Norðri


Norðri - 28.12.1906, Qupperneq 2

Norðri - 28.12.1906, Qupperneq 2
208 NORÐRI. NR 52 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. H>l Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hajnarstrœti 3. Prentsmiðja B. jónssonar. Síldveiðarnar við Eyjafjörð 1906. Síldveiðarnar hér út af Eyjafirði og Siglufirði vaxa mjög óðfluga ár frá ári. Skýrslur um þessar veiðar hafa að heita má engar komið fyrir almennings sjón- ir héðan undanfarin ár, og menn hafa því ekki hafí vel glögga hugmynd um þennan atvinnurekstur. Skýrslur þær, er hingað hafa borist frá Noregi um síldveiðar Norðmanna, eða réttara sagt útflutning þeirra af síld frá landinu, hafa verið næsta ófullkomnar, og snert að eins þá einu þjóð og að eins sýnt eina hlið málsins, vaxandi útflutning Norðmanna. hær miða sig við landið alt, þær skýrslur, en sýna eigi sérstak- lega, hvernig þessu háttar hér í héraðinu. Skýrslur þær frá undanförnum árum, sem til eru um þessar tiskiveiðar, eru ekki glöggar, nema hvað þær sýna út- flutninginn í áreiðanlegum tölum, en um tölu og þjóðerni skipanna, stærð þeirra, áhöfn og veiðarfæri eru fáar upplýsing- ar fyrir hendi. í ár hefir verið safnað ali-ítarlegum skýrslum um þetta og verður sjálfsagt gjört eftirleiðis. Pessi atvinnurekstur er að verða svo stórfeng- leg auðsuppspretta, að mikil ástæða er til að veita honum fullkomna athygli. Tölur þær er hér fara á eftir eru teknar eftir skýrslum þeim, er safnað hefir verið hér árin 1904, og 1905 og 1906 og þær eru all-uákvæmar, það sem þær ná og ítarlegastar fyrir síðasta árið. 1. Talci skipanna var a. Gufuskip: 1904: 15, öll norsk. 1905: 31, norsk 23, ensk 3, þýzk 4, íslenzkt 1. 1906: 66, norsk 46, ensk 5, þýzk 10, íslenzk 3, sænsk 2. b. Mótorskip: 1904. Ekkert, 1905: 3 öll norsk. 1906: 20, íslenzk 5, norsk 12, sænsk 3. c. Seglskip : 1904: 87, norsk 66, ísl. 20, dönsk 1. 1905: 105, norsk 85, ísl. 20. 1906: 94, norsk 64, íslenzk 30. 2. Útflutningur af síld hefir verið hin síðustu 4 ár þessi: 1903: 34.000 tunnur. 1904: 65.000 - 1905: 105.000 - 1906: 189.000 - 3. Tekjur landssjóðs af þessum atvinnu- rekstri hafa verið hér um bil þessar: 1903: 7,500 kr. 1904: 14.500 - 1905:. 22.000 - 1906: 41.500 - í þessum tölum innifelast einnig af- greiðslugjöld flutningsskipanna. Þau hafa síðasta árið út af fyrir sig orðið hátt á 4. þúsund krónur. 4. Tala sjómanna á þessum flota hef- ir verið eftir því er nœst verður kom- ist þessi: 1904: 1050, þar af 200 innlendir. 1905: 1480, - 250 -«- 1906: 2122, 338 -«- Þjóðerni áhafnanna er talið hér eftir þjóðerni skipanna. ísiendingar ráðnir á útlend skip eru taldir með útlendri á- höfn, og útlendingar á íslenzku skipi taldir með innlendri áhöfn. — Petta mun nokkuð vega hvað annað upp, enda ómögulegt með nokkurri vissu að greiða það í sundur. — Þessar tölur munu næg'ja til þess að sýna, hve óðfluga þessi atvinnurÆstur hefir vaxið hin síðustu árin, og enginn vafi er á því, að þessi vöxtur heldur á- fram hin komandi ár. Síldaraflinn