Norðri - 05.01.1906, Blaðsíða 2

Norðri - 05.01.1906, Blaðsíða 2
NR. 1 NORÐRI. 2 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. skrár, að þær gagna lítið; oss finst rétt að gjöra í næstu blöðum grein fyrir stefnu vorri í ,hverju máli sérstaklega. — Vér viljum á þeim grundvelli, sem að framan er markaður og með þeim hætti, sem vér höfum tekið fram, vinna að sérhverju því, er miðar til að bæta ha^ lands og lýðs, þekking hans, sjálf- stæði og efnahag. — Vér óskum öllum gleðilegs árs. Nýársdag 1906. Ouðl. Guðmundsson. Smá-pistlar eftír Þorgils. I. Ljóðalaun og skáldastyrkur. Pær, eru ekki svo fáar né veikar raddirnar, sem koma um þessar mundir frá brjósti þjóðar vorrar um ljóðalaun og skáldastyrk. Menn muna raunasögur Sigurðar Breiðfjörðs, Bólu-Hjálmars og ótal margra annara skálda vorra, sem hafa átt við lík kjör að búa. En því er betur, að jnú getur hver hraustur og heill æskumaður aflað sér undirstöðu mentunarinnar ef hann er reglumaður, iðinn og viljagóður við námið, hefir lært að lesa og nema svo að gagni_ verðj. hað er ekki eins loku skotið fyrir anddyri fræðslu og ment- unar og var um daga hinna eldri nú- lifandi manna, að eg ekki tali um eldri tíma. Og það er ótrúlega mikið, sem starfs- maður getur síðan aukið mannvit sitt með. lestri góðra bóka, næmri athugun á lífsleiðinni og glöggri sjón á náttúru- fegurð og því lífi sem lifir á landi þessu. Árvakur og öflugur skálda andi getur náð þroska og sérkennileik þótt Íík- aminn starfi nokkuð að stritvinnu og ekki sé auður fjár fyrir höndum. Og skólalærður maður með góð efni, er ekki svo viss með það, að sigla fyrir andnes framkvæmdaleysis, né forð- ast blindsker fánýtra skemtana. Peir verða nýtustu menn, sem strax í æsku hafa lært að vinna ótrauðlega og listina þá, að fara með skynsemi og sparnaði með féð. Mér er ekki að skapi fjárbænir efna- lega sjálfstæðra manna, en auðvitað er að rétta ölíum hjálparhönd, sem örbyrgðin hreppir að. Fyrst er maðurinn; óháður, öruggur og kappsamur til lífsbaráttunnar — svo er fagnaðarefni og gott og blessað að hann sé skáld. Hann gat orkt í bezta lagi, Arnór jarlaskáld, og tjargað skip sitt sjálfur þegar þess þurfti. ísland er varla harðleiknara við þá, sem reyna krafta sína við ritsmíðarnar en mentalöndin hérna skamt frá. Það eru víst ekki fá dæmi þess, að skáld sem standa á líku þroskastigi og Gestur Pálsson hafa átt við sult og nekt og kulda að búa, alt þangað til þeir höfðu getið sér frægð og virðing manna. Pá er líka auðséð, að nokkrir fara forgörð- um _ þeir veikari, óhraustari til þess að þola líkams pindingarnar. Sumum er þröngvað á harðhnakk volaðs og þrots. Aðrir lenda meðal stólbrúða skriffinsku og nokkrir á þrífætling þeim er auðs og valdamenn sletta þeim á. Eg harma forlög þ'eirra manna, sem svo fer ógæfulega fyrir; mér verður sárt í skapi til mannanna, sem nota sér þannig neyð náunga sinna og einnig til þeirra sem láta leggja sig í læðing; eg get ekki að því gert mér gremst við þá þó þeir séu skáld. Peir kunna auðvitað ekki stritvinnu til að bjargast og hafa vitlausa hleypidóma gegn henni. Pað er þjóðarmein. Svo ætti það ekki að vera með ,ís- lenzku skáldin, en því miður er sú krafan að verða of rík hjá þeim — sumum, nokkrum — ctðeins skálb; skáldið fyrst og svo að tjarga skipið ef enginn verkkarlinn fæst til þess. t Rithöfunda launin eru hverful hér á Iandi og nauðalítil eins og við er að búast hjá svo fámennri þjóð. Pau reyn- ast líka stopul meðal mentaþjóðanna, því farast svo margir úr þeirri lestinni. Afburðamenn og gæfunnar eftirlœtisbörn fá frœgð og ofa fé, en ánægja lífskjar- anna vex þó ekki við þessi gæði, sem þeir hafa höndum tekið. Líkurnár eru til, að þau skáldin njóti bezt íþróttar sinnar og það horfum við smælingjarnir löngum á. Trésmiður einn í Noregi, minnir mig að heiti Rasmus