Norðri - 14.01.1908, Blaðsíða 3
NR. 2
NORÐRI.
7
Úr bréfi
af Seyðisfirði á jólaföstu.
Margskonar framtakssenii hefir aukist
hér mjög hin síðustu ár, og langar
okkur til að mega kalla það framfarir, þótt
litið sé smáum augum á okkur frá hin-
um kaupstöðunum.
ÍFólkinu hefir fjölgað töluvert, og mun
■ná vera lítið innan við 1000 í bænum.
I fúsabyggingar hafa verið miklar þetta
ár; er þar fyrst að nefna barnaskólann,
sem er niikið hús og veglegt, og mun
það hafa kostað um 30 þús. kr. "St-
Th. Jónsson konsúll liefir bygtstóraog
vandaða sölubúð með nýtízkulagi og
allskrautlega, og allmörg íbúðarhús hafa
verið reist; eru þau flest fríðari og
skrautlegri en áður hefir verið venja
hér. Síðast en ekki sízt má geta þess,
að Jóhann Hansson, vélasmiður, hefir
komið upp verkstæði; er það hús úr
steinsteypu. Rar fæst aðgerð á vélum,
stærstu bátamótorum og smærri vélum.
Er það fyrirtæki hið þarfasta.
Tveir kaupmenn'í félagi hafa þessi 2
ár haft allmikla kolaverzlun við útlenda
botnvörpunga, mest franska. Munu þeir
hafa haft talsverðan hagnað af þeim
viðskiftum, og vinna sú, er það veitir
verkamönnum bæjarins, er mjög mikil.
Þetta ár hafa þeir fengið í vinnulaun
við þessa kolaverzlun vel 15 þús. kr.
Rað er um 8000 tonn sem verzh n þessi
hefir humið þetta ár.
Nokkrir kaupmenn hafa í félagi keypt
fisk af þýskum botnvörpungum. Mun
það vera hér um bil 40 þús. kr. Vinnu-
laun borguð verkamönnum bæjarins við
móttöku og verkun þessa fiskjar mun
vera um 8 þús. kr. Einhvern hagnað
hafa og hlutaðeigandi kaupmenn af þess
um fiskkaupum.
Af þessari framtakssemi kaupmanna,
hefir hafnarsjóðurinn og miklar tekjur,
einkum af kolaverzluninni og eru tekj-
ur hans nú þetta ár um 7 þús. kr.
Síldveiðafélagið, Aldan‘, sem erhluta-
félag með bækistöðu hér á Seyðisfirði,
hélt út í sumar iitlu gufuskipi, er það-á.
Skipið var áður skotbátur hvalveiða-
manna, og seldi félagið mest af aflan-
um í beitu og fékk hátt verð fyrir. Er
mælt að það hafi selt beitusíld fyrir
meira en 30 þús. kr., og saltaði að
auki nokkur hundruð tunnur til útflutn-
ings.
Hér er talsvert niikil mótorbátaútgerð
eins og kunnugt er, og hafa margir var-
ið ærnu fé til að kaupa þá og g’era
út þessi árin. Auðvitað er mikill
hluti þessa framkvæmdur með lánsfé.
Af aflabrögðum í ár er það að segja,
að flestir bátar hafa fiskað sæmilega og
sumir vel. Mætti því ætla, þegar litið
er til þess, í hve háu verði fiskurinn
hefir verið, að hagur þeirra, er útgerð-
ina reka, væri atlgóður. En þó mun svo
í r/iun og veru ekki vera. Útgerðin er
afardýr og mun hagur sá, er atvinnan
gefur, lenda að miklu leyti í vasa sunn-
lenzkra sjómanna, seni þó eru margir
ekki miklir atgervismenn eins og geng-
ur.
f*að verður, þegar á alt er litið, eigi
annað sagt, en að árferði hafi að flestu
leyti verið gott hér í Seyðisfirði. F*ó mun
nú fjárhagur almennings ekki vera betri
en stundum áður. Rað brennur við
þetta gamla, að eyðslan vex að minsta
kosti eins mikið og tekjurnar þegar vel
árar
Flestum eða öllum kemur saman um
eitt, að vera óánægðir með baukann. Rað
er nú fyrir sig þótt rentan sé há. Hitt
er verra, að lán fæst ekki. Það er eigi
til neins að bjóða góða jörð eða hús-
eign að veði, hvað þá fisk í salti, seni
mikið er til af nú. Lánið fæst ekki.
