Norðri - 18.11.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 18.11.1909, Blaðsíða 2
182 NORÐRI. NR. 46 Um það verður þjóðin að dæma. — Hún á eftir að gjöra upp reikning- inn við ýmsa þingmenn sína, og það er skylda hennar að gjöra það sem fyrst. Enginn kjósandi ætti nú að !áta stinga sér svefnþorn, en ganga nú örugglega fram gegn þeim þingmönnum, sem há- værust létu umfrelsiskröfurnar, en sýndu þeim svo banatilræðið, þegar á þing kom. Rað er skylda kjósendanna að tala við þmgmenn sína, þegar þeir lítilsvirða þá svo að halda engan fund með þeim eftir að þeir koma af þingi, eins og flestir af þeim hafa látið sér sæma, síð- an þeir komu heim. Kjósendurnir ættu því sjálfir að kveðja þá á fund, og þeir þingmenn sem unnið hafa á móti vilja kjósendanna, ættu að fá áskorun um að leggja niður umboð sitt, því ólíklegt er, að hávaðinn af þeim sé sviftur svo sómatilfinningu, að hann tækiekki slík- ar áskoranir til greina. — Þá er einnig á ábyrgð meirihluta þingsins — þingmannanna úr þeim flokki — útnefning hins nýja ráðherra, sem hefir komið fram á þann hátt gegn þjóð- inni, síðan hann settist á valdastólinn, að við slíkt má ekki lengur una. Og þann reikning þarf þjóðin að gjöra upp við þingmennina, Ef húngjörir það ekki er hún dauða- dæmd. — E. S. Aumingjar! Aumingjar! Engin skáldsaga er sannari og merki- legri en «Les Misérables« (c: aumingj- arnir) eftir VictorHugo. ítalskur mað- ur, sem lýsti sögunni, fullyrti, að það botnlausa auðnuleysi, sem bókin lýsti, ætti ekki heima á ftalíu. Hér eru nokkr- ar málsgreinar úr svari hins mikla skálds: »Eymdin og auðnuleysið, ranglætið og heimskan þekkir engin landamæri. Hvar sem maður er heimskur og heimaalinn, hvar sem konan selur sig fyrir mat, hvar sem barninu er ekki kent að lesa, og enginn varmi er á arni, þar á sagan mín heima og kallar: «Opnið húsið! Eg er komin! «Nafn mannsins er: aumingi; lengra er ekki komið.» — «Eins og við eigið þið fordóma, hjátrú, ofstækistrú og blindvitlaus lög. Þið eigið fátt nýtt, sem ekki hefir fornan fúa og myglu; barbara eigið þið í munkunum, villi- menn eigið þið í Lazarónunum. Fólkið hjá ykkur deyr fáeinum færra úr sulti og fáeinum fleira úr farsóttum; heil- brigðisvarnir líkar í báðum löndum. Rokan og myrkrið, sem er prótestaniskt á Englandi, er katólskt á Ítalíu, biskup- arnir álíka, fáfræði og sérvizka álíka, Herskatta hafið þér jafndrepandi og við og barnafræðslu engu betri. — Eða — hafið þið minna stríð út af áfiogum auðs og örbirgðar? Víst ekki. Hafið þið ekki betlarasæg? Lítið niður! Haf- ið þið ekki blóðsugur? Lítið upp! — Hlýðið þið ekki þegjandi— alið þeg- jandi fallbyssufæðu harðstjóranna, eg á við herliðið? Hlýðið þið ekki í blindni — hlýðið þótt skipað sé að skjóta hann Garibalda, hinn lifandi sóma Ítalíu? Við skulum líta á alt saman fyrir- komulagið, svo við sjáum í einu lagi alt þess ranglæti! Sýn mér konur yðar og börn. Vér mælum siðmenninguna með þeirri vernd, sem veitt er þessum veiku verum— vernd, frelsi, mentun og full- tingi. Skildi ósiðsemin vera minni í Nea- pel en í París? Pví mun fjarri fara. Eða vofir ekki tvöföld bannfæring yfir ykkur sem okkur. Böl og barin klerkanna, og böl og rangsleitni stjórnar og dómenda? Ó, þú, mikla þjóð Ítalíu: hversu lík ertu hinni frægu frakknesku þjóð ! Æ, bræður mínir góðir, þið eruð líka aumingjar (misérables)!