Norðri - 04.06.1910, Qupperneq 3
NR. 21
NORÐRI,
83
á ársfundum þeirra og er þó félagið 42
ára gamalt. Framan af hlustuðu konurnar
með athygli á forsetann; en þegar kom
fram í ræðuna, lét hann í Ijós þá per-
sónulegu skoðun síua, að enn væri ekki
kominn tími til að veita konum al-
mennan atkvæðisrétt. Rá var úti allur
friður. Rað var pípað, sussað og gripið
fram í með allmiklum geðofsa. En forset-
inn er enginn viðvaningur í því að kveðja
sér hljóðs, hann veifaði brosandi hend-
inni til hinna óstýriiátu kvenna og
minti þær á að áreiðanlegasti votturinn
um sjálfstjórnarhæfileika væri að geta
stjórnað geði síuu. Forsetinn komst vansa-
laust af fundinum, en álit hans hjá kon-
unum var í bráðina gengið til við-
ar. Og hin mikla von sem þær báru til
aðstoðar hans fyrfr málstað sinn varð að
engu. Róáttuðu þær sig á því daginn eftir,
að forsetinn mundi þó, þegar öllu væri
á botninn hvolft, vera vinur þeirra, og
samþyktu að senda honum afsökunar-
bréf, og þakka honum heiðurinn, sem
hann hefði sýnt þeim með þvíað koma
á ársfund þeirra.
Roosevelt
firv. forseti Bandaríkjanna er nú á
heiwileið til Ameríku eftir sannnefnda
sigurför um Evropu.
Jónas Guðlaugsson f. v. ritstj: R.vík-
ur talaði við hann í Noregi og hefir
ritað um hann í «Pjóðólfi« og er þar
tekinn upp kafli úr fyrstu ræðunni er
hann hélt þar í konungsveizlunni, svo-
hljóðandi:
”Eg get ekki hugsað mér mentaðan
mann, sem hefir áhuga fyrir sögu hins
hvíta kynstofnar, sem ekki finnur sér-
stakar tilfinningar bærast í brjósti sínu
hér í Noregi. Eftir að hiu grísk-róm-
verska menning var liðin undir lok, voru
það hinar fornnorsku bókmentir, sem
vöktu hina fyrstu menningarhreyfingu um
alla Evrópu, sem ekki var af grísk-róm-
verskum uppruna, þangað til hinn mikli
fornsagnabálkur var skráður (íslendinga-
sögur), sem nú eru lesnar með vaxandi
áhuga um allan heim.
Eg minnist þess nú, hve eg varð glað-
ur á íorsetadögum mínum, þegar mér
auðnaðist að senda heillaóskaskeyti til
hins nýja, norska konungs, sem ber hið
gamla, norska nafn, Hákon. Og það er
sannarlega skemtilegt fyrir landið, að
konungar þess skuli bera Hákonar og
Ólafs heitið. Eg vona, að þið séuð all-
ir sv° kunnugir hinni gömlu menningu
ykkar, að þið skiljið mig, þegar eg óska
ykkur þess, að þið ekki einungis eign-
ist langan bálk af Hákonum og Ólöf-
um, heldur líka Sigurðum og Haröld-
um.
Meðal þeirra mörgu fornnorrænu sagna,
sem hafa hugtekið mig, virðist mér
Heimskringla fegurst. Eg vonast fastlega
til, að yðar hátign, sem virðist vera
fyrirmyndarkonungshjón, sjáið um, að
Ólafur litli verði vel að sér í »Heims-
kringlu*.
Stórborgirnar.
Nýja-Jórvík (New York) er á góðum
vegi með að fara fram úr London að
öHu stórborgasniði og fólksfjölda. Hana
vantaði að vísu nokkur hundruð þúsund
til að jafnast við London, síðast þegar
talið var, en síðan hefir fjölgað þar
meira. Báðar þessar risavöxnu borgir
munu nú hafa nær 5 miljónir íbúa.
Næstar þeim koma: París með 2,714,068
sálir, þá Tokio í Japan með 2,085,160,
Berh'n með 2,040,148, þá Chicago’með
1,698,575, Pétursborg með 1,678,000,
Wien með 1,674,957 og Peking Í K.'na’
með 1,600,000.
Aftui hefir höfuðstaður Bandaríkjanna
Washington eigi nema 278,718 íbúa.
Höfuðborg Noregs, Kristiania 227,626.
Kaupmannahöfn 476,806, og höfuðstað-
ur Svíþjóðar, Stokkhólmur 337,460.
Veðrátta
fremur köld þessa viku, þó iiafa eigi
verið næturfrost nema til fjalla. Snjó
tekur því seint á útkjálkum og lítill
gróðar þar kominn og eigi farið að
vinna á túnum. Almennt sett niður í
jarðeplagarða á Akureyri þessa viku.
»Austri»
kom hingað í gær á hringferð sinni
kringum landið. Hingað komu með
honum: Frú Ragnheiður kona H. Haf-
steins bankastjóra, kaupmaður Medúsal-
em Jóhannsson og kona hans sem far-
ið höfðu snöggva ftrð til Reykjavíkur,
Jón Bergsveins on síldarmatsmaður og
einhverjir fl. Filipsen forstjóri steinolíu-
félagsins var með skipinu. Með skip-
inu voru tveir Norðmenn og 10 Reyk-
víkingar til Skagastrandar til að rífa
«Lauru« fyrir einhvern Norðmann, sem
hefir keypt skrokkinn fyrir 1500 kr. að
sögn.
