Norðri - 08.04.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 08.04.1909, Blaðsíða 3
NR. 14 NORÐRl. 55 sérstaklega má geta þess, hlutaðeigend- um til maklegs lofs, að stundvfsi var þar meiri en alment tíðkast á skemtun- um hér. J. G. Noregur. Það hefir nýtega vetið stofnaður nýr stjórnmálaflokkur með helzu ágætis- mönnum Norðmanna í broddi fylking- ar, eins og Michelsen, Björnstjerne Björn- son og Friðþjóf Nansen. Flokkurinná að vera óháður stjórninni og hefir aðallega tvent á stefnuskrá sinni. Baráttu geng málmönnunum og baráttu gegn Good- templurum, sem þeir telja að hafi gert Noregi mikið tjón. Hefir verið stofnað allsherjarfélag samfara flokkinum um land alt, sem kallast »Landsforening for Frihed og Kultur mod Forbud og Tvang.« Komast þeir svo að orði í boðskapn- um um félagið, eftir að þeir hafa bent á nauðsyn hófsemi í mat og drykk, og sagt, að það geri fólkið sjálfstæðara og heilbrigðara og frelsi það frá spillingu: »Pessi frelsisviðleitni (hófsemisstefnan) hefir hjálpað okkur áfram, hún er ör- uggl °g hún er í samræmi við þjóð- félagssiðfræðina og menningarmeðvit- undina. Að eins einn flokkur manna berst á móti þessari viðleitni hjá oss. Það eru Good-Templararnir. Reir hafa -sett sjer sem mark og mið að vinna að algerðu banni gegn tilbúningi, innflutningi, verzl- un og notkun átengra drykkja, hverrar tegunda, sem er. Og sá flokkur reynir að nálgast þetta markmið með banni og kúgun í einstöku héruðum. Alstaðar þar sem þeir hafa nægilegan atkvæða- styrk synja þeir um leyfi til sölu og veitingar slíkra drvkkja. Barátta þeirra er undir merkjum banns og þvingunar,og hefír lengi verið svo. Að bindindishreifingin er orðin svo voldug, sem hún er, á hún því að þakka, að margir menn, sem ekki eru bindindismenn, hafa samhygð með henni og styðja hana. Með því móti hafa áhangendur bindindisflokkins náð miklu meiri áhrifum í ríkis- og bæjarstjórnarmál- um en nokkur sanngirni er til eftir með- limafjölda. Og bindindismennirnir mis- brúka vald sitt, og skáka þar í skjóli meinleysis annara borgara. Og nú er yfirgangur þeirra og ofstæki farið að keyra fram úr öllu hófi. Ress vegna má ekki lengur halda hlífiskildi yfir flokki þessum, og það því síðu*, sem þeir nota vopn, sem bæði eru röng og ó- heiðarleg. Vér viljum allir berjast á móti ofnautn áfengra drykkja, en sem frjálsir borgarar viljum vér ekki bann eða þvingun. Aðflutningsbannið, mark- mið Good-Templara, mundi að eins leiða til hræsni, launverzlunar, laundrykkju og lagabrota. Og út á við myndi það baka oss ófyrirsjáanleg fjárhagsleg vand- ræði og hættur. Það er þess vegna tími til kominn að hefjast handa gegn þessari stefnu, sem er stórhættuleg fyrir land og lýð. Með þá skoðun fyrir augum, að lög- boðið frelsi eigi framvegis að ráða í þjóð- félagi voru, og að bannstefnan fjarlægi oss frá því takmarki, og sé ekki sæm- andi þjóð, sem ber virðingu fyrir sjálfri sér, biðjum vér því bæði konur og karla í bæjum og bygðum lands vors, að ganga með oss í þennan flokk, sem á að ná yfir alt landið.