Norðri - 14.04.1908, Blaðsíða 2

Norðri - 14.04.1908, Blaðsíða 2
58 NORÐRI. NR. 15 NORÐRI Gefinn út af hlutafélagi. Ritstjóri: Jón Stefánsson. Skrifstofa Hafnarstrœti 3. Prentsmiðja B. Jónssonar. lega, en þurfa nú við brottför G. H. að hækka daggjaldið, og borga í ofaná- lag stóra skuld, sem hvortveggja var óum- flýjanlegt, eftir því sem í pottinn var búið. En svo vil eg láta uppi álit mitt um orsakir til þess að spítalinn er svona illa staddur, og fjárhagur hans svo bág- borinn. Fyrsta orsökin mun vera sú að spítal- inn mun hafa verið mjög illa bygður, Og hef eg það eftir héraðslækni og fleiri merkum mönnum. Til sönnunar því má geta þess, að það hefirþurft að kosta töluverðu fétil endurbóta spítalanum, stundum árlega. og nú eru sjúkrastofurnar svo kaldar og mikill súgur í þeim að ráðið er að gera við þær, Svo sjúklingunum verði lífvænt í þeim. Pað mun margan hafa furðað á þessu, því menn munu hafa treyst svo byggingarfræði G. H., eftir því sem hann hafði rætt og ritað um það mál, að líkindi væru til að spítali sá, sem hann hafði umsjón með að byggja yrði bæði traUst og varanleg stofnun, sem ekki þyrfti endurbóta við árlega. En á þessu hafa orðið mistök, hver svo sem orsök- in er. Það sést á reikningum spítalans, að hann hefir staðið sig fjárhagslega bezt fyrstu árin, en fjárhagurinn farið svo hnignandi ár frá ári. Til þess er sú orsök, að meðan spítalinn var nýr hefir tninna verið upp á hann kostað. Svo fékk hann, árið 1902, 1200 kr. úr land- sjóði, sem spítalanefndin hefir getað var- ið á einhvern gagnlegan hátt. A með- an tröllatrúin var sem mest á G. H. sem skurðlækni, voru tekjur af spítalan- um miklar. Árið 1903 voru tekjurnar 6230 kr. en aftur voru þær 1905 komn- ar niður í 3800 kr. Pað var því ekki nema eðlilegt, þó illa gengi að halda fjárhagnum í jafnvægi,því ekkert sjáanlegt var reynt til að auka tekjurnar, þrátt fyrir það þótt útgjöldin færu vaxandi, en tekjurnar minkandi. Pað er eftirtektarvert að um 1906 fer fjárhagur spítalans fyrir alvöru að fara versnandi, og á þeim tíma fara starfs- kraftar G. H. að dreifast. Þá fer hann fyrir alvöru að vasast í kosningum og pólitík, og tröllatrúin mun hjá ýmsum hafa um þær mundir þverrað og menn farið að sjá að G.H.helgaði eigi læknis- fræðinni alt sill starf, heldur hafði fleiri járnin í eldinum, sér og öðrum til skaða. Pað tjón, sem hlotist getur af slíku, ekki einasta fyrir alt landið, heldur fyr- ir stofnanir og einstaklinga, það getur orðið óútreiknanlegt. Eg álít rétt að geta þessa, því það er sannfæring mín, að ef G. H. hefði helgað spítalanum og læknisfræðinni ó- skifta krafta sína, þá væri spítalinn betur staddur nú efnalega og G. H. í meira áliti hér alment í Eyjafirði. Petta þori eg að segja óhikað, án þess að óttast »rottunag« G. H. eða »rógburð« «NorðurIands.