Með «Austra» fór snöggva ferð til
Reykjavíkur Karl Schiöth kaupmaður.
Með skipinu fór og Karl söðlasmiður
Sigurjónsson, einn af stjórnendum
«Grettis«félagsins, voru í för með hon-
um 3 sveitarpiltar (Sigurður Sigurðsson
frá Öxnhóli, Eiður Guðmundsson frá
Púfnavöllum og Kári Arngrímsson frá
Ljósavatni) sem æt!a að taka þátt í
kappglímunni um íslandsbeltið í Reyk-
javík.
Síldarreitingur
að öðru hverju innarlega við Eyjafjörð
helzt smásíld í fyrirdi átt. Fer það ■ alt
í beitu vestur á firði og hrekkur eigi.
Síld hefir og fengist á Húsavík.í
ndirritaðu
hefir nokkra muni
til sölu með lágu
verði, svo sem:
fataskáp, orgel kommóðu,
rúmstæði, borð, stóla, spegil, reið-
hjól flygelhorn o. fl.
Jónas Stefánsson
Brekkugötu 13.
Hagkvæm verzlunarviðskipti
Innkaup á útlendum varningi gegn fyrir fram
greiðslu og sölu á ísl. afurðum annast fljótt og vel.
A. QUDMUNDSSON
COMMERCIAL STREET
LIETH,
að eg fer burtu úr bænum, nú um
hálfsmánaðartíma, eru menn vinsam-
legast beðnir að snúa sér til kaup-
manns Einars Gunnarssonar, hér í bæ, í fjarveru minni, hvað stein-
olíu og öðru viðvíkur tilheyrandi verzlun minni, ásamt afgreiðslu
s/s »Jörundar» Akureyri.
Akureyri 2. júní 1910.
Virðingarfyllst.
Carl F. Schiöth.
fiiifiibrætt meðalalýsi
og annað lýsi kaupir undirritaður, eða annast solu a þvi með
hæsta gangverði. - Reikningsskil og borgun þegar eftir móttöku
Áreiðanleg viðskipti.
Karl Aarsœther, Aalesund, Norge.
Kvenslifsi
(úr alsilki og hálfsilki) mest og bezt úrval
í bænum.
Verð frá kr: 1.30 — 6.75.
Eggert Stefánsson.
„Hótel Oddeyri“
er flutt í
Strandgötu 1.
(Hús Antons Jónssonar.)
Nærfatnaður
handa körlum og konum, afarödýr en
vandaður.
Góða sjóvetlinga
og lambskinn
gallalaus eru tekin með hæzta verði
Eggert Stefánsson. í verzlun J. V. Havsteen á Oddeyri.
240
hefðu nokkur viðskifti og tæki matinn frá munnin-
um á þeim.
Og þess vegna var hann kosinn til alls er nöfn-
um nefnist, í bæjarstjórn í allskonarfélög og fyrir-
tæki; væri hans nafn ekki með var jafnvel hið bezta
áform dæmt til dauða; og ef einhver hafði móðgað
hann, var eins gott fyrir þann in sama að labba
strax með bækur sínar til bæjarfógetans.
Pessvegna var það, er hann á fáum árum var
búinn að ná í alt sem hægt var að sjúga út úr
bænum - bæði virðingu °g hagnað, að’hann tók
uppá því, að þar sem hann nú var kominn yfir
þrítugt, vildi hann líka verða stórþingismaður.
Það var siður í bænum, þegar einh\er varð vel
efnaður þá trillaði hann vanalega á þingið.
Við hægri menn sagði hann ekki neitt;en prest-
urinn vinur hans deplaði augunum þegar hann var
að mæla með honum. Vinstri mönnum sagði hann
að hann væri sjálfstæður — sjálfmentaður maður
runninn af rótum fólksins, og fleira sem lét vel í
eyrum, þar að auki væri hann vellauðugur og kirkju-
rækin, og ekki mentaður til skaða.
Aðeins «Verkamannahringurinn« vildi ekki sam-
þykkja kosningu hans. Símon Varhoug var þar for-
maður, og hann varaði við Törres Wold. En þá
237
Á fyrsta uppboðinu byrjaði hann með því að
kaupa bæði húsin — skrauthýsið hans gamla Brandst
og húsafjölda Corneliusar Knudsens náði alveg nið-
ur að sjó — það var alt að því heill bæjarhluti.
Pví næst bauð hann í þessa þrjá vöruforða
kyrþey, °g fékk því framgengt, svo það varð ekk-
ert uppboð nema á húsgögnum og lausafé, og þar
keypti hann mest alla kostgripi gamla Brandts er
fengu þannig að vera kyrrir í sínum stað. Krögers
fjölskyldan og frú Knudsen var rutt úr vegi, og nýi
eigandinn fór að færa alt í lag eptir geðþótta sín-
um.
Törres Wold var nú orðinn fullkomið mikilmenni,
sterkur og stórgerður, og hafði enga aðra tilfinningu
en þá, að allir aðrir væru minni máttar. Nú var
hann orðinn fríðari, en þegar hann var unglingur.
Freknurnar voru horfnar, og rauðleita skeggið var
vandlega klipt í odd; hið fljótlega skarpa augnaráð
hans gerði útlit hans tígulegra; það voru ekki mikl-
ar menjar eftir af sveitamanninum.
Hann framkvæmdi nú hið gamla áform Krögers,
og lét setja stórar bogadregnar dyr á húsvegginn
og sameinaði báðar búðirnar, tók íbúðar herbergi
frú Knudsen fyrir skrifstofur. Sjálfur vildi hann búa
í sölum Brandts.