Norðri - 13.09.1910, Blaðsíða 2

Norðri - 13.09.1910, Blaðsíða 2
134 NORÐRI. NR. 34 Páll Zoffaníasson hefir sett mjög fróð- lega skýrslu í rit Ræktunarfélagsins um gildi ymsa matvæla til manneldis. Telur hann síldina (sem innihaldi eggjahvítu og feiti) með þeim allra ódýrustu. Fyrri á árum fluttu bændur skreið (harðfisk) til búa sinna. Nú er hann dýr og fæst eigi. Síldin hefir sama efni og feitina umfram, og gæti því vel komið fyrir harðfiskinn, og hún mun verða í eins miklum metum þegar lands- menn venjast við hana, og gæta þess að kaupa eigi skemda vöru, og geyma hana vel. Síldin þarf að verða þjóðréttur íslend- inga, eins og harðfiskurinn var. Nokkrar bendingar Eftir J. H. Porbergsson. Ohóf og eyðsla munaðarvörunnar hjá okkur o. fl. Ekki verður það í fljótu bragði séð, hvað mikið óhófseyðsla munaðarvör- unnar hjá okkur hefir hnekt og muni hnekkja efnahag, heilsufari og allri vel- liðan manna, því það er eitt af því sem er næst því ómetanlegt. Þó er vert að geta þess, að sú eyðsla virðist fara minkandi nú á síðustu árum. Pað er nú margsinnis sagt og sannað, að áfengir drykkir eru mesta skað- ræðið, af allri munaðarvöru; hafa þeir og stytt aldur margra, og ollað margvís- legum sársauka bæði líkamlegum og and- legum. Pýðir ekki hér að fara meira út í þá sálma um skaðsemi þeirra. En svo er fyrir að þakka, að nú er öldin önnur en sú, er fáir þóttust vera menn með mönnum, nema þeir hefðu „glas upp á vasann» og voru «hreifir« um helgar, á mannamótum, og er þeir fóru kaupstaðarferðir o. s. fr. En breyting hefir orðið á þessu til batnaðar nú á síðari árum, er þakka má bindindis- starfseminni. Nú skilst öllum fjöldanum að það er blettur á mannorði hvers og eins, er neytir áfengis í óhófi, og þó er hinni skaðlegu áfengisnautn bezt út- rýmt, er skynsemi og sómatilfinning manna gera hana útlæga, af því hún skerðir tilfinnanlega það grundvallarat- riði er þjóðmenningin byggist á, en það errétt siðsemi En hætt er við að sá menningar- þroski eigi langt í Iand, hjá okkur, er einstaklingar þjóðarinnar, eða hún í heild sinni, á það hugtak óupprætanlegt í meðvitund sinni, að ekki sé gerlegt að bregða út af lögum réttrar siðsemi. Eg á við hvað snertir sjálfráðar gerðir. — Til þess þarf ymislegt að breytast, frá því sem nú er. Sundrungina, Iands- ins versta óvætt verður að drepa. Menn þurfa að verða fúsari á að styðja hverir aðra, að réttum málstað, Hinir leiðandi menn þurfa að breyta betur eftir boðum sínum, Blöð og bækur sem eiga að vera til að fræða og göfga alþýðu mega ekki fela í sér þann anda er geti haft slæm áhrif o. fl. Pað er öll furða, hvað hið góða hjá manninum virðist eiga erfitt uppdráttar. Hvernig er ekki hugsunarháttur margra er taka meir eða minna þátt í lands- málum, ræðum, ritum og störfum; það er eins og þeir vilji hefja sjálfa sig til skýanna en ætla náunganum sæti neð- an við allar hellur. — Fyrri má nú gagn gera — allir erum við þó á lík- an hátt fæddir í þennan heim og sam- an stöndum af sömu frumefnum, þótt »gáfur« séu mismunandi. — Pað er oft minst á fátækt okkar — en ættum