« Svo hefi eg í fám orðum skýrt fjár- hag spíítalans, og bent á orsakirþær, er helztar eru því valdandi að svona er komið. Ef spítalanum á að vera fjár- hagslega borgið í framtíðinni, þá verð- ur sýslan að leggja fram til styrktar hon- um 250 kr. árlega og daggjald sjúkl- inga, er var hækkað upp um 15 aura á dag, að standa í stað. Að öðrum kosti er ekki annað sjá- anlegt, en að vér verðum að framselja spítalann kaþólskum, er munu verafús- ir á að taka hann að sér. Hér er um tvo vegi að velja fyrir fá- tæka alþýðu. E. T. Heilsuhælið. Áheit, dánargjafir, minning- arsjóðir o. fl. Heilsuhælið hefir auðgast af gjöfum víðsvegar að og það hefir orðið fyrir allmörgum áheitum, en það á líka að bæta sárasta heilsubrestinn, það á að veita hjálp við þeim sjúkdómi, sem er lang-tíðasta dauðamein æskulýðsins, það á að verja dauðanum vorgróða þjóð- arinnar, og það á aldrei að gera sér mannamun; ef 2 d.repa að dyrum og beiðast gistingar, annar fjáður en félaus hinn, þá sæmir ekki annað en bjóða þá báða jafn velkomna, taka við gjaldi fyr- ir greiðann af þeim, er goldið geta, en hýsa hina ókeypis, sem félausii eru. Ýmsir munu geta greitt fulla meðgjöf, aðrir nokkra meðgjöf; en margur mun koma að Vífilsstöðum með veikt brjóst- ið og tómar heridurnar, og hver vill þá standa í dyrum og segja við komu- manninn: «Hér er autt rúm, en þig hýs- um við ekki, þér hjálpum við ekki, þú verður að segja þig til sveitar, góður minn, eða fara í gröfina, fyrst þú getur ekkert borgað. Peningana eða lífið!« Pjóðin hefir tekið heilsuhælinu tveim höndum. En það veit eg að þetta vill hún ekki. Sönn mannúð spyr ekki um heimil- isfang, leitar ekki að sveitfesti, þreifar ekki í vasa þeirra, er sjúkir eru og hjálparþurfa. Heilsuhælið á Vífilsstöðum á að verða athvarf a 11 r a brjóstveikra manna hér á landi, eftir því sem rúm leyfir, án nokkurs tillits til fjárhags sjúkling- anna. En til þess að veita mörgum sjúk- lingum ókeypis vist, þarf mikið fé ár frá ári; það verður hælinu um megn, nema því berist gjafir, auk árstillaga fé- lagsmanna í heilsuhælisfélaginu. Heilsuhælið er gjafa þurfi. Islendingar kunnu fyrrum að gefa. Fyrri alda menn voru ekki fjáðari en við, sem nú lifum. Og þá gáfu þeir hver í kapp við annan. Peir gáfu til þess er þeir þektu bezt og töldu þarf- ast og nytsamast allri alþýðu. Peir gáfu klaustrum og kirkjum. Fáfróðir menn ætla að flestar gjafir til kirkna á fyrri öldum, hafi verið nauð- ungargjafir, sprotnar af helvítishótunum og ofbeldi klerkanna. En sannfróðir menn neita að svo hafi verið, heldur hafi flestar gjafirnar flotið af einlægri ást á kirkju og kristindómi. Sú ást mun hafa kólnað. Menn hafa hætt að gefa, týnt því niður, gleymt því að miklu leyti. Petta á ekki heima um aðrar þjóðir. í öðrum löndum kunnamenn enn aðgefa. Par telja allir stórefnamenn skyldu sína að láta eitthvað af hendi rakna til al- menningsheilla. Og dánargjafir eru þar algengar enn sem fyr. Barnlausir menn láta sjaldan eigur sínar hverfa í gráðugar lu'tir fjarskyldra ættingja, gefa þær held- ur eftir sinn dag til einhvers góðs og þarflegs. Nú á dögum ganga þó ekki gjafirn- ar allar til kirkna. Nú er mest gefið sjúkrahúsum, eða til þess að líkna á einhvern hátt sjúk- um mönuum, Svo mikið kveður að þessu, að í sumum löndum veita flest sjúkrahús öllum sjúklingum ókeypis