« Þessi flokkstofnun vekur afarmikla eftirtekt, og hallast flest helztu blöð Norðmannaað 'nenni. Aðalmálgagn flokks- ins verður blaðið »Verdens Gang,« eitt af helzlu blöðum Norðmanna. [Reykjavík]. Gjaldskrá fyrir tekjur hafnarsjóðs af bryggjum, skipakví, hafnar- ljósum, leigu á geymslu- svæðum o. fl. 1. Bryggjugjald fyrir skip er4 aurar um sólarhring eða minni tíma fyrir hvert netto reg. ton, þó eigi minna um hvern sólarhringen 3 krónur fyrir gufu- skip, 1 króna fyrir seglskip og mótorskip 12 tonna og minni, og 2 krónur fyrir stærri seglskip eða mótorskip. Skip er liggja við hlið á öðru skipi viðbryggju, greiða að eins hálft gjald þann tíma. 2. Gangvélabátar, sem nota vilja bryggjur hafnarsjóðs, skulu í fyrsta skifti sem þeir á árinu leggjast við bryggju, greiða 5 krónur, og fá þeir þá skýrteini er veitir þeim rétt til að leggjast við bryggjurnar svo oft sem þeir þurfa það ár, er skýrieinið er leyst. Mótorbátar er leysa skýr- teini eftir 1. júlí greiða þó að eins 3 krónur. neir mótorbátar, er eigi leysa skýrteini, greiði 1 krónu í hvert sinn, er þeir leggj- ast við bryggju. 3. Nú vill maður leggja skipi inn í skipakvína, og skal hann þá tilkynna það hafnarnefnd, er ákveður gjaldið í hvert sinn. Fyrst um sinn skal það eigi ákveða hærra fyrir seglskip en 1 kr. fyrir reg. ton brutto fyrir tímabil- ið frá 30. sept. til 15. apríl næsta á eftir, og þó eigi minna en 15 kr. fyrir neitt skip. A öðrum tímum árs fer gjaldið eft- ir samningi í hvert sinn og hið sama gildir um skipakvíargjald fyrir mótorskip og gufuskip. Hafn- arnefnd getur sagt fyrir um,hvern- ig skipum skuli lagt í jkvínni og krafist þess, að eigandinn láti hafa eftirlit með skipi sínu þar, og er það öllu að leyti í hans ábyrgð. 4. Utan skipakvíar má eigi láta skip liggja á höfninni við akkeri mannlaus, nema sérstakt leyfi hafnarnefndar komi til. Eigandinn hefir alla ábyrgð á skipi sínu, og er skyldur til að leggja því þar, sem hafnar- nefnd vísar til. 5. Öll skip, sem varpa akk- eri eða leggjast við bryggju á Ak- ureyrarhöfn frá 15. ágúst til 30. apríl skulu í hvert sinn greiða gjald fyrir hafnarljós, er sé 1 eyrir fyrir ton hvert netto eigi minna en 2 kr. og eigi meira en-4 krónur.— Skip, er skrásett eru að eigi heima í Eyjafjarðar- sýslu eða Akureyrarkaupstað, greiða gjald þetta aðeins í eitt skifti ár hvert. 6. F*egar vörur eru fluttar úr skipi eða í skip við bryggjur hafnarsjóðsins er hlutaðeigendum heimilt, að láta vörur liggja á eða við bryggjurnar, að því leyti plássið leyfir, alt að 24 tíma, en hlýða skulu þeir fyrirmælum hafnarnefndar um að hagræða vörunum svo, aðsem minst tálmi umferð og afnotum bryggjanna. Fyrir þær vörur, er lengur liggjaskal greiða gjald, er hafn- arnefnd ákveður, og skal það að jafnaði eigi hærra vera en 10 Skiftafundur í þrotabúi MAGNÚSAR RÓRÐARSONAR kaup- manns á Akureyri verður haldinn hér á skrifstof- unui, miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 12 á hádegi. Allir þeir, er skulda téðri verzlun, verða að hafa greitt skuldir sínar hingað fyrir maílok næstu, sæta ella lögsókn. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. apríl 1909. GUÐL. GUÐMUNDSSON. Opinbert nppboá verður haldið við húsið nr. 103 í Hafnarstræti fimtudaginn 15. þ. m. og ef til vill næstu daga. Verður þar selt hæstbjóðendum mik- ið af útlendum verzlunarvörum, vefnaðarvöru, glervöru, glisvarningi o. fl., smíðatól og eitthvað af húsbúnaði. Uppboðið byrjar kl. 10 f. h. nefndan dag og verða söluskil- málar birtir á undan uppboðinu. — Bæjarfógetinn á Akureyri 6. apríl, 1909. % Guðl. Guðmundsson. aura um vikuna fyrir hvern ein- stakan hlut af venjulegri flutnings- vöru, eða, reiknað eftir flatarmáli, 5 aura fyrir hvern fermeter. — Um borgun fyrir söltun á síld fer eftir sainningi við hafnarnefnd. Vilji hafnarnefnd leigja nokk- uð af lóð þeirri, er henni eru falin umráð yfir, um lengri tíma en eitt ár í. senn, eða selja nokkra hafnarlóð, þá skal hún um það leita samþykkis bæjarstjórnar. — 7. Undanþegin gjöldum þess- um, eru herskip og skemtiskip, 8. Gjaldskrá þessi gengur í gildi 1. maí 1909. Eimreiðin XV. 1. ár. hefti Fyrst í þessu hefti er grein um lýðhá- skólann í Askov, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Orein þessi er allvel rituð en eigi er á voru færi að dæma yfirdóm yfir dóm- um hans um kennara Askovskóla. Þá menn þekkjum vér eigi af eigin reynd. Höf. læt- ur vel að rita mannlysingar svo, að lesand- inn fái glögga mynd af þeim manni, sem lýst er, og er það góðra gjalda vert. Þá koma »Alþýðu ferhendur» eftir Oísla Olafsson, liðlega kveðnar en lélegur skáld- skapur. Því næst koma tvær smágreinar Náttúrulýsingar Jónasar Hallgnmssonar eftir Stefán skólameistara Stefánsson« og Hslenzk- ur ritháttur fyrrum og nú« eftir Helga Pét- ursson jarðfræðing. «Dúfan» skáldsaga eftir sænsku skáld- konuna Selmu Lagerlöf kemur næst; þýtt hana hefir frú Björg Þorláksdóttir Blöndal. Sagan er góð og mjög laglega gengið frá hinum íslenzka búningi hennar. Þá hefir Ólafur Björnsson ritað mjög fróðlega grein um «Brezka parlamentið« Að síðustu eru ritdómar um ýmsar nýjar bækur. Engin afturfararmerki sjást á Eimreiðinni enn þá; hún hefir verið og er gott tímarit þótt nokkrar óþarfar og lélegar greinar einkum pólitískar, hafi stundum birzt í henni. Skúli Thoroddsen heldur stöðugt flokksfundi, um sam- bandsmálið og stjórnarskrárbreytinguna, þrátt fyrir samþykt flokksins utn að hreyfa ekkert við þeim málum fyr en forsfetarnir kætmi heim aftur. HOLLANSKE SHAGTOBAKKER Golden Shag með de korslagte Piber paa grön Ad- varseletiket Rheitigold Specia/ Shag. Bri/li&nt Shag, Haandrullet Cerut »Crowion« Fr. Christensen og Philip Köbenhavn ÍYiggja kr. virði fyrir ekki neitt ágætum sögubókum fá nýir kaupend- ur að VIII. árg. »Vestra» ef þeir senda virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun Arg. byrjar 1. nóv. Utsölumaður á Akureyri er Hallgrimur Pétursson. * Agætt hey eg hef til sals—; heyri allir lýðir. Petta er hvorki fum né fals en fyrirhyggju þýðir. M. Einarsson. Frá 14. maí eru hús til leigu fyrir nokkrar fjölskyldur. Menn snúi sér til Sigtryggs /ónssonar. Akureyri. ,Njrörh kemur út á íimtudag fyrst um sin.i, 52 blöð um árið. rtrganeurinn kostar 3 kr. innanlands en 4 kr. erlendis; í Amerfku einn og hálfan dollar. Gjalddagi erfyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn sé bundin við árganga- mót og er ógild nema hún sé skrifleg og afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert. Auglýsingar kosta eina krónu fyrir hvern þuml. dálkslengdar og tvöfab ineira á fyrstu síðu. Með samniugi við ritstjóra geta menn sem auglvsa mikiS fengið mjög mikinn afslátt. Prentsmiðja Björns Jóussomr.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.