við nægðir af sannleiksást og sjálfstæðislöngun, væri fengið það »kap- ital« er þyrfti til að reisa frjálst og full- komið þjóðlíf. Ætli að allir þeir er ræða um frelsi þjóðarinnar út á við, geri sér grein fyrir því að hún er ófrjáls inn á við------? Pá er að víkja þar að, sem áður var frá horfið, að minnast á áfengis- nautnina, þar er víða pottur brotinn og það hjá þjóðum, sem meira eru komn- ar til vits og ára heldur en íslenzka- þjóðin. En hjá stórþjóðum eða fjöl- mennum er oft margt af fólkinu á lágu stigi. Eg hefi dvalið árlangt á Bretlandi til að kynna mér — eftir mætti — lifnaðar- háttu og ásigkomulag fólksins. Eitt af því er vakti eftirtekt mína, var það, hvað margt var þar af föru- mönnum, er fóru um land alt, heimil- islausir, vinalausir, snauðir af allri sóma- tilfinningu, trú og vilja til að lifa einsog menn. Eg þóttist komast að raun um, að ástæðan fyrir því, væri aðallega á- fengisnautnin og mikið meira sú ástæða, heldur en atvinnuskortur. — Veitingahús eru þar ekki eingöngu í borgum og þorpum heldur einnig á víð og dreif út um land, meðfram þjóð- vegum. — Par eru og mörg gistihús er ekki selja áfengi. — Par í landi er fjöldi vinnumanna er eyða árskaupi sínu fyrir áfengi og tó- bak, en ganga klæðalitlir. — A landsýningu á Skotlandi sá eg fjár- hirðara drukna og fljúgast á í ölæði; mest bar á því á kvöldin, er fólk fór að týnast af sýningarsvæðinu. — Náttúr- lega er það hið óupplýstasta af fólkinu er neytir áfengisins í miklu óhófi. Tóbakseyðslan hjá okkur er versti peninga þjófur. Ekki mun þurfa stóran hrepp til, svo ganga megi út frá því, að í honum eyðist, árlega að óþörfu 2 — 3 þúsund krónurfyrir tóbak. Marg- ur maður eyðir góðu jarðarverði í tó- bakskaup yfir æfina; glatar með því heilsu sinni ogbakar sér marga armæðu- stund, er hann neyðist til að vera án tóbaksins, Vonandi er að sú eyðsla fari enn minkandi að mun, bæði er nú tó- bakið dýrara orðið, og margir hafa nú ömun á því, frekar en áður, svo koma nú máske tóbaksbindindi eitthvað til sögunnar. Eitt er þegar komið á stað í Svalbarðsstrandarhreppi. Pá má geta um óáfenga drykki er við höfum alt of mikið um hönd. Vil eg hér aðeins minnast lítið eitt á kaffi og tedrykkju. Eins og við vitum, er það mjög víða siður til sveita, að fara með kaffi þris- var á dag og sumstaðar oftar. En eg geng út frá hinu. í þessu ligg- ur mikil tímatöf (t. d. á sumrin) og peningaeyðsla; en gagnsemin verður lít- il þegar á það er litið að kaffið sjálft hefir ekkert næringargildi, er bragðvont og verkar skaðlega á heilsufar neytenda. Heilsufræðin segir að kaffið spilli fyrir meltingunni á þann hátt að það hindri verkan munnvatnsins á fæðuna (í munn- vatninu er fermentið, «ptyalin« sem breytir stífelsi í sykur —) og af miklum kaffidrykkjum orsakist taugaveiklun og hjartasjúkdómar. — Margir er neyta kaffis og tes hafa þá tröllatrú að þetta séu lífgandi meðul; fyrir þá trú og vanann að neyta þessa og að það er bætt upp með sykri og rjóma er kaffið svo mikið haft um hönd. Alment ætti það að leggjast niður að veita kaffi á milli máltíða, og