landið. Vér gjörum oss von um aðstoð allra réttsýnna manna í landinu til þess að draga úr þessum ófögnuði, helzt byggja öllu slíku út úr þeim blöðum sem við landsmál fást og heiðvirð vilja teljast. Vér viljum halda blaðinu lausu við allann slíkan rithátt, teljum slíkt ekki sæmileg vopn, enda eru þau fremur vottur um þekkingar- og þroskaskort, en sanna föðurlandsást. Að því er snertir afstöðu blaðsins gagnvart hinni núverandi stjórn landsins, þá álítum vér enn sem komið er, að hún hafi haft og hafi réttari málstað, en andstæðingar ^hennar, í hinum heLtu deilumálum, er vakin voru á síðasta ári. Þau mál eru svo þekt, að ekki þarf að nefna þau frekar að þessu sinni, en rök munum vér færa fyrir máli voru, önnur en æsingaorð og hrakyrði, þegar tími og tilefni býðst. Fyrir oss er það ekki aðal-atriðið að berjast með stjórninni gégn hennar and- stæðingum, né heldur hitt, að rífa hana niður með þeim. Vér höfum það fyrir vort fyrsta mark- mið, að skýra rétt og hlutlaust frá rök- semdum þeirra mála, er vér tökum til umræðu, og að forðast allar getsakir, brígzl og hrakyrði til einstakra manna. Vér viljum gera vort til þess, að al- menningur í landinu fái sem sannastar upplýsingar um mál þau. er á dagsskrá eru og vara munum vér við öllu því, er vér álítum miða til þess að leiða menn á glapstigu. — Réttmætt vald al- þingis munum vér verja, bæði gegn yfirgangi stjórnarinnar á aðra hlið og æsingamönnum á hina hlið. Reir, sem taka vilja fram fyrir hendur þess, ríra þess vald — jafnvel þó þeir séu óánægð- ir með einstakar ályktanir þess, — skilja ekki rétt vel hvað þeir eru að gjöra, Stjórn landsins, hverjum flokki sem hún tilheyrir, munum vér styðja að hverju þörfu verki, en brjóti hún móti þeim grundvallarreglum, sem sérhverri stjórn er skyldugt að fylgja, þeim, að vera «réttlát, heiðarleg og landinu gagnleg», þá munum vér styðja að því, að þjóð- in fái fulla og rétta vitneskju um það, og þá á stjórnin að falla fyrir atkvæði meiri hluta á alþingi. — Falli stjórnin fyrir réttum rökum og heiðarlegum vopnum, er það landinu heill en ekki tjón; falli hún fyrir fölsuðum rökum, og óhreinum vopnum, er illa farið. Slík vopn eru tvíeggjuð, sömu vopn mundu fella næstu stjórn og svo koll af kolli. Inn á þá æsingabraut er nægilega langt komið. Vér höfum fengið loforð ýmsra góðra manna, um að þeir vilji styðja þessa tilraun blaðsins, og nefnum vér sérstak- lega af þingmönnum hér norðan Iands, Pétur Jónsson á Gautlöndum, Arna Jóns- son á Skútustöðum, St. Stefánsson Fagra- skógi, auk þess alþingism. Guðjón Guð- Iaugsson á Ljúfustöðum, Guttormur Vig- fússon í Geitagerði auk fleiri. Vér ritnefndarmenn höfum allir svo lagaðan verkahring, að afskifti vor af blaðinu verða minni, en vér gjarnan mundum óska, en gjöra viljum vér hvað oss er kleyft, til þess, að það haldi sín loforð. Stefnuskrá fyrir hin einstöku mál, er vér ætlum að taka til umræðu, skatta- mál, kirkjumál, bindindismál, auk þeirra mála, er stöðu landsins í ríkinu snerta, þess innanlandsstjórn og einstök fram- kvæmda- og atvinnumál, finnum vér ekki ástæðu til að gefa út fyrirfram. Pær verða oft svo víðtækar, slíkar stefnu-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.