Norðri - 02.06.1906, Síða 2
96
NORÐRl
NR. 24
NORÐRl
Gefinn út af hlutafélagi.
Ritstjóri: Jón Stefánsson.
Skrifstofa Hafnarstrœti 3.
Prentsmiðja B. Jónssonar.
að ræða, gera miklar kröfur til þekking-
ar bænda í sauðfjárrækt, meiri en von
er um að þeir geti fengið, enn sem
komið er». — það er nokkur vorkun,
þó stjórn B. f. komi þessi síðastnefnda
ástæða í hug, en þó er hún fátækleg.
Má því til sönnunar nefna það, að í
Noregi innleiðast nú útlend fjárkyn,
svo að kalla óðfluga á kostnað hins inn-
lenda kyns, sem eflaust er hið sama og
vort öndverðlega, en enn þá minna
ræktað yfirleitt, Fjárrækt norskra bænda
er yfirleitt á lægra stigi en fjárrækt
vor og þó geta þeir haft gagn af hinu
innflutta, ræktaða fé. Hinar fyrnefndu
ástæður B. f. stjórnarinnar gegn innflutn-
inginum, eru þó enn léttvægari. Vit-
anlega er það vafasamt að útlend fjárkyn
reyndust oss betur en vort eigið kyn.
En í landi, sem hefir kvikfjárrækt fyrir
aðal atvinnuveg, er vissa um það
efni sannarlega kaupandi fyrir nokkur
þúsund króna — svo að eg ekki segi
nokkur hundruð, sem eg ætla þó að
mætti verða. Kostnaðurinn er tiltölulega
mjög lítill og áhættan sömuleiðis, ef
tryggilega er búið um, en árangurinn
getur orðið mikill — feikilega mikill.
Og ef sett skal segja, þá er oss Isl.
sem búum í svo góðu sauðfjárlandi,
beinlínis skömm að því að reyna ekki
ræktaða útlenda kynstofna. — — —
Skýrsla um þyngd Fjárræktarfél. fjár-
ins síðastliðið haust er á þessa leið:
Þyngst. Léttast. Meðalt.
• Tegundir Tala pd. pd. pd.
Dilkær . . . . 37 156 109 127
Dilkar , , . . 51 102 50 782/s
Veturg. ær . . 14 141 105 12572
Veturg.hrútar . 5 156 148 152
Eldri hrútar. . 2 222 197 20972
Nokkrar kindur vantaði þegar vigtað var.
Pyngsta ærin er aðeins tvævetur (hálf-
systir hrútsins, sem fél. brúkar aðallega
síðustu árin) og gekk með tvö lömb
síðastl. sumar, en þau voru síðborin og
ekki þung í haust (65 og 75 pd.). Sex
hrúta seldi féi. til kynbóta síðastl. haust:
einn tvæv. á kr. 80, 00, fjóra veturg.,
einn á kr. 28 00, tvo á kr. 40, 00 (hvorn)
og einn á kr. 50, 00, og einn dilkhrút
(sumargamlan) á kr. 16.00
Sandi 5 marz 1906.
Sigurjón Friðjónsson
*
# *
Grein þessi hefir beðið afar-lengi
hjá bJaðinu sökum þrengsla og er höf.
beðinn afsökunar á því.
«Geysir.»
Einhverjir óhlutvandir menn hafa að
líkindum borið rusl og óhroða í «Geys-
ir», því nú í vetur og vor hefir hann
spýtt kolmóruðu gruggi út í loftið á-
samt óþrifalegum drefjum, sem hafa
kúgast upp úr botninum á honum af
áreynslunni, eins og átakanlegast má sjá
í «Norðurl.» 26. f. m. Slíkt er illa
farið því í eðli sínu er «Geysir» eng-
inn forarvilpa. F*að vita kunnugir.
Inn-Eyfirðingur.
Taugaveiki
hefir gengið í Húnavatnssýslu síðastl.
vetur og valdið manntjóni.
Staurafiutningurinn
í Húnavatnssýslu hefir gengið vel. «F*að
mun verða svo hér að allir hafa hagn-
að af honum og það má ske talsverð-
an» er Norðra skrifað þaðan síðast í
apríl þ. á.
