Norðri - 23.03.1912, Síða 2
26
NORÐRF
Nr. 8
NORÐRI.
Áformað er að Norðri komi út 1912,
42 arkir. Verð 2 kr. 50 au. Verð á
auglysingum í Norðra er 40 au. csnti-
meter, reiknast eftir eins dálks breidd-
Afslátt fá þeir er mikið auglýsa.
Afgreiðsia Norðra er í Brekkugötu 7
bjá Sveini Sigurjónssyni.
inn sem mest að sínum kökum, hvað
svo sem alþýðunni líður.
----Pað er óáran í mannfélaginu og
andremma í þjóðmálunum. — — Hatr-
ið logar í sumum þeim sem standa
fyrir þjóðmálunum, og er lítill munur
á að hata og drepa------en sumir ofsa-
menn þjóðmálanna hafa hlaupið í njóla.
----Á söguöldinni, þegar friðnum
var hætta búin i landinu, lá Þorgeir
Ljósvetningagoði þrjá daga undir feldi
til að hugsa ráðið, sem varðveitt gæti
friðinn, og hann fann ráðið, og minn-
ing hans logar eins og viti út við sjón-
arrönd sögunnar - - - en blaða-
menn vorir ala ófriðinn í landinu, og
hversu ólíka forgöngumenn vér höfum
nú þeim á dögum Porgeirs má sjá af
því, að eitt af helztu blöðum landsins
sagði í vori var: »Friðlaus er þjóðin og
friðlaus skal hún verða.« — — Pessir
blaðavargar geta æst upp ófriðinn í land-
inu með hverjum pósti, þeir geta kveykt
í heystakki þjóðarinnar, ættjarðarástin
stendur varnarlítil gagnvart eldskeytum
þeirra, nema alþýðan styðji hana. Gáðu
að þér alþýða. — —
Þetta eru nú eigi nema nokkrar setn-
ingar úr fyrirlestrinum gripnar af handa-
hófi, en víða kom ræðumaðurinn við
og greip á mörgu, svo 25 aurunum
þótti vel varið, sem greiddir voru fyrir
aðganginn.
Kaupamenn Norðurlands hafa —
að þvíermér virðist - ómaklega hnýtt
að skáldinu fyrir erindi sitt. Lítur svo
út, sem þeir taki upp þykkju fyrir skiln-
aðar og landvarnarmenn, sem urðu fyr-
ir nokkuð hörðum dómi, en sjálfstæðis-
eða þjóðræðisflokkinn nefndi hann lít-
ið, og Heimastjórnarmenn lét hann hlut-
lausa, nema hvað hann hnjóðaði eitt-
hvað í þá einusinni fyrir ófrið á dögum
Rupms heitins ráðherra.
»Þetta er bölvuð sagan um mig,«
sagði einusinni strákur, sem verið var
að segja sögu af dreng sem var líkur
honum. Sama mun kaupam. hafa kom-
ið til hugar, þegar skáldið var að draga
upp skuggamyndirnar af óaldarflokk
landsins, en sýnst allir Ijósgeislarnir lenda
á Heimastjórnarmönnum, en skuggarnir
verða sín megin, en til slíkrar skifting-
ar á birtu og skugga gaf skáldið lítið
tilefni, henni mun ráða flekkótt sam-
vizka Sjálfstæðismanna.
Hvað G. F. ætlar að vefa úr lop-
um þeim, sem hann er nú að kemba
og spinna skal eg engar getur að leiða,
en hitt mun sanni nær, að enn hefir
hann eigi ofið annað handa Heima-
stjórnarmönnum en gráa tjaldið, sem
hann setti upp handa þeim fyrir 5 eða
6 árum, og hann þá óf í vefstólnum
hjá Norðurlandi, og þótt tjald það væri
litljótt og með illhærum frá vefarans
hendi, hefir þó Heimastjórnarflokkurinn
þrifist eftir vonum síðan, og þótt skýl-
ið þætti ekki merkilegt, sjá þó allir, að
það var meiri hugulsemi í því að tjalda
því yfir flokkinn en reka þá með bert
bak út í góunepjuna eins og nærri liggur
að hugsa að skáldið ætli sér að gera
við skilnaðarmennina. En fyrir mitt leyti
er eg sannfærður um að G. F. kastar
einhverri dulu yfir þá áður en líkur,,
þegar hann sér, hve þunnir sumir þeirrajT
eru á vangann og illa úr hárum gengnir,
en það verður hvorki dýrðlingsskikkja né
svívirðingarstakkur, ef mig grunar rétt.
