Norðri - 13.11.1911, Blaðsíða 2
152
NORÐRI.
NR. 46
Pað sem eg' vildi
sagi hafa.
Grein með þessari fyrirsögn eftir
séra Matthías Jochumsson birtist í 18.
töiubl. Nýja Kirkjubl. þ. á.
En væri betur ósagt — langar mig
til að bæta við, þvf að það hryggir
mig að heyra gamla, góða og skyn-
sama menn vera upp með sér af því
að þeir hlaupi eftir hverjum nýjum kenn-
ingarþyt, hvað vitlaus sem hann er, bara
af því að það er »í anda tímans< (sbr.
niðurlag nefndrar greinar.)
í þessari grein þykist höfundurinn
birta stefnuskrá «nýju guðfræðinganna,«
sem hann kallar »framsóknar kennend-
ur kristinsdómsins,« enda þótt þeir enn
ekki séu komnir lengra, jafnvel ekki eins
langt, og lærifeður þeirra F. C. v. Baur,
Schaltag Sam. Davidson, E. Renau og
M. Eiríkson, og þeir enn ekkert hafi
flutt af kenningum, sem eigi hafa verið
áður fluttarl— gripnar af nokkrum —og
dáið út.
Til þess að enginn skuli efast um að
stefnuskrá þesSi sé rétt, og sýni fyllilega
stefndu og anda hinna nýju guðfræð-
inga og spíritista (sem að mestu fer sam-
an hjá oss) þá tekur hann það fyrst fram
að «hreinskilni er alsherjaskylda.« Pessi
— hreinskitnislega »stefnuskrá framsókn-
arkennenda kristinsdómsins,* segir
hann svo að sé: „Brœðralag allra sem
elska til blessunar öllum sem þjást og
líða.“ Þetta eru falleg orð og fögur
stefnuskrá, ef hún væri það í hreinskilni
og sannleika. Margt má reyndar «elska«,
líka sjálfan sig, svo það er enginn efi á
því að nýju guðfræðingunum muni tak-
ast og tekst að fylgja stefnuskránni að
því leyti, að þeir elski í sannleika, sjálfa
s,g> °g þá sem beygja sig með aðdá-
un fyrir þeim — máske —
En »blessunin,« hin nýja blessun,
sem þetta bræðralag færi þeim sem
þjást og líða er:
Afneitun Jesú Krist sem Guðssonar,
Guðs af Guði — hann gera þeir að
hálfguði. —
Afneitun þrenningar guðdómsins, —
þar eð andi mannins eigi fær skilið hið
innra samband guðdómsins, þá neita
þeir að í guðdómseiningunni séu þrjár
persónur, eins og víst sé að þeir geti
skilið alt á himni og jörð —.
Afneitun friðþægingarinnar, — eng-
inn getur liðið í annars stað, segja þeir,
þó gegn allri reynslu og jarðlífs tilveru,
þar sem alt mikið byggist á líðunum
einstaklinganna fyrir aðra og í þeírra
stað. —
Afneitun fyrirgefningarinnar — hver
og einn verður að líða fyrir sín afbrot,
bera sitt straff, nauðugur viljugur, þar
frá er engin undantekning, eru huggun-
arorð þeirra við líðandi syndara. —
Afneitun fullkominnar sælu, — því þar
er eilíf framþróun alls, svo jafnvel Guð
sjáifur hlýtur að vera að þroskast og er
því ófullkominn og ekki sæll, hvað þá
andi hins dauðlega manns. —
Og afneitun biblíunnar, að miklu leyti
— því það er nauðsynlegt til þess að
geta flutt þessa kenningu undir yfirvarpi
kristinsdóms. —
Þetta bræðralag vanta þannig öll meðöl
til þass að hugga hrygga, hughreysta
þá, sem líður illa og friða þá, sem
samvizkan dæmir, og geta þó altað einu
ekki fullnægteinföldustu kröfum skynsem-
innar, því þeir byggja kenningu sína á
guðdómi, sem enginn þekkir eða hefir
þekkt annar en Jesús Kristur, sem þeir
afneita og allar sælu friðarog hvíldarvonir
eilífðarinnar, hafa þeir grafið með Jesú
Kristi til þess aldrei að rísa aftur upp.
