Norðri - 11.03.1909, Blaðsíða 2
Ein eða tvær góðar stofur móti suðri með eldhúsi og kjallarageymslu er til leigu frá 14 .maí, Semja má við Björn prentara Jónsson á Oddeyri.
NR. 9.
NORÐRI.
35
Heilsufarið í Akureyrarhéraði
árið 1908. •
Líkt og tíðarfarið, var einnig heilsu-
far manna óvanalega gott í þessu hér-
aði árið sem leið.
Mislingarnir höfðu að mestu leyti
lokið sér af fyrir ársbyrjun. Pó flutt-
ust þeir á einn 0 bæ í Fnjóskadalnum
sunnan úr Hafnarfirði í júlímánuði, þeg-
ar þeii annarstaðar virtust útsloknaðir. 5
manns veiktust, en ekki barst veikin á
aðra bæi.
Héraðið hefir því nær sloppið við
þann voða gest, sem annarstaðar norð-
anlands hefir víða gjört vart við sig,
nfl:
Barnaveiki. Hún hefir þó að vísu
borizt inn í héraðið, bæði vestan úr
Skagafirði og austan úr Ringeyjarsýslu,
þar sem hún hefir verið að ganga, en
með sóttvarnarráðstöfunum hefir tekizt
að hefta för hennar. Á þeim fáu heim-
ilum,þar sem hennar varð vartveiktust
jafnt fullorðnir sem börn. Á flestum
var veikin svo væg, að fólkið hélt að
einungis væri um hálsbólgu að ræða.
Ressvegna kom það tvívegis fyrir, að
læknis var of seint leitað, svo að
þrjú börn biðu bana, sem annars hefði
að öllum líkindum verið hægt að bjarga
með serum. Rað verður aldrei brýnt
nógu vel fyrir almenningi, að gæta var-
úðar, ef hálsveiki kemur upp á heimil-
inu, og vitja læknis áður en er um sein-
an. Og enginn áað láta villast af nafn-
inu barnaveiki og ímynda sér, að ein-
ungis börnum sé hætt við að fá hana.
Pað vill margoft til, að fullorðnir sýk-
jast, enda hefir það komið mjög í ljós
árið sem leið í ýmsum héruðum lands-
ins, en hitt er annað mál, að veikin er
hættulegri lífi barnanna, eins og skiljan-
legt er.
Taugaveiki hefir þrfvegis stungið sér
niður hér í bænum, en aldrei breiðst
út (sjúklingarnir fluttir á spítala). Einn
sjúklingur dó.
Kvefsött hefir gengið hvað eftir ann-
að, flesta mánuði ársins. Sérstaklega
bar mikið á kvefi í júní og desember
og var júníkvefið verst, því það lagði
marga í rúmið og jafnvel nokkur börn
í gröfina vegna lungnabólgu, sem fylgdi
því.
Kvefin ganga eins og aðrar landfar-
sóttir sveit úr sveit, en eru mjög mis-
munandi næm og mismunandi skæð.
Kvefsótt sú sem gekk hér í júní var
áreiðanlega sama kvefið og gekk um
ársbyrjun í Reykjavík, og færðist það-
an smátt og smátt með þjóðvegum og
skipagöngum til flestra ef ekki allra
héraða landsins. Veikin hagaði sér al-
staðar eins, svo á .því sýnist enginn
vafi, að um sömu landfarsóttina væri að
ræða.
f>ó má auðvitað verjast kvefi eins
og öðrum landfarsóttum, og oft gæti
sveitabæjum tekist það, ef nokkuð væri
um það hugsað. Öil líkindi eru til þess
að kvefið berist einungis með þeim,
sem sjálfir eru sýktir af því, en ekki með
heilbrigðum. Nú eru margir, sem aldr-
ei fá kvef, og ætti því engin hætta að
stafa af þéim. Öðru lagi haga kvefin
sér oft þannig, að einungis börn fá þau,
en ekki fullorðnir. Fullkomin samgöngu-
varúð við kaupstaði eða bæi þar sem
kvefið er að ganga er vissasta ráðið,
en oft ætti að senda þá, sem sízt er
hætt við kvefi út af heimilinu, en taka
fram við þá að fara ekki að öþörfu
inn í herbergi, þar sem eru kvefaðír fyr-
ir. «Pað er hægra að kenna heilræðin,
en að halda þau,» vilja menn segja,
og satt er það, að örðugleikar eru tölu-
verðir á þessu, en eg get ekki betur
séð, en að það sé ómaksins vert að
*eggja þá a sig, þegar um kvefsótt er
að ræða eins og þá sem gekk í júní.