„Bústnir
eins og feitustu Fjallasauðir".
Raunar hefir það nú ekki hingað til
þótt löstur á sauðfénu okkar að það sé
feitt og bústið, og að því takmarki mun
nú á tímum öll viðleitni fjárræktarinnar
stefna í voru landi, og hver sem því há-
marki nær, mun fá heiður og þökk
landa sinna.
Ekki væri það neitt ósanngjarnt að
hina sömu viðurkenningu fengi hvað
annað, er slíkum framförum tæki, sern
rýrðarfé í feitt og bústið.
En naumast mun þó hægt að taka á
þann veg þessa samlíking um ritsíma-
staurana áHúsavík, sem standur í «Fjall-
konunni« 19. jan. síðastl. að þeir séu
«bústnir eins og feitustu Fjallasauðir».
F*að er næsta undravert hvernig hlut-
irnir geta umhverfst hjá mönnum, —
hið góða verður að illu og hið illa að
góðu —■ í þessum pólitíska rifrildis ham
sem þjóðin er, nú á tímum. — En
undarlegt má það vera, ef hver góður
drengur gleðst ekki innilega yfir því, að
vér skulum fá vandaðra og endingar-
betra efni til þessa stórfenglega fyrir-
tækis heldur en búist var við. F*að væri
sama og maður t. d. pantaði sér við
í húsgrind. setjum 4” X 4” tré, en fengi
í þess stað 5” X 5” fyrir sama verð, þá
mundi hann gleðjast og vera seljanda
þakklátur, en ekki hryggjast og segja
honum að hafa skömm fyrir. Hvað ætli
menn annars hefðu sagt, ef komið hefðu
mjóar renglur til ritsímans, sem ekki hefðu
þolað golugust hvað þá bylji, og fún-
að í sundur á skömmum tíma. Jú, þeir
hefðu máské glaðst yfir því, sem halda
vilja því fram að símalagningin verði
orðin ónýt eftir 20 ár, en úr svona vönd-
uðu efni eru líkur til að hún endist
mörg 20 ár. - F’að væri vonandi að
alt annað efni til ritsímans reyndist eins
vandað og ósvikið sem þetta fyrsta sem
komið er til landsins.
Ekki hefi eg séð þess nokkursstaðar
getið, að staurarnir ættu að verða dýr-
ari í innkaupi. þó þeir séu þetta sver-
ari. En flutningur eðlilega eitthvað dýr-
ari. En þegarvister fyrir pundið t. d.
1 x/2 eyrir sem sagt er í þssari áður
nefndri Fjallkonugrein um Húsavíkur-
staurana, þá er ekkert tap fyrir flutning's-
menn, heldur meiri atvinna og meiri
peningar inn í landið.
Rað er annars eitt undarlegt við þetta
mál, menn eru altaf að klifast á þessu
flutningsgjaldi, þessum peningum sem
renna til landsmanna, það er eins og
menn sjái ofsjónum yfir því. En mér
finst það ekkert kosnaðar atriði fyrir
landið.
En það er annað atriði í þessu máli
sem mér finst sorglegra, sem sé, að vita
það mikla fé ganga út úr landinu í
vinnulaun til erlendra manna sem fengn-
ir eru til þess að byggja línuna. Já það
er sorglegt, segi eg, að vér skulum vera
þeir amlóðar að hafa ekki vit né kunn-
áttu til þess að grafa holur í vorri eigin
mold, að taka upp steina úr vorri eigin
jörð, hlaða rétt vorum eigin steinum í
kringum tré — þó úr útlendum jarð-
vegi séu — svo rétt skorðuð | séu, og
oss skuli ekki mega treysta til að setja
þau lóðrétt né eftir fastákveðinni línu.
F*að er þetta atriði sem eg hefði helzt
haft tilhneigingu tii að fetta fingur út í
fyrir meiri hluta ritsímanefndarinnar, Eg
sé svo mikið eftir peningunum út úr
Iandinu, en ekki eftir þeim þó þeir
dreyfðust meða) landsmanna. Náungans
kærleikinn hjá mér nær ekki út fyrir
landsteinana.
