Norðri - 02.11.1906, Blaðsíða 1

Norðri - 02.11.1906, Blaðsíða 1
L, 45, Akureyri, föstudaginn 2. nóvember, 1906, Útlendingadálæti. Um það hefir einatt verið rætt manna á milli og á það hefir einnig verið drepið í blaðagreinum öðruhvoru, hversu mik- ið dálæti margir meðal okkar íslendinga, karlar og konur, hafa á útlendingum, sem hingað ber að landi eða hér eru á flökti. Pað er þó ekki svo að skilja, að þetta muni vera eðlileg afleiðing af hinni alþektu »íslenzku» gestrisni ogþví beri að telja það lofsvert eður vænlegt til vegs og heilla landi og lýð. Ekki heldur kennir þessa dálætis, sem eg á við, svo mjög gagnvart hinum eig- inlegu ferðalöngum, er hér fara um fjöll og firnindi sér til skemtunar og dægra- styttingar; þeir eru vanalega svo ein- kennilega niðursoknir í að athuga nátt- úruna fyrir utan sig eða sálarástand sitt inni fyrir, að lítið færi gefst fólkinu á því að láta þeim í té þau aðdáunarhót og þá »viðhöfn«, sem annars er vís öllum erlendum farfuglum, ef þeir að eins eru dálitlir á lofti og kunna lagið á því að koma sér í mjúkinn hjá þeim, er þeir í það og það skiftið hafa mök við. Engum kemur til hugar að finna að því, þótt bjargþrota útlendingum séliðsint og þeim góðu vikið; sílkt er mannúð mikils metandi. En þeir, sem gleiðast- ir eru við þá útlendingana, er þeir halda að heimurinn hossi, láta sjaldnast mik- ið af mörkum við fáráðlingana. — Hitt er og eigi tiltökumál, þótt valinkunn- um mönnum erlendum, er gert hafa landinu sóma og gagn eða kynt sig frá- bærlega vel, sé fagnað af kunningum og öðrum til maklegrar viðurkenningar. Pað er ekki nema skylda. Nei, hér er átt við fólk, sem hefir það að vana og liggur á því lúalagi, að hampa með lotningarfullu kjassi framandi mönnum, allsendis ókunnum öllum hér og öllu, mönnum, sem aldrei hafa gert hér neitt frægðarstryk, er þurfi að virða, og eru margir hverjir æði misjafnir, ef ekki gallagripir. Hér um slóðir veður uppi sægur út- lendinga, sem kunnugt er, svo hér er bæði staður til að gefa þessu gaum og enda ekki úr vegi, að menu geri sér nokkra grein fyrir þessum fyrirbrigðum, sem als ekki fara dult, þótt að sumu- leyti séu þau næsta dularfull. Snúum okkur fyrst að karlmönnunum. Þeim er sumum ekki lítið gjarnt til að tildra sér og viðra sig upp við útlend- ingana. Allir vita, hversu það hefir leg- ið hér í landi, að menn svo að segja hafa skriðið á maganum fyrir dönsku skipstjórunum, sem hingað hafa komið og þózt flytja með sér menning og frama til skrælingjanna á norðurhjara veraldar. Já, erlendir skipstjórar! það er ekki smáræði varið í þess konar menn; og »landinn« finnur stórum til sín og þykist hafa vaxið mjög, ef hann hefir haft tal af eða örlítið «fengið» að kynnastt. d. yfirmönnum póstskipanna — ef þeir hafa sýnt honum það lítillæti að fara á «túr» í hans eigin víni eða gera sér gott af öðru sælgæti í búi hans. Og það þarf ekki yfirmenn skipa til: Brytar, veitingaþjónar, vélamenn og matrósar eru höfðingjafólk, ef þeir aðeins eru af erlendu bergi brotnir. F*á þykir þvílíkur heiður að hafa eitthvað saman við þá að sælda, að fátt getur við það jafnast. Pótt svona ónáttúru-framkoma sé ekki lítið athugaverð, þá getur þó und- ir fleðulátum karlmanna gagnvart út- lendingum falist einhver neisti af vís- vitandi tilgangi, þ. e. hagnaðarvon eða virðinga. Sumir hyggja sem sé, þó und- arlegt megi virðast, að þeir geti betur komið ár sinni fyrir borð til gróðabralls o. þvíuml. með þessu lagi heldur en ef þeir stæðu keikir sem frjálsir menn; öðrum þykir þetta vænlegt til þess, að á þá drjúpi einhver «sæmd af náð», sem þeir gera sér í hugarlund, að geti kom- ið — úr austri eða vestri — eins ogþruma úr heiðríkju, en finna annarsvegar. að verðleikarnir einir mundu eigi nægir verða. En þessu líkar hugsanir