Norðri - 19.12.1908, Blaðsíða 1
V'~V
III. 50.
Akureyri laugardaginn 19. desember
Ritstjóri: JON STEFANSSON Hafnarstræti 3.
1908.
Ósannur fréttaburður
hrakinn.
I haust fluttu Frumvarpsféndablöðin
símskeyti um að prófessor Finnur Jóns-
son í Khöfn hefði ráðið Dönum frá
»minstu breytingum» á Frumvarpinu ís-
lendingum til geðs. Það var reyndar
auðséð, á skeytinu, að það fór ekki
með sannleikann, enda vissu allir sem
þektu drengskap prófessors F, J. að
svo gat ekki verið sem skeytið sagði,
Jafnvel þó prófessor F. J. sjálfum
hefði þótt Frumvarpið alveg óaðfinnan-
Iegt í alla staði, mundi hann aldrei hafa
farið að spilla fyrir máli landa sinná
við Dani, enda reyndist svo, því þegar
próf. F. J. vissi um rógburð þenna
sendi hann skeyti til «Lögréttu« svo
hljóðandi: «Símfrétt um mig Loka
lýgi.* Hefir hann eðlilega orðið sár í
skapi yfir fréttaburðinum og viljað leið-
rétta hann tafarlaust sem rétt var.
Nú nýlega flutti «Lögrétta svo grein
frá prófessornum um þetta mál, og af
því það hefir verið notað af Frumvarps-
féndum til að reyna að ófrægja F. J.
þykir oss rétt að láta «Norðra» flytja
grein hans.
Pað er hart fyrir hina frægustu syni
þjóðar vorrar, sem eins og prófessor
Finnur |ónsson eru til sæmdar í hví-
vetna meðal framandi þjóða, að slíkar
aðdróttanir og þær, er fólust í sím-
skeyti þessu, skuli vera kveðjurnar sem
þeir fá heiman frá ættjörðinni. Vonandi
fer þess háttar ófögnuði að létta af.
Greinin er svohljóðandi:
«í símfrétt til Reykjavíkurblaðanna hef-
ir einhver náungi hér í Kaupmannna-
höfn leyft sér að segja: «Finnur Jóns-
son ræður Dönum frá minstu breyting-
um«*) Ef hér er átt við mig, sýna þessi
orð, að það er ótrúlegt hvað sumir
þorparar ieyfa sér að bera á borð fyrir
fólk. Ressi síðustu orð hafa ekki í sér
hinn minsta gneista af sannleik. Að
líkindum mun hér átt við ummæli í
greinum, setn eg hefi ritað í «Dansk
FoIkestyre> og «AtIanten», aðra eða
báðar — eg hefi enga ræðu haldið hér í
haust um íslenzka pólitík; á fundi þeim,
er próf. H. Matzen hélt sína ræðu fyrir
skömmu, var eg ekki. í nefndum greinum
er skýrt frá kosningaúrslitunum aðal-
lega. Eg dreg auðvitað enga fjöður yf-
ir mína skoðun á úrslitum þessum, að
eg álít þau mjög sorgleg, eins og eg
hefi hins vegar ekki dulið, að mér þyk-
ir nefndaruppkastið ágætt, eins og það
er, og mikið í húfi, ef því verður hafn-
að. Rað eru fleiri íslendingar en eg,
sem hafa þá skoðun (sbr. þá hálfa fjórðu
þúsund og vel það, er gieitt hafa “at-
kvæði með því) og þar á meðal menn,
sem hafa heyrt þeim til, sem hafa haf-
ið landvarnarstefnuna. Eg hefi heldur
ekki dulið, að eg væri hræddur um,að
miklar breytingar á uppkastinu kynni
að verða því til hnekkis; »varla mikið
útlit (næppe megen Udsigt) tilaðbreyt-
ingar verði hægt að fá hér í Danmörku*
eru öll mín orð; það eru kvíðaorð, er
hver maður hlýtur að undirskrifa, sem
lesið hefir «bláu bókina»; þar að auki
hafði eg heyrt ummæli ýmsra danskra
manna í þá stefnu, er hér er átt við.
Að telja þetta andmæli gegn breytingum
frá mér, er fals ef ekki annað verra.
Rétt svo að segja í sömu andránni
»l«rif*ði eg »Atl*nto«-greinin« og í henni.
stendur svo orðrétt: Hvernig »menn af
Dana hálfu snúast við slíkum breytingum
[sem óskað er] er ómögulegt að segja
neitt ákveðið [sbr. hin orðin, er til-
færð voru — hvoritveggju orðin eru
náskyld] en æskilegt vœri aðfinna mœlti
ráð til að bjarga nefndartillögunum »,
og svo bætti eg^ við, að eftir því sem
eg þekki til [á íslandi] séu þess konar
óskir almennar meðal alþýðu á íslandi.
Heldur nú nokkur óbrjáluð sál, að í
þessum orðum felist ráðlegging tii Dana
um að hafna öllum breytingum? eða að
tillögunnm verði bjargað án breytinga?