í öðru lagi á eg líka bágt með að
viðurkenna að vér séum þessir dauð-
ans ræflar í verklegu tilliti. Auðvitað er
það öllum heiminum kunnugt hversu
grátlega vér stöndum öllum mentuðum
þjóðum að baki í verklegu tilliti. En
þessvegna er það líka að( vér erum settir
á bekk með aumasta skríl heimsins fyrir
augum alþjóða.
En svo eg víki aftur að því, að vér
gætum máske meira að þessu verki unn-
ið en þingið hefir treyst sér til að ætla.
F*á dettur mér ekki í hug að ætlast til
að vér höfum sérfróða verkfræðinga í
þessari grein, heldur að eins verklægna
hagleiksmenn, sem leyst gætu verkið af
hendi eftir leiðbeining hinna lærðu út-
lendu. — Að vér gætum verið í þriðju
tröppu að ofan við bygging línunnar,
sem sé, undirverkstjórar við að ganga
frá staurunum. Eins er það nokkuð
vantraust eða lítilsvirðing sem okkar
verkamönnum er sýnd í því að setja þá
skör lægra en hina útlendu verkamenn.
Ekki er heldur að sjá að þingið hafi
ætlast til að menn afköstuðu svo afar-
miklu, eða legðu hart að sér við vinn-
una, þar eð nærri lætur að tveir menn
til jafnaðar eigi að ganga frá einum
staur á dag, að eins að búa um hann
í jörðinni, og mun það því kosta 7 — 8
á staur, og er það miklum mun dýrara
en var hjá Jóni í Múla í «Austra» í
fyrra, sem virðist þó vera mjög sann-
girnislega rituð grein. Líka sýndist mér
hér hafa verið óþarflega lagt til af rit-
símanefndinni.
F’að mun eiga að vera meðmæli með
þessum norsku verkamönnum, að þeir
séu æfðir og vanir þessum starfa. En
mér er spurn hvaða starfa? Að grafa
íslenzkan jarðveg? Taka hér upp
grjót? Raða steinum að stólpunum? Eða
sjá fyrir vatnsrensli af leysingum og
vatnagangi? Mér er nær að halda að
þeir muni ekkert færari um þetta, en
vorir innlendu verkamenn, sem vanir eru
samkyns starfa. En verkstjórarnir ætlast
eg til að hafi þekkingu á að skorða
stólpana rétt og setja línuna rétt niður
og bera því ábyrgð og stjórn á því og
eins að þeir þekki landslagið og vatns-
rensli og snjókyngi og lagi sig eftir því
og segi verkamönnunum fyrir í hverju
einu og kenni þeim.
Að endingu vil eg óska þess, að vér
Islendingar vinnum sem mest að þessu
verki og ekki sízt, að vér leysum verk-
ið vel af hendi, og að fyrirtækið verði
þjóð vorri — sem öllum öðrum menta-
þjóðum heimsins — til heiila og bless-
unar.
A J.
Niðursuðu
verksmiðju mikla, ætlar Pétur Bjarna-
son kaupmaður á ísafirði að setja þar á
stofn nú í sumar.
Leikhúsið
hér í bænum hefir nú eigandi þess
Gleðileikafélag Akureyrar» selt Sigtryggi
kaupmanni Jónssyni fyrir sex þúsund
krónur.
Tvo hvali
litla rak á Hrútafirði í vor.
Mannlaust timburskip
og mastralaust rak inn á Hrútafjörð
fyrir skömmu.
Óðalsbændur.
(Framh.)
«Magða! Magða! Hvernig heldurðu
þetta fari?»
«F’að fer vel. F*að endar með lífs-
gæfu okkar beggja,» sagði hún grátandi
og lagði hendurnar utan um háls honum.
* *
#
Nú sátu þau saman á grasbekk inn-
ar á Greniholtinu, þar sem skógurinn
„C 1 a r a“
er bezti vindillinn í bænum.