(Áheyr.)
Um kosningarrétt
kvenna.
Einn hinn gáfaðasti og mentaðasti
maður á Austurlandi skrifar í »Austra«
17. febr. síðastl.:
»— — .Fyrir nokkrum árum var mik-
ið rætt og ritað um þetta kvennréttinda-
mál með frændum vorum í Norvegi og
komst þá einn nafnkunnur læknir þar
að þeirri niðurstöðu eftir nákvæma^ í-
hugun og ransókn, að það væri betn
árás á heimilislifið, þar sem konan hiýt-
ur að vera háð bónda sínum, að lög-
bjöða kosningarrétt giptra kvenna og
neyða þœr til að neyta hans. Slíkt hlyti
að leiða til þess, að grafa grundvöllinn
undan heimilinu, sem væri þó hin upp-
haflega og eðlilega undirstaða þjóðfélags-
ins. Þótt ástæða gæti verið til að veita
þeim konum kosningarrétt, sem eigi
væru við neitt heimili bundnar, þá væri
samt rangt að draga giptar konur frá
heimilum þeirra, bæði gagnvart þeim
og mönnum þeirra. Á heimilinu hafa
bóndinn og konan hvort um sig sínn
verkahring, og móðurskyldur konunnar
banna henni oft og einatt að yfirgefa
það, en maður hennar hefir aftur á móti
bæði rétt og skyldu til að vera fulltrúi
heimilisins út á við og almenningur eða
þjóðfélagið gjörir þær kröfur til hans,
sem alls eigi má gera til konunnar,
með því að heimilið á fult og óskert
tilkall til hennar. Við þessa skipun styðst
mannfélagið í heild sinni, og er það
mjög viðsjárvert að reyna að kollvarpa
henni. Hér má enginn hugsjónareykur
eða léttúð eiga sér stað.
Vitaskuld getur sumum konum fund-
ist, að þær njóti eigi með þessu jafn-
réttis við menn sína, sem vel geta ver-
ið þeim síðri að vitsmunum og mann-
gildi, en þó getur það varla orðið eins
tilfinnanlegt fyrir konuna, að geta ekki
skipt sér beinlínis af stjórnmálum eins
og að geta engu ráðið um það, hvern-
ig maður hennar fer með fjárráð heim-
ilisins, ef hann stendur langt að baki
konunnar að forsjálni og hyggindum
og er óráðþæginn og eyðslusamur.
Samt sem áður er ekki farið fram á lög-
boðið jafnrétti í þessum efnum, og þá
virðist gifta konan mega eins sætta sig
við það, að láta bónda sinn greiða at-
kvæði fyrir heimilið, en hitt gæti vel
komið til mála, að lögheimilað væri að
hún greiddi atkvæði fyrir bóndann í
forföllum hans,
Hér á landi víkur því nú svo undar-
lega við, að þeir þingmenn og þing-
mannsefni, sem andað hafa gegn hinni
miklu rýmkun kosningarréttarins, virð-
ast minst hafa haft á móti kosning-
arétti giptra kvenna, sem eru þó lang-
fjölmennasti hópurinn af kjósendum
þeim, er þingið vildi bæta við þá sem
hafa nú atkvæðisrétt til þingkosninga.
í reyndinni Iíklega færi svo, að giftar
konur neyttu helzt atkvæðisréttar síns í
kaupstöðum og sjóþorpum, þar sem
hægast væri að sækja kjörfundi, enda
er kvennréttindahreyfingin þar í mistum
blóma.
