Norðri - 03.02.1912, Side 1

Norðri - 03.02.1912, Side 1
VII. 3 Akureyri, 3. febrúar, 1912 Stjórnarskrármálið. (Eftir Ófeig.) Ekki til setu Það er kunnugra en frá boðið. þurfi að segja, að á síð- asta þingi var samþykt frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. í Norðra hefir verið sýnt fram á, að málið var óundirbúið frá stjórnarinnar hálfu og varð það því hlutskifti þings- ins að undirbúa það, semja frum- varp og fá það samþykt. Frá þjóðar- innar hálfu hafði málið fengið fremur lélegan undirbúning. Blaðið Reykjavík (J. Ól.) hafði að vísu ritað mjög Ijóst og ákveðið um málið. f Norðra og Norðurlandi var og nokkuð ritað um breytingar á stjórnarskránni, en öll hin blöðin hreyfðu málinu sáralítið, var það undravert hvað Skúli Thoroddsen, sem þá var flokksforingi og ráðherraefni, rit- aði Iítið um málið, og það má Sig. Hjörleifsson eiga, að hann ritaði meira um það, þótt eg sé sumum skoð- unum hans í þessu máli ósamþykkur. Nokkur ákvæði í frumvarpi því, sem á end- anum var samþykt, hrökluðust gegnum deildirnar með sárlitlum atkvæðamun, og flestir þingmenn voru meira og minna óánægðir með frumvarpið, þótt þeir með hangandi hendi margir samþyktu það að síðustu. Agreiningurinn um sum ákvæði frum- varpsins virðist eigi beint hafa verið flokksmál, og því ætti að mega bæta frumvarpið, án þess að það yrði að beinu flokksmáli. f*að kom f Ijós á þinginu og hefur fyllilega komið í Ijós síðan, að allmik- ill ágreiningur er um nokkur ákvæði hins samþykta frumvarps, og kennir sumstað- ar stefnumunar. Mér er og kunnugt um, að fjöldi af alþingiskjósendum hér norð- anlands er óánægður með frumvarpið, °g þykir það í sumum greinum fara oflangt í breytingaráttina. Öðrum þykir — og þeir hygg eg séu mun færri — það fara of skamt, en hafa enga von um að frekari kröfum verði komið fram og vilja því láta samþykkja frnmvarpið óbreytt. Svo hefir og komið fram stefnu- munur um skipun efri deildar. En hvort frumvarpinu verður breytt á næsta þing er mest undir því komið, hverjar áskoranir koma til þingsins um það efni frá þingmálafundum eða al- þingiskjósendum alment úr kjördæmum. Það er því eigi til setu boðið þeim alþingiskjósendum sem áhrif vilja hafa á afdrif og úrslit þessa máls. Reir ættu að nota vetrarmánuðina, áð- ur en vorannir kalla að, til að ræða mál- ið í héruðum og undirbúa það sem bezt. Það er engum vafa undirorpið, að þingið er nú svo skipað, að mikið tillit verður tekið til meirihlutaskoðana alþingiskjósenda víðsvegar um land. Ágreinings- Með leyfi útg. Norðra atriðin. æt|a eg a5 minnast með fáuni orðum á þau helztu ágreiningsat- riði, sem komu fram á þinginu í stjórn- arskrármálinu og allmjög hefir bólað á 3fðan meðal kjóseitda. Eg mun þó eigi fara að ræða um smámisfellur eða smíðalýti, sem sumir glöggir lagamenn kafa þózt finna á frumvarpinu, en halda mig við hin stærri ágreiningsatriðin, sem aðallega eru: Um skipun efri deildar, aukning kosn- ingaréttar, fjölgun ráðherra, og kjörgengi íslendinga, þeirra, er búsettir eru í Dan- mörku. Ágreiningur Eins og kunnugt er var um efri d«ild. var meirihlutinn í stjórnar- Stefnumunur gkrárnefndinni í neðrideild um fynrkom- s,-gast fa sjálfstæðisflokkn- ulag löggjaf meirihluti þeirrar landinu. nefndar felst þá á að allir efri deildar þingmenn yrðu kosnir með hlutfallskosningu um land alt, og þetta samþykti svo deildin. Þetta atriði varð því eigi flokksmál þar í deildinni. Efri deild breytti þessu og ákvað að 4 efri deildarmenn skyidi velja í sameinuðu þingi, og það ákvæði marðist með einu atkv. í gegn í neðri deild að sögn sumra fyrir athugunarleysi eins þing- manns. Margir hyggnir kjósendur í landinu telja að