Norðri


Norðri - 10.06.1910, Qupperneq 3

Norðri - 10.06.1910, Qupperneq 3
NR 22 NORÐRI 87 ið byggðar, sem engin líkindi eru til að geti borgað vexti af því fése nhef- ir verið sett fast í þær. Laun eml ætt- ismanna hafa verið hækkað að mikh m mun; og vinstrimannastjórnin virðisi hafa mikla tilhneigingu til að stofna ný embætti og sýslanir, sem eykur gjöld ríkisins, og er vonandi að þingið fari að taka hér alvarlega í taumana. Út- gjöld til almennra þarfa og alskonar styrkveitingar fara og hækkandi, svo sem til ellistyrks, sjúkrasjóða, styrkur til sjóða fyrir atvinnulausa menn, o. fl. Lánin til húsmanna eru og veitt með svo góðum kjörum að ríkið hlýtur að skaðast á því upp að 100 miliónir á 20 árum. Vér álítum eigi rétt að þess- ar styrkveitingar hætti, en þær verða að byggjast á heilbrigðum grundvelli, ríkið á að halda áfram að hjálpa þegn- unum, og búast má við að kostnaður- inn við þá hjálp fremur aukist en réni, en það á að hjálpa til sjálfstæðis og í því skyni að gera fólkið sjálfbjarga, en eigi í öfuga átt. Ein grein útgjald- anna er ærið athugaverð í þeim árum þegar tekjurnar hrökkva ekki fyrir gjöld- um, það eru fjárveitingarnar til efling- ar atvinnuvegunum, svo sem til land- búnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar o. fl. Merkur hagfræðingur hefir tekið það réttilega fram, að slíkar styrkveitingar yrðu því aðeins að gagni, að þær væru eigi til að tæma ríkissjóð, svo á sínum tíma yrði nauðsynlegt að leggja aukin útgjöld á þessa atvinnuvegi, eða fólkið sem stundar þá til að vinna upp þess- ar styrkveitingar. Retta er mjög um- hugsunarvert atriði. En þrátt fyrir hinar ískyggilegu fjár- hagshorfur ríkisins, sem sumir stjórn- málamenn mála með sem svörtustum litum, er fjárhagur ríkisins en þolanhg- ur, það hefir að vísu verið eytt fé uni- fram efni, og lán tekið handa þjóðbú- inu til árlegra þarfa eða eyðslu. Rfk- isskuldirnar, rúmar 250 þús. mil., eru þó eigi stórvægilegar í samanburði við skuldir annara landa; og lándstraust ríkisins er enn óveiklað þótt erlend- um lánardrottnum sé fullkunnugt um að tekjuhalli hafi orðið síðasta árið. Vér getum og vonast eftir að tím- arnir breytisi til batnaðar svo tollgjöld- in fari aftur hækkandi, en þá verður að gjalda varhuga við að tollfrelsisstefn- an geri eigi nýjar geilar í ríkissjóðs- tekjurnar og eyðileggi hina vesælu vernd, sem innanlands iðnaðurinn þó nýtur enn sem komið er. (Meira.) Búnaðarbálkur. Um búfjársýningar o. fl. Kvikfjárræktin má teljast megin und- irstaða efnalegra framfara hér á landi, því er það mikils vert að geta hirt og fóðrað búfénaðinn vel og réttilega; kunnað að hagnýta beztu kosti hans og þekkja þau einkenni er þeim fylgja. Frá öndverðu hafa menn farið tölu- vert á mis við góð afnot og afurðir af búfjárhaldinu sem mest hefir leitt af þekkingarleysi manna á meðferð fjár- ins, og virðist sem vaninn hafi haml- að því, að reynslan kendi mönnum að rata réttari Ieið í þeim efnum; mun það brenna við enn í dag, þótt hirð- ing búfjárins og afnot fari batnandi, síð- ustu árin. Það sem mest