Menn vorn búnir að venja sig á að geta
fengið peninga í bankanum til ýmsra
þarfra fra nkvæmda, og hafa ýmsir hætt
sér töluvert langt í því. Nú, þegar at-
vinnuvegirnir hafagengið vel, og alt virtist
geta gengið þolanl., þá er alt í einu
tómahljóð í kassanum. Retta hlýtur að
hafa hinar óheppilegustu afleiðingar og
er eigi unt að gezka á, hve mikið tjón
það bakar okkur hér. Er nú þetta eins
á Akureyri? — Eða ætlar íslandsbanki
að hafa okkur útundan, hafa okkur fyr-
ir olnbogabörn, eins og Landsbankinn
og þeir, er að honum standa, hefir gert
frá upphafi sinna vega? — Pað er víst,
að við teljum okkur ómaklega misboð-
ið með öllum þessum aðförum.
Landsbókasafnið. Yfirbókavörður
er settur Jón Jakobsson alþm. með 3000
kr. launum, fyrsti aðstoðarmaður dr.
Björn Bjarnarson frá Viðfirði með 1500
kr. launum og annar aðstoðarmaður
Jón Jónsson sagnfræðingnr með 1000
kr. launum. (Símfrétt.)
Slysfarir. Bátur fórst í fiskiróðri frá
Isafirði 19. des. Fjórir menn er á voru
druknuðu allir. Tveir þeirra giftir og
áttu börn. Allir ábeztaaldri. (Símfrétt)
Landburður af fiski við ísafjarðar-
djúp að undanförnu. (Símfrétt)
Faxaflóabáturinn ,Reykjavík‘ hættir
að ganga um nýjár. ,Qeraldine‘ held-
ur ferðum uppi til vors. Pá tekur við
þeim gufubátur er nú er í smíðum er-
lendis og á að heita ,Ingólfur‘, (Simfr.)
Prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi
er settur sr. Árni Björnsson á Sauðár-
krók. (Símfrétt.)
Prestaköll laus. Sr. Helgi Árnason
í wlafsvík sækir um Kvíabekk í ulafs-
firði og aðstoðarprestur hans Sigurður
Guðmundsson sækirum Desjarmýri aust-
ur. (Símfrétt.)
lsland- Færö- Kompagnie.» (ís-
lands og Færeyja- félag,) heitirnýstofn-
að hlutafélag; er aðaltilgangur þess að
stunda fiskiveiðar yið ísland, bæði á
eigin skipum og í samfélagi við þá
Dani er byrjuðu fiskiveiðar hér við land
síðasta ár. En inn í félagið hefir geng-
ið (líkl. verið aðalforgöngumaður þess?)
konsúll Lauritzen í Esbjerg, með þau
gufuskip ogseglskip, er houum tilheyra.
Inn í félagið gengur sömuleiðis umboðs-
verzlun stórkaupm. Jóhanns’ Balslevs í
Khöfn ; eru auk þeirra Lauritzen í
stjórn félagsins kapt. Trolle, Krabbe
yfirréttarmálaflutningsmaður og Ágúst
Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði.
Félagið hefir náð ráðum á mjög hent-
ugum stað (Hr.fnarf irði ?) á íslandi
og ætlar sér að reyna að ná samvinnu
við fiskimenn á Islandi og Færeyjum,
»til þess að ná hagsmunum þeim, sem
samvinnan getur veitt.»
Hlutaféð er hálf miljón króna.
(Eftir «Dannebrog« 6. desember)
FRÁ 1. janúar 1908 verður
Bóka verzlunin
i Glerárgötu 1, Oddeyxi
rekin á kostnað undirritaðs.
