Norðri - 01.07.1912, Blaðsíða 4
72
NORÐRI.
Nr. 19
Gránufélagsverzlun
SÍMNEFNI GEFJUN
TALSÍMI 85 B
á Oddeyri
kaupir
VORDLL
hæsta verði.
Ofnar og eldavélar
fást hveigi betri og ódýrari eftir gæðum en hjá
Recks Opvarmings Comp.
Köbenhavn B.
Félag þetta hefir meðal amiars sérstaklega heutuga ofna
og eldavélar fyrir bændur á íslandi, þar sem þeir aðallega
eru ætlaðir til að brenna í þeim mó og öðrum léttari eldi-
við. Verðlistar á íslenzku með myndum fást ókeypis.
Aðalumboðsmaður félagsins á Norður- og Austurlandi
er Stefán Kristjánsson, skógvörður á Vöglum í Fnjósk-
árdal, og gefur hann allar nánari upplýsingar.
Ofnar þessir hafa reynst mætavel í Eyjafirði og víðar. Brenna
má í þeim mó og torfi, án þess það geri ryk í herbergið; þeir geyma
eld yfir nætur svo sjaldan þarf að kveikja upp í þeim.
Klæðaverksmiðjan „GeQun”
á Akureyri.
er útbúin með hinum beztu og nýjustu vélum til þess að framleiða
úr íslenzkri ull efni í: Karlmannafatnað, kjóla, pils, nærföt drengja-
föt, reiðföt, og etmfremur kamgarn. rúniteppi o. fl.
Allar tegundir og litir af nýjustu gerð.
Verksmiðjan tekur á móti ull og ull & tuskum til ksmbingar,
spuna og vefnaðar.
Sendió ull yðar til umboðsmanna vorra og reynið slitfataefni
»Gefjunar«, sem áreiðanlega eru miklu haldbetri en erlendir
dúkar. — Ný sýnishorn eru til sýnis hjá umboðsmönnum vorum.
Umboðsmenn milli Horns og Langaness:
Á Norðurfirði: hr. Guðmundur Pétursson.
— Stefán Sveinsson, kaupfélagsstjóri.
— Jón A. Jónsson, sýsluritari.
— Ólafur Björnsson, Árbakka.
— Gísli Jónsson, kaupfélagsstjóri.
— Hartmann Ásgrímsson, kaupmaður.
— Vilhelm Erlendsson, gagnfræðingur.
- Haganesvík: séra Jónmundur Halldórsson, Barði.
- Siglufirði: hr. Jón Guðmundsson, verzlunarstjóri.
— Páll Bergsson, kaupmaður.
frú Sólveig Pétursdóttir, Völlum.
hr. Pórður Gunnarsson, kaupmaður.
— Jóhannes Bjarnason, hreppsstjóri.
— Bjarni Benediktsson, kaupmaður.
— Guðmundur Ingimundarson, Garði.
- Hvamstanga
. - Blönduósi:
- Skagaströnd
- Sauðárkrók:
- Kolkuósi:
- Grafarósi:
- Ólafsfirði:
- Dalvík:
í Höfða:
í Flatey:
Á Húsavík:
- Kópaskeri:
VERKSMIÐJUFÉLA OIÐ
Á AKURIi YRI. Limit.
„c FOREIseoe b
< raíSfflMÍf /fx ít ah í,
^bragðgott. nœringargott cndingargott
124
hún fengi heiðarlegan og göfugan mann til þess að annast um fjár-
mál sin.«
»Hefði eg nú skoðað þetta svona, þá hefði eg hlýtt rödd skynsem-
innar, en eg yfirvegaði alls ekki að hverju gagni eg gæti orðið fyrir mig
eða yður með því að þygga tilboðið, heldur valdi eg það tilknúður af
einni sem yfirbugaði allar aðrar.«
»Hvaða tilfinning var það?«
»Eg veit ekki hvað eg á að kallahana.« Hermann strauk hendinni
yfir ennið eins og hann væri að leita að einhverju í huganum, sem hann
gat ekki gert sér Ijósa grein 'fyrir. »Pað sem eg veit er, að þér
hafið haft einhver þau áhrif á mig, að eg hef orðið að fyrirgefa yður
það, sem eg mundi ekki hafa fyrirgefið nokkrum öðrum; þér hafið fyrir-
litið það sem eg hefi heiðrað, og gjört gis að því, sem mér hefur verið
helgast, og þrátt fyrir það er eg í yðar þjónustu.«
Hermann sagði þetta í hálfergilegum málróm.
