Norðri - 03.02.1912, Blaðsíða 3
11
NORÐRI.
Nr. 3
Útgerð og sjómenn.
Nokkrir eyfirzkir sjómenn fara nu
suður með Vestu og ætla að fá sér
skiprúm í Rvík á botnvörpungum eða
fiskiþilskipum. Ásgeir Pétursson hefir
ráðið hér 6 sjómenn til þess að verða
fiskiflatningsmenn á enskum botnverp-
ingi í 4 mánuði, er von á skipinu
hingað í þessum mánuði til þess að
taka mennina. Flest öll þilskip, er sjó-
fær þykja á Eyjafirði og Siglufirði munu
eiga að ganga til þorska eða hákarla-
veiða í vor, og mun vera búið að ráða
menn á þau, búist er við að hákarla-
skipin, sem flest ganga af Siglufirði,
hætti veiðum 6 til 12 vikur af sumri,
svo hásetar af þeim geta sætt síldar-
vinnu og mótorbátafiskiveiðum um há-
sumarið,
Góðfisk!
er sagt að fyrirfarandi hafi verið í
Vestmannaeyjum og við ísafjarðardjúp.
Siglfirðingar
hafa að undanförnu í stillunum ver-
ið að reyna við hákarl á mótoibátum,
en lítið sem ekkert fengið og kvarta
þeir um hákarlsleysi.
Ragnar Ólafsson kaupmaður
er væntanlegur nú með Vestu frá
útlöndum. Rögnvaldur verzlunarstjóri
Snorrason, sem dvalið hefir erlendis
síðan snemma í vetur er eigi væntan-
legur heim fyr en í apríl.
Höfðabræður
Mælt er að þeir ætli að senda tvo
mótorbáta til fiskiveiða vestur á ísafjarð-
ardjúp í næsta mánuði og eigi að halda
þeim þar út fram til fardaga.
Fiskiveiðafélagsdeild
munu þeir vera að koma hér á Ás-
geir kaupm. Pétursson, Axel Schiöth og
konsúll Tulinius. Slíkt félag var stofnað
• Reykjavík í haust, og mun eiga að
hafa deildir út um land.
■'-S .. , ... -T-,,- .... .. , -—i-y—nry-
»Betra seint en aldrei*.
Alþingismaður Benedikt Sveinsson
ritar grein um samgöngur í »Birkibeina
í vetur, sem tekin hefir verið upp í
Gjalfarhorn og Norðurland, bendir þar
á að beinar ferðir til Glasgow væru
æskilegar, og er þetta rétt, en því í ó-
sköpunum gat hann og flokksmenn hans
ekki séð þetta, þegar þeir höfðu ráðin
1909, og að langtum heppilegra hefði
þá verið að styrkja beinar ferðir
til Glasgow heldur en hinar ónauð-
synlegu Hamborgarferðir, því að eflaust
mætti fara 3 ferðir til Glasgow meðan
2 eru farnar til Hamborgar, og er það
þingmanni N. P. til sóma að hann þurfti
eigi 10 ár að átta sig á þessu, eins og
það var honum lítt til sóma að binda
landið í 10 ár við Hamborgarferðirnar.
Veðrátta
hefir verið óvanalega stilt og hagstæð
það sem af er þessum vetri. Óvíða
snjór til muna en svellalög nokkur. ÖII
umferð bæði á sjó og landi hefir því
verið hin greiðasta. Mótorbátarnir ann-
að slægið að koma til Akureyrar af
Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og víðar,
og jafnvel úr Grímsey, eins og um há-
sumar.
Hagkvæm viðskifti.
Eftirtekt sjómanna
og útvegsmanna skal vakin á því, að eg í vor
og sumar, eins og að undanförnu, kaupi auk-
fiski af skipum og bátum, bæði nýtt og saltað,
«vo sem steinbít, stærri og minni lúður, keilur
gellur, smáfisk, svoogísu bæði nýja og saltaða.
varan þarf að vera vel með farin og óskemd
til þess eg kaupi hana.
Eftirtekt sveitamanna
skal vakin á því, að hjá mér mun fást í sum-
ar eins og að undanförnu að öðru hverju salt-
aður steinbítur, keila, smálúður, smáfiskur og
ísa, alt keypt frá fyrstu hendi og selt með sár-
lítilli framfærslu; varan óskemd og vel með farin.
Akureyri 4. febrúar 1912.
Eggert Einarsson,
Strandgötu 21. Oddeyri.
Vönduð og ódýr vara.
Til matgjörðar og bökunar.
10 aur.
10 -
10 -
15 -
I
íf
*
I
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
Flórians eggjaduft .
— býtingsduft
Vanille lyftiduft
Vanillestangir . .
ýmiskonar krydd í bréfum.
*
Ávaxtalitur
gulur, rauður og grænn
í glösum á 10, 15 og 25 aura.
Möndlur, Citron og
Vanilledropar
í glösum á 10, 15 og 30 aur.
Kardemommudropar,
Hindberjadropar,
Kirseberjadropar
í glösum á 15 og 25 aur.
„Sápubúðin Oddeyri“
Talsími 82.
Cacao.