« Petta var ritað um eða fyrir miðja fyrri öld. Síðan er hin forna harðstjórn á Italíu horfin og margt til bóta unnið, síðan þjóðin komst undir einn konung. En þó er vant að vita hvað mikið aum- ingjatölunni hefir hrakað síðan. Suðrænar þjóðir, sem sýnast svi kvikar og hvat- legar, eru afar seinar á brautu frelsis og siðmenningar. Allur þorri alþýðunn- ar litlu mentaðri enn, að sögn, en hann var fyrir nokkrum þúsundum ára! M. J. Menn á lœgsta stigi. — « » — Hinn alkunni enski mannfræðingur yaddon gat þess í ræðu á mannfræð- ingafundi í Suður Afríku árið 1905, að á lægstu mennirgarstigi allra núlifandi þjóðflokkaværi sennilega «Kattear,» sem lifa á sléttunum í norðurhluta Transvaals upp að Limpopo, þeir hafa fram að þess verið lítt þektir og þeirra sjaldan getið.— Peir eru kolsvartir og líkjast dvergum, eru að meðaltali c. 2 al.á hæð, og eru áreiðanlega talsvert ólíkir bæði Buskmönnum og Bantunegrum. «Hund- arnir« eða «ganmarnir,» svo kalla Zuluar þá, af því þeir eru allra manna minn- stir vexti—eru vafalaust mannætur, sem oft leggja sér til munns sjúklinga og gamalmenni, en það gera Buskmenn aldrei. Hýbýli þeirra eru jarðholur, kletta- skútar og nú á síðari árum einstöku, lélegir kofar; þeir kunna ekki að búa til nein verkfæri, hafa alls engan lista- smekk, og eiga ekki einu sinrú nein vopn önnur en þau, sem þeir afla sér í skiftum fyrir sírútsfjaðrir, skinn og á fyrri árum einnig fílabein. Mönnum er ókunnugt um, hvort þeir hafa nokkur trúarbrögð, því þeir hafa engin önnur viðskifti við aðra þjóð- flokka en vöruskiftaverzlunina, sem rek- in er með ýmsum bendingum, því eng- um útlendingi hefir ennþá heppnast að læra tungu þeirra, og um hana vita menn það eitt, að hún er mjög ólík tungu Buskmanna og Bantunegra, þeir þekkja enga kynþáttaskiftingu, en búa saman í smáhópum, 30 — 50 manna í hverjum; fyrir flokkunum standa höfð- ingjar, sem ekki hafa tekið völdin að arfi heldur aflað sér þeirra með eigin kröftum. Pví miður vita menn ennþá svo lftið um þjóðflokk þennan, að ó- mögulegt er að segja neitt um það, af hverri kynkvíslinni hann er. — Pað er mjög merkilegt, að menn skuli svona allt í einu hafa kynst þjóðflokki, sem áður hefir verið öllum ókunnur, en á þó heima í héraði, sem mjög er heim- sótt af ferðamönnum, er ritað hafa ferða- sögur þaðan. Orsökin er sennilega sú, að dvergar þessir hafa fram að þessu verið taldir til Buskmanna, sem stund- um er sagt, að séu nokkuð Ijósir á hör- und, en stundum mjög dökkir, og sem að nokkru leyti standa á svipuðu menn- ingarstigi og þeir. Pað væri mjög æski- legt, að þjóðflokkur þessi yrði sem fyrst — því dagar hans eru vafalaust taldir — rannsakaður nákvæmar, svo hægt væri að fá vissu fyrir, hvort hann áreiðanlega standi á svona ótrúlega lágu menning- arstigi, og hvort hann, eins og Haddon telur líklegt, kynni að vera síðustu leyf- ar frumþjóðar af dvergakyni, sem eitt sinn hafi bygt Suður-Afríku. [Þýtt úr Frem"] Kínversk tilskipun. Eftir sögn enska tímaritsins »Misso- urry Review« hefir kínverska stjórnin gefið út opir.bera tilskipun til stjórnar- valdanna og alþýðunnar. Aðalefni henn- ar er þetta: Fyrst er gerður samanburður á krist- indómnum og austrænu trúarbrögðun- um, og gengur hann þeim síðasttöldu auðvitað í vil. Trúarkenningar Buddha, segir þar, miða allar til þess að hafa