koma því nær aldrei til greina hjá kvenþjóðinni. F*að verður sjaldnast séð, að undir fleðu- látum íslenzku kvennanna við útlend- inga búi nein sérstök fyrirhyggja eða útreikningur; þeinr er það að líkind- um að einhverju leyti ósjálfrátt, geta ekki á sér setið, að veita þessum mönn- um blíðu sína og þykir geysimikið til þesg koma að vera í kynnum við þá. Pær fara lítið í launkofa með kunnings- skapinn oft og tíðum, sem er skiljan- legt, þar sem þeim finst heiðurinn svo mikiil. Pær gera sér heldur ekki neinn sérlegan mannamun; hvort f>að er æðri eðá lægri skiftir ekki svo miklu, ef það einungis er útlendingur. Framúrskar- andi fegurðar og gerfileiks er alls ekki krafist — það sem «frá almennu sjónar- miði» er vanalega kallað ljótt fólk, geng ur í augun eins og væri það sveipað dýrðarljóma. Og því fer fjarri, að sýnin förlist þannig eingöngu þeim meyjun- um, er taldar eru til alþýðunnar eða «hinna lægri stétta», svonefndra; hinar «heldri« eru ekki barnanna beztar, þó dálítið mentaðri eigi að heita. — F*ar skilur líka með körlum og konum: Vel- mentaðir karlmenn halda eigi til lengd- ar hinu gengdarlausa fíflæðisdálæti á út- lendingum. Mest þykir stúlkum tll koma þeirra manna erlendra, sem berast mikið á, eru málhreifir og til í glens — spjátrung- anna. Pótt þeir séu ófyrirleitnir gerir ekkert til; þeir eru jafn «sætir» og «ynd- islegir» fyrir því. Eftir kostum þeirra að öðru leyti er ekki verið að grensl- ast, eður þeirra innra manni, hvort þeir viti nokkuð og skynji öðrum framar, er geri þá aðdáunarverða; nei, kunnings- skapurinn er ekki til fræðslu og leikur- inn ekki til þess gerður að komast að raun um, hvort nokkuð er í þessa menn varið eða ekki. Peir þurfa auðvitað ekki að kunna orð í málinu — íslenzkunni! Hvernig verður nú þessum mönnum við, þegar þeir koma hingað og hitta fyrir svona mikla »rausn»? Peir kom- ast í sjöunda himinn út af öllu saman, semekkierfurðajflestirþeirra eru óbreytt- ir sjómenn, er ekki hafaátt eða eiga al- staðar upp á háborði — hér er þeim tekið sem konungasonum af yngismeyj- unum, sem renna í köpp um þá! Peir aka þá seglum eftir vindi, sem gefur að skilja, og feila sér lítið. Enda finn- ast þess dæmi, að þeir leyfa sér gagn- vart stúlkum hér, án þess að átalið sé eða stúlkunum finnist sér misboðið, það, er vart mundi þolað orðalaust annars- staðar meðal háttprúðra manna. Iðu- lega fleipra þeir og út í frá um þá nánu kunnugleika, er þeir segjast vera í við hinar og þessar stúlkur, helzt af betra taginu, er þeir tilgreina, og kunna hrókasögur þess efnis, sem þó að sjálf- sögðu eru meira og minna lognar. A þessu græðir nú kvennfólkið lítið, en — það er sjálfskaparvíti! — Pegar nú á því fæst staðreynd, að þetta er engin undantekning, heldur al- títt hér hvarvetna, þar sem nokkuð kem- ur af útlendingum að ráði, þó verst þar sem þeir hafast mest við, í bæjum og kauptúnum, ineð sjó fram, þar sem skipagöngur eru o. s. frv., þá verður manni að spyrja sjálfan sig, hvernig á þessu geti staðið — hvað valdi þessu fári meðal fólksins? — Orsökin er tvens- konar. Önnur er sérstök með konum, bæði hér og erlendis; — hin er aftur á móti sameiginleg konum og körlum, en hennar verður ekki vart nema hjá einstöku þjóðum. Fyrri orsökin á rót sína í einskonar hégómagirni og óljósri munaðarþrá hjá konum. Peim finst svo mikils um vert alt nýtt og alt það, sem hefir einhvern blæ af óþektu. Peim er það nautn — líklega — eða þær vænta sér nautnar af því að vera með mönnum úr öðr- um löndum, sem standa þeim fyrir hug- skotssjónum miklu æðri og tilkomu- meiri en þetta land, mönnum, sem hafa aðra siðu en við og mæla á aðra tungu en hér er títt. Og það eykur dýrðina að mun, að það eru ekki nærri allir. sem geta skilið eða talað mál þessara manna. Hljóta þeir ekki, sem