í »hreinskilni« sagt held eg því að
þessi stefnuskrá sé gömul og góð stefnu-
skrá kirkju Krist á jörðunni, allra þeirra
sem í barnslegu trúnaðartrausti byggja
líf sitt og framtíðarvonir á Jesú Kristi
og hans orðum, að við bættu einu orði:
Bræðralag allra sem elska Drottinn til
blessunar öllum sem þjást og líða; en
sem nýju guðfræðingarnir vilja hnupla
afbakaða til þess að breiða sem blæju
yfir vantrúna og hjátrúna, svo þeir því
betur geti leitt fóklið, alla sem unna
því fagra og góða, út á hinar hálu braut-
ir, sem þeir sjálfir hafa lagt og búið til
— burt frá hinum krossfesta og aftur
upprisna frelsara mannanna, frelsara frá
synd, dómi og eilífðar dauða. burt frá
traustinu til hans og orði hans í biblí-
unni; burt frá þeim kærleika, sem líður
fyrir aðra og tekur annara sár á sig,
burt frá auðmýkt og undirgefni undir
Guðs vilja, en til sín, til lotningar og
aðdáunar fyrir þeirra eigin draumórum
og reikula hugmyndaflugi hvarlandi
sálna.—
»Sýn mér trú þína af verkunum« er
góð regla til að dæma eftir, gildi
stefnu trúarbragðanna, í því er eg höf.
greinarinnar samdóma, og fús legg eg
trú allflestra »hinna veiktrúuðu presta*
vorra undir þann mælikvarða móti nýu
guðfræðingunum sem eg þekki. En þó
eg óttist ekki þann samnburð er það
ei sagt til þess að hrósa prestum, þvf
þeir eiga ekki neitt lof skilið fyrir að
sýna trú sýna í verkunum, heldur til
þess að vekja fólkið til athugunar og
fá það til að dæma sjálft í hverjum,
gömlu eða nýju guðfræðingunum, að
kærleikurinn er fremur starfandi sem
lifandi, o. fl., fyrst nýju guðfræðingarn-
ir eru altaf að gefa það í skyn að þeir
séu betri en aðrir menn.
Góð hugmynd er og fögur að stofna
nýtt blað í hinu forna Hólastifti til efl-
ingar sönnum kristindómi; — en hvers
vegna í anda Nýs Kirkjublaðs? Ró það
blað sé að mörgu leyti gott blað, þá
fyndist mér réttara og eðlilegra að þetta
fyrirhugaða nýja blað yrði eingöngu bygt
og grundvallað á Kristi og hans orðum,
»starfaði jafnhliða« biblíunni og »hefði
sérstaklega það markmið, að færa þeim
huggun og blessun sem þjást og líða.«
Glaður yrði eg og þakklátu prestum
Hólastiftis ef þeir kæmu slíku blaði á
fót, óháðu öllum nýjum stefnum, en
sem starfaði í anda Krists og íslenzkrar
kirkju.
Guð gefi oss öllum styrk til þess
að vinná verk köllunar vorrar í kær-
leika, »búnir til sóknar og varnar« eftir
því sem jtörfin krefur, og til þess að
»sýna æfinlega trú vora í verkunum«,
öllum, »sem elska Drottinn«.
G. Einarsson
prestur.
Brot
úr
landbúnaðarsögu Noregs.
Landslag í Noregi er mest hrikalegt
fjalllendi, en sundurskorið af nærfelt ó-
teljandi fjörðum og dölum, en eyjaklasi
mikill með ströndum fram. Margir dal-
anna eru fagrir og frjóir og margir
skreyttir með skógi, en sumir þeirra eru
fremur fátækir af því, er telst til lands-
auðæfa. Það er langt frá því, að land-
ið hafi haft eða hafi efni á að brauð-
fæða börn sín, þannig, að þau þurfi
ekki annað en rétta út hendurnar eftir
fæðunni, heldur hafa þau orðið að leita
hennar og erfiða til að öðlast hana.
En við það hafa þau lært að vinna og
neyta fæðu sinnar til að lifa — og náð
því að verða starfsöm og drenglynd
þjóð, en það eru höfuðkostir og lífs-
lyndir hvers þjóðfélags.