Maga- og garnakvef hefir gert vart við
sig, einkum á börnum suma mánuðina,
en ekki náð almennri útbreiðslu.
Gonerrhooa eða lekandi má heita orð-
inn innlendur sjúkdómur hér í bæ eins
og í höfuðstaðnum, því þó hann hverfi
með köflum kemur hann óðum aftnr
með útlendingum. Pó er hann, sem
betur fer, sjaldgæfur enn þá, en þetta
ár hafa fleiri tilfelli komið fyrir en áð-
ur. Þar sem þessi kvilli útbreiðist því
nær eingöngu við samræði karla og
kvenna, er fólki í sjálfsvald sett að hefta
útbreiðslu hans, og það er ástæða til
að vara menn við honum, því ef van-
rækt er að leita sér lækninga í tíma,
getur hann orðið hvimleiðasti sjúkdóm-
ur, og jafnvel orðið þess valdandi að
menn verði ónýtir, (líkt og af Röntgen-
geislum sbr.»Norðurland«.) Enn fremur
getur sjúkdómurinn borist í augun ekki
sízt á ungum börnum og gert þau
steinblind.
Syfilis eða fransós virðist ekki orðinn
landlægur hér, en alt af má búast við
honum með útlendum sjómönnum. —
Er því ástæða til að reyna að verjast
þeim skolla ekki síður en annari
«vellyst í skipsförmum,
völskunum meður.»
Berklaveiki mun enn þá vera algeng-
ari hér en í mörgum öðrum héruðum
landsins. í árslok taldist svo til ^að væru
alls 69 berklaveikir menn í héraðinu.
Par af voru 25 með lungnatæringu og
44 með útvortis berkla. Pess ber
þó að geta, að margir af þessum sjúkl-
ingum mega kallast albata eða á góð-
um batavegi, en þó getur verið að til
séu sjúklingar, sem eg hefi ekki fengið
vitneskju um. Á árinu dóu 16 sjúkl-
ingar úr veikinni.
Til þess að stemma stigu fyrir út-
breiðslu þessarar voðaveiki er ekkert
betra ráð, en að einangra þá sjúklinga,
sem langt eru leiddir, því það eru þeir,
sem útbreiða sóttnæmið mest. Par sem
nú slík einangrun getur aldrei orðið
tryggileg, jafnvel ekki á þrifalegustu heim-
ilum, er ekkert vissara en að koma
sjúklingunurn á spítala. Auðvitað er kostn-
aður því samfara, en í svona tilfelli er
líka mikið í húfi, sem getur haft en
meiri kostnað í för með sér að öðr-
um kosti.
Holdsveiki. í héraðinu eru 4 sjúklingar
með ótvíræða holdsveiki. Nýir sjúkling-
ar hafa ekki bæzt við.
Sullaveiki. Engir nýir sjúklingar hafa
leitað læknis með þá veiki, enda virð-
ist hún í rénun hér, ekki síður en ann-
arstaðar á landinu. Pó hundalækningar
fari alstaðar fram í öllum hreppum,
kemur það þó fyrir, að kindur fá höf-
uðsótt á stöku bæjum, og sýnir það, að
ennþá er einnig manneskjum hætta
búin af að geta sýkst af hundum.
Eg hefi bókfært rúma 1200 sjúklinga,
sem hafa leitað mín á árinu. Af slys-
förum hefi eg haft til meðferðar nokk-
ur liðhlaup og einföld beinbrot, en eng-
in verulega hættuleg. — Á öndverðu
árinu kom það sorglega slys fyrir, að
ungbarn drakk af flösku með óbland-
aðri ediksýru, og beið bana af.
9 sinnum var mín leitað til kvenna
í barnsnauð, og þurfti eg í 6 tilfellum
að taka börnin með verkfærum; í tvö
skifti komu tvíburar, en í önnur tvö
skiftin komu börnin andvana. Öllum
konunum heilsaðist vel, nema einni,
sem dó af hjartaslagi skömmu eftir að
fæðingin var um garð gengin, og var
mín fyrst vitjað þá.