úti í djúpum, úti á rúm- sjó, reynist ekki eins stopull eins og innfjarðaveiðin, og með nútímans veið- arfærum, hringnótinni og reknetunum, er enginn vafi á því, að aflinn verður tekinn hvort sem hann fitist nærri lönd- um eðafjarri. Peir verða æ fleiri og fleiri, er að þessum afla sækjaogkapp- ið vex því meir, sem auðs-uppgripin verða stærri. Yfirlit yfir síldveiðaflotann 1906, er hér fer á eftir, gefur dálitla hugmynd með hverju afli þessi atvinna nú er rekin. 1. Gufuskip: Tala. Tonnatal. Áhöfn. Islenzk 3 203 52 Norsk 46 3326 713 Ensk 5 291 89 Sænsk 2 388 58 Pýzk 10 613 175 Als: 66 4821 1087 2. Mótorskip: Islenzk 5 83 32 Norsk 12 202 105 Sænsk 3 82 25 Als: 20 367 162 3. Seglskip: Islenzk 30 983 254 Norsk 64 2975 619 AIs 94 3958 873 Samtals 180 skip 9146 tn. 2122 Hér er ekki talinn skipaflotinn , sem annast hefir flutning aflans milli landa og heldur ekki mannafli sá, útlendur og innlendur, sem annast hefir verkun aflans. það ma víst óhætt fullyrða að þessi út- flutta vara héðan 1906 hefir, eftir því verði, sem verið hefir á síld, ver- ið á hinum útlenda markað seld fyrir hátt á 4. miljón króna. Afla-tíminn er að eins 8—10 vikur að telja má. Þátttaka íslendinga sjálfra í þessum afla er of lítil, það er víst og satt, en það hygg eg samt að margur ókunn- ugur ímyndi sér, að hún sé minni en hún í raun og veru er,— Hún gæti verið margföld við það sem hún er, ef ekki áræði bristi og samtök, þar sem víðar hér á landi. Fjárskort þarf ekki að bregða við; margir þeirra Norðmanna, er nú eiga of fjár bæði hér á landi og heima voru örsnauðir fátæklingar fyrir fám árum. G. G. Óðalsbændur. Framh. „Hver ætti það að vera annar. Pað er svo sem sjálfsagt — Ef eg kann þá að hegða mér innan um þann hóp „stórmennis11, sem þar mun verða«. „Petta máttu ekki segja móðurbróðir“, sagði Magða: ,,P’ið komið öll, annars strýkur brúðurin“ * * * Vorið hafði aftur rekið veturinn brottu og blóm og laufangan fyltu dalinn með skarti og Ijúfum blæ. Brúðkaup þeirra Gunnars og Mögðu var haldið á Hvítasunnudagskveld heima í Nesi. Sýslumaðurinn virtist hafa yngst um tíu ár; hersirinn var ern og fjörug- ur og sómdi sér heldur vel í einkenn- isbúnaði sínum, með öll hciðursmerkin. Breiðabóls fjöiskyldan var í boðinu og snotri sveitarbúnaðurinn þótti fara því næsta snyrtilega. Sýslumannsfrúin hafði sjálf bundið ,.brúðarkransinn“, hún var sannarlega breytt sú kona. Hún hafði sjálf álasað sér fyrir uppeldi Axels og óttaðist að það myndi koma honum að ógagni síð- ar, en það duldi hún fyrir öðrum mönn- um og var að öðru leyti glöð og ánægð. Meðan setið var undir borðum skorti ekki ræðuhöldin. Sýslumaðurinn bauð gestina velkomna. Presturinn mintist fyrverandi nemenda sinna og hersirinn mælti fyrir minni heimilisins. Meðan snæddur var lokaverðurinn, færði þjónustustúlkan Gunnari hraðskeyti sem kom frá næstu málþráðarstöð; hann las það, stóð síðan á fætur og mælti svo: „Okkur vantar hér í dag einn kæran vin, Axel mág minn; eins og við höf- um öil