Norðri - 20.07.1906, Side 3
NR. 31
NORÐRI.
125
Mannskaöasamskotin.
A fundi er samskotanefndin í Rvík hélt
nýlega með þeini gefendum er hún náði
til, var,.það samþykt,«að útbýta skyldi nokkru
af aaniskotafénu til vandamanna þeirra 20
manna sem nú er talið víst að hafi druknað
í vor af tveimur skipum vestan lands (Stykk-
ishólmi og ísáfirði). Er það vel ráðið og
mannlega.
Samskotin hafa verið sára litíl héðan af
Norðurlandi og ættu menn hér þó að vera
fúsir til að rétta hjálparhönd engu síður
en aðrir landsmenn þar sem hér er um
málefni að ræða er varðar Jalla þjóðina í
heild sinni.
Eftir beiðni frá samskotanefndinni tekur
ritstjóri »Norðra« á móti samskotum og aug-
lýsir þau jafn óðum.
Norskir konsúlar
hiVr á landi eru skipaðir: Björn Ouðmunds-
son kaupm. í Rvík general-konsúll og vísi-
konsúlar: Pétur Á Ólafsson kaupm, á Pat-
reksfirði, Friðrik Kristjánsson útbússtjóri á
Akureyri og St. Th. Jónsson kaupm. á Seyð-
isfirði.
Trtilofuð
eru Bjarni Sigurðsson bæjarfulltrúi á Seyð-
isfirði og ungfrú Þorgerður Baldvinsdóttir.
Nýtt gufuskip
hafa - Wathnes erfingjar» keypt í stað »Otto
Wathne« er strandaði á Siglunesi. Heitir
það »Prospero« og er sterkt og vandað.
Hefir það pláss fyrir 60 farþega á fyrsta
farrými og 40 á öðru. Ýms þægindi hefir
það fyrir farþega t. d. baðklefa mjög góðan,
raflýsingaáhöld o. fl.
Radium-leitin f
Þorkell Þorkelsson kand. mag. og aðstoð-
armaður hans Sigurður Jónsson stud. med.
komu úrÞingeyjarsýsluleiðangri sínum fyrst í
þ. m. og lögðu af stað aftur héðan 10. þ.
m. áleiðis til Hveravalla, Kellingarfjalla og
fleiri staða þar syðra. — Leið sína leggja
þeír um Skagafjörð og þaðan suður Kjöl.
Fylgdarmaður þeirra er Hjálmar Jónsson
búfræðingur frá Sauðanesi í Húnavatnssýslu.
Hótel >Fredensborg«
sem auglýsir hér í blaðinu, óskar sérstakl.
eftir viðskiftum við íslendinga sem kæmu til
Hafnar og getur boðið hverjum og einum
þau kjör er hæfa efnum hans og ástæðum.
Eigandi þess og forstöðumaður er hr. Har-
ald Paaske er lengi var bryti á skipum
«Thore« félagsins og mörgum íslendingum
að góðu kunnur, lipurð og samvizkusemi í
hvívetna.
Sildveiöin
er rétt að byrja, fengu 2 ensk og 1 þýskt
gufuskip töluvert af síld í hringnót 14. þ.
m. en vestur undii: Horn verða þau að sækja
hana.
Stagkálfs-nuddið í „Nl.“
«Norðri« leiðrétti hógværlega hér um dag-
inn hálfsagða sögu er »N1« hafði flutt um
»Hafnarferð þingmannanna«. Þakkirnar sem
hann fékk fyrir það, voru þær að ritstjóri
»NorðurIands« ruddi úr séróþverra orðbragði
og illyrðum í næsta blaði »N1« til þeirra
manna er að »Norðra« standa.
Réttast hefði verið og hæft bezt slíkum
sí-gjammandi áreitnissegg sem ritstj. »N1.« er,
að fá aðstoð laganna, til þess að láta hann
éta ofan í sig umrædd illyrði sín og gera
frekaii yfirbót fyrir þau, en sleft skal honum
þó undan þeirri hirting um sinn og er það
af góðinensku gert. Því þó hann sé orðinn
æfðurí að taka aftur ýmislegt slúður og ó-
sannindi sem hann hefii ruglað um í »N1«
fellur honum má ské hálf ilia að verða
neyddur til að fást við það á almannafæri
og getur hver og einn séð sjálfan sig við
jahi auðvirðilegt athæfi.