sjálfir eigi skilja útlendingana, að gera sér há- ar hugmyndir um fólkið, er svona leik- andi getur átt við þá? Hvort þær í raun réttri eru færar um að á tala þeirra máli, varðar minstu. Mér eru altaf í minni Kínverjarnir, sem komu til Khafnar hérna um árið. Pað var kínverskur trúðleikaflokkur, sem flakk- aði um löndin; hann sýndi og glingur sitt í Tivoli. Pessir menn voru í sjálfu sér villimenn, algjörlega ómentaðir, eins og oft á sér stað um þess háttar fólk, og höfðu víst sama sem ekki neitt af hinni einkennilegu kínversku menningu. Að öðru leyti voru þeir sýnum sem aðr- ir Kínverjar upp og niður; gulir á hör- und og augun rammskökk. Peir voru klæddir á kínverska vísu og höfðu laf- andi langa fléttu. Yfirleitt voru þeir ó- frýnir, eftir því sem hvítir menn rétt- eygir (Norðurálfubúar) gera sér hug- mynd um fegurð og Ijótleik. — En hvað verður? Dándiskonur hópum sam- an, af háum stigum margar, urðu tryltar eftir Kínverjunum og eltu þá á rönd- um; einkum varð næturflökt þeirra al- REYNIÐ Amontillado, Madeira, Sherry og rauð eða hvít Portvín frá Albert B. Cohn. F’essi vín eru efnafræðislega rannsökuð um leið og þau eru látin á flöskurnar, ogtapp- ar og stúthylki bera þess ljósan vott, því á þeini er innsigli efnasmiðjunnar. Vínin fást á Akurevri hjá hóteleiganda Vigfúsi Sigfússyni. Abyrgð er á því tekin, að vínin séu hrein og óblönduð vínberjavín, og má fá þau miðilslaust frá Albert B. Cohn, St. Annæ Plads 10 Kjöbenhavn K, — Hraðskeytaárit- un Vincohn. Allar upplýsingnr um Cohn gefur V. Thorarensen, Akureyri. ræmt, og nefndu Danir þetta «kínverska hneykslið í Kaupmannahöfn*. Af hverju var nú þetta svona ? Marg- ir brutu heilann um það og töldu sál- fræðilega gátu: Stássmeyjar, siðaðar að því er menn vissu bezt, sem hefði ekki komið til hugar að líta við innlendum ruslaralýð, ófögrum útlits, urðu nú ham- stola af Kínverjasótt! En að þeirrieinni niðurstöðu komust menn, að þetta gæti ekki veríð af öðrum sökum en þeim, að hið erlenda, ókunna í fari Kínverj- anna heillaði þannig konurnar og rask- aði sálarjafnvægi þeirra úr hófi með því að hrífa þá strengina, er mjög svo virð- ast vanmáttkir hjá öllum þorranum. Á þenna hátt verður og að skýra fyrir- brigðin hjá okkur. Pá getur það kall- ast að nokkru eðlilegt (o: hefir rót sína í eðli kvennanna), þótt eigi að síður sé það undarlegt, að hérlendum meyjum, jafnvel þeim, er ekki vilja neitt hrak heita, verður ekki mikið fyrir að svalla fram á rauða nótt með eriendum kola- mokurum (á skipum úti) eða senda þeim vasaklútakveðju af strætunum; ærlegir íslenzkir sjómenn njóta allx ekki slíkrar hylli, þó ekki það! Eg ræði hér auðvitað ekki um kon- ur, sem reka kunningsskap við útlend- inga eins og nokkurskonar atvinnu; en útlendingadýrkunin getur hent þær, sem á vanalegu máli eru kallaðar siðprúðar. Að eins ber það vott um andlegt ósjálf- stæði og sálarlegan vanþroska. En til afbötunar geta þær talið sér, að pott- urinn er víst brotinn í öllum löndum, þótt fjölmargar konur séu reyndar und- anskildar. — F*á er hin orsökin, sú, er sameigin- leg er konum og körlum meðal nokk- urra þjóða. F’essi orsök ber nafnið kotungshugsunarháttur og þrífst ekki að að marki nema hjá kotungsþjóð. F’jóð- arkotungarnir hafa dálæti á öllu því, er frá útlöndum kemur; þeim þykir það fullkomið, þótt úrþvætti sé, en meta lítils aða einskis þá atorku, er þrífst eða þrifist getur á innlendum grundvelli. Þeir virða að vettugi sann-islenzka dugn- aðarmenn, en hefja til skýjanna með fagurgala erlenda heybuxa. Er þá sízt að kynja, þó smáum aug- um sé á okkur litið, er þó stærum okk- ur af að vera afkomendur þeirra manna, sem í öndverðu reistu bygðir og bú í landi þessu og hvergi létu á sóma sinn

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.