Norðri - 25.04.1913, Blaðsíða 1
Akureyri, 25. apríl.
VIII, 12.
Eldur uppi.
Sfmfréttir af
Eyrarbakka
í gær.
Kl. 3—6 í nótt fundu menn
hér á Eyrarbakka jarðskjalftakippi
og voru 3 mestir en upp í sveit-
um urðu þeir meiri og fólk flúði
úr bæjum á Rangárvöllum og
bjó í tjöldum. Stór reykjarmökk-
ur sást í áttina norð-austur af
Heklu í gærmorgun en fljótt datt
á kolníða þoka. og halda menn
að hún hafi stafað frá jöklum og
snjó er hafi verið að bráðna í
námd við gosið. Kl. 8 í gær-
kvöldi birti aftur, sást þá aftur
ítór reykjarmökkur í sömu átt og
fyr og tveir eldar, virtist stærri
eldurinn koma upp úr svonefnd-
uni Valahnjúk. Fóru þá jarð-
skjálftar að aukast og dunur mikl-
ar og dynkir að heyrast. Yfir
Heklu var reykjarslæða og hún
dimmblá til að sjá.
Öskufall sást á vatni í gær í
Ægissíðu fyrir austan.
Skeiðará byrjaði að hlaupa í
fyrra dag, og talið víst að aðal-
hlaupið sé eftir ef að vanda læt-
ur. Póstur var nýlagður á sand-
ana, var sent á eftir honum og
sneri hann aftur. Talið er að ó-
fært muni yfir sandana fyrst um
sinn.
Símfréttir frá Rvík.
í gær.
Frönsk fiskiskúta sigldi með
fullum seglum á Botrtvörpunginn
Braga í fyrradag, þar sem hann
var að veiðum, skútan laskaðist
svo hún sökk, en Bragi bjargaði
20 skipverjum en 8 druknuðu,
þar á meðal skipstjóri.
I Hnífsdal rak 4 mótorbáta í
land í ofviðri og brotnuðu þeir
í spón.
Rilskipið »Hekla« af Eyjafirði
hefir strandað í Bolungarvík við
Isafjarðardjúp. Menn allir kom-
ust af. Formaður var Árni Por-
grímsson af Akureyri.
Nokkur orð
um grisjun skóga.
Guttormur Pálsson skógfræðingur á
Hallormsstað hefir ritað nýverið í Austra
um skógrækt og minnist þar nokkuð á
grisjun skóga. Honum farast meðal
annars svo orð:
»Verndun skógarleifanna og skógrækt-
in ætti að ráða bót á þessu meini land-
búnaðarins, eldiviðarleysinu. Og þegar
litið er á fjárhagslega hlið skógræktar-
málsins, hvort það muni borga sig að
hlynna að skógarleifunum og rækta skóg
hér á landi, hlýtur hver maður að skilja,
að þörfin er hvérgi brýnni.
Margur kvartar um það að lítið eldi-
viðartak sé í skógi. Mun það ekki að
ástæðulausu, eins og kjarrið og hrísið
er víða. Kvistur, sem ér mjórri en 1
þuml. að þvermáli, er fremur lítils virði
sem eldsneyti í satnanburði við stofna
sem eru 2—3 þuml. í þvermál eða það-
an af gildari. Hitamagn skógviðarins
eykst tiltölulega því gildari sem hann
er, því gildari sem stofninn er, því
stærri hluti hans hinn eiginlegi viður
og inniheldur meira af kolefni. Aðeins
yztu lögin í gildum trjábol eru lif-
andi frumiur, sem taka þátt í lífsstarfi
trésins: flytja næringarvökva frá rótinni
upp í greinar og blöð og kolefnissam-
bönd niður á við, frá blöðunum, um
greinar og bol til rótarinnar. En í ung-
um viðarstöngli eru flestir hlutar hans
lifandi frumlur kolefnissnauðar. Kolefn-
ið er eiginlega eldsneytið, við efnasam-
einingu þess og súrefnisins í andrúms-
loftinu myndast hitinn svo sem kunn-
ugt er.