hefir skaðað góða notkun búfjárins er fóðurskortur, hefir hann einkum bitnað á sauðfénu og orðið því stundum að dauðameini. Fóðurskorturinn stafar af litlum hey- birgðum og öðru því sem ætlað er til skepnufóðurs, en jafnframt af því að menn kunna ekki með fóðurefnin að fara. Við skulum segja að tveir nienn hafi jdnmargt fé að hirða, í jafngóðu ásig- ko nulagi, jafnmikið hey handa því, að vöxrtm og gæðum og jafngóð beitar- skilyréi. Pó getur vel verið ar eftir vetrar- hirðingu ía sé féð í góð i lagi hjá öðr- um fjárm ínninum, en hjá hinum í slæmu lagi. Eg geri ráð fyrir að þeir hafi gefið heyin upp að mestu, en er ekki viss- um hvor þcirra myndi þá eiga meiri fyrningar ef nokkurar \æru. Petta liggur í því ivað menn eru misjafnlega glöggir, umhugsunarsamir og athugulir um starfi), sem þeir stunda eða þeim er falið og hvort þeir hafa ánægju af því eða ekki. Fleira veldur og fóðurski rtinum. — Við kunnum heldur ekki nógu vel að hagnýta beztu kost.' húsdýranna. Margir vita ekki hverjir e'nstaklingar í búfé sfnu eiu verðmestir, tðagefamest af sér. Til þess s'iortir allan fjöld. nn er bú- fjárrækt stund \ góðar athugan r um af- urðirnar og að þekkja einker.ni, sem fylgja einstaklingum þeim seni beztir eru til afnota. Til þess að menn lærðu sem almenn- ast að þekkja þa:i einkenni, eru búfjár- sýningar nauðsynhgar; þær styðja og að betri rækt fjárins hjá einsLkum mönnum og eiga að vera til þess, að koma búfénu áleið's á hærra ræktui ar- stíg; auka verðgildi þess og afurð ir- magn. En þá er mikils virði að kunna a5 verðlauna féð á sýningunum réttilega.* Hjá sauðfénu, er við ætlum til frarn- tingunar, verðum við að verðlauna heilbrigðiseinkennin sem eru: traustleg líkamsbygging, sterLt skinn o. fl., af- urðaeinkennin sem eru: jafnt og drjúg- legt vaxstarlag, gott holdafar, rúmmikið skinn, stór brjóstkrssi svo og fl. ein- kenni, sem tilheyrðu því að ákveða sauðfjárkynið, svo sem, litur, horn o. fl. Pessum einkennum, til samrns, væri hægt að gefa nafnið ræktunarein- kenni. Hjá nautfénu verðum við að verð- launa mjólkureinkennin, sem eru, rúm- mikið skinn, fínt, snögt og gljáandi háralag, fínlega en traustlega vöðva og beinabygging, rúmmikill brjóstkassi og hjá kúnum st Srt og vellagað júfurstæði, víðar mjólkri holur o. fl. Nauðsynl gt væri og að ákveða kyn- ið. Legg eg til að menn taki til rækt- unar kollótt nautfé, er beri svartan og svartskji'ldóttan lit. Eg þykist haf tekið e tir því að kýr með þeim lit eru oft gó /ar mjólkur kýr. Hes a þarf að verðlauna í tvennu- lagi, nefnil. reiðhesta og burðarhesta eða di átthesta, hverja með þar tilheyr- andi einkennum. Menn eru nú farnir að lej. gja áherzlu á að hestarnir séu einlitir. Á sýningunum verður að skifta fénu eftir kynjum og svo í flokka eftir aldri, og verðlauna síðan einstaklingana og ef tj| vill eitthvað í flokkum. Á stærri sýningum á Bretlandi er verðlaunað þannig, að aðeins 1 einstaklingur úr hvrrjum flokki fær fyrstu verðlaun, 1 önnur verðlaun, 1 þriðjuverðlaun o. s. fr. t. d. ef þar væru á sýningu 30 hestar veturg. þá fengju