Löland, hann hefir til skams tíma verið snauður af fé og er líklega fátœkur ennþá, hann bjargast við smíðar sínar og ritar sögur í tómstund- um sínum. í mínum augum er hann betur staddur en sá námsmaður, sem ekkert verk kann og getur ekki þrifist nema sem skáld eða rithöfundur; hepn- ast ekki og hverfur í ruslaskrínu mann- félagsins. Löland heldur í horfið, hann er ekki á hafi úti á áralausum bát; hann hefir erði tvö að róa með. Satt er það, þjóðin gat veitt Gesti Pálssyni fé til þess að semja sögur. Hún hefði staðið jafnrétt fyrir því. Líklegt er að Gesti hefði orðið það fé til auðnu og frama; þjóðinni sómi að ávöxtunum, metnaðarauki og leið- beining að sögunum. En getgátur verður um sumt af þessu að hafa, og mun eg góðs eins geta eftir sögum þeim að dæma, sem eg hefi séð eftir hann. Eg gat þess áður að land vort væri mannfátt, og er það engin ný umsögn; hitt er heldur engin ný saga, þótt eg nefni það, að skáldin eru mörg; flest eiga þau við þröngan hag að búa; það yrði ekki smáræðis fé, sem þyrfti að veita þeim, til þess að þeim munaði nokkuð um, og jafnréttinu væri ekki haggað. Gröndal og Steingrímur hafa engu minni rétt til bragarlaunanna en hinir, sem hafa fengið þau. Eftir því sem enn verður séð af skáldskap Guðmund- ar Magnússonar, og eftir þeim fjárstyrk að dæma, sem hann hefir fengið, þá virðist mér svo, að þeir mundu vera ná- lægt 40, er um slíka bitlinga gætu kept, nokkrir til launa, aðrir til þroskunar- styrks og sumir til hvortveggja. Pess- um mönnum yrði torvelt að hnekkjafrá, væri samræmis og jafnaðar gætt vand- lega. í þeirri matsnefnd yrði vandi að vera, og ekki kæmi mér það undarlega fyrir eyru, þótt sú nefnd, þætti órétt- lát og blind á báðum augum. Pær mundu raddirnar heyrast, héðan og handan úr landinu, Porsteinn Erlingsson erheilsulítill mað- ur og heíir verið svo í mörg ár; það er eðlilegt þótt hann sé fátækur, og eg ætlast ekki til stritvinnu af honum, svo harðlyndur er eg ekki né óvæginn í stritvinnukröfum mínum, hann er eitt bezta skáld þjóðarinnar; honum átti að veita bragarlaun og skáldstyrk. Eitthvað þykirhonum þó særandi við þennan styrk, egheii fyrir skömmu séð erindi eftir hann, sem bendir til þess. Eg hefi löngum öfundað skáldin fyr- ir braglist sína og íþrótt; óskað mér þeirrar eldlegu gáfu, og þó kýs eg held- ur að vera röskur sláttumaður og hlut- gengur til bændavinnunnar, en það, að vera skáld, sem nauðaði um styrk eða fengi vini mína til þess. Heldur vileg aka skarni á hóla og hirða gripi, en þjást af bitlingakveisu. Pað er ólíkt betra að vera vinnufær en sjúkur. Petta er talað til þeirra skálda, sem hafa óskerta líkamskrafta, hvorki elli né óhreysti amar að. Mannúðarskyldan virðist mér sú, að styðja fátæka og efnilega unglinga á veg þroska og sjálfstæðis. Pað eiga kunnugir menn að gera, sveitafélög, sýslu- félög, fjórðungar landsins og stundum þjóðin öll: hér þarf þó varlega að fara; umfram alt má ekki deyfa sjálfstraustið, né vekja ölmusueðlið; þá þarf og að gæta hins, að sjálfstraustinu sé ekki beint til sjálfsbyrgingsháttar og þótta- fullrar heimtufrekju. Gjafir og bitlingar, lofspár og draum- landabitlingar eru viðsjárverðar fyrir ó- þroskaða unglinga, veikgeðja og sveim- huga menn. Skozki bóndinn, góðfræga skáldið hann Robert Burns hann var mestur og beztur heima í sveitinni sinni, skraut stórborganna, lofið og munaðurinn þar glapti honum sýn, leiddi á villustigu. Heima vaknaði aftur upprunaeðlið, þó varð hann aldrei jafngóður af þessari ferð sinni, sem átti að vera sigurför skáldsins. Eg hefi ekki séð mikið eftir þetta heimsfrægaskáld, nokkrar þýðingar, ljóm- andi failegar samt, og fegurst og holl- ast finst mér þó kvæðið «Pví skal ei bera höfuð hátt?