Mörg atriði í sögu og atvinnuvegum
þjóðar þessarar eru Islendingum kunn,
en hér vildi eg með fáum h'num geta
nokkra viðburða í búnaðarsögu hennar.
Hefi eg að miklu leyti tínt efnið sam-
an úr fyrirlestrum eftir K. K. Kleppi,
búnaðarkandidat og kennar við land-
búnaðardeildina í Jæðerens Folkehöjskole,
og úr sögu Noregs, með því sem eg
hefi úr öðrum bókum, og hefi eg sjálf-
ur ögn kynt mér staðháttu og lifnaðar-
háttu þar í landi.
Frá bronsöld og járnöld eiga að
hafa fundist merki landbúnaðar í Noregi.
í þeim jarðlögum hefir fundist sag-
myndaður Ijár og fleira er bendir til
þess. Frá elztu þjóðsögutíð þjóðarinnar
eru sagnir um að ræktað hafi verið
bygg og hafrar einnig hampur og lín,
er fólkið vann ýmislegt úr á vetrar-
kvöldin. Á 11., 12. og 13. öld er á-
litið að hafi verið töluverð akuryrkja,
en á 14. öld fóru útlendingar að flytja
kornvöru til landsins og selja þar lágu
verði, og seint á sömu öldinni geisaði
svartidauði yfir landið og gjöreyddi
sumum sveitum af fólki, Alt þetta eyði-
lagði mjög akuryrkjuna.
Þekking var lítil á þeim öldum, er
þess getið að þá var trú manna að bygg
yrði að höfrum eftir sáninguna, sem
stafað hefir af því, að þegar sáð var
saman byggi og höfrum, uxu hafrarnir
fyr, og stundum var þá svo lítill áburð-
ur eða frjóefni í sáðlandinu, að bygg-
ið óx ekki, því að það gerir meiri kröf-
ur til jarðarinnar.
Frá 1300 — 1814 var sem framfara-
leysisskuggi hvíldi yfir landinu. Hinar
leiðandi dísir, trúin og þekkingin, gerðu
lítið vart við sig, en þjóðin átti í stríði
við sult og harðrétti með útlendri ein-
valdsstjórn er svæfði vilja og sjálfstæði
og framfarir hennar. En með hinni
þingbundnu stjórn, fyrst í sambandi við
Svía og nú síðast sem konungsríki hef-
ir landið tekið mjög miklum umbótum
bæði í einu og öðru.
Sögubrot.
Frá fyrstu hefir landbúnaður í Noregi
stuðst við nautfjárræktina. Á þeim tím-
um, sem vöruskifti áttu sér stað, og
peningar voru eigi komnir til sögunnar,
er þess getið, að varan sein bændur létu
hafi verið skinn smjör og tólg. Árið
1660 var fyrst talinn búfénaður í Nor-
egi og voru þá 112 nautgripir á hverja
100 landsbúa. Eigi er þá getið um
tölu á sauðfé, Fénaður allur var illa
hirtur, haldið mjög til beitar og féll
hann oft fyrir hor. Góð beitarskilyrði
voru taldir aðalkostir hverrar bújarðar.
Vetrarforði var slæmur og lítill handa
fénu, en þó voru menn nærri alt árið
að safna honum. í lok júnímánðaðar
var byrjað að safna heyi, laufi og mosa
til fóðurs, og haldið áfram með það
fram að vetri, en þá farið að flytja
heim við og börk, sem einnig var þá
mikið notað til fóðurs. Þessi fóðurs-
söfnun nær því alt árið hefir viðgeng-
ist alt fram undir lok 18. aldar; hafa
fundist sagnir um það í dagbókum frá
1784.
Langt fram á 18. öld var það siður
að fóðra nautféð þannig: Hey eða
hálmur var gefið kvöld og morgna, en
um miðjan dag var féð látið út til að
drekka og éta lauf, börk og við er
safnað var heim að fjósi. Húsmóðirin
hirti í fjósinu en bóndi dró að fóður
(bðrk og við). Btífjárhýsi voru slæm,
var nautfé alt með kláða, sleikti og át
af sér hárið, er á stundum myndaði
stýflur í görnunum svo skepnur dráp-
ust af, áleit þá fólk að galdrar væri
— segir sagan.— Saufé var mest hald-
ið á útigangi látið lifa og deyja.