— orðum, sem eru ótvíræðlega hið gagn-
stæða, ef satt skal segja. Meira en þetta
þarf ekki til að sýna, hvað ósatt það er,
sem símfréttin segir um mig. Eg óska
einskis framar, en að sætt með Dön-
um og Islendingum geti gengi saman,
en eg er vondaufur — eg játa það —
ef íslendingar gefa ekkert til þess sjálf-
ir að vel fari en alt til þess að æsa og
stríða. Hitt er ekki kynlegt, þótt Dön-
um þyki nú aífer/i íslendinga furðu
gegna er þeir hafa fengið allar óskir
sínar uppfyltar og kröfur er þeir hafa
barist fyrir í meira en hálfa öld, allar
segi eg og meira til. Full ástæðaværi
til að fara um þetta fleirum orðum, en
það má hjá líða í þetta sinn.
Það er full ástæða til að skora á
betri blöð íslendinga um að hrista af
sér þess konar náunga sem þenna sím-
fréttarmann — um hin blöðin tala eg
ekki; þar fer saman kall og kýll. Betri
blöðin geta ekki hlítt því, að hafa fals-
ara fyrir fréttasímendur.
Khöfn, í október 1908.
Finnur /ónsson.
P. <S. Mér hefir dottið í hug, að
hin umræddu orð eigi að skilja svo:
«F. J. ræður D. frá minstu = ræður
til mestu breyt.« — og væri það ekki
fjarri öllu lagi. En það mun víst ekki
vera meiningin, enda hafa orðin ekki
verið skilin svo.
«$&**•
Voðalegur
hrakningur.
Skipstrand og manntjón.
Einu sinni enn er voðasögu að frétta
frá skipbrotasvæðinu í Skaftafellssýslu.
Segir Þjóðóffur svo frá:
«Að morgni hins 4. nóv. strandaði
enskt botnvörpuskip »Japan» að nafni
frá Hull, á Fossfjöru í Vestur-Skafta-
fellssyslu, skamt fyrir austan svo kallað-
an Veiðiós. Hafði skipið lagt á stað
frá Hull 31. okt., og sigldi þarna á
land í hvassviðri og bleitukafaldi. Var
þá háflóð er skipið kendi grunns, og
komust því skipverjar heilir á húfi á
land þá er út féll. Voru þeir 12 alls,
og héldu þegar af stað að leita bygða,
en lítt sást burtu fyrir sandbyl Lentu
þeir í síkjum þar á söndunum og özl-
uðu lengi í þeim, kom ekki saman um
hverri stefnu halda skyldi og skiftust í
tvo jafnstóra flokka 6 og 6, undir for-
ustu skipstjóra og stýrimanns. Eftir
nokkra stund hitti skipstjóri og föru-
nautar hans stiku, með spjaldi, er benti
í áttina norðr og vestur til bæjarins
Orustustaða á Brunasandi. Hefir Thom-
sen konstúl sett upp stikur þessar frá
Hvalwtó heim nð Ormtustöðu«ni C/Mr
alllangan tíma komust þeir 5 saman svo
heim að bænum, mjög aðframkomnir af
kulda og þreytu, en einn þeirra félaga
— annar stýrimaður — hafði orðið eft-
ir á sandinum, og hafði ekki fundist,
þá er síðast fréttist. Hinn hópurinn,
undir forustu fyrsta stýrimánns, hafði
haldið lengra til vesturs en hinn og
varð bóndinn á Sléttabóli á Bruna-
sandi, er var við fjárhús þar suður á
sandinum, var við tvo úr þeim hóp,
flutti þá heim til sín mjög aðfram-
komna, fór því næst að leita að hin-
um' og fann 3 þeirra en stýrimann ekki
Lík hans fanst daginn eftir þar fram á
sandinum.
Hér um bil á sama stað og skip þetta
strandaði nú, strandaði í fyrra annað
enskt botnvörpuskip «Premier«
Tvö skip reka á land.
Símfrétt frá Reykjavík.
Botnvörpugufuskipið -ACout» eign
Eiuars kaupmanns Rorgilssonar í Hafn-
arfirði Indriða Gottskálkssonar skipstjóra
og Björns kaupm. Kristjánssonar í Rvík
og fiskiskipið«Kópanes», eign Thorstein-
sens frá Bíldudal, höfðu bæðí ver-
ið til viðgerðar í »Slyppnum»í Reykja-
vík. Hinn þ. m, lögðu skipin af stað
til Hafnarfjarðar og hafði »Cout» þá
Kópanes í eftirdragl. Pegar komið var
suður fyrir Álftanfes, er sagt, að kað-
all sá er festur var í Kópanes frá gufu-
skipinu, hafi flækst í skrúfuna svo skip-
ið stöðvaðis, og skipin ráku undan vindi
og ráku í land nálægt Keilisnesi. Mann-
björg varð, en álitið, að bæði skipin
verði algjörlega ósjófær.
Talið er víst að bæði skipin hafi ver-
ið vátrygð.
t
Ingimar Sigurðsson
búfræðiskandidat.