menn þyrftu að læra að hagnýta íslenzkar jurtir til drykkju í staðin fyrir útlent te og kaffi. Fyr á tímum var töluvert notað af innlendu te og sumstaðar enn í dag er drukkið te af fjallagrösum. Heyrt hefi eg að til tedrykku hafi einnig verið notað blóðberg, vallhumall, smári og aðalblá- berjaling. Jurtunum þarf að safna, þurka í forsælu og geyma síðan í hirzlu. Ver- ið getur að sé nauðsynlegt að blanda saman fleiri grösum til tesuðunnar, svo að teið verði hollara. — Eg vil leyfa mér að beina því til Ræktunarfélags Norðurlauds hvort það vilji og geti gefið mönnum upplýsingar um notkun íslenzka jurta til tedrykkju, því líklegt þykir mér að margir yrðu fegnir að nota það. — Framtíð félagsins verður að byggast á því, að það haldi sig við sparnaðarhugmyndina, og leggja mikla stund við að kenna mönnum að hag- nýta innlendan kraft og innlent efni, jafnframt og framar því, sem það er starfandi við tilraunir fyrir nýbreytnina. Samtíningur. Ráð sem Karl Kingley skáld gaf. «Ef þú vilt verða auðnulaus vesæl- ingur, þá fylgdu þessum reglum : Hugs- aðu sí og æ um sjálfan þig; um hvað eina, sem þig vantar, um hvað eina sem þú girnist, um hvað eina sem þú þykist eiga hjá öðrum, um hvað eina, sem um þig er talað. Pá fer svo, að þér finst eitthvað að öllu og lítið til alls koma. Pú setur þá óhreinindi á alt sem þú snertir, skemmir alt sem þú ferð með, eymd og ólán verður í öllu þitt hlutskifti.« -- « » - Peir Taft Bandaríkjaforseti og Mr. Carnegie, hinn auðgi töluðu sköruglega á friðarsamkomu nýlega. Carnegie taldi hernaðarofsa stórveldanna óþolandi, smán kristnum mönnum, ermeð engu móti mætti lengur þola. Skoraði hann á for- setann að segja sig úr lögum við slíka þjóðhöfðinga. Taft kvað einungis eitt ráð vera í hendi og því mundi hann framfylgja eftir megni. Og ráðið væri: bandalag milli nokkurra hinna ríkustu þjóða til þess að ógna svo öðrum þjóðum, er fara kysi sínu fram, að þær þyrðu ekki ófrið að hefja; skyldu banda- menn hafa svo mikin herafla til taks að þeim yrði óhætt að bjcða öllum ó- vinum byrginn. En að leggja niður vopn eins og stendur, eða minka her- varnir að stórum mun, kvað hann mjög misráðið eins og nú stæði. Tveir fræðimenn fyrstu stærðar eru nýlega fallnir frá í Ameríku. Annar þeirra var Englendingurinn Goldwin S m i t h, er lengi var háskólakennari í Toronto, Kanada. Hann hratt fyrstur kenningunni um að mannsal væri bygg- jandi á bifliunni. Pað var fyrir þræla- stríðið. Þegar materíukenningin stóð á hæsta stigi, gaf hann út bók sína: «Gát- ur tilverunnar« (Guesses at the Riddle of Existence.) í þeirri bók stendur þessi grein : «Oss virðist óhugsandi, að vitsmunir vorir, hvernig svo sem til eru orðnir, eigi engan alvitran höfund. Eitt er víst, að sé dauðinn jafnt endalok hinna rétt- látu sem hinna ránglátu þá getur það vald, sem heiminum ræður, með engu móti verið réttlátt, eftir voru viti. Rödd virðist búa í hverjum manni, er segir honum, að reikningi hans verði ekki lokið í dauðanum. Góður maður, þótt hart verði úti mun ávalt njóta ánægju í dauðanum af vel varðri æfi, og aldrei