Á voru víðáttumikla og strjálbygða
og óveðrasama landi eru hvarvetna ann-
arsstaðar meiri eða minrii erfiðleikar á
því fyrir giftar konur að sækja kjörfundi,
auk þess sem þar er færra til að hvetja
til slíks en í kaupstöðunum, og eru því
öll líkindi til þess að með þessum hætti
fjölgi atkvæðunum stórkostlega til sjóar,
en lítið sem ekkert til sveita, og yrði
afleiðingin af því sú, að kaupstaðir og
sjóþorp bæri sveitirnar algerlega ofur-
. liði t. d. í hlutfallskosningu um land
alt, og þurfa sveitamenn vel að athuga
þetta atriði, áður en þeir heimta að
stjórnarskrárfrumvarpið verði samþykt
óbreytt.
Verðlag erlendis.
Flestar kornvörutegundir hafa fremur
hækkað í verði síðan um nýjár. Kol
°g byggingarefni er í mjög háu verði.
Lýsi var heldur að lækka, því mikið
var brætt í Noregi, bæði af meðalalýsi
og öðru þorskalýsi. Fiskaflinn í Noregi
hefir orðið miklu meiri í vetur en hann
hefur verið á sama tíma í mörg ár, eru
menn því á glóðum um að saltfiskur
falli í verði í sumar, enda var verðið
hátt í haust og vetur og hærra en bú-
ist var við í fyrra sumar.
Fiskiskipin af Eyjafirði
eru þessa dagana að leggja af stað
vestur fyrír land. Þau eru eiu 16 þil-
skipin, sem ganga héðan af firðinum
til þorskveiða.
Slysfarir.
Fiskiskipið »Geir«, eign Edinborgar-
verzlunar í Reykjavík, er haldið að hafi
farist í fyrstu ferð með 27 mönnum.
Voru þeir flestir fjölskyldumenn og er
mælt að milli 70 og 80 börn hafi orð-
ið föðurlaus við þennan skiptapa.
f Ingimundur Guðmundsson
búfræðisráðunautur druknaði nýlega
ofan um ís í Borgarfirði. Hann var ungur,
efnilegur og vel að sér.
Veðrátta
fyrirfarandi austanátt og frostlítið.
Birtir upp á laugardaginn með hreinviðri.
Magnús Kristjánsson
kaupmaður hér í bæ, er mælt að
settur sé fiskimatsmaður hér norðan-
lands.
Kaupmennirnir
M. Jóhannsson, Ragnar Ólafsson og
Sigtr. Jóhannesson eru væntanlegir heim
næstu daga.
Sigurður Bjarnason
kaupmaður fór til Noregs nýlega með
Austra, væntanlegur heim með Flóru í
maí.
Guðmundur Hannesson
kaupmaður fór með Vestu síðast á
leið til Ameríku.
Úr Skaftafellssýslu.
Þingkosningarnar fórn þolanlega þetta
sinn, þótt þær hefðu mátt betur fara.
Satt að segja hafði eg gert mér von
um að þjóðin mundi öll vera búin að
átta sig á því til hvers þeir væru bún-
ir að vinna Voga-Bjarni, Skúti og Björn
f. v. ráðherra, en kosningarnar sýndu
að svo hefir ekki verið.
Mér varð það á orði á frambjóð-
enda fundi í haust, að nú væri það bú-
ið sýna sig hve mikil alvara sjálfstæð-
ismönnum hefði verið það að fornu
og nýju að afnema efirlaun, þar sem
lítið sem ekkert var gert í þá átt meðan
þeir höfðu völdin.
,Jörundur“
á að byrja ferðir sinar í maí, verða
þær svipaðar og í fyrra sumar, þó er
talað um að skipið fari nú stundum
vestur á Miðfjörð. Yfirmenn skipsins
verða hinir sömu og áður enda að
góðu kunnir.
Steíngrímur Matthíasson
kom heim úr utanför sinni með Vestu
síðast. Þórður Thoroddsen fór þá með
skipinu heimleiðis.