« Lof og fagurgali, nóg fé og hól, það sté Burns um of til höfuðsins; svo get- ur farið fyrir fleirum. Pað eru fleiri félitlir efnismenn í landinu en skáldin. Pað þarf að styðja fleiri en þau til þroska og þjóðnauð- synlegra verka. Og það þarf að gæta þess vel, að styrkþiggjendurnir séu líklegir til frama og framkvæmda. Allir sem styrks njóta af alþjóðar- fé, hafa einnig færst mikið verk í fang. Á herðum þeirra hvílir mikil skyldu- byrði. - - Útbú Landsbankans hér í bænum hefir nú skift um bústað og flutt sig í hús útbússtjóra Júlíusar Sigurðssonar Hafnarstræti 107. sem hann lét stækka nærfelt um helming nú í haust. Hefir útbúið þar mjög gott húsrúm, af- greiðslustofu bjarta og rúmgóða, bið- herhergi og skrifstofu. Efri hluti götu- dyrahurðarinnar er úr þykku gleri og stendur þar nafn útbúsins. Fréttapistlar. Sauðárkr. 1. des. 1905. Eg vil svo gjarnan verða við þeim tilmælum, að senda hinu nýja norðlenzka blaði nokkra fréttamola vestan yfir fjall- garðinn, um leið og eg óska að það nái göfugum tilgangi sínum. I fáum dráttum vil eg þá við ára- mótin minnast nokkurra hinna helztu viðburða, sem fram hafa farið hér í firðinum á liðna árinu. Það er víst, að tíðarfar er eitt það, er hvað mesta þýðingu hefir fyrir dag- líf og hag manna, því er það og oftast fyrst til frétta talið. Sumarið þótti erfitt og einkum urðu margir illa undir með töður sínar, og fengu þær hraktar og sumstaðar tals- vert skemdar, en útheyskapurinn mun hafa gengið í meðallagi, eða fast að því. Haustið og það sem af er vetrar hefir bætt upp sumarið, því heysparn- aður er það mikill, að til síðustu daga var víða ekki farið að hára fullorðnu fé; um hestana er ekki að tala, þeir fá hér tæpast hey, fyr en svo mjög slær í harðbakkana, að dauðinn stendur fyrir dyrum horaðra hrossanna. Pað er nú ein af skuggahliðum landbúnaðarins í þessu héraði, hvernig farið er með úti- gangs-hrossin. En landbúnaðurinn hérna hefir þó sína björtu hlið, og má á margt benda sem henni tilheyrir, og sem til framfara horfir í honum. Tel eg þar til stofnun rjóma- búsins við Gijúfurá; það var reist á síðastliðnu sumri og gjörði þar mjög myndarlega byrjun starfsemi sinnar; mun það samlagssmjörbú hafa fengið 0,85 netto fyrir smjörpundið, að frádregnum innanlandskostnaði. Rjómabúið á Páfa- stöðum hélt og áfram starfi sfnu, en færði ekki út kvíar, enda í ráðgjörð, að stofna stærra rjómabú við Reynistaðará eða þar í nánd. Vantar nú illa akbraut í Skagafjarðarsýslu — það er fortíðar- synd — og skrifast skuggahliðarmegin. Mjög er vaxandi áhugi á grasrækt — og það eigi hvað sízt á Sauðárkrók — sem mun vera að breytast í landbún- aðar-þorp. Gróðrarstöð hefir stofnuð verið á Sauðárkrók. — Skagfirðingar eru þakklátir þingi og stjórn, fyrir að skólinn hélzt kyr á Hól- um, enda hafði sú ráðstÖfun við svo öflug rök að styðjast, að eigi gat öðru- vísi farið, en fór. Skólinn er prýðilega sóttur og svo mun framvegis verða meðan hinn vinsæli og nýti skólastjóri sem þar er nú, situr þar á kennara- stóli. t Pá er nú verzlunin ekki þýðingar- lítill þáttur í daglífinu. Þar er alt ágætt að segja, nálega allar Iandbúnaðar af- urðir hafa staðið í óvanalega háu verði. Til hagnaðar má það telja að kaup- maður C. Knudsen keypti í umboði gærur fyrir ca. 15,000 kr. í »púra« peningum; það var góður skildingur inn í sýsluna. Bændur hljóta að hafa gjört góða lækkun á skuldum sínum, og þó als ekki alment fækkað fé til ásetn- ingar. Skagafjörður er ágæt sveit til sauðfjárræktar, — nokkur en eigi nógur almennur áhugi á að bæta sauðfjárkyn, er vaknaður. Munu nú jafn-fallegastar sauðkindur finnast á Sauðárkrók, enda óvanalega hátt verð þar á fé, þar seld- ust t. d. á síðasta vori ær frá 20 — 30 kr. hver, ein jafnvel 35 kr. að vísu var það á uppboði. Seld hafa og verið þaðan gimbralömb fyrir 20 kr. hvert. Petta er sýnilega fyrir þá sök, að hægra I

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.