mun nokkurn þess iðra, að hann gekk réttari brautina. En vart mun nokkru varmenni blandast hugur um það, þeg- ar öll sund eru lokuð, að betur hefði hann gert,~tef hann hefði lifað lífi hins réttláta og góða. . . Engin rök benda til, að siðferðishvatir vorar séu óvissari * ' en aðrar hvatir, heldur þvert í mót. Sú hugsun, —að hinir mestu velgerðamenn og mestu óvinir mannkynsins fúni sam- an í einni gröf og verði að engu, er óþolandi voru siðgæðiseðli. - « » --- Dr. A. J a c k s o n D a v i s, hinn frægi dulspekingur í Ameríku er nýlátinn. Hann var blásnauður iðnaðar sveinn í æsku. En er minst varði samdi hann náttúrufrœðisrit og aðrar bækur, er þóttu taka fram Kosmus, A. Hum- bolts og er þá langt farið. Úr því varð hann víðfrægur og ekki sízt fyrir það, að hann þótti segja fyrir flest það, er kunnugt vaið síðar og aðrir fundu. Mynduðust snemma um hann margar undrasögur. Háskólaembætti þáði hann ekki, var einrænn og kynlegur og þó ástgoði þeirra, sem hann umgekkst. Nú eru bækur hans alkunnar og þó, að sögn, í ymsu langt á undan vorum tíma. Hann ritaði ymislegt um anda- trúna (spirítismann), sem þeirra trúar- menn skoða sem guðsorð. En aldrei vildi hann sjá né fást við tilraunir (Sé- ansa), og kvað hreyfinguna vera mjög í barndómi. En eins og Swedinborg játaði hann, að æðri verur hefði »kent sér alla fræði," og gefið sér ómentum , manni «alt sitt skyn og skilning.» En einurð hans og bermæli við aðra vís- indamenn skemdi mjög hans vísinda- legu tiltrú, og því segja vinir hans, «að hann eigi mest af frægð sinni í sjóði.« Jafna vinir hans honum við hina mestu spekinga, sem uppi hafa verið. Af rit- um hans þekki eg engin til hlýtar, en vert væri að yngi menn, sem vel kunna ensku kaupi slíka höfunda eins og hann — eða Gerald Massey, sem líka er nýdáinn er einnig var bæði hið mesta skáld og ef til vill sá djúpsæasti trú- arfræðingur sem lifað hefir. Eins og Max Múller varð hann rótgróin í Aust- urlanda fornniálum, en sérstaklega í Egypzskum fræðum. Hannkvað, kristna trú vera 10,000 ára, og 11,000 áraþó! Englendingar sveltu hann, enda þáði hann aldrei embætti, og allar kirkjur voru honum andvígar. Við kveðskápinn hætti hann þegar frægð Tennysons hófst fyrir alvöru, en listafræðingar telja það skaða, því að hvorki Tennyson. Brown- ing, Morris né Swinburne þurftu við hann að keppa — segja vinir Masseys. M. J. Glfting. Þorsteinn Skaptason ritstjóri og Póra Matthíasdóttir, skálds, giftu sig 11. þ. m. Norðri óskar hjónunum til hamingju. Fjárkaup Fjárkaupmaður frá Belgíu er kominn hingað, og ætlar að kaupa fé á fæti til útflutnings í haust í Eyjafjarðar og Pingeyjar og Múlasýslum 1 farm á öll- um stöðum um 2000 fjár alls. Heyskapur Síðustu viku hefir lengst af verið sunn- an átt, hafa menn því þurkað upp hey sín. Herpnótasíldveiði er nú að mestu að hætta fyrir Norður- landi. Aflinn með reknetaveiðinni orð- inn um 150 þúsund tn. Síldinni er er- lendis haldið í 16 kr. tunnan. Fiskverðið. erlendis helzt nokkur veginn óbreytt samkvæmt símskeyti í dag.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.