Eitt af því einkennilegasta, sem fyrir
mig hefir komið, vildi til við eina þessa
fwðingu, #em eg var sóttur til. Konan
hafði legið 2^/2 sólarhring með sótt-
leysi. Legvatr.ið var runnið, og konan
orðin sárþjáð. Pegar eg var í þann
veginn að koma á tönginni til að draga
fram barnið, fór það að gráta inni t
móðurkviði, og var það að heyra öld-
ungis eins og þegar nýfætt barn grætur,
sem sængin er breidd yfir höfuð í rúmi.
Þetta varaði dálitla stund, hálfa mínútu
ef til vili, og heyrðu allir greinilega,
sem viðstaddir voru í herberginu. —
Pessi fytirbrigði eru mjög fáþekt, og
það jafnvel svo, að margir j.'aulæfðir
fæðingarlæknar á spítölum erlendis hafa
neitað, að nokkur fótur sé fyrir því, og
segja að það sé að eins gömul kerlinga-
bók. En enginn vafi er á að þetta
kemur fyrir, því nokkrir mjög áreiðan-
legir læknar hafa veitt þvíj eftirtekt á síð-
asta mannsaldri og skrifað um það.
Sannast hér hið fornkveðna «að sjald-
an lýgur almannarómur.» Pví í þjóð-
trúnni víðsvegar um iönd hafa sagnir
Iifað um þessháttar viðburði og jafnan
hafa þeir verið taldir þýðingarmiklir og
fyrirboðar einhverra stórtíðinda. Sagan
segir, að trúarhöfundur Persa, Zoroast-
er, hafi hlegið áður en hann kom í
heiminn og sagnritarínn Livius segir frá
manni, sem sagt var um að hefði hróp-
að »húrra« í móðurlífi, í Flateyjarbók
er getið um, «að hvelparnir geyjuðu
innan í geyhundununi» og þótti það
boða mikil tíðindi. Hér á landi rnun
það ekki óþekt, að kálfar hafi baulað
áður en höfuðið kom fram, að minsta
kosti hefir gamall maður sagt mér, að
hann hefði hefði heyrt þess getið á
æskuárum sínum. Mér þætti vænt um,
ef einhverjir, sem vissu áreiðanlegar sagn-
ir um þessi fyrirbrigði, vildu senda mér
línu um það eða segja mér frá því,
Það kann að vera, að þetta komi oftar
fyrir en margir vísindamenn halda.
Sjúkrahúsið.
Aðsóknin var mest um sumarmán-
uðina, en minni um vetrarmánuðina.
Alis lágu þar 98 sjúklingar í samtals
3250 legudaga, og er það í meðallagi
eftir því er legudagafjöldinn hefir ver-
ið á fyrri árum.
Af sjúklingunuin voru 36 úr öðrum
héruðum og útlendingar,
56 sjúklingar höfðu útvortissjúkdóma.
42 sjúklingar höfðu innvortissjúk-
dóma.
13 sjúklingar dóu, —af þeim 8 úr
berklaveiki, 1 úr krabbameini, 1 úr
lifrarbólgu, 1 úr lungnabólgu, 1 úr tauga-
veiki og 1 úr hjartaslagi.
36 óperationir voru gjörðar, flestar
með svæfingu. Af sjúklingunum dóu
tveir. Hinum heilsaðist vel, og fengu
flestir fullan bata.
Annar þeirra sem dó var kona með
krabbamein, en fékk lungnabólgu eftir
skurðinn. Hitt var maður með ákafa
bólgu í lifrinni, sem gjörð var á á-
stunga.
Af helztu operationum má nefna tvo
holskurði vegna botnlangabólgu, þar
sem botnlanginn var tekinn, 1 holskurð-
ur vegna berklaveiki í lífhimnunni, tvisv-
ar var tekið brjóst af konum, þrisvar
skorin burt stór æxli; tekinn handleggur
af vegna berkla; miðhlutað rif ogtekinn
partur úr brjóstbeininu; skorið burtu
átumein undan hendi o. fl. þaðan af
minna.
Akureyri 20. febr. 1909.
Steingrímur Matthíasson.
Fiskiskipin
er nú að leggja út, hin fyrstu á þessari
vertíð. «Jakob«, eign etazráðs J. V. Hav-
steens, fór í fyrradag og »Júlíus«, eign
sama, fer í nótt. Bæði þessi skip halda
vtstnr fyrir l«nd til veiðn.