aðeins 4 af þeiin verðl. (1., 2., 3., og 4. verðlaun) °g 3 — 4 viðurkenningarseðla. í Noregi eru oft veitt sömu verðlaun fleii i einstakl. úr sama flokki; þar eru sjaldan veitt fyrstu verðlaun Hvað upphæð verðlaunanr.a"*'snertir, verðum við að sníða okkur -takk eftir vexti. Pað getur verið álita mál h/ort rétt- ara muni að halda búfjársýning ir aðeins fyrir sýslur og stærri héruð e i síður fyrir hreppa. — En jafnara myndi það koma niður ef oftar yrðu haldnar hreppasj ningar og svo sýslusýningar við og við. Þar eð samgöngur eru víða ógreiðar og sumir hreppar út úr skotnir. Auðvitað má oft sameina sýningar úr 2-3 hreppum. Setjum svo að nú skyldi eiga að halda sýningar á búfé í hverjum hreppi einhverrarsýslu eða sýslna sama ár, þá er það nauðsynlegt að maður sem heiði áreiðanlega sérþekkingu í búfjárræl.t, fari um hreppana og hjálpaði til við verðlaunadæminguna. Búfjársýningar, einkum á sauðfé, væii hentugast að halda á haustin um göng- ur —. Mælir ýmislegt með því; þá er féð vel á sig komið undan sumrinu, þá er ekki eins dýr tími sem á vorin, eða snemma sumars, og þá yrði komið í veg fyrir, að menn færu að ala féð til að búa það undir sýningarnar, sem yiði meira og minna ef þær færu fram á vorin, og sá tilkostnaður yrði gerður að óþörfu. Fyrir góða hirðingu á búfé væri gagnlegt að veita verðlaun sér ílagi. Jón H. Þorbergsson. Skattanefndarfund stendur til að haldinn verði í þess- um mánuði hér á Akureyri. Kl. Jónsson landritari kom hingað á þriðjudaginn með »ísl. Falk» til þess að sitja á fund- inum, kom frú hans hingað með hon ím. Ólafur Briem er og kominn á fund nn, en Pétur á Oautlöndumog Flygenring eru ókomnir. Skipstrand. Seglskipið »Hermod« verzlunai skip Örum & Wulffs rak í land á Kópas'cers- höfn 6. þ. m. í vestanroki og varð að ctrandi. Skipið var á lausakaupaferð og h fði töluvert af útlendum vörum, Ekki he.ir frézt, hvort þær hafi náðst. Fkkert mai ntjón eða slys varð við strand þetta. Mani.skaðar. 5 n:enn druknuðu nýlega íVík í Mýr dal. Voiu að flytja vörur í land úr skipi og hvolfdi bátnum í lendingunni. Tveir r. enn druknuðu nýlega ai há- karlaskipinu «Hektor» af Siglufirði; tók út þegar skipið var að leysa. Eigi hefir frézt með vissu hverjir mennirnir voru. Fiskiafli á Austfjörðum er að réna í bráð. í síðustu róðrum á Seyðisfirði eigi feng- ist nema 1—2 skpd. og fara þá róðrar illa að borga sig. Beztu vélabá.ar þar búnir að fá í vor 25 — 30 skpð. Véla- bátar á Norðfitði þó hærri að venju, búnir að fá í vor 30 — 40 skpd. Véla- bátar af Mjóafiiði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði hafa og fiskað vel i hinti gönguharða vorhlaupi, sem útlit er til að sé á enda. Fiskilaust er enn á Eyjafjarðarmiðum og hafa F.yfirðingar því orðið að bjarga séi fyr- ir vestan Horn á þilskipum sínum. Vélaþilskip þeira Ásg. Péturssonar, St. Jónassonar og fl. fór vestur fyrir land scint í marz og helir stundað þar línu- fickveiðar síðan. Ha ði 7 menn. ! kipið ko:n hingað f gær c g hefir fiskað 80 — 90 skpd. af vænum fiski. Tvö önnur vélaþilskip héðan haía og stundaí