siðbætandi áhrif á samband ættanna við ríkið, þær þurfa engrar opinberunar við; engra kraftaverka —en án þess gæti krist- indómurinn ekki haldist við lýði — ogsiða- reglur hans sýna gildi sitt í daglegri reynslu og opinberri framkomu manna. Kristnir menn telja sig eina þekkja leyndardóma guðs, þessvegna fordæma þeir alla þá sem ekki vilja taka trú þeirra, og nefna þá trúvillinga; frumreglur þær, er þeir fylgja, og sem þeir byggja á dóma sína um aðra, eru því óhæfilega þröngsýnar. — Kenningar Konfucius- ar eru aftur á móti frjálslegar; hann valdbýður ekki trúna og bannar ekki ef- ann, einnig viðurkennir hann tilverurétt annara trúarbragða og hefir t. d. ekkert við það að athuga að menn hafi Buddha- trú eða Islamstrú. í sögu Kínverja eru ekki til neinir atburðir á borð við trú- arbragðastríðin í Evrópu, og ágreining- ur í trúarefnum myndaðist þá fyrst í »hinu himneska ríki« er kristindómur- inn barst þangað, Prátt fyrir þetta, kveður þessi opin- bera tilskipun svo á, að bæði embætt- ismenn og alþýða skuli sýna kristnum mönnum, og öðrum útlendinguin, kurt- eisi, svo þeir sjái, að Kína er siðment- að ríki. Peir kvarta undan þeim mis- skilningi í þessu efní, sem hefir mynd- ast í Kína, og víta einkum framferði þeirra foreldra, sem eigi banna börnum sínum að spotta útlendinga og misbjóða þeim. Kínverjar spotta þá landa sína, sem tekið hafa kristna trú, og skoða þá sem útlendinga eða jafnvel svikara. Petta er ósamboðið þeim göfuga hugs- unarhætti, sem ætti að prýða hvern Kínverja, sem verður er að bera það nafn, því hann á að sýna göfuglyndi ölluni þeim, sem eru annarar trúar. Að vísu eru margir þeir, sem tekið hafa kristna trú, eigi hreinskilnir, og eru lest- ir þeirra ein af ástæðunum til óeyrð- anna í landinu. Gagnvart þessum mönn- um þarf að beita röggsemi en ekki ó- réttlæti, svo að eigi hljótist af því almcnn- ar málaflækjur. — Pví til er flokkur manna, sem tekið hefir kristna trú og neytir síðan áhrifa útlendinga til að kúga landa sína; með þessu vekja þeir hatur þeirra, og eink- um alþýðunnar, sem skortir skilnings- þroska og blandar saman þeim siðlegu áhrifum, sem trúin getur haft, og eðli mannsins, sem í upphafi er ilt og trúin engin bætandi áhrif hefir haft á. (Hér hlýtur að vera átt við það, að alþýðan kenni útlendingum um ódáðaverk þeirra manna, sem hafa látið skírast, en sem í rauninni ekki eru afvöldum nýju trú- arinnar, heldur sprottin af meðfæddri mannvonsku). Hvernig geta þessir illa kristnu menn ákallað Jesú, sem aldrei hefir boðið mönnum að kúga aðra, en ávalt ámint þá um að elska hver annan og launa eigi ilt með illu, held- ur með góðu. Menn eiga því að kæra þá af kristn- um mönnum, sem tortryggilegir þykja fyrir yfirvöldunum, þegar þeir gera eitt- hvað ilt, og ennfremur láta trúboða þá, sem þeir segjast hafa skírst hjá, vita nöfn þeirra. En aldrei má blanda trú- boðunum sjálfum inn í kærur þessar, því hvað skeður, þegar þjóðin tekur hefnd yfir útlendum trúboðum, í stað þeirra landa sinna, er tekið hafa kristna trú? — Ef presti frá Evrópu er gerð- ur óskundi, þá kemur stjórn sú, sem hann hefir leitað hjálpar hjá, straxfram með skaðabótarkröfur, og afsakanir, af- sal nýrra jarðeigna á leigu og nýjar kyrkjubyggingar eru afleiðingar slíkra óeirða. Pess meira sem Kínverjar leitast við að hefta framgang kristindómsins með