Norðri - 12.08.1909, Síða 3
NR. 32
NORÐRI.
127
himni listarinnar og bústaður kölska er
himnaríki.
Pótt vér séum þekkingarlausir ræflar
í þessum efnum, þá ættu þó allir út-
lendingar að vita það, að vét höfum
ketti og getum fyrirhafnarlítið stigið of-
an á skottið á þeim, urgað snman ull-
arkömbum og blásið í hrútshorn, án
þeirra aðstoðar.
Slfkir «listamenn« og þessi eru því
jafn óþarfir gestir hingað og góðir fiðlu-
leikarar væru þarfir. Reir leiða þjóðina
á villigötur, hvað þessa list snertir, í stað
þess að beina henni á rétta braut og
op'na augu hennar fyrir hinni sönnu
töfradýrð, sem býr í fiðlustrengjunum.
Gunnar Matthíasson söng snildarvel
nokkur lög um kvöidið, einkum fyrsta
lagið, sem hann sötig, enskan söng,
sem vér eigi kunnum að nefna,— Ætl-
ar hann, þvf miður, bráðlega að yfir-
gefa oss aftur, og væri því vel gert
af honum að láta til sín heyra opinber-
lega einu sinni enn þá, áður eti hann fer.
Frú Kristín Matthíasson var eigi öf-
undarverð af því að spila undir fiðlu-
leiknum þetta kvöld.
Símfréttir til Norðra.
Ráðaneytaskifti í Danmörku.
Friis myndar nýtt ráðaneyti.
(Mogens Friis greifi, miðflokksmaður)
• —
Almennt verkfall í Svíþjóð.
Gufuskipaferðirnar.
Tíu ára samningar eru gerðir
við Thorefélagið og Sameinaða-
gufuskipafélagið um því nær viku-
legar, reglulegar millilandaferðir,
48 alls; 2 kælirúmskip. Thorefé-
lagið hefir Hamborgarferðir og
þingáskyldar strandferðir, á nýj-
um aðalstrandbátum með kæli-
rúmum.
Heyrst hefir, að Thorefélagið fái 73
þús. kr. styrk til ferðanna. Fær það
þá allan landssjóðsstyrkinn og 13 þús.
kr. af ríkissjóði.
Mannalát.
9. þ. m. andaðist Einar Zöega veit-
ingamaður í Reykjavík. Banamein hans
var krabbamein.
Nýlega er dáinn JensJónsson dbrm.,
bóndi á Hóli í Dölum.
i.. iiiiiiiiimiiiiiitiiiTmrn n nu i.n.uiiiiiiniiiui.uii.ii..
Stærst úrval. Lægst verð.
..............................."ninniim.iinijj uiu:
Regnkápur
handa körlum, konum og
drengjttm
KÁRLMÁNNÁFATNÁÐUR
mjög vandaður að efni og
frágangi.
Kvenkápur
svartar og gráar úr klæði og
»Plyds«
Drengjaföt
af mörgum tegundum og
stærðum.
Barnakjólar
úr ull og bómull, prjónaðir og
ofnir.
Fatatau
og öll önnur
álnavara
BEZT
FJÖLBREYTTUST
ÓDÝRUST ^
Vefnaðarvöruverzlun
Gudmanns
Efterfl.
i,,,in jTmitTiuin111mwi111n11jnim,.röTff.mT.w.wiwflri mni
QJ9A
IBAjn JSJ32JS
IUUUXJ
Verzl u n arf rétti r.
Kapmannahöfn 27. júlí 1909.
Saltfiskur. Verðið misjafnt, eftir
gæðum Hæsta verð fyrir vor- eða
sumarfisk, fallega, vandaða vöru, er sem
stendur: Stór fiskur 64.00, smáfiskttr
48.00, ísa 38,00, hnakkakýldur, stór
fiskur 75.00, löngur 57.00, keiia 35,00.
100
Guðm. J. Hlíðdal,
Ingetiior
Heiligenstadt, Rýzkaland,
tekur að sér innkaup á vélum og öllum áhöldum, er að
rðnaði lúta. Upplýsingar veitast ókeypis. Kunnugur flest-
um stærstu verksmiðjum á Pýzkalandi og Englandi.
Sé varan ekki af beztu tegund, er verð-
ið lægra. Stór vetrarsaltaður fiskur er t.
d. varla yfir 48 — 50.00, alt miðað við
skpd.
Harðfiskur. Lítil eftirspurn. Bú-
ist við að verðið mttni þó verða 90 —
100.00 kr. skpd., fyrir nýjan, góðan
fisk. Frá næstliðnu ári liggur enn mik-
ið óselt og hefir ekki tekist að fá boð
í það.
Lýsi. Ljóst þorskalýsi 28.00, dökt
25.00, hákarls og^ sellýsi 30.00, með-
alalýsi í blikktunnum 35 — 40.00. Alt
pr. 210 pd.
Selskinn dröfnótt 4 kr. hvert.
Fyrirframsala.
Hrogn 42 kr. tunnan pr. 240 pd.
Nettó.
U11 hvít, norðlensk príma vorull,
þvegin 88, ull úr Skagafjarðar og Húna-
vatnssýslum 84, vestfirsk og sunnlenzk
80 au. pd. Fvrirframsala.
Sundmagar. 68 aura pd. Fyrir-
framsala.