En það sem óþægilegasta þýðingu hefir*
fyrir ritstjóra >N1« er að hann kemur því
upp í þessari grein sinni, hvernig er varið
með starf hans við »N1.« og er það af vana-
legum stirðbusahætti þegar hann snertir á
penna. Auðsjáanlega getur hann ekki hug's-
að sér annað fyrirkomulag á starfi hluta-
blaðs-ritstjóra, en það sem hann lýtur und-
ir og heldur þessvegna að ritstjóri «Norðra«
sé álíka saurindasveppur og hann er sjálf-
Ur- Ef ritstj. »N1.« nennir að aðgæta fyrsta
tólnblað »Norðra« getur hann séð, að þar
e ó um undantekning að ræða.
Skip
Eimskipið „Argo“ (norskt) kom 5. júlí
og fór sama dag til útlr.nda. ,
Eimsk. „Agnes“ konr frá Álasundi.6.
júlí með hringnætur til Friis útgerðar-
manns í Hafnarfirði. Fór sama dag.
Eimsk. „Hannover“ (þýskt) síldveið-
askip kom 6. júlí, fór sama dag.
Eimsk. „Skreien“ (skiþstj. Anderscn)
kom frá útlöndum 7. júlí. Með skip-
inu kom Edwin Jacobsen síldarkaupm.
»Skreien« fór til útlanda samkv. áætlun
sama dag.
Skonnert „Sylvici" (norsk) kom 7. júlí
fór aftur 9.
Eimsk. «Bremen“ (þýskt) sildveiðaskip
kom 7. júlí, fór 9.
Eimsk. „Kong Inge“ (Schiöttz) kom
frá útlöndum 8. júlí. Farþegar hingað:
Konsúlsfrú Thora Havsteen, frú Marie
Havsteen ásamt dóttur, O. C. Thoraren-
sen lyfsali ásamt frú og syni, stud. mag.
Guðjón Baldvinsson, ungf. Sigurlaug Vil-
hjálmsdóttirfrá Nesi og Falsen erindreki
norsku stjórnarinnar.
Fór til Siglufjarðar sama dag. Farþ.
Edwin Jacobsen síldarkaupm. Baldvin
Jónsson verzlunarm. ASgeir Pétursson
kaupm. o. fl.
Fiskisk. „Július“ (eig. konsúl Havsteen)
konr 9. júlí með 5^/2 þús. fiska (áður
20 þús.)
Skonnert „Ingeborg“ kom með kol til
Höepfners-verzlunar
Mótorskauta „Ingeborg“ (sænsk) kom
og fór 9. júlí. Með skipinu var Friðrik
Örtenblad útvegsmaður á Hjalteyri.
Eimsk. «Nordkyn“ (skipst. Handeland)
kom 10. júlí og fór sama dag.
„Bremen“ kom 10 júlí og fór aftur
sama dag.
Gufubáturinn „Guðrún“ kom samkv.
áætlun frá Húsavík 10. júlí. Farþegar:
Steingrímur sýslumaður á Húsavík og
kona hans, Pétur alþm. Jónsson á Gaut-
löndum, kaupmennirnir Þórður Ingvars-
son og St. E. Geirdal á Húsavík og
Benedikt Jónsson frá Auðnum.
Eimsk. „Vesta“ kom frá Rvík 11.
júlí og fór áleiðis til útlanda sama dag.
Farþegar hingað frá Rvík: Garðar Gísla-
son stórkáupm, ungfrú Halldóra Ólafs-
dóttir, frú Breiðfjörð og eitthvað af skóla-
piltum. Frá Sauðárkrók, Asm. Johnsen
verzlunarerindreki. Ennfremur voru þess-
ir farþegar er lengra ætluðu: Sigfús
Eymundsson bóksali, konsúlsfrú M. Ol-
afsson frá Patriksfirði, ungfrú Guðný
Jónsdóttir frá Eskifirði, Jón Blöndal og
Ward fiskikaupm. Enn fremur nokkuð
af vesturförum. Héðan fóru Mr. Bull-
ock-Webster enskur leikari, sýslumanns-
frú M. Guðmundsson til Hafnar, ungfrú
Lára Blöndal, til Ameríku, frú Þ. Johnsen,
Halldór Jónsson trésm. og nokkrir vest-
urfarar, meðal þeirra Gísli Þorgrímsson og
Ármann Guðmundsson (Manni á Eyrar-
landi).
Eimsk. „Scottish Qveen“ kom 11.
júlí.
Fiskikútter „Fremað“ (eig. Sn. Jóns-
son) kom 11. júlí með 8V2 þúsund
fiska.
Gufubáturinn „Guðrún“ fór 13. júlí
til Húsavíkur.
Eimsk.,, Oceana“(A 150 tons netto) kom
13 júlí með nál. 300 af enskum, þýsk-
um og amerikönskum ferðalöngum. Fór
héðan sama dag áleiðis til Spitzbergen
og heldur svo þaðan suður með Noregi
til Hamborgar,
Eimsk. «Aron» (sænskt) kom 14júlí,
fór daginn eftir.
