Norðri


Norðri - 23.03.1912, Qupperneq 1

Norðri - 23.03.1912, Qupperneq 1
Orþrifaráðín. Fátt heyrist enn ábyggilegt frá > pen- ingamálanefndinni*. Skeytin sem »Norð- urland hefir flutt eru mjög óljós, svo lítið er hægt að átta sig eftir þeim, enda er sagt að í Reykjavík hafi ekkert komið ennþá fram opinberlega um tillögur nefndarinnar eða um árangur af starfi hennar. Við ættum eftir því að verða fyrri til að njóta »fagnaðarboðskapar- ins«. Pað sem er höfuðatriðið í hinum »góðu tíðindurrH »Norðurlands« frá nefndinni er það, að kostur sé á að lögleiða einokun á kolum, þvi að ein- hver útlendur námu-eigandi sé fáanleg- ur til að kaupa þetta einkasöluleyfi af stjórninni fyrir ákveðið gjald til lands- sjóðs af hverju »tonni« af kolum, sem selt er hér á landi. Nefndin mun leggja til, að þetta ráð sé tekið. Pað verður ekki séð hver rök nefnd- in hefir fyrir þessari tillögu — önnur en peningavandræðin —svo um þau er ekki mögulegt að svo stöddu að tala. En at- huga má »frá almennu sjónarmiði« hver áhrif kola-einokun mundi hafa og úr hvers vasa það fé yrði tekið, sem í landssjóð rynni af slíkri einokun. Hvort sem lagt er á vöru einkasölu- haft eða tollur þá hækkar varan í verði um það, sem gjaldið fyrir einkasöluréttinn eða tollinum nemur, auk vaxta af þeim upphæðum. En sé um toll að ræða ger- ir þó ætíð hin frjálsa samkepni það að verkum, að verðið tekur eðlilegum breyt- ingum eftir markaði og getur ekki hækkað fram úr hófi fyrir tollinn eingöngu og vörugæðin getur einstaklingurinn ekki til lengdar svikið. Pau tryggir í öllu falli samkepnin. Til þess að bæta úr þeirri hætíu, sem stafar af verðhækkuninni mun það nú tilætlunin að binda þann, sem einka- söluréttinn fær, með »taxta« sem stjórn- in setur eftir einhverjum nánari regl- um,— En þetta er vandráðnara mál en í fljótu bragði virðist og reka má sögu- fróða menn minni til þess, að á fyrri öldum varð aldrei sá taxti fundinn, sem ekki var orðinn óánægjuefni báðum pörtum áður en árið var liðið og það með fuilum rökum. Allar vörur — ekki síst kol — eru stórum og oft svo snögg- um verðbreytingum háðar, að það, aðætla sér að færa til »taxta« jafn hratt þeim breytingum er ógerningur. En að setja þá fasta um lengra bil og eiga svo á hættu að verða að kaupa vöruna með tvöföldu verði gagnvart eðlilegu mark- aðsverði er mjög fráleitt. Pá er hitt atriðið: vörugæðin. Allir vita, að kol eru mjög misjöfn að gæð- um, jafnvel þótt talin séu sama tegund (eða »merki«). Meðan frjáls kepni á sér stað í verzluninni, reynir hver um sig af kaupmönnum að tryggja sér sem bezta vöru, til þess að geta selt hana. Allir leita þangað sem þeir vita vöruna bezta. Taxtabundni einkasalinn hugsar aðeins um, að fá sem lélegasta vöru með sem lægstu verði. Það er hans mesti gróði, og til annars getur enginn leitað. Tryggar skorður við slíku er ekki mögulegt að reisa, ekki einu sinni á pappírnum, hvað þá í verki og fram- kvæmd. — Það var svo f gamla daga, að kær- ur yfir sviknum vörum reyndust árangurs- litlar gagnvart einokunarfélögunum. Hætt v'ð, að sækja mundi í sama horfið enn. Jeg þarf ekki að lýsa því, hverja þýð- ingu þelta getur haft fyrir gufuskipaút- gerðir, verksmiðjur o. fl., Sem kol þurfa að nota. Eg þarf ekki sérstaklega að taka það fram, að eg hefi hér fyrir auga það fyrirkomulag, sem mér skilst að nefnd- in hafi hugsað sér: að einkasöluréttur- inn sé framseldur einstökum mönnum eða félagi, gegn ákveðnum, árlegum skatti í landssjóð. — Um hitt fyrirkomulagið:einkasölu,rekná fyrir landsjóðsins reikning beinlínís af sérstökum starfsmönnum stjórnarinnar, eins og konungsverzlunin var fyr á öldum, er nokkuð öðru máli að gegna. Hvar kemur svo þetla skattgjald nið- ur? Hverjir