Bokaverzlunin er að jafnaði birg
af allskonar íslenzkum bókum. F*ar fást
kenslubækur, fræðibækur, kvæðabækur,
söngbækur, skemtibækur og baruabækur.
Útlendar bækur pantaðar eftir sam-
komulagi.
Bókaverzlunin hefir einnig ýmis-
konar ritföng. F>ar á meðab Pappír í
stórum og smáum örkum, Pappírsbæk-
ur í Folio ,do. í ^ta Kladda, penna,
blek, blýanta, umslög, strokleður, þerri-
pappír o. m. fl.
Kristjan Guðmundsson.
Munið eftir verzlun
Jósefs Jónssonar
Strandgötu 7, Oddeyri
Ó T PENIN G U
M
út í hönd s.lur undirritaður allskonar vörur með alt að 10 prc. afslætti til febrú-
armánaðarloka, þegar keypt er fyrir minst eina krónu.
Akureyri 13. jan. 1908
Páll Porke/sson.
Vatnsleiðslurör
og alt þeim tílhsyrandi útvegar bezt og ódýrust " ^
\ J' Gunnarsson. í*
jfy*VSc*¥*¥*¥*¥¥*»*¥*¥*¥*¥*»K
BIÐJIÐ kaupmann ydar um
Edelstein, Olsen & Coi.
beztu og ódyrustu
_ f j Cylinderolm
Mótorolíu
Kardólineum,
Tjöru o. fl. o. fl.
Ingim. Einarsson
Stavanger
Islandsk-Norsk Agentur og Commissionsforr»tning.
Eneforhandler for Island fór den anerkjendte Smörfabrik
»Orion« Bergen.
Diverse Fiskeriredskabefabrikke
Motoren „AVANCE“
Höi — Kartofler köbes bílligst hos mig.
Fabriks-Agentiirer.
Mit Contoir og Prövelager er
Nieis Ebbesensvej 25, Köbenhavn.
F. C. Moller.
Telegramadresse „Husk“.
Til almennings
Pað mun almenningi kunnugt, að Alþingi íslendinga hefir á síðasta sumri
lögleitt gjald af hinum mikilsmetna og viðurkenda KÍNA-I ÍFS-ELIXÍR, sem eg
undirritaður bý til, óg samsvarar það gjald 2/a hlutum af flutningsgjaldinu.
Vegna þessa óeðlilega háa gjalds, er mér kom mjög á óvart, og líka vegna
þess að öll óunnin efni hafa hækkað mjög i verði, get eg því miður ekki kom-
ist hjá því að hækka verðið á Kína-lífs-eiixírnum upp í 3 krónur fyrir flösk-
una frá þeim degi er fyrnefnd lög öðlast gildi; og ræð eg því öllum þeim, er
neyta Kína-lífs-elizírs, sjálfra þcirra vegna, að birgja sig upp fyrir langan tínia,
áður en verðhækkunin kemur í gildi.
Valdemar Petersen.
Nyvej 16.
Friðrikshöfn Kaupmannahöfn V.
HOLLANDSKE SHaGTOBAKKER
G o l d e.n S h a g
með de korslagte Piber paa grön Ai-
varseletiket
R h e i n g o l d,
S p e c i n l S h a g,
B r i 11 i a n t S h a g,
Haandrullet Cerut « L o R o y a l»
Fr. Christensen & Philip.
Köbenlmvn.
,Norðril kemur út á hverjum þriðjudegi
52 blöð um árið. Árgangurinn kostaa 3 kr.
innanlands en 4 kr erlendis; í Ameríku einn
og hálfan dollar. Qjalddagi er fyrir 1. júlí
nr hvert. Uppsögn sé bundin við árgauga-
mót og er ógild nema hún sé skrifleg og
afhent ritstjóra fyrir t. seft. ár hvert.
Auglýsinga kosta eina krónu fyrir hvern
þum'. dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrstu
síðut Með samniugi við ritstjóra geta þeit
sem auglýsa mikiðfengið mjögmiklnn afslát*.