ofríki, því meir styðja þeir að við- gangi hans. * Svona hljóðar þessi nýja tilskipun. Hvaða álit sem menn kunna að hafa á heiðni og kristni, mun þó enginn, sem er sæmilega óhlutdrægur, lesa þetta, án þess að dást því, hvað vel stjórnin rat- ar meðalhófið ogað umburðarlyndi henn- ar og hyggindum. Einnig virðist oss, sem menn hljóti að kenna samhygðar með hrygð þeirri og dapurleik, sem lesa má á milli línanna. [Pýtt úr «Frem«j. Nýjar bækur. Mikið hefur komið »úr loftinu» þessa tvo haustmánuði; En ekki er það minna, sem rignir niður úr heila-skýjum höfunda vorra. Slíkt bókahaust mun ekki vera í marg- ra minni; eða eru menn með öllum mjalla? Eins og nú væri sá hentugi tími. Væri ekki full þörf á að taka upp aftur kongsbænadag- inn til þess að biðja fyrir öllu lands vors tólf-kongaviti ?— Og þó eru flestar hinar nýju bækur vel brúkanlegar, og sumar til sóma þjóðinni. Ljóðabókanna skal min't sér í lagi—og fyr- ir þeim andvarpað með sérstakri bæn! Hér skal fyrst nefna Barnabœkur alþýðu (Odds Björnssonar) »Stafrofskver» og »Nýjasta barnagullið.* Pær eru ágætlega samdar og útgefnar, enda mælti ráðaneytið með þeim með bréfi 30. nóv. 1899. Stafrofskverið var aftur prentað í fyrra. Eg nefni þær hér í sambandi við nýja bók fyrir unglinga lands- ins eftir sama höfund, séra J ó n a s fyrrum próf. á Hrafnagili. En það rit er »íslenzk málfræði.« (HjáO. B. 1909). Það virðist vera eins vandað og vel samið eins og barna- kverin og reikningsbækurnar — alt höf. til sóma og ágætis, Getur mér ekki annað skil- ist, en að svo hávaxinn maður með slíkri iðni, vandvirkni og fjölfróðleik mætti vel bera upp og sýna á brjósti sér eitthvert það heiðursmerki, sem nú er að rigna svo ört og ótt yfir alla réttláta — að við ekki seg- jum meira! Þá er og nýkomið í bókaverzlun O. B. »Úrvals Æfintýri frá ýmsum löndum.» 1. bindi. Þýtt hefur Adatn Þorgrimsson. Adam þýðir vel og sögulega. Og þó kann eg enn betur við þjóðsögustíl bless- aðra ísl. kerlinganna. Á stöku stað kann eg miður vel við orðalag þýðarans. Á tveimur stöðum stendur: »Þið skuluð engu týna en lífinu,* í st. fr. nema lífinu, eða: engu ö ð ru en 1. En þetta eru smámunir. Hitt er lakara, að of mörg æfintýri eru miklu lélegri en vor eru, einkum þau »frá Noregi.» Til þess eins eru þau notandi, að sýna, að þau eru ekki orðin til né sögð af s ö g uþjóð, eða alþýðu, sem aldrei hefur týnt þeirri lizt, að fara með sögur eða fróðleik. Þegar aftur í kverið kemur skána sögurnar, og þær frá Sikiley* finst mér beztar. Þar næst eru þær »frá Sviss» og »frá Serbiu.» Alls eru æfin- týrin 24. Það hefur verið mikill siður, í mentuð- um löndum, frá því snemma á síðastl. öld, að safna þjóðsögum, og hver þjóðin kepst við að eig. ast sem fylst söfn, eða fá ann- ara þjóða æfin.ýri þýdd á sitt mál. En held- ur er nú tekið að draga úr eftirspurn þessa fróðleiks, enda rignir bví meira niður af n óvellunum. Hjá oss virðist allur æf- intvrafróðleikur vera enn n.eð fullu lífi. En mundi bókamarkaður vor þola meira að sinni heldur en komið er? Vel valda-du 1 ræn- ar sögur, jafnvel útlendar, má ætla að al- þýðu langi helzt að kaupa. Er það og sizt að undra, því sú hreyfing fer um öll lönd. En af »stjúpmæðrasögum,» eða um kong og dr. í ríki. s. ættum vér að eiga kappnóg til næsta máls. M. /.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.