vist, hvaðan sem þeir koma; þar berast sjúkrahús- inu allskonar gjafir, ótal gjafir, smáar og stórar, frá ríkum og fátækum, sífeld- ar gjafir, ár eftir ár, svo að gjafaféð nægir fyrir öllum útgjöldum. Mjög margir íslenskir sjúklingar hafa, vita menn, notið ókeypis vistar, hjúkr- unar og hjálpar í enskum sjúkrahúsum, einkum í Edinborg (Royal Infirmery). Par í landi er alstaðar völ á ókeypis sjúkrahússvist og flest sjúkrahúsin kost- uð eingöngu af gjöfum ' góðra manna. Heilsuhælinu er ætlað að lifa á gjöf- um góðra manna. Pað er alsiða í Englandi og víðar, að menn arfleiða eitthvert sjúkrahús að aleigu sinni eða ánafna því ddnargjöf, má sjá minningarspjöld um margarslík- ar gjafir í öllum enskum sjúkrahúsum. Pað er einnig mjög algengt, að sjúkrahúsum er géfin fúlga, til skilið, að gjöfina skuli varðveita óhrærða, en verja vöxtum til að greiða að staðaldri legukostnað eins sjúklings; er þá oft að gefandi skírir sjóðgjöf sína nafni einhvers látins ættingia síns eða ástvinar, Ýms ensk sjúkrahús eiga fjölda þessara minn- ingarsjóða, og mætti kalla þá sængur- fúlgur, því að víða er venja að rita nafn hvers sjóðs á höfðagafl einnar sjúkrasængurinnar, til rnerkis um, að sjóðurinn líkni þeim, er þar hvíla. Mér er t. d. í minni eitt sjúkrahús í Lund- únum, fyrir börn, St. Ormond Hospital; þar sá eg eirspjöld á fjöldamörgum höfðagöflum rúmanna og á þau letruð nöfn ýmsra minningasjóða eða gefenda. Eitt spjaldið bar nafn Alexöndru drotn- ingar, þann sjóð hafði hún gefið. En mér var sagt að flest væru sjóðsnöfnin heiti látinna barna; hefðu foreldrar þeirra gefið sængurfúlgurnar. «Pessi spjöld eru meira verð en leg- steinar í kirkjugarði,« sagði ein hjúkr- unarkonan við mig. Pví munu allir samsinna, einnig hér á landi, og einhverjir, vonandi, láta það ásannast. Rúmin í heilsuhælinu mega ekki vera færri en 50. En af hverjum 50 sjúklingum, sem þangað þurfa að komast, munu jafnan margir félitlir og sumir gersnauðir. Peim þarf að líkna. Heilsuhælið þarf að eignast marga minningarsjóði. Og mér er sem eg heiri spurt. «Hversu stór þarf minningarsjóður að vera til þess að ársvextir hrökkvi fyrir ársmeðgjöf eins sjúklings og megi helga sjóðnum að fullu og öllu eitt rúm í heilsuhælinu?« 10,000 krónur. G. Björnsson* *) Menn eru beðnir að lesa fyrri ritgerðir mínar um heilsuhælið: 1. Hvar á heilsuhælið að vera? (Lögrétta 8. tbl. ’08; ísafold 9. tbl. ’08 Pjóðviljinn 10. tbl. ’08 Pjóðólfur 11. tbl. ’08; Fjallkonan 9. tbl. ’08) 2. Stærsta félag landsins. Tala félagsmanna. Árstillög. Gjafir. Eigur félagsins. (Lögrétta 9. tbl. ’08; Templar “/n’08 Ingólfur 11. tbl. ’08.) 3. Staðurinn fundinn. (Lýsing á Vífilsstöð- um. (Lögrétta 10. tbl. ’08; Þjóðviljinn 13. tbl. ’08.) 4. Um varnir gegn berklaveiki á íslandi. (Lögrétta 54. tbl. 1906 og í fleiri blöð- um um sama leyti.) G. B. Enska þingið* T vö afar-torsótt frumvörp liggja fyrir hinu enska þingi: skólamálið og of- drykkjan. Hefir hið frjálsa ráðaneyti Campbell-Bannermans heitið að koma þeim báðum í lög á næstu tveim árum eða falla ella.