Búnaðarsjóður
Eyjafjarðarsýslu
er nú orðinn að upphæð kr. 2043.71
Ur honum fengu þessir verðlaun:
Páll Jónsson Pórustöðum . . 25 kr.
Helgi Helgason Króksstöðum 20 —
JúlíusiGunnlaugssyni Hvassafelli 20 —
Þorst. Pálsson Ytri-Dalsgerðum 15 —
Ný skipulagsskrá var samin fyrir sjóð-
inn svohljóðandi:
1. gr.
Sjóðurinn heitir Búnaðarsjóður Eyja-
fjarðarsýslu.
2. gr.
Innstæðu sjóðsins, sem er kr. 2118,71,
skal auka með 50,00 árlegu tillagi úr
sýslusjóði Eyjafjarðarsýslu og vöxtum,
sem ekki er varið til verðlauna sam-
kvæmt 7. gr.
3. gr.
Innstæða sjóðsins skal lánuð út gegn
fasteignarveði eða ávöxtuð tryggilega á
annan hátt.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu hefir
stjórn sjóðsins á hendi. Semur hann
árlega reikning yfir tekjur hans og gjöld,
er endurskoðist ásamt sýslureikningun-
um og úrskurðist af sýslunefnd.
4. gr.
Vöxtum sjóðsins skal verja til verð-
launa fyrir framúrskarandi dugnað í
jarðabótum og fyrirmynd í búnaði í
Eyjafjarðarsýslu, svo sem: Grasrækt,
garðrækt, girðingum, bygging áburðar-
húsa og eftirbreyiisverðri meðferð á á-
burði. Ennfremur skal tekið tillit til hey-
hlöðubygginga og góðra peningshúsa.
5. gr.
Umsóknir nm verðlaun úr sjóði þess-
um sendist tilsýslunefndarinnar, sem út-
býtir verðlaununum. Umsóknunum skal
fylgja skýrsla um hið unna verk ásamt
vottorði tveggja áreiðanlegra og óvil-
hallra manna um að rétt sé frá skýrt.
6. gr.
Hver einstök verðlaun skulu ekki yf-
irstíga Kr. 50,00 og ekki vera lægri en
15 kr. Verðlaunin veitast fyrir fram-
kvæmdir á þremur næstliðnum árum og
aldrei oftar en þrisvar til sama manns.
Við úthlutun veðlaunanna skal taka til-
lit til efnahags umsækjanda. Skulu fátækir
umsækjendur, þó minna hafi afkastað
en þeir, sem ríkari eru, eins hljóta verð
laun séu framkvæmdir þeirra að öðru
leyti verðlauna verðar.
7. gr.
Komi það fyrir, að enginn sæki um
verðlaun þessi, eða að sýslunefnd þyki
enginn umsækjandi verðskulda þau, og
ennfremur að aðeins nokkrurn hluta af
vöxtunum verði útbýtt, skal fé það, sem
þannig sparast, leggja við höfuðstólinn
og ávaxta á sama hátt og hann.
8. gr.
Leita skal staðfestingiar konungs á
skipulagsskrá þessari, og er þar með
skipulagsskrá frá 1893 úr gildi numin.
Sími til Hríseyjar.
Sýslunefndin veitti hreppsnefnd Ár-
skógshrepps, samkv. beiðni, heimild til
þess að taka 3000 króna lán til þess
að koma Hrísey í símasamband.
Ræktunarfélag Norðurlands
hafði sent sýslufundinuin tilboð urn
samband sýslufélagsins og búnaðarfélag-
anna við Ræktunarfélagið, og samþykti
fundurinn í því máli þessa tillögu með
8 atkv. gegn 3:
»Sýslunefndin samþykkir að ganga
að tilboði Ræktunarfélags Norðurlands
og styrkja það með 200 kr. tillagi úr
sýslusjóði á ári fyrst um sinn, en telur
jafnframt æskilegt að félagið taki að sér
fleiri greinar búnaðarlns en JarðneMtna