Ekta, áreiðanlega óblandað,
hollenskt . . V4 pd. á 40 aur.
Súkkat.
Bezta Livorno-súkkatJ/* pd. 20 —
Soya.
einkargóð í glösum á 25 og 30 —
¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥X
48
svo eg geti haft því meiri áhrif á þig. Mér þætti því mjög leiðinlegt
ef eg sæi þig veslast upp í sorg og örvæntingarfullu hugmyndasmíði.*
»Eg skal lofa þér því, að þrekleysi mitt skal aldrei fá yfirhönd
yfir mér oftar,« sagði Stefanía, um leið og hún lagði höndina á hjarta-
stað. — .En hér er sár, sem hvorki tíð né tími fær læknað.«
Pau fylgdust nú að inn í borðsalinn, þar sem þær Miss og Jana
voru fyrir.
»Guð hjálpi ykkur, kæru börn! Eruð þið ekki orðin dauðhungr-
uð?« sagði Jana með svo fullan munnin af mat, að hún gat varla kom-
ið þessu út úr sér, »Mér finst þó full ástæða til þess að hafa góða
matarlyst, þegar maður er búin að ferðast nærri allan daginn.«
Stefanía brosti og settist við borðið, en Jakob tók sér eitt glas af
víni, og hvaðst ekki vera svangur. —
Snemma morguninn eftir, áður en Jana var komirt á fætur, var
Stefanía komin niður í veizlusalinn, og skoðaði hin skrautlegu og fögru
málverk, er hengu í kring á veggjunum.
Hún staðnæmdist fyrir framan skjaldmerki Rómarhjartaættarinnar,
sem var úthögvið í marmara yfir ofninum, og brosti hæðnislega. Svipur
hennar var harður og ógnandi, eins og hún hefði í hyggju að rífa það
niður og mölva það í þúsund síykki. Þegar hún hafði horft á það
nokkra stund, greip hún í klukkustrenginn og hringdi.
Rétt 'á eftir kom þjónn inn.
>- Látið brytann koma hingað upp,« sagði Stefanía án þess að líta
við.
Eklund kom þegar. Hann var alsvartklæddur, eins og hann var
vanur meðan hann var hjá greifunum.
Stefanía sneri sér að honum. Hann stóð fyrir utan dyrnar og hneigði
sig stöðugt, án þess að koma nær.
»Komið þér hingað, herra Eklund. Eg ætla að tala við yður.«
Eftir að beygja sig enn nokkrum sinnum, kom hann inn í salinn.
»Hvernig stendur á því, að skjaldmerki greifans er hér enn?«
sagði Stefanía, og benti á það.
»Samkvæmt kaupsamniug'num var Kongsberg selt með öllu til-
45
hjarta þegar þeir komu heim eftir langa burtveru, og vissi hvernig átti
að fara að því, karlinn.
Og seinnipart dagsins, þegar vagninn kom, hafði hann raðað öllu
heimilisfólkinu í tvær raðir, sína hvoru megin við dyrnar.
Þegar vagninn hafði stanzað fynir utan, steig ungur og laglegur
maður út úr honum. Á eftir honum kom kona alsvartklædd. Hún var
há og beinvaxin og hafði slœðu fyrir andlitinu. Þegar hún var komin
niður úr vagninum, hélt hún beina leið inn í húsið, án þess að líta til
hægri eða vinstri, eða kasta kveðju á nokkurn mann. 0llum virtist hún
mjög regingsleg. Á eftir henni kom önnnu stúlka, miðaldra að sjá.
Hún heilsaði öllum vingjarnlega, og sömuleiðis ungi maðurinn, sem
líka tók vingjarnlega í hönd gamla Eklunds.
Rétt á eftir kom flutningsvagninn, svo nú fékk þjónustufólkið annað
að gera en stinga saman nefjum um nýju frúná sína.
Gamli Eklund hafði fylgt eftir frúnni, til þess að hjálpa henni úr
yfirfötunum, en hún gerði honum bendingu að þess þyrfti ekki, og
sagði á bjagaðri Sænsku:
»Þér eruð bryti hér?«
»Já, yðar hátign.«
»Eg er ekki »yðar hátign«, heldur hrein og bein frú Stefanía.*
Og þegar hún hafði tekið af sér hattinn, bætti hún við :
»Eg skal bráðum láta kalla á yður.«
Hann hneigði sig og fór, en stundi við þungan yfir að vera í
þjónustu þeirrar frúar, sem ekki einusinni var »yðar hátign*.
Þegar þau þrjú nýkomnu voru orðin ein eftir í salnum, hjálpaði
hinn ungi maður frúnni úr kápunni, og sagði:
>Pað er eins og það hrfi ollað þér ógleði, Stefanía, að sjá hið
nýja heimkynni þitt. Eg hélt að þú mundir verða hér glaðari og á-
nægðari en í Ameríku.«
.Glaðari og ánægðari?« tók Stefanía upp eftir honum, »0, Jakob!
Hvert sem eg fer eða leita, má eg eg ei mínum sköpum venjast.*
.Stefanía, þú verður að reyna að sætta þig við forlög þín,« sagði
jakob, um leið og hann hjálpaði eldri stúlkunni úr kápunni.