borga? Flest útlend skip flytja kolaforða að heiman, nægan til hverrar ferðar um sig, en auðvitað er það, að nokkur þeirra kaupa kol og hafa kolaforða fyrir sig hér á landi eins og nú er ástatt. Kæmist á einkasalan mundu kolakaup útlendinga hér minka að stórum mun. Þeir mundu alls ekki kaupa sem svaraði helming af þeim kol- um, sem seld eru í landinu. Útgjörð í landinu til þorskveiða og síldveiða er nú hraðfara að breytast í gufuskipaútgjörð og allir eru víst sam- dóma um, að þar sé stefnt í rétta átt. Gufuskip til flutninga meðfram strönd- um landsins eru auðvitað ennþá fá og smá, sem landsmenn sjálfir eiga. En vísir þeirra er þó að myndast t. d. bæði hér og við Faxaflóa. Vonandi eru menn samdóma um, að þær fleytur allar, sem til slíks þurfa ættu landsmenn sjálfir að eiga, svo ekki þyrftu þeir að gjaldu út- löndum stórfé í árlegan skatt til slíkra þarfa. Á þessa »frumbýlinga« fellur kola- einkasalan einna þyngst. — Togara-út- gjörð, sem brúkar 600 ton um vertíð- ina geldur 10 - 1200 kr. í skatt og »Jörundur« litli fær að borga 4-500 kr. — og svo er á hættu átt að varan sé svikin í þokkabot. En aðalmótbáran gegn þeim skatti, er kolaeinokunin Ieggur á landsmenn, er þó sú, að mestur hluti hans leggst því nær eingöngu á þá menn, er búa í kaupstöðum, kauptúnum og sjávar- þorpum. Pað mun vera nálægt einn fjórði hluti þjóðarinnar. Hinir þrír fjórðu hlutarnir, sem til sveita búa og fæstir nota kol til eldsneytis, leggja hér ekk- ert til. Pessi skattur kernur því að eins á lítinn hluta þjóðarinnar og það ein- mitt á þann hlutann— fátæka tómthús- fólkið og verkamennina í kaupstöðum og kauptúnum — sem engan skatt þol- ir. Og svo er þetta skattur á nauðsynja- vöru. — Pað eru áhöld um, hvort betra er að drepast úr kulda eða úr sulti. Pví er haldið fram — og eg hefi eigi ástæðu til að rengja það - að fjárhag landsins sé svo í óefni komið, að grfpa þurfi til örþrifaráða til þess að koma honum í rétt horf. Um það út af fyrir sig mætti langt mál rita. Örþrifaráðin, neyðarúrræðin eru sjald- an góð, en þetta er áreiðanlega illt og ekki vil eg trúa því, að ómögulegt sé að finna «neyðarúrræði« — ef illu er að skifta - sem þó ekki sé skárra en þetta. G. G. Fyrirlestur Guðm. skálds Frlðjónsson 12. þ. m. Pað hefir verið venja Guðmundar Friðjónssonar á Sandi að koma hingað til Akureyrar einu sinni á vetri og lesa hér yfir fólki. Hann er síðustu árin far- inn að vanda fyrirlestra sína meira en áður, mun nú rita þá upp fyrirfram, enda gefur hann þá flesta út í einhverju tfmariti einu eða tveimur árum eftir að hann flytur þá. Guðmundur er mælskur vel og flytur fyrirlestrana mjög áheyri- lega, og er auðsæ framför hjá honum hvað alt ræðumannssnið snertir. Þegar hann þarf að víta eitthvað í fari þjóð- ar sinnar hefir hann oft stóryrði og málar ókostina með sterkum litum. Á síðari árum virðist Guðmundur skáld hneigjast allmjög að íhaldsstefnu, enda hefir hann hlotið þá stöðu í mann- félaginu, sem auðveldlega getur vakið óhug fyrir miklu breytingabrölti, kvik- leik og gjálífi í þjóðfélaginu. Hann er sem sé margra barna faðir út í sveit og hefir mikið af alvöru lífsins að segja. En Guðmundur er í essinu sínu, þeg- ar hann er kominn á ræðupallinn í troð- fullu húsi, og getur sagt þjóðinni og leiðtogum hennar til syndanna. í fyrra þrumaði hann hér á Akureyri gegn þessu kjarnlausa mentunarglamri og nú þjappaði hann að hinum póli- tíska skilnaðargorgeir óþroskaðra ung- lingaog rauðhöttóttra landvarnargasprara. Ekki vantar Guðmund skáld heldur áheyrendurnar, þegar hann kemur til Ak- ureyrar, í fyrra og nú hefir stærsti sam- komusalur landsins verið troðfullur þeg- ar hann hefir talað hér í bænum. Og þótt Erlingur