Af þessu getum við dregið, hversu
áríðandi er að grisja skóginn, að það
er skilyrði fyrir því að hann geti orð-
ið góður eldiviður. Skógur, sem ekk
er grisjaður, eins og kjarrið hér á landi
verður seint mikils virði. Stofnarnir eru
margir en kræklóttir, grannvaxnir og
tenglulegir. Kjarrið er altof þétt. Trén
geta ekki gildnað nema þau eigi hæg-
an aðgang að birtunni, sólarljósinu.
Kolsýruna, aðalnæringu sína, fá þau
úr loftinu, en til að melta hana, ef svo
mætti að orði komast, er sólarljósið
lífsnauðsyn. Vanti það, veslast tréð upp
af næringarskorti. En því meira, sem
er af þvi, því befri birtu sem tréð nýt-
ur, þess auðveldara gengur kolsýrumelt-
ingin. Lífsstarf þess eykst og lífsþrótt-
urinn verður meiri, það þroskast fyr
og leggur mikið meira í gildarvöxtinn
en ella. Við eigum að gisa mikið til
að auka viðarmagnið, til að fá gagn-
legt eldsneyti svo fljótt sem unt er. Við
megum grisja svo mikið að greinarnar
á hríslunum komi hvergi saman og dá-
lítið bil vérði á milli, 1 —3 fet. Pað er
þrefaldur hagnaður: Skógurinn gildnar
fljótar, það er ódýrara að vinna að
grisjuninni, verkið gengur þá fljótar og
minna gerir þá til þó langur tími líði
á milli þess að sama svæðið er gis-
höggvið, en svo mun mega gjöra ráð
fyrir víða, meðan kjarrið er þétt og
lávaxið.
Til þess að hafa þess mest not, sem
1913.
höggvið er úr skógunum, ættu menn
að taka fyrst fyrir þau svæðin, þar sem
skógurinn er stærstur, láta heldur þau
svæðin bíða, sem lágvaxin eru og yngri.
þeim fer fram meðan hin eru grisjuð.
Þá ætti ekki að brenna nýhöggnum við
en láta hann þorna áður. Menn ættu
því að höggva mest að vorinu, undir
þurkinn að sumrinu. Annars sjálfsagt
að nota þann tíma .ársins, sem óhent-
ugastur er til annarar útivinnu, en það
er veturinn, þegar autt er og jörð er
frosin. Enda er það uppskerutími í
skógunum á öllum Norðurlöndum. Pað
er eitt af yfirburðum hans yfir annan
urtagróða.« —
Efalaust lætur höf., sem nú er skó-
vörður á Hallormsstað, sér ant um að
sem mest sé grisjað í Hallormsstaða-
skógi, enda eru þar mjög góðir stað-
hættir til að koma hinum höggna skógi
frá sér. Greiðfært á Lagarfljóti á vetrum
eftir ís og víðáttumiklar sveitir til beggja
hliða, þar sem bændur búa sem lítinn
eða engan skógvið eða hrís hafa í heima-
löndum og hafa allmikla þörf fyrir skóg-
við til búþarfa. Pað eru því allgóð skil-
yrði á Hallormsstað að geta selt mikið
af skógvið og hrís ef verðið er hæfi-
legt.
Svo sem kunnugt er hefir landið tekið
að sér skóginn á Vöglum í Fnjóskadal
og sett þar skógarvörð og girt skóginn,
En yfirráðsmennsku yfir þessum skógum
hefir landsstjórnin falið Kofod nokkurn
Hansen, sem stundum er að skrifa í
blöðin leiðbeiningar fyrir landsmenn um
meðferð á skógi og hrís. Mér er ekki
kunnugt um hvort Hansen þessi hefir
aflað sér þeirrar þekkingar á landshátt-
um hér, sem nauðsynlegir eru til þess
að standa vel í þeirri stöðu sem hon-
um hefir verið falin, því til þess að
efla skógræktina hér og stuðla til þess
að þeir skógar, sem landstjórnin hefir
tekið að sér, taki sem fyrst framförum,
þarf meira en að halda fram með merki-
legheitum einhverjum erlendum kredd-
um, en hugsa lítið um að laga sig eftir
staðháttum og kringumstæðum hér.