»Á eg að útskýra það fyrir yður, hr. greifi, hversvegna þér getið
fyrirgefið mér þó eg með orðum mínum særi tilfinningar yðar?«
»Já, lofið mér að heyra, en eg efast mjög um að þér getið Ieyst
gátuna.*
Hefði Stefanía litið á Hermann um leið og hann sagði þetta, þá
hefði hún hikað við að halda áfram samtalinu, en hún hafði augun á
saumum sínum og hélt áfram:
»Eg hef sagt yður sannleikann fölskvalausan, vakið hjá yður athygli
á því, sem þér hafið álitið mikilsvirði, en er í raun og veru fánýtt og
einskisvert, og þó eg hafi með orðum mínum sært tilfinningar yðar í svip-
inn, þá hafið þér þó eftir á, þegar þér hafið farið að hugsa um þau,
og skoðað stöðu mannsins í þjóðfélaginu frá almennu sjónarmiði, kom-
ist að raun um, að eg hafði rétt fyrir mér.«
»En hvernig stendur á því, að þér getið látið mig hugsa um orð
yðar og sjá sannleikann í þeim, þegar faðir minn, þrátt fyrir allar hans
bænir og áminningar gat ekki unnið bug á stærilæti mínu?«
»Pað er af því, að þegar þér heyrðuð mínar skoðapir um aðalinn,
þá eruð þér orðinn fátækur, og hafið þegar séð það, að þér getið naum-
125
ast vaggað yður lengur í geislum þessa háttvirta aðalsnafns, til þess að
varðveita sjálfan yður og ætarnafnið óflekkað. Pér sjáið að nafnið eitt er
einskis virði, og þér hljótið að leggja fram krafta yðar til þess að ryðja
yður braut til sjálfstæðis og velmegunar. Hugsanir yðar fyrir framtíðinni
hafa smámsaman komið yður til að hlýða rödd skynseminnar.«
Hermann var litla stund hugsandi og sagði síðan:
»Pað getur verið þér hafið rétt, en eg held þó, að þótt þér hefðuð
ámint mig á meðan eg var í allri minni dýrð, að eg hefði farið að
orðum yðar.«
»Nei, greifi Rómarhjarta,« sagði Stefanía með áherzlu. »P® mundu
orð mín hafa vakið óslökkvandi hatur hjá yður til mín.«
»Hata yður!« Hermann brosti raunalega. »Eg vildi að eg gæti
það, en eg efast um að þér getið einusinni vakið gremju hjá mér til
yðar'með tali yðar.«
»Hver veit? Það kemur kannske sá dagur, að þér — — «
Stefania stóð upp og gekk að fortepianoinu. Hermann fylgdi henni.
»Að eg — hvað — ?«
»Að þér óskið að eg hefði aldrei orðið á vegi yðar.«
»Það getur verið,« svaraði Hermann dræmt, »en sú ósk sprettur
þá einungis af mínum' eigin óhamingjuatvikum í lífinu, því að hafa
þekt yður, sem hafið kent mér að þekkja hið sanna og göfuga í lífinu,
mun eg ávalt telja gæfu fyrir mig.«
»Pökk fyrir þessi orð!« Stefanía rétti honum hendina. »Pað sem
eg óska eftir er að öðlast virðingu yðar.«
Hermann greip hönd hennar og kysti á hana.
»Syngið þér, herra greifi?«
»Ekki í kvöld, en eg hef heyrt að þér syngjuð.«
»Eg segi eins og þér, ekki í kvöld.«