Ráðherraskiftin
og
Pingræðið.
Með þessari fyrirsögn flytur síðasta
blað Norðurlands greinarkorn, sem sýn-
ir, að ritstjórinn er talsvert upp með
sér af áður tuggnum og marghröktum
vaðli nefnds blaðs um þetta atriði. Pað
bólar heldur ekkert á betri rökum en
blaðið áður hefir framfært fyrir því, að
ráðherra H. H. hefði átt að segja af
sér embætti eða biðjast lausnar strax
eftir kosningarnar í haust, þvert á móti
virðist fávizkan hafa aukist á því, hvað
þingræði er í raun og veru. Pað er
stagazt á því eins og svo oft áður, að
síðustu kosningar hafi sýnt, að ráðherr-
an hafi tapað fylgi meiri hluta þjóðar-
innar, þrátt fyrir það, sem þó marg-
sinnis hefir verið tekið fram annarsstað-
ar með rökum, að mikil ástæða var til
þess fyrir ráðherrann, þrátt fyrir kosn-
ingarnar, að álíta að meirihluti kjósenda
þjóðarinnar væru sín megin, af þeirri
ástæðu, að írumvarp sambandslaganefnd-
arinnar, sem kosningarnar snerust um,
var ekkert stjórnarfrumvarp, sem ráð-
herrann ætlaði að ráða konungi til að
leggja fyrir þingið, heldur árangur nokk-
urskonar milliþinganefndar, sem var
skipuð mönnum af báðum flokkum,
Mótspyrna þjóðarinnar gegn þessu frum-
varpi eða uppkasti, sú, er lýsti sér við
kosningarnar, var því ráðherranum al-
veg óviðkomandi sem slíkum, með því
að hún var alls ekki á móti honum.
Ummæli greinarinnar um það, að
ráðherrann hafi setið að völdum í óþökk
meirihluta þjóðarinnar, er því þvaður
eitt ástæðu- og sannindalaust eins og
oftar.
Hvað það atriði snertir, að ráðherr-
ann hafi setið um nokkra mánuði í óþökk
meiri hluta þingsins, eins og blaðið
segir, þá eru það vísvitandi ósannindi,
fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu
að þingið var ekki til fyr en það var
sett hinn 15. febr. og í öðru lagi af
því, að strax og meirihlutinn sainþykti
hina alræmdu vantraustsyfirlýsingu sína
þá biður ráðherran um lausn, en hann
á enga sök á því, þó að þessi yfirlýs-
ing kæmi ekki fyr en hún kom, vegna
innbyrðis ósamlyndis meirihlutans. Ráð-
herrann hefir því aldrei brotið þingræð-
ið, svo öll ummæli Norðurlands um
slíkt eru annað hvort bygð á vanþekk-
ingu á því hvað þingræði er, eða á
því, að blaðíð ætlar að kenna ráðherr-
anum hina bágbornu framkomu meiri-
hluta þingsins, það sem af er í von um
að einhver’kynni að vera svo trúgjarn, að
gleipa við slíku sem sannleika.
Að endingu skulum vér gera ráð
fyrir því, að H. H. hefði beðið lausn-
ar frá ráðherrastöðunni straxeftir kosn-
ingarnar í haust, án þess að honum
bæri nokkur skylda þar til, eins og að
ofan ér sagt, hvað hefði þá orðið uppi
á teningnum? Annaðhvort hefði hann
orðið að benda á eftirmann sinn sjálf-
ur, sem þá að öllum líkindum hefði
orðið Skúli Thoroddsen, sem gamall
þingmaður og fremsturí baráttunni gegn
frumvarpinu, hefði konungur þá viljað
samþykkja hann sem ráðherra, eða þá
að konungur hefði beðið H. H. að
gegna ráðherrastörfum þangað til
flokkaskipunin hafði sýnt sig á þingi
því þó einhverjir framhleypnir þingmenn
f Rvik með ritstjóra Norðurlands í rófunnj
hefðu bent á einhvern til ráðherrastöð-
unnar þá hefði slíkt að sjálfsögðu ekki
verið til greina tekið, enda mundi sam-
komulag meiri hlutans um mann til
stöðunnar meðan hann var dreifður út
um land, ekki hafa orðið betra en nú á
þinginu, jjar seni þeir eru allir saman