Norðri - 25.09.1913, Page 3
Nr. 31
NORÐRI
103
Vattar-
nesvitinn
sýnir fyrst um sinn einn blossa tíundu hverja
sekundu.
Auglýsist samkvæmt fyrirskipun stjórnarráðs
íslands.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Akureyri 20. september 1913.
Júl. Havsteen,
settur.
við móttöku kaupir undirskrifað-
ur flestar íslenskar vörur. Saltfisk
af öllum sortum, þurverkaðan,
hálfverkaðan og upp úr salti, að eins að fiskurinn sé góð verzlun-
arvara.
Einnig tek eg að mér pöntun á útlendum vörum fyrir kaup-
menn og útvegseigendur. Fljót og áreiðanleg afgreiðsla og lítil
ómakslaun. —
Oddeyri, 27. ágúst 1913.
Chrísten Havsteen.
íslenzk frímerki
borgar enginn hærra verði en
Sig. H. Björnsson
(í prentsmiðjunni á Oddeyri.)
Verðlisti sendist ókeypis.
Tóbaksverzlun
Sveíns Sip'urjó nssonar
Hafnarstræti 103.
selur allskonar tóbak og vindla
með mjög lágu verði.
Kartöflur
á 9 kr. tunnan, hálftunnupokar á 5 kr. með poka
fást á Akureyri hjá
Eggert Laxdal.
20
Hvað lengi hann hefði setið þarna jmeð höfuðið hangandi, er ekki
hægt að segja, ef ekki hefði verið slegið á öxl hans þétt högg og sagt
við hann.
»Pað er ekki holt að sitja svona lengi hér í þessu veðri.«
»Eruð það þér, Stangbom,« sagði ívar og stóð upp.
»Já, víst er það eg. Og þó við höfum ekki verið neinir mátar hing-
að til, þá ætla eg nú að bjóða þér að búa saman við mig fyrst um
sinn. Við þurfum báðir að fá atvinnu og komdu nú með, til þess að
hita okkur á því, sem styrkir bæði sál og líkama.«
ívar lét tilleiðast fyrir fortölur Stangboms.
III.
Prem dögum eftir jarðarför Thórsons, stóð í Stokkhólmsblöðúm
svolátandi grein:
sÞriðjudaginn 14. nóbr. fanst stúlkan Gretha Sjöborg myrt í bú-
stað sínum Kafteinsgötu nr. 16. Að líkindum er morðið framið um
nóttina. í eigum hennar hafa fundist þessir hlutir: 1 gullúr, 2 silf-
urbikarar, 6 silfurskeiðar, 1 gullhringur með rauðum steini í, 2 slétt-
ir gullhringar og dálítil upphæð peninga. Eftir morðingjann fanst
1 þjöl og einn tréskór þar hjá likinu. Hver sem getur gefið upp-
iýsingar þær, er leiði til þess, að morðinginn verði fundinn fær
borgað 66 rd. 32 sk. Bankó, á ráðhúsinu.«
Nokkrum dögutn síðar, stóð í sama blaði þessi grein:
»Fyrir dugnað og árvekni lögreglunnar, hefir þegar hepnast að finna
morðingjann sem drap stúlkuna í Kafteinsgötu. Morðinginn er 16
ára gamall járnsmíðadrengur sem heitir Ivar, fóstursonur hins and-
aða Thórson, ættingja stúlkunnar. Enda þótt yfirgnæfandi ástæður
séu fyrir því, að drengur þessi hafi framið glæpin, hefir hann samt
með gráti og stundum frekju neitað, að hann sé neitt riðinn við
þetta morð. En líkurnar eru svo sterkar, að hér getur enginn vaf1
17
Eftir það, að eg fór frá Broms, hef eg ávalt unnið að handverki
mínu með áhuga og dugnaði og viljað vera ærlegur í öllum viðskiftum.
Guð hefir blessað efni mín, gefið mér góða konu og gótt álit í annara
augum. Aldrei hef eg fengið að vita hverjir foreldrar mínir voru. En
þegar hjónaband mitt varð barnlaust, ásetti eg mér, að taka barn af mun-
aðarlausra-hælinu. Og þú getur nú skilið það, að eg get ekki verið harð-
ur við það barn, sem var munaðarlaust eins og eg. Eg hef sjálfur reynt
harðneskjuna hjá öðrum, og eg vil ekki vera þér eins og aðrir voru við
mig. Þú ’varst 6 ára, þegar eg tók þig og varst þá hjá gamalli konu,
sem var fátækari heldur en hún var slæm.
Þú skilur nú hvernig á því stendur, að eg get ekki verið harður
við þig. Þú hefir átt sömu forlögum að sæta og eg.«
ívar hlustaði með athygli á orð meistara síns og gleymdi alveg að
borða matinn. Ög segir síðan hrærður í huga:
»Þér eruð góður maður, meistari! Og þér skuluð sannarlega hafa
gleði og ánægju af því, að hafa verið mér svona góður. En segið þér
mér, hvað á eg gera til þess að þér hafið gleði af mér?«
»Það er bara eitt einasta ráð til þess og það er að vinna'. Við sem
höfum hvorki átt hús né heimili, föður né móður, við höfum og eigum
bara einn einasta vin, og hann er vinnan!«
ívar sat lengi í djúpum hugsunum en segir svo:
»Já, þér hafið rétt að mæla, meistari góður. Vinnunni fylgdir bless-
un. En segið þér mér hvað til þess kemur, að þegar eg á morgnana
kem ofan á verkstæðið og hef nú ásett mér að vinna vel, þá flýgur ým-
islegt inn í huga minn sem truflar vinnuna, svo sem t. d. þegar við er-
um að járnbrydda vagnhjólin, þá fer eg ætíð að hugsa um hvernig þetta
mætti gerast á annan hátt, miklu fyrirhafnarminna. Allur hugur minn er
þá í vélum og verkfærum. Þetta tefur fyrir mér í vinrtu minni og hvern-
ig á eg fara að því, að verða laus við þessar hugsanir?«
»Já, sjálfur get eg ekkert sagt þér til í þessháttar. En eg þekki einn
mann, sem veit um alt þetta. Það liggur líklega fyrir þér að verða meiri
og duglegri verkamaður en eg og það skyldi gleðja mig. Við skulum
tala um þetta á morgun, en nú skulum við eta og drekka og vera glað-