línu- fiskvciði fyrir vestan land með góðum árang, i. Fiskurinn að koma á Eyjnfjarðarmiðin. — 400 á skip í dag út af Olaisfirði !af vænum fiski á slæma beitu og stutta línu. Hákarlaskipin af Siglufirði hafa fjögur komið inn þangað fyrir skömmu, hlaðin af lyfur. «FIóra» kom hingað í gær á suður leið. Með henni kom frá útlöndum Ragnar kaupm. Ólafsson og frú hans. Jón Halldórsson bóndi í Krossanesi í Glæsibæjarhr. er búinn að fá um 100 tunnur í fyrir- drátt í vor af síld, er hann hefir alla selt í beitu. Hann á litla fyrirdráttarnót sjálfur, og hefir veitt þetta í hana með heimafólki sínu. Veðrátta. í gær brá til norðanáttar með krapa- hríð og snjóaði ofan fyrir mið 'fjöll, en þó eigi frost við sjóinn. Byrjað var að hreinsa tún sumstaðar inn í firðinum. Frá Danmörku. Zahle-ráðaneytið hafði sagt af sér en þeir Christensen og Neergaard vildu eigi mynda nýtt ráðaneyti að svo komnu. Svo konungur fékk Zahle til að vera kyrran fyrst um sinn, og er haldið að hann sitji þangað til þing kemur saman í október Nýustu fréttir frá Rvík segja að ráðherra hafi svarað þingfor- setum því að hann mundi eigi kveðja til aukaþings. Skúli Thoroddsen hefir vítt það í sÞjóðv.* og sagt að nú verði allir að beita sér fyrir að þingi verði eigi frestað að vetri. Samtíningur. Spitzbergen. Ressar íshafseyjar mega heita Iiggja fyiir norðan landslög og rétt og teljast eigi með neinu ríki. En þar er veiði og kolanámur, og reka Norðmenn og Ameríkumenn þar veiðiskap og námu- gröft. Norðmenn hófu fyrst máls á því, að samkomulag yrði milli fleiri ríkja að koma á lögbundnu skipulagi á eyj- unum til að vernda eignir og viður- kend réttindi þeirra, sem þar hafast við. Og síðar hefir stjórn Bandaríkjanna gert ráð fyrir að gefa út lög um fram- ferði manna á eyjunni. Búist er við að það mæti mótspyrnu frá Noregi og fleiri ríkjum ef Bandaríkjastjórn færi að sýna sig í því að leggja eyna undir Sig, en eins og nú er ástatt þykir svo ótryggt að byrja þar á nokkrum stærri atvinnurekstri, að sum félög frá Noregi hafa hætt við það, fyrir hvað eignar- rétturinn er þar ótryggur og sumir menn þar uppvöðslu og yfirgangssam- ir. Voldugt samband. Richard Cartwright heitir einn af helztu foringjum stjórnarinnar í þinginu íCan- ada. Hann talaði nýlega um það í veizlu, sem honum var haldin í höfuðborg nýlendunnar, að nú virtist vera hentug- ur tími til að stofna samband milli hinna enskumælandi ríkja, Bretaveldis og Bandaríkjanna. Slíkt samband mundi tryggja heimsfriðinn, og vera helzta ráðið til að draga úr hinum óstjórnlega fjár- austri til herútbúnaðar, sem gleypir þriðjunginn af öllum tekjum stórveld- anna. Sambönd milli ríkja eru og að færast í vöxt, og hann hefði tekið eftir því á sínum langa stjórnmálaferli, að stöðugt væru horfurnar um sambandið milli hinna enskumæl- andi ríkja að verða líklegra. Canada, sem stæði í fjörugu viðskipta og vin- áttusambandi við móðurlandið og sömu- leiðis við Bandaríkin væri sjálfkjörinn miðill til að koma sambandinu á og og halda því við.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.