efri deild verði ver skipuð eftir frv. heldur en hún hefði orðið, ef til- laga neðri deildar hefði staðið. Það er því lítill vafi á að reynt verður að fá þeirri breytingu á frumvarpinu framgengt að allir efri deildar nienn verði kosnirmeð hlutfallskosningum, og verða því kjós- endur landsins að búa sig undir að láta uppi skoðun sína um þetta efni. Mér er eigi fullkunnugt um, hvað sum- ir hafa á móti kosningu í sameinuðu þingi til efri deildar, en mér er lióst hvað eg hefi á móti henni, og vil því í fám orð- um gera grein fyrir því. Eg hallast að þeirri skoðun að heppi- legra muni reynast fyrir þjóð vora fyrst um sinn, að hið innlenda löggjafar og fjárveitingarvald landsins sé algerlega tvískift, sem komi fram á þann hátt að efri deild þingsins sé óháð hinni neðri og minnaen hún háð kjósendum landsins eða bráðræðisbreytingarhugþeirra. Fyrst þingið á annað borð er tvískift, sem eg tel alveg rétt, vil eg að efri deildin sé sem sjálfstæðast innlent vald, aðeins reynt að tryggja, að hún verði skipuð sem vitrustum og reyndustum mönnum að auðið væri, og sé eg eigi betra ráð til þess, en að efri deildar menn verði kosnir með hlutfallskosningum, eigi yngri en fertugir menn, en álitsmál er, hvort eigi væri rétt að skifta landinu í tvö kjördæmi við slíkar kosningar. Það vakir fyrir mér, að efri deildin eigi að verða nokkurskonar landsráð, skipað hin- um vitrustu og reyndustu mönnum þjóð- arinnar, sem yrðu hafnsögumenn fyrir neðri deild, sem siglir með hinn ógagn- rýnda þjóðvilja, og jafnframt gætu sýnt fljótfærum og óvarfærnum ráðherra hvar illugilin og Faxaföllin lægju á stjórnar- braut hans. Síðustu tíu árin hefir sú mikla breyt- ing orðið á stjórn þessa lands, að nú á þingið hér um bil víst að fá samþykt öll lög, er eigi snerta samband vort við konung eða Dani, og að verja landsfé eins og því sýnist, þVf er öll ástæða fyrir landsmenn að fara varlega í Iaga- setningum, og fyrir því felli eg mig vel við að til sé íhaldsvald í landinu og það á efri deildin að vera. Slíkt íhalds- vald hefir reynst vel í mörgum ríkjum, þar sem almenningur mun hafa verið eins stjórnarfarslega þroskaður og vér erum nú. Englendingar hafa það enn í dag (elzta þingræðis þjóðin). Kjósendur verða að muna, að þótt vér fáum efri deild völd í hendur, sem í svipinn verða ekki af henni tekin, þá er hún innlent vald, sem verður fyrir innlendum áhrif- um, og að minsta kosti er eins kunn- ug innlendum málum eins og neðri deild. Rétt er að menn geri sér ljóst, hvað helzt er haft á móti því að aðskilja efri deild með öllu frá neðri deild, og láta velja til hennar af eldri mönnum, og að gera efri deildar menn fasta í sessi (með 12 ára kosningu). Einar Hjörleifsson hefir reiknað út að komið gæti fyrir, að vegna slíkrar efri deildar þyrfti þjóð- in að bíða í 11 ár, til þess að koma fram vilja sínum í löggjafarmálum. Fyrst og fremst er ýmislegt við þann reikning að athuga, og svo er ekki afgert, nema þjóðinni væri það stundum fyrir beztu að bíða ofurlítið eftir að fá lögleitt eitthvað, sem hún ef til vill í bráð hefði fengið iítinn meiri hluta fyrirað fá framgengt. Þessmá oggeta að með hlutfallskosningu til efri deildar er rétti minnihlutans betur borgið, en með kosningaraðferðinni til neðri deildar, svo allar h'kur eru til að efri deildin verði sannari mynd af þjóðviljan- um eins og hann er við kosningarnar en neðri deildin, þar sem minnihluti þjóð- arinnar verður oft óeðlilega mikið fyrir borð borinn. Þá hafa sumir það á móti hlulfalls- kosningu á þann hátt að landið sé eitt kjördæmi, að Reykjavík og þar næst Ak- ureyri mundi ráða óeðlilega miklu við slíkar kosningar sakir kjósendafjölda. Fyrir mitt