ungmennafélagsmálsvari sé nú að ávíta Akureyrarmenn fyrir að sækja eigi þá fyrirlestra, sem hann mun þykjast hafa útvegað þeim og eiga ráð á, þarf hann eigi að bregða þeim um að þeir vilji eigi hlusta á Guðmund bróður hans. Pað er mælska Guðmund- ar, bersögli, kjarnyrði og víða smellnar samlíkingar, sem dregur menn til að hlusta á hann, og að hann heldur fram skoðunum sínum, sem sumum hafa að vísu þótt nokkuð reikular, með miklum sannfæringarhita. Nú er Guðmundur ekki skilnaðarmað- ur, síður en svo, hefir ef til vill aldrei verið það, þótt hann væri eigi við því búinn á Þingvelli 1907 að mótmæla- skilnaðarbótunum landvarnarliðsins væri það eig fáanlegt er þar var krafist. Pað er göfugt markmið, sem Guðmundur virðist nú vilja að menn keppi að, sem sé að efla gott samkomulag milli Dana og íslendinga bygt á réttlætishugmynd- um frá báðum hliðum, en eyða þjóð- ernishatri, ofstopa og óbilgirni. Guðm. Lifandi myndir verða sýndar fyrst um sinn á laugar- dögum kl. 9. og sunnudögum tvær sýn- ingar kl. 6 og kl. 8. síðd. er fullkomlega liðgengur undir merki þessarar stefnu, og það rúm mun þykja vel skipað, er hann fyllir, en að þessu markmiði mun bæði Guðm. og fleirum reynast leiðin fullerfið, því það er eigi einasta íslendingar, sem þurfa að læra að líta á samband vort við Dani með meiri réttlætishugmynd; heldur þurfa margir Danir þess eigi síður, að læra að skilja að samband milli tveggja þjóða getur því aðeins þrifist og orðið báð- um aðilum að gagni, að fullkomins jafnréttis sé gætt, og önnur þjóðin sé ekki gerð að undirlægju hinnar. Ef G. F. þekt'' danskan hugsunar- hátt og danskt skaplyndi jafnvel og hann þekkir íslenzkt mundi hann vita, að Dan- ir hefðu gott af meðal Jónsbókarlestri um hvernig þeir eigi að haga sér gagn- vart íslendingum, og að þar væri skot- ið örfum til marks í þessu máli eigi síður en hér hjá oss. Og hafa þó sam- vinnuhugsjónir Dana stórum glæðst síð- ustu árin, og skilningur þeirra á holl- ustu þjóðasambanda er eflaust gleggri en skilningur Norðmanna og Svía í þeim efnum. Norðri hafði ætlað sér að flytja ágrip af þessum fyrirlestri G. F., þótt það hefði orðið erfitt að ná hinum skýru litum hans, en skáldið hefir óskað eftir að blaðið gerði það ekki — býst við hann verði gefinn út í sumar— og því er horfið frá því, en sem sýnishom skulum vér þó taka hér upp nokkrar setningar nokkurnvegin orðréttar. Pegar andi Péturs mikla svífur yfir vötnunum á Finnlandi, eða þeir Bis- mark gamli og Vilhjálmur keisari spyrna í kistugaflana suður í Germaníu, fá Norðurlönd taugaóstyrk og finna til van- máttar síns. - - - Við sem erum 30 sinnum færri en Norðmenn og 100 sinnum fátækari— sem eru þó minsta ríkið á Norðurlöndum— við, 80 þúsund ör- eigar, hugsum okkur að geta staðið ein- ir og borið lýðveldi á skyrtulausu baki, og farið með utanríkismál eins langt og fuglinn flýgur. — — ----Falsið og óhreinskilnin er til niðurdreps í landinu.------Menn eiga ekki að lifa eins og geitur á garða.--- Hann talaði um menn sem aldrei hefðu tekið snjóreku frá húsdyrum föður síns, og aldrei sótt vatnsdropa fyrir móður sína, lifðu í skýjaborgum og hefðu eigi tekið á herðar sér birði lífsins og birði skyldanna og héldu svo að alt gæti gengið einhvern veginn. ----Það er fautalegt að kasta grjóti í náungann, þótt menn hnjóti sjálfir um stein. — — _ _ ----Við höfum skókreppu, því ef eigi að neita, en það er eigi svo mjög í tána sem skórin kreppir, að sambönd- um vorum út á við, heldur er skókrepp- an öllu meiri í hælinn, innanlands ólag- ið og ófriðurinn, þar sem flestir forvíg- menn hugsa mest um að veita sem mestu vatninu á sín mylnuhjól og skara eld-

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.