Æðardúnn. 12 kr. pd. Fyrirfram-
sala. *
Lambsskinn. 50 au. fyrir einlit,
ógölluð.
Prjónles. Alsokkar um 90 au.,
hálfsokkar 60, sjóvetlingar 30, fingra-
vetlingar 65.
Síld, stór, góð 18 kr. tunnan, góð
millisíld 24— 30 kr.
S a 11 k j ö t kringum 50 kr. tunnan,
224 pd.
G æ r u r saltaðar. Agizkað 6 kr. fyr-
ir hver 16 pd.
Sumarhattarnir
verða nú seldir
með irmkaupsverði.
Anna Houeland.
<Fisk-
fengið hafa
sérstök meðmæli yfirfiski-
matsmannsins í Rvík, ern
komnir i EDINBORG.
Húsmæður
ættu að kaupa
steikarapönnur
EDINBORG.
t ty^i\ i i ^
FLE ST það, sem u 0
fólk þarfnast til § Á
fata og matar, N
l fæstáYaltÍEDINBORG.
Vagnhestur1
til sölu fyrir lágt verð. Ritstjóri
vísar á.
97
Jón Forláksson verkfræðingur
er væntanlegur hingað unt næstu mánað-
armót.
Veðrátta
hefir verið mjög óstöðug síðustu vikuna
°g mjög ótryggir þurkar. — Mestur hluti
sumarfiskjarins hér við fjörðinn er eigi orð-
inn fullþur ennþá, og horfir því til vand-
ræða, et eigi rætir bráðlega úr með fiskþurkinn.
Síldarafli
hefir verið mjög lítil síðustu vikuna, eink-
um sakir hinnar óstöðugu verðráttu. Á Aust-
fjörðum hefir næstum ekkert aflast í nætur.
Þorskafli
er nú afar*rýr allstaSar hér við fjörðinn.
Aflinn yfirleitt talsvert minni en um sama
leyti í fyrra.
Skip.
’Vesta" kom hingað 7. þ, m. frá út-
löndum; fór samdægurs til Rvtkur. Meðal
farþ. voru nokkrir útl. ferðamenn.
»Hólar« komu þ. 9.
»Flóra» kom þ. 11.; fór samdægurs. Með
henni fór til Rvíkttr ex. jur. Júl. Havsteen,
unnusta hansungfrú Rórunnjónsdóttir, ungfrú
Herdís Hafstein, dóttir H. Hafstein, fyrv. ráð-
herra, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri,
Guðm. Magnússon læknaskólakennari, frú
háns og dóttir.
fjölbreyttar vörur og hafa einhverja sérverzlun, eða
skifta búðinni í sundur og hafa sínar dyr á hverjum
liluta. Seinast komst hann að þeirri niðurstöðu, að
hvorugs þyrfti við. Allur galdurinn væri í því fólg-
inn, að vörunum væri smekklega niðurraðað, að
samskonar vörum væri safnað saman, og að alt
lægi fyrir allra sjónum, svo viðskiftavinirnir kæm-
ust að þeirri niðurstöðu, að hér væri hægt að fá
alt hugsanlegt,
Og það varð alveg að hætta við gömlu regl-
una; að hafa alt það fína í öðrum endanum, og alt
það grófa í hinum — því það var hann sannfærð-
ur um, að var vitlaust. Fína fólkið var alt af við
bjarta gluggann, og eins og hræddi og dró niður
smælingjana og þjónustustúlkurnar, sem ætíð gátu
ekki verið skrautklæddar, þegar þær þurftu að skjót-
ast út eftir einhverju.
Pað varð að blanda fólkinu betur saman. Rað
varð að koma því inn hjá því, að hér mættust
allra vegir; þá mundi enginn draga sig í hlé fyrir
öðrum.
Alt varð að liggja opið fyrir til sýnis, til þess
að fólkinu dveldist lengi og búðin væri full frá
morgni til kvölds.
Pessar lmgmyndir útskýrði Törres fyrir frú
vaka yfir Anton hennar og gera hann hatningju-
saman.
En næsti dagur var pnn verri fyrir herra Jes-
sen, því þá um nóttina hafði Törres líka komið inn
til ungfrú Thorsen. Hún hafði reyndar ætlað að
loka dyrunum, en einhver hafði tekið í burtu lykil-
inn, og hún kom sér ekki að því að spyrja eftir
honum.
Hann hafði- reyndar verið eins eftirlátur og
hlýðinn, eins og nóltina áður, en spaugsamari, svo
hún gaf jafnvel ekki að sér gert að hlæja stöku sinn-
um, þó að hún væri óttaslegin. — Hann sagðist
hafa komið til þess að biðja hana fyrirgefningar á
þeim Ijóta grun, sem hann hefði haft á henni, og
og það fanst henni fallega gert af honum.
Og þessvegna var eins og alúðarkyrð yfir þeim
báðum í dag, sem kvaldi herra Jessen meir en op-
inber smán. Hann leitaði sér hælis inni í skrifstof-
unni, og fór að starfa við bækurnar, en hann var
svo ruglaður, að frú Knudsen spurði hann með
vingjarnlegri hluttekningu, hvort hann væri veikur?
En nú var hann þannig fyrirkallaður, að hann varð
hrifinn af alúð hennar, og hann horfði með svo
tnikilli ástúð í augu hennar, að frú Knudsen roðnaði.
Rað var ekki í fyrsta sinn, sem æðsti búðar-