Pað sem eg vildi sérstaklega benda
á í þessu efni er, að grisjun á Vagla-
skógi mun ekki rekin með þeim mann-
afla sem þyrfti að vera meðan skógur-
inn er alt of þéttur, og að yfirskógar-
vörðurinn hefir hingað til haldið hinum
höggna skógi og hrís í of háu verði,
svo hann hefir selst með mikilli tregðu.
Skilyrðin fyrir að geta selt hinn höggna
skóg frá Vöglum eru langtum lakari en
á Hallormsstað. Dalurinn þrögur, áin
krókótt og oftast ilt sleðafæri á henni.
Nokkrir bæjir í grend við Vagli hafa
og skógar- og hríshögg í landi sínu
til heimilisþarfa. Inn í Eyjafjörð er leið-
in að vísn ekki löng, en hún er erfið,
yfir háa og bratta heiði að fara. Hest-
burði af skógvið verður því naumast
komið til Akureyrar fyrir minna en 2
kr., enda hefir tilraun, sem gerð hefir
verið að selja þennan við á Akureyri
eigi gengið vel. Af því grisjunarleysið
í Vaglaskógi stendur mjög framförum
þess skógar fyrir þrifum er fylsta þörf
á að hert sé að umráðamönnum skóg-
arins að auka hana mikið frá þvf sem
325
lofa mér því að segja engum frá því, að eg væri kona Hermanns Róm-
arhjarta. Nokkrum dögum síðar spurði Jakob Elínu hvort hún þekti konu
greifa Rómarhjarta.
Hún svaraði því játandi.
Pá spurði hann um nafn hennar.
»Hún heitir EIín,« sagði hún og horfði til mín með órólegu augn-
ráði.
•sEr það satt Stefanía?« spurði hann og horfði fast á mig.
»Já,« svaraði eg.
Eg fól umboðsmanni mínum að kaupa Kongsberg, væri það til sölu,
og þegar það var búið ákvað eg að flytja hingað og taka nafn móður-
bróður míns, svo að þú vissir ekki hver eg væri, og svo sömdum við
Elín það með okkur að hún létist vera eg, til þess að komast að raun
um hvernig þú ætlaðir að breyta við konu þína, Jakobi gátum við þó
ekki vilt sjónir, enda haíði eg í óráðinu sagt honum alt, og það sagði
hann mér löngu síðar. Þegar þú ferðaðist til Englands, og eg vildi gera
mér fulla grein fyrir tilfinningutn okkar, sagði eg Jakob æfisögu mína.
Hann talaði um kringumstæður okkar með sinu sannsýna umburðarlyndi
og sinni góðgirnislegu lífskoðun, og eftir þær samræður fann eg, að eg
hafði þrek til að vera umhyggjusöm og ástrík dóttir móður þinnar, og
bíða þar til eg gæti sagt við sjálfa mig: »Hermann verðskuldar að vera
elskaður eins heitt og eg geri.«
»Og þessvegna léztu mig ganga reynsluskeiðið á enda,« mælti greifinn.
»Já, vinur minn.«
Hún lagði hendur um háls honum og mælti ennfremur: »Hjarta
mitt hefði sprungið ef þú hefðir brugðist, því þá hefði mér fundist eg
vera dregin á tálar í trú minni á hina miklu réttlætis- og sómatilfinning
þína.«
»Pegar eg hugsa um þetta, sem á dagana hefir drifið, finst mér
það eins og draumur, sem eg er hræddur við að vakna af,« sagði Her-
mann, og beigði sig yfir Stefaníu. »Eg hefi hálft annað ár verið við hlið
þína og elskað þig svo að gengið hefir vitfyrring næst, og þó ekki haft
áræði til að taka þig í faðm minn, enda þótt eg hefði rétt til gagnvart
guði og mönnum að kalla þig konuna mínaj*