leyti er eg ekki svo hrædd- ur við þetta, og treysti Reykvíkingum eigi ver en öðrum landsmönnum til þess að velja nýta menn til efri deildar, en til þess að koma í veg fyrir þetta væri eigi annað en skipta landinu í tvö kjördæmi við efri deildar kosningar. Ann- ars á þingið eftir að semja lög eða reglur uin kosningar til efri deildar eft- ir því fyrirkomulagi, sem frumvarpið ákveður. Þá er því haldið fram af sumum.að ráðherra muni verða í vandræðum að koma sér saman við jafn sjálfstætt vald í löggjafar og fjármálum og efri deild yrði. Þar til er því að svara, að nú mun það vera orðin stjórnarvenja í flest- um menningarlöndum, að efri deildir þinga leggi eigi út i, einar sér, að gefa ráðherrum vantraust, og sú venja mundi efalaust ná fótfestu hér. Hitt er annað mál, að efri deild kynni að geta orðið erfið, ef mikið bæri á milli. Svo bæði neðri deild og ráðherra yrðu að taka hæfilegt tillit til skoðana hennar ætti gott samkomulag að geta haldist, og tel eg það engan ókost. Stefnumurtur sá, sem kemur frám í skoðanamunum um skipun efri deild- ar er í því fólginn, að aðrir vilja að landslýðurinn, tálmanalaust, ráði sem allra mestu um Iöggjafar og fjármál þjóðarinnar. En hinir vilja að vísu að vilji og skoðun lýðsins komi fram og fái áheyrn, en fullnaðarráð hafi hann ekki, nema með samþykki efrideildar þingsins, sem valin sé af eldri og reynd- ari mönnum þjóðarinnar, enda því vali svo fyrirkomið, að líkur verði til að fyr- ir vali verði einungis meira eða minna nafnkunnir menn, sem ætlast má til að hafi sæmilega þekkingu á landsstjórn, og sem fái að sitja mörg þing. Með öðrum orðum, stefnumunurinn er um hvort þingið í raun og veru eigi að vera tvískift, nema þegar til sameinaðs- þings kemur. (Framh.) Hlutfallskosningar. í bæjarstjórn eru nú hlutbundnar kosn* ngar lögskipaðar. Það eru eins og kunnugt er listakosningar; á hverjum lista standa oft eins mörg fulltrúaefni, eins og kjósa ber, og þá eru oft fram- boðnir miklu fleiri en kosningu geta náð. En þegar listanum er greitt atkvæði, fær sá er efstur er þar á blaði heilt at- kvæði, sá annar l/a atkv., sá þriðji */* o. s. frv. Bæði í blöðum og á stjórnmálafund- um hefir verið að þessu fundið og það ekki að ástæðulausu, því hér geta með- mælendur listanna sagt við kjósendur: »Þér verðið aðeins að ákveða hverjum stjórnmálaflokki eða hverri stétt mann- félagsins þér viljið fylgja, en vér ákveð- um hverjir fulltrúarnir verða, því að sjálfsögðu eru þeir, er vér setjum fremst á lista sjálfkjörnir. < Úr þessu átti frumvarp stjórnarinnar, sem lagt var fyrir alþingi 1907, aðbæta, það var um hlutfallskosningar til alþing- is; landinu átti að skifta í 7 kjördæmi, og flest þeirra áttu að kjósa 5 þing- menn. Kjósendur áttu að ráða röðinni á listanum með því að setja tölurnar 1, 2, 3 o. s. frv. við nöfn fulltrúaefn- anna. Að öllu leyti var frumvarpið mjög vandað og sanngjarnt, bæði gagnvart kjósendum og frambjóðendum. En frumvarpið var felt, líklega fyrir mis- skilning allmargra þingmanna. Örðugleikarnir, sem þessu fyrirkomu- lagi fylgdu, voru aðeins þeir, að fyrst og fremst þurftu kjósendur að hafa alla listana á einum seðli, þegar inn í kosningakompung var komið, og hefðu þeirseðlar getað orðiðallfyrirferðarmiklir, ef listarnir hefðu verið 4 með 5 nöfn- um hver. Einnig hefðu yfirkjörstjórnir orðið að rita upp bæði öll lista atkvæð- in og atkvæði allra þeirra, er á lista þeim stóð, er atkvæði fékk f hvert sinn. En að telja saman atkvæðin hefði þó ekki orðið nema 3 dagsverk fyrir hverja yfirkjörstjórn, og þar sem yfirkjörstjórn- drmðnnum átti að fækka úr 75 niður í

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.