haft hlýjan hug til hans og ekki síst þennan dag, eins hefir hann og minst okkar; hér er hraðskeyti frá honum og hljóðar svo: „„Elsku systir! Kæri vinur! „„Heill og gæfa gleðji ykkur bæði i „ „dag og haldi hendi sinni yfir ykk- .,,,ur framvegis. „ „ Eg er orðinn hluthafi í félaginu „ „Lange & félagar. Hefi góða at- „„vinnu, góð laun. Nákvæmar í bréfi „ „síðar, Alúðar heilsan til allra, en „ „fyrst og fremst til foreldranna og „ „hersisins. „ „Mágur þinn A x el““ „Pessi dagur færir okkur þau gleði- tíðindi að Axel hefir fengið þá stöðu í þjóðfélaginu er var honum bezt að skapi. Eg hef nú reyndar grun um, að liers- irinn hafi haft hér hönd í bagga með, en eg er einnig viss um hitt, að atgerfi hans sjálfs hefir rutt honum bezt braut- ina. Axel þurfti aðeins að komast brott og taka til starfa, þá mundi alt vel fara. Drekkum svo öll minni hans" Pá stóð upp herðibreiður maður af bekknum, var það Lars frá Breiðabóli og mælti stundarhátt: „Má eg svo að endingu minnast hús- ráðendanna og kveðja þá —. Pað dug- ar hvorki einstökum mönnum né sér- stökum stéttum að einangrast; girða í kringum sig með rambygðum múr- vegg; geri menn það, er þar með vak- in tortrygni og rangsýni gagnvart öðr- um út í frá. Petta á jafnt við hjá okk- ur bændunum og þeim er við nefnum, stórmenni — —. Pví meiri gæfa er það þegar svo veit við, að hafa jafn ágæt- an sáttasemjara og meðalgöngumann meðal stéttanna og hin unga fagra brúð- ir hefir reynst; hún hefir opnað augu mín og ef til vill okkar allra og losað mig þar með við raman og rótgróinn hleypidóm. Nú óska eg, óðalsbóndinn eftir að kveðja sýslumanninn og frú hans og vona framvegis, að meðal vor og ykkar stórmennanna megi verða góð samvinna og farsæl sanngirni með vin- samlegri kynningu“. Endir. ,Kong Inge‘ strandaður. Hraðboði kom hingað í dag til kon- súls Otto Tuliniusar, hafði meðferðis bréf frá skipstjóra F. Schiötz. Var það ritað um borð í »Kong Inge» síðastl. laugardagskvöld og færði þærfréttir, að «Kong Inge» hefði strandað vestanvert á Flatey á Skjálfanda þá um morgun- inn (22. þ. m.) kl. 5. Menn björguð- ust allir. Ægissandur var þar fyrir er skipið strandaði. Botn þess brotnaði all- ur nema á þeim parti, er var undir gufu- vélinni. Um daginn var bjargað póst- flutningi og öðru er unt var. — Okleyft er talið að ná skipinu út aftur. — «lngi kongur* var á leið til útlanda héðan frá Akureyri. Fór héðan kl. 12. að kvöldi hins 21. þ. m. Var þá dimt um nóttina og hvassviðri mikið af norðri er var allan daginn eftir. — Slys þctta er mjög leiðinlegt ekki sízt fyrir hinn einkar duglega og vinsæla skipherra F. Schiötz Messur. Sunnud. milli jóla og nýárs Lögmannshlíð kl. 5 e. h. Gamlaársdagur Akureyri — 6 e. h. Nýársdagur Glæsibæ — 11 e. h. s. d. Möðruvöllum — 1 e. h. I Revkjarvíkurblöðunum birtist 18. og 19. þ. m. svo hljóðandi yfirlýsing: »í tilefni af ávarpi til þjóðarinnar frá »þjóðræðismönnum«,»Landvarnarmönn- uin og einnm »Heimastjórnarmanni», lýsum vér yfir því, að „Heimastjórnar- flokkurinn« heldur sér við þann sam- komulags-grundvöll, sem þingmenn af öllum flokkum komu sér saman um í Danmerkurförinni. Að því leyti, sem 1. þm, Árnesinga með undirskrift sinni undir ávarpið hef- ir tekið upp nýja kröfu, er hann einn síns liðs í þingflokki »Heimastjórnar- manna«. * * Pessa yfirlýsing hafa 12 þingmenn stjórnarflokksins samþykt á fundi í Rvík og síðan hafa 8 þingmenn, er til hefir náðst gegnum talsímann, tjáð sig yfir- lýsingunni samþykka, Miðnefnd » Heimastjórnarflokksins « hefir verið falið að birta þetta. Fyrir hönd nefndarinnar Reykjavík 17. des. 1906. Tryggvi Gunnarsson. * * * Norðri var beðinn að flytja yfirlýs- ing þá er hér fer á undan, og verður hérmeð við þeirri ósk. Annars lætur ritstj. Norðra þess við getið, að hann hefir ekki getað séð, hvert gagn sé í því fyrir »stjórnarflokk« þann sem hér er svoskírður,að vera að fást við að lýsa á þann hátt, sem hér er gert afstöðu 1. þm. Árnesinga. Tíminn til þess var altaf næg ur, ef reynst hefði nauðsynlegt, þótt ekki væri það gert nú þegar. —— Úr heimahögum. Amtsbókavarðarsýslanin hérer veitt Jóhanni stud. Ragúelssyni. Hálfdán Jakobsson óðalsbóndi á Héðinshöfða var hér á ferð nú í vik- unni. Kom landveg sunnan úr Rvík. Tímarit kaupfélaganna. Fyrstahefti þess er væntanlegt í næsta mánuði. Sig- urður í Yztafelli var hér snemma í þ. m. að undirbúa útgáfu þess. ,Prospero’ fór héðau áleiðis til út- landa 14. þ. m. Farþegar: Jón alþm. í Múla og frú hans (til Seyðisfjarðar) ung- frú Oktavia Grönvold, Carl Lilliendahl kaupmaður og Páll Skúlason vcrzlunarni. (til Vopnafjarðar). ,Helgi kóngur* komsunnan um land 18. þ. m. Fór 20. áleiðis til útlanda. ,Ingi kóngur' kom 19. þ. m. Farþ: frú Oddny Vigfúsdóttir frá Vopnafirði og Hailgr. myndasm. Einarsson. Fór aftur áleiðis til útl. 21. Farþ. tíl Húsa- víkur: Sigtr. kaupm. Jóhannesson. Nýjar kvöldvökur heitir mánaðar- rit sem byrjað er að koma út hér í bænum (Prentsm. B. Jónssonar). Ætlar það að flytja sögur, kvæði, ýmsar grein- ar bókmentalegs efnis o. fl. Argangur- inn verður 30 arkir minst og á að kosta 3 kr. Frágangur allur góður. Utgefendur (hlutafélag) vilja borga há ritlaun fyrir góðar sögur frumsamdar og eiga þær að sendast til Pórhalls prent- ara Bjarnarsonar. Ritstjóri ,Glúms‘ kvað vera tíndur. Skilvís finnandi er beðinn að skila hon- um á prentsmiðjuna, því nú er illa far- ið að vanta handrit í »Glúm« „Hekla“ hélt samsöng mikinn kvöldin 15. og 16. þ. m. og tókst hann vel að dómi söngmanna og þeirra er vit hafa á slíku. Mörg af lögunum hafa ekki ver- ið sungin hér áður opinberlega og eitt þeirra er nýtt lag, fallegt eftir M. Einars- son. Heklungar leggja mikið á sig við söngæfingar og verja til þeirra miklum tíma og einnig fé. Menn ættu því að sækja vel söng þeirra. Dáin er 17. þ. m. úr berklaveiki ungfrú Brynhildur Jósefsdóttir járnsmiðs Jóhannessonar á Oddeyri. Hún var sið- prúð stúika og efnileg að eins 17 ára að aldri.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.