Fæst aðeins á Hótel Akureyri
„C/ara“
er ekki lengur bezti vindillinn á
»Hótel Akureyri« því nú hefir
Vigfús fengið
,,Fortúna“ og ,,Sirena“
klauf sig og grasgeirinn hallaðist líð-
andi niður að Stórá: «Guði sé lof fyrir
það, að eg aftur búin að finna þig
Gunnar.
Eg var eins og í draumi meðan eg
var í borginni, svo ólík sjálfri mér, ó-
sjálfstæð og þróttlítil, líkt og eg væði
reyk og móðu. Enþegareg kom heim
var líkast að eg vaknaði af svefni, þeg-
ar eg sá þig, skildi eg um leið sjálfa
mig. - —
F>ú mátt ekki vera svo þungur á brún
og alvarlegur.» sagði hún með bænar-
rómi og strauk hendi um enni hans,
«eða er það svo, að þér þykir ekkert
vænt nm mig?»
Hann horfði innilegur og blíður á
hana og sagði svo: «c«, að þú aldrei
yðrist þessarar stundar Magða. Mikið
erfiði og raunir biða okkar. Er það
ekki rangt gert af mér, að baka þér ó-
vild og gremju foreldra og vanda-
manna?»
«Manstu hvers presturinn spyr brúð-
hjónin? Hann spyr þau hvort þau vilji
lifa saman í meðlæti og mótlæti. Eg
lield við getum bæði játað því einörð
og glöð, eða hvað heldur þú, alvöru
maðurinn. Eg er víst fyrirmynd allra
framfarakvenna,» sagði hún brosandi.
«i dag hefi eg beðið þín aftur í annað
skifti. Alt er þegar þrent er. Ertu búinn
að hugsa nógu vel ráð þitt. Viltu eiga
mig eða segirðu nei?»
«Magða, Magða, ef foreldrarnir heyrðu
nú til þín.»
^F’au skulu fá aðvita hver vilji nu'nn
er, þegar sá tími kemur að þau þurfa
þess,» sagði hún alvarleg: «en í dag
skulum við gleðjast og njóta gæfunnar.»
* *
*
Allir þessir atburðir liðu fyrir hugar-
sjónir Gunnars meðan hann gekk ofan
hjallana niður að Nesi þetta fagra vor-
kvöld. Hann var sannfærður um það,
að Magða mundi aldrei bregðast sér
hve hörð sem baráttan yrði. -
En þegar sigurinn væri unnin og þau
orðin hjón — mundi hún þá verða á-
nægð, mundi hún ekki hafa margs að
sakna, mundi hún geta unað lífskjörum
hans. — Var ekki stór ábyrgðarhluti
fyrir hann að leika þannig með æsku
hennar og lífsgæfu. Vafalaust var hún
miklu göfugri og staðmeiri en móður-
bróðir hans hafði getið til; — — nei
— — þá reis upp í huga hans sú un-
aðsgleði, sem þaggaði niður allar efa-
semdir. Hann átti fyrir unnustu hina
djörfustu og yndislegustu mey. sem til
var á bygðu bóli. 011 þrá hennar. all-
ar vonir og blíða sigu til hans. . . .
Frá sér numin af fögnuði sagði hann
svo hátt að vel mátti nema orðaskil.
«Guð veri lofaður.«
«Fyrir hvað Gunnar? sagði Magða og
stóð framan við hann, þar sem bugða
var á veginum; hún rétti honum báðar
hendurnar.
«Fyrir þig elskan mín. sagði hann
og tók hana í faðm sér.
«F)ú er víst ekki með sjálfum þér»
sagði hún og hló. Petta er ekki líkt
þér alvörumanninum.»
«Eg hefði ekki þorað það Magða —
eg hefði óttast framtíð þína við hlið mér.
Hann þagnaði og horfði lengi og fast
í augu hennar: «Er það þá fastur
vilji þinn og hjartans ósk að fylgja mér
- án þess að æðrast, horfa um öxl
eða yðrast >.
«Já þú veist það Gunnar.»
»Pá liggur vegurinn þráðbeint framan
við okkur,» sagði hann alvarlegur. «En
hvernig gaztu komist að heiman?»
•$* •Sa >!» «t» JUL
VVWWVWVVVVVWVVVVVV
Lambskinn
kaupir
Otto Tulinius.