Þegar svo vorið og sumarið kom,
héldu menn með búsmala sinn til fjalls
eða í selin, þar báru kýrnar á vorin,
ærnar og geiturnar.
jj ' Smér og^ostur var utinin júr mjólk-
inni, en skyri og súrmjólk safnað til
vetrarins. Menn lifðu mjög sparlega þar
í seljunum, höfðu oft barkarbrauð til
matar og lítið viðbit, þvx að smérið var
látið í landskuldina, og svo var það
verzlunarvaran.
Þar við selin var stundum veiddur
silungur og svo safnað fóðri (heyi, laufi
og mosa).
Afurðir búfjárins voru litlar, sem
nærri má geta, þegar alt var hálfsvelt
og kýrnar mjólkuðu aðeins á sumrin.
Á 18. öldinni var ársnyt kýrinnar talin
til jafnaðar 500 pottar, og smér úr
mjólkinni 42 pd. Þá var kjötþyngd af
fullorðnu nautfé talin 144 — 240 pd.
Með þessu búskaparlagi gekk mönn-
um mjög erfiðlega að lifa, menn og
skepnur dóu af hor og harðrétti.
Mikil fellisár voru: 1741, 1784 og
1805 og oftar. Vorið 1806 er þess
getið að bændur hefðu keypt hey frá
Eitsvoll, og þá hefði hvert heyæki (ca.
600 pd.) kostað jafn mikið og 3 kýr.
Síðast er getið um vorsult hjá Norð-
mönnum 1837, en þá svarf svo að, að
menn lögðu sér barkarbrauð til munns.
Eins og áður er vikið að, er það á
19. öldinni sem til skarar skríður með
ýmsar umbætur og framfarir í Noregi,
er það skiljanlega aukin og bætt jarð-
rækt„ betri viðurgjörningur og kynbæt-
ur búfjár, er ráða framförum í landbún-
aði. Einkum er það jarðræktin er farið
hefir stórum stigum áleiðis.
Jarðræktin.
Árið 1665 nam korn það er sáð var
á landinu tæpl. Va pundi á hverja mylka
kú landsins.
Árið 1758 voru kartöplur fyrst gróð-
ursettar í norskri mold. Fyrsta löggef-
andi þing 1815 veitti húsmönnum leyfi
til að nota korn til brennivínsbruggun-
ar og í þeim tilgangi að við það ykist
akuryrkjan, en þau heimildarlög urðu
ekki langvarandi, því af þeim leiddi hið
mesta fyllirí og ólifnað.
Sá maður er fyrst lagði alvarlega
hönd á verkið til umbóta í jarðræktinni
var Jakob L. B. Sverdrup (1775 —1841).
Hann stofnaði hinn fyrsta jarðræktar-
skóla á Stein við Horten árið 1825.
Þar kendi hann ýms jarðræktarstörf,
smíðaði jarðræktarverkfæri og kendi
mönnum að nota þau.
Einn af sonum hans stofnsetti ann-
an jarðræktarskóla á Rise við Tönsberg.
Stofnanir þessar höfðu fyrst styrk af op-
inberu fé, en 1836 er þess getið, að
stórþingið hafi neitað um þann styrk,
og sýnir það þekkingar- og áhugaleysi
þeirra tíma.
Um aldamótin (1809) var velferðafé-
lagið (Selskabet for Norges vel) stofnað.
Hlutverk þess var og er að vinna að
umbótum í landbúnaðar þarfir. En það
er ekki fyr en eftir miðja öldina að
miklu munar með landbúnaðarframfarir.
Árið 1854 var búnaðarháskólinn á
Asi stofnaður og hefir síðan verið mið-
stöð og uppspretta framfaranna í jarð-
rækt. Eftir það var farið að flytja inn
ýmsar fóður og matjurtir til ræktunar,
við hafa sáðskifti (veksel brug) auka garð-
rækt að miklum mun, tekið til óspiltra
málanna við skóræktina o. fl. Fólki