Vélarsk. „Ziba“ (sænskt) kom 14. júlí
og fór daginn eftir.
Eimsk. „Argo“ kom frá Aberdeen
14 júlí með kol og salt til Geo Craig
síldarkaupmanns á Þórshamri.
Eimsk. „Kong Inge“ (Schiöths) kom
14. júlí að vestan, fór daginn eftir á-
leiðis til útlanda.
Sjö norsk síldveiðaskip komu 15. júlí,
fóru daginn eftir.
Eimsk. „Prospero“ (A. Stendahl) kom
16. júlí, fór 17, júlí vestur áBlönduós.
Með því kom frá útlöndum kaupmað-
ur Eggeit Laxdal.
Kuldatíð
hefir verið nú að undanförnu með úrfelli.
Gránað hefir í rót ofan að sjó nú síðustu
nætur. Qrasvöxtur er þó í góðu meðalíagi.
Svo er að sjá af norskum blöðum er vér
höfum séð að ódæma kuldar hafi verið í
Noregi nú um hríð. T. d. var svo mikið
frost aðfaranótt 1. þ. m. að stórgripir frusu
í hel á Þelamörk.
Verzlun
J. Ounnarss. & S. Jóhannessonar á Akureyri
hefir stærsta úrval af leir og glervörum og hvergi eins ódýrt, sem
kemur af tækifæriskaupum. Alt selt með innkaupsverði.
Ennfremur 20—30 tegundir af fatatauum og fleiri hundruð
pund stumpasirz og 40 til 50 tegundir af tvisttauum og margt fl.
Alt selt með niðursettu verði gegn peninga-
borgun út í hönd.
Margar tegundir af niðursoðnum á v ö x t u m og
m a rg a r i n i ð góða.
sem allir vilja eiga eru nú komin í
verzlun
J J. Gunnarss. & S. Jóhannssonar
I Akureyri.
Bollapörin
sem skulda við verzlun
H. Schiöths á Akureyri,
eru hér með aðvaraðir
um að gera grein fyrir skuldum sínum
nú í kauptíð komandi, þar sem skuld-
irnar annars verða innheimtar með til-
styrk laganna.
Akureyri 5. júlí 1906.
Carí F. Schiöth.
Allar íslenzkar vörur
keyptar háu verði við verzlun H. Schiöts.
bæði móti peningum og vörum.
Carl F. Schiöth.
Verzlunin Edinborg á Akureyr
selur matvörur, nylenduvörur, álnavör-
ur, leirvörur, skófatnað, olíufatnað,
járnvörur, o. m. fl. mjög ódyrt eftir
gæðum.
Áður en menn festa kaup annarstaðar
ættu þeir ætíð að spyrjast fyrst fyrir um
vörur og verð á þeim í
Verzluninni Edinborg.
Saltet Sild
Hið drýgsta eg næringarmesta
sjókólaði & cakaomél er frá verksmiðj-
unni SIRIUS. — Biðjið ætíð um það.
Herlofsons Fræverzlun
i Kristianíu í Noregi.
Fræ til ýmisl. grænmetis. Blómsturfræ.
Stærsta fræverzlun á Norðurálfu. Verð-
listi sendur gefins og burðargjaldsfrítt
hverjum sem óskar.
Crawfords
ljúffenga Biscuits (smákökur)
tilbúið af
Crawford & Sons,
v Edinbufgh og London,
Stofnað 1813.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar.
F. Hjorth & Co.
Kobenhavn K.
alle slags Pakninger önskes kjöbt.
Brödrene UHDE.
Harburg pr. Hamburg.
Hótel
„Fredensborg“
V. Voldgade 91. Kjöbenhavn
selur herbergi og fæði frá 12 kr.
um vikuna handa hverjum ein-
stökum.
Nautakjöt
Og
naut á fæti
gefur enginn betur fyrir en eg.
Komið og semjið!
Siglufirði, 1. júlí 1906.
Sig. H. Sigurðsson.
Norsk skip til sölu.
Seglskipið „Inga“ (skauta) llr2 tons, 8 ára
gamalt í bezta ástandi, með öllum útbúnaði til
siglinga og veiðiskapar.
Mótorskipið „Sönderö“ 29 tons, 5 ára gl.
með 16 hesta Danmotór, með útbúnaði til siglinga
og veiðiskapar, sömuleiðis í bezta ástandi.
Bæði fást skipin keypt strax eða seinna.
Semjið við
Fr. Kristjánsson