Pví miður mun mega telja víst að
Ingimar Sigurðsson búfræðiskandidat frá
Draflastöðum hafi orðið úti þriðjudag-
inn 8‘ þ.m. Hann var á leið vestur að
Hólum í Hjaltadal, ætlaði að vera þar
kennari hjá Sigurði bróður sínum í vet-
ur, Lagði héðan úr bænum mánud. 7.
þ. m. og hélt þá vestur ac Púfnavöll-
um. Par gisti hann um nóttina og hélt
svo áfram ferð sinni á þriðjudaginn.
Hélt hann þá upp í svonetnd Héðins-
skörð, en þar er bratt vtða og hamr-
ar og ilt yfirferðar, og er á daginn leið
gerði stórhríð er svo hélzt nóttina eft-
ir. Á fimtdaginn fékk svo Sigurður
skólastjóri á Hólum fregnina um ferða-
laga bróður síns og gerði þegar gang-
sköð að því að leita hans. Var svo leit-
að af fjölmenni á föstudaginn, laugar-
daginn og sunnudaginn en árangurlaust.
Ingimar sál, var tæpra 28 ára gamall.
fæddur 23. maí 1881 og voru foreldrar
hans rherkishjónin Sigurður Jónsson
og Helga SigurðKrMðttir er lttígrt bjugg*
á Draflastöðum í Fnjóskadal og áttu mörg
börn vg mannvænleg. Ingimar var af
þeim yngstu, ólst hann upp hjá foreldr-
um sínum unz hann fór á Hólaskóla
og var þar við búfræðisnám veturna
1902 —’04. Að loknu námi þar fór
hann til Svíþjóðar og fullnumaði sig í
búfræði á skóla í Norðurbotnum í Sví-
þjóð, sumarið eftir var hann við til-
raunastöð í Luleá í Svíþjóð og ferðað-
ist þá einnig víða um Svíþjóð var á
ýmsum sýningum o. s. frv. Veturinn
eftir (1905 —’06 var hann á sláturhúsi í
Esbjærg í Danmörku, kom svo heim
sumarið eftir og var kennari á Hólum
um veturinn í stað Sigurðar bróður síns
er þá fór utan. — Eftir það var Ing-
imar sál. mest í þjónustu Ræktunarfélags
Norðurlands nema tvö síðustu haust
hafði hann yfirstjórn slátrunarhúss Kaup-
félags Eyfirðinga, og mun hann hafa
ætlað sér að gera það að aðalstarfi
sínu fyrst um sinn að leiðbeina mönn-
um í þeim efnum. Liggur þar þegar
mikið eftir hann, [því sú hreyfing sem
komin er á það mál er að miklu leyti
honum að þakka.
Pað er mannskaði mikill að Ingimar
sál. Auk áhuga síns og dugnaðar hafði
hann og ýmsa aðra góða kosti Allir
sem þektu hann vissu að hann var
góður drengur í hvívetna, ærlegur og
yfirlætislaus.
Slysfarir. Snemma í okt. fórst bátur
frá Vattarnesi íReyðafirði með 3 mönn-
um. Formaðurinn hét Guðmundur Jóns-
son frá Kaldalæk á Vattarnesi, hinir voru
2 Sunnlendingar, Gísli og Jón að nafni.
Báturinn fanst síðar á reki út frá Seley.
Guðbj. Björnsson frá Flateyri vestra
datt út af vélarbát á Önudarfirði 8. nóv.
s. 1. og druknaði.
Maður að nafni Kristján Pórðarson
druknaði af mótorbát úr Bolungarvík
29. okt. Hann var á heimleið frá ísa-
firði en datt útbyrðis.
Giftlng. Pórarinn B. Pórarinsson
kaupmaður á Seyðisfirði og ungfrú Betzy
Berg halda brúðkaup sitt í kvöld.
Á lýðskólanum á Hvítárbakka eru í
vetur 32 nemendur, en 43 sóttu um
inngöngu. í eldri deild eru fyrra árs
nemendur, allir nema einn nýsveinn Krist-
ján Sigurðsson, er verið hefir í Hóla-
skóla. og er með eldri deild.
Landsyflrdómurinn. Fyrra dómara-
embættið er veitt Jóni yfirdómara Jens-
syni en hið síðara Haldóri Daníelssyni
bæjarfógeta í Reykjavík.
Bruni. Hinn 30. f. m. kom eldur
upp í holdsveikraspítalanum í Lauganesi
(þvottahúsi spííalans) en bráðlega tókst
að slökkva hann svo skaði varð lítill.
«Geraldine». Pað er talið áreiðan-
legt, að þrír af skipverjum, þeir sem
áður er getið hér í blaðinu að hafi yf-
irgefið skipið rétt áður en það sökk og
farið í skipsbátinn, hafi druknað. Peir
hétu: Jón Árnason stýrimaður skipsins
ættaður úr Reykjavík, kvæntur maður,
Jón Ófafsson frá Akranesi sömuleiðis
kvæntur maður og Sigurður Magnússon
úr Reykjavík ókvæntur. Alt efnilegir menn
ð tímlm atirf.