* Drykkjufrumvarpið (Bill) ákveður að fækka skuli veitingahúsum aðþriðjungi, eða nálega um 30,000 húsum, en það er um 100 í kjördæmi hverju. En hér þykir í meira ráðist en nokkurri menskri stjórn sé kleift, enda segir Mr. Stead, að sú muni reyndin verða, og aldrei fáist fullur sigur fyr en konum Englands og í Wales sé gefin atkvæðisréttur, (franc- hise). — En á móti magnaðir auð- menn og sérréttindamenn, auk hins mikla múgs, sem vanist hefir vínnautn og allskonar sjálfræði frá alda öðli. Svo bætist ofan á öfgar og óþreyja bindind- isvinanna sjálfra, sem engin lög kunna til hófs að stilla. Er það og furðu smátt, sem hin volduga þjóð hefir en sem komið er afrekað í bindindisstefnuna, enda Skotar enn minna, þótt tólfunum kasti á írlandi! Ef satt skal segja, hefir gyðja hófseminnar aldrei átt öndvegis- sæti hjá ríkisstéttunum áEnglandi. Mund- um við betur skilja hvað satt er í því ef við lifðum þann dag, að við heyrð- um frumvarp um aðflutningsbann bor- ið upp á þingi þeirra. Skólalögin nýju, eða fyrsta frumvarp þeirra, hafa nú verið á dagskrá þar í Iandi (fyrir England og Wales) í lOár, eða lengur. Mc. Kenna heitir sá, sem nú hefir lagt frumvarp sitt fram, og þykir það fara einna beztan meðalveg milli hinna tveggja aðalflokka, sem sé ein- göngu veraldlegrar kenslu á alsherjar kostnað, ellegar trúarflokka kenslu, sum- part á ríkiskostnað. En í fyrstu vildu ríkiskirkjumenn einir ráða, ef ekki öllu, þá því, að trúarbrögð skyldu kend í öllum skólum, sem næst 'trúargreinum biskupakirkjunnar. Eftir þessu frumvarpi má engan eyri borga nokkrum trúarflokka skólum, enda má enginn kennari kenna trúarbrögð á hinum lögskipuðu kenslu- stundum í einstökum sveitaskólum, sem svo eru kallaðir, en það þýðir þar, sem enginn skóli er fyrir nema skóli vissrar kirkju. Pó skal öll trúarfræðakensla einn- ig á þeim skólum vera einungis kreddu- laus og samhljóða algildri guðfræði. Skal sú kensla veitt á undan skólakensl- unni. Kennarar skulu ekkert próf taka í guðfræði Ýmsar smærri ákvarðanir eru gerðar og undanþágur kirkjumanna, þó heldur af skornum skamti. Má því enn búast við vörn ef ekki sókn af klerk- anna hálfu. Enn hafa Englendingar önnur tvö stórmál á þingi: Aukning flotans og eink- um vígbúnað hans er annað. Liggja tvö utanríkismál allþungt á stjórn og þjóð. Annað er, að leysa hina miklu ánauð Kóngóríkis negranna, sem hinn mikli mammons sonur Leópold gamli Belgakonungur hefir nú í 20 ár verið að myrða til fjár. Hafa nú margir mann- vinir Breta svarið, að nú skuli hefjast handa, ef hið kórónaða þrælbein og þý hans bæti ekki ráð sitt. Þá er Tyrk- inn og ólagið í Makedóníu. Ætla menn að heila flotadeild þurfi þangað að senda. Hitt málið er eftirlaunalög verkafólks; mun það enn eiga nokkuð langt í land, því þar sem annarsstaðar eru ýmsir þröskuldar í vegi fyrir allsherjar*réttar- bótum. Kvenfrelsismálið er eitt, og á engu má Ijósara sjá, hve íhalhssöm hin *) Eftir að þetta er ritað hefir oss borist